Þjóðviljinn - 04.04.1976, Side 5
Sdhnudagur 4. aprD 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
EFTIR
MAURICE
DUVERGER
í þessari grein, sem ný-
lega birtist í franska stór-
blaðinu Le Monde, fjallar
höfundur um tilraunir
Bandaríkjastjórnar til að
hindra með öllum brögðum
að kommúnistar komist í
ríkisstjórnir í Vestur-
evrópu og telur, að þótt svo
að Bandaríkin hafi lýð-
ræðislegt stjórnarfar i
eigin landi, hneigist þau að
því að koma á fasisma eða
einræði í öðrum löndum,
þar eð slíkar stjórnir séu
þeim þægari en lýðræðis-
Vesturlöndnm, þar sem Ford er
vpldugur en Bresjnef ekki. Aðal-
ritari Kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna getur ekki gert annað i
málinu en hóta vesturevrópskum
kom múnistaflokkum fordæm-
ingu, i þeim tilgangi að néyða þá
aftur til rétttrúnaðar. Banda-
rikjaforseti hikar ekki vð að hóta
þvi að Bandarikin hætti að gegna
skyldum sinum samkvæmt
Atlantshafssáttmálanum, ef eitt-
hvert Vestur-Evrópurikið skyldi
gera sig liklegt til að þverskallast
við skipunum hans. Hann lætur
sig einu gilda, þótt með þessum
hótunum geri hann sig sekan um
brot á Atlantshafssáttmálanum.
En hversvegna skyldi Banda-
rikjaforseti lika vera að flagga
einhverri málamyndakurteisi,
fyrst evrópumenn virðast ætla að
láta bjóða sér þessa framkomu.
Þeir þyrftu þess ekki frekar en
þeir vildu. 1 fyrsta lagi gætu þeir
bent Ford forseta á þær megin-
reglur. sem liggja til grundvallar
fjölflokkalýðræði báðum megin
Atlantshafs,
Þegar æðsti maður Sovétrikj-
anna lýsir þvi yfir að „virðing
fvrir alþjóðahyggju öreiganna”
sé „helg skylda allra marx-lenin-
ista” er hann að minna á kenni-
Ford og Brésnéf: vilja hafa hlutina rækilega afmarkaða og
allar linur skýrt dregnar, svo að ekkert trufli þcirra útrcikninga.
Ford, Brésjnéf og
kommúnistar Evrópu
stjórnir. Duverger segir
umbúðalaust, að ef rikis-
stjórnir Vestur-evrópu
beygðu sig fyrir skipunum
Bandarík janna um að
halda kommúnistum utan
ríkisstjórna með öllum
ráðum, myndi það þýða að
lýðræðið í Vestur-Evrópu
liði undir lok.
Gerald Ford og Leóníd
Bresjnef eiga að minnsfa
kosti eitt sameiginlegt.
Hvorugur þeirra vill fá
kommúnista í ríkisstjórnir
Vestur-Evrópu. En ástæð-
ur þeirra til þessarar af-
stöðu eru gerólikar. Ford
óttast að kommúnistar
muni koma á alræði í
sovéskum stíl á ítalíu eða
Frakklandi: Bresjnef hef-
ur hinsvegar grun um að
munaður f jölf lokkalýð-
ræðisins muni mýkja þá.
Bandarikin og Sovétrikin vilja
hafa hlutina vel afmarkaða og
allar linur skýrt dregnar.
Kommúniskur flokkur á
samkvæmt þvi að sækja leiðar-
ljós sin tii Moskvu. Það er ljóst.
Hann á að láta sem hann sjái ekki
mistök sovétmanna, jafnvel þótt
um gifurleg afglöp sé að ræða.
Það gildir um innilokun i vinnu-
búðum og geðveikraspitölum eins
og annað. Vestræn rikisstjórn á
að sjálfsögðu á sama hátt að
hlýðnast Washington og taka tillit
til skilnings þorrans af banda-
riskum öldungadeildarþing-
mönnum, sem lita á kommúnista
sem útsendara djöfulsins. Og af-
staða vestrænnar rikisstjórnar
gagnvart Bandarikjunum og
Sovétrikjunum verður að haldast
óbreytt.
Bandaríkin fremja
brot á
Natósáttmála
Vandi sá sem hér um ræðir ris á
setningu þá sem Sovetrikin og
bandamenn þeirra hafa alltaf
haldið fram og kommúnista-
flokkar um allan heim hafa sætt
sig við allt til þessa.
Ætli kommúnistaflokkar
Frakklands, ítaliu og Spánar að
verða óháðir i raun, verða þeir að
hafna þessari kennisetningu.
Georges Marchais, Berlinguer og
Santiago Carrillo eru á hliðstæðri
braut og Marteinn Lúther fyrir
450 árum. Hjá Lúther endaði
þetta með þvi að upp úr slitnaði
milli hans og páfans i Róm. Þeir
Marchais, Berlinguer og Carillo
verða, likt og Lúther, að ganga
sinn veg til enda, svo fremi þeir
ætli að verjast þvi að verða aftur
knúðir til hlýðni við sovesku
linuna.
Meginreglur
lýðræðis brotnar
Þegar æðsti maður Bandarikj-
anna bannar þjóðum Vestur-
Evrópu að veita kommúnistum
hlutdeild i völdum, þábrýturhann
meginreglur þær, sem lýðræðis-
legar rikisstjórnir hans eigin
lands og bandalagsrikja þess
byggjast á. Ef nú frakkar eða
italir skyldu kjósa sér vinstri-
stjórn einhvern daginn, þá ætti að
virða þann vilja þjóðanna sam-
kvæmt téðum meginreglum. En
ef F'rakkland eða Italia skyldi
hafa kosningar, þar sem út-
koman yrði þessi, að engu, yrðu
þau að beita ofbeldi til þess að
koma i veg fyrir að rikisstjórn,
sem kjósendur hefðu valið sér,
kæmist til valda. Svoleiðis hátt-
erni er kalláð fasismi.
Ef vesturevrópumenn og
bandarikjamenn færu inn á þá
braut, væru þeir að snúa baki við
eigin viðhorfum og gildismati.
Einnig myndu þeir, jafnframt þvi
sem þeir þættust halda sér fast
við Norður-Atlantshafssátt-
málann, fremja gróft brot á
honum. t sáttmálanum stendur
skýrum orðum: „Þau (þ.e.
aðildarrikin) eru staðráðin i að
tryggja frelsi, sameiginlegar
erfðir og menningu þjóða sinna,
sem byggist á meginreglum
lýðræðis, einstaklingsfrelsis og
löghlýðni.”
Myndi þýða
endalok lýðræðis
Rikisstjórnir Vestur-Evrópu
yrðu enn ámælisverðari en
Washington-stjórnin ef þær létu
undan skipunum Bandarikjanna.
Þvi að sú hlýðni myndi þýða
endalok lýðræðisins i Vestur-
Evrópu. Hlutverk vestur-
evrópskra rikisstjórna er framar
öllu öðru að vernda lýðræðið,
gagnstætt þvi sem er með stjórn-
ina i Washington, sem alltaf hefur
tilhneigingu til þess að tortima
lýðræði i öðrum löndum.
A þessu ári, þegar tvær aldir
eru siðan Bandarikin lýstu yfir
sjálfstæði sinu, ættu menn ekki
einungis að nota tækifærið til að
minnast ■ þróunar bandarisks
lýðræðis siðustu 200 árin. Menn
skyldu einnig hafa i huga að sam-
fara þeirri þróun hafa oftlega
verið harkalegar ráðstafanir til
þess að koma á alræðisstjórnar-
fari i öðrum löndum, i þeim til-
gangi að tryggja undirgefni
þeirra við valdhafana i Washing-
ton. Þessi „fasismi i utanrikis-
malum” er annað andlit Banda-
rikjanna, skuggahliðin sem falin
er á bak við lýðræðið heima fyrir.
Þessvegna ættu menn að rifja upp
sögur frá Chile og allmörgum
öðrum löndum, þegar haldið
verður upp á umrætt tveggja alda
afmæli.
Georges Marcliais og Knrico Berlinguer: „Liitherar" sain-
timans þinga i Rómaborg.
Verður fasisma
troðið upp á
V-Evrópu?
Þegar Bandarikin koma
fasismanum til valda hjá van-
þróuðum þjóðum, sem hafa litla
eða enga reynslu af lýðræði eða
engar kringumstæður til að
viðhalda þvi, geta ráðamenn i
Washington haldið þvi fram, að
þeir hafi sitthvað sér til afsök-
unar. En i þvi tilfelli, sem hér er
fjallað um, er spurt um það hvort
fasisma verði troðið upp á þann
hluta beims. þar sem lýðræðið óx
úr grasi fyrir 200 árum og þar
sem það hefur skotið rótum og
dafnað á mjög áþekkan hátt og i
Bandarikjunum.
Til er fólk, sem segir að hér sé
um þaö að ræða aö velja það
skárra af tvennu illu. Þetta fólk
litur á sókn Sovétrikjanna á vett-
vangi heimsmálanna siðustu þrjú
árin sem tákn þess, að útþenslu-
stefna þeirra sé endurvakin. Er
ekki hætta á þvi, segir þetta fólk,
að Vestur-Evrópa fari sömu slóð
og Vietnam, Indland og Angóla ef
kommúnistar fá hlutdeild i
völdum i italiu eða Frakklandi?
Þar eð Bandarikin eru reiðubúin
að snúa aftur til einangr-
unarstefnunnar, halda talsmenn
þessarar skoðunr áfram. skyldu
vesturevrópumenn þá ekki
forðast að gefa þeim nokkra
átyliu til að sleppa hendinni af
Evrópu?
V-Evrópa annað
en Víetnam og
Angóla
Við þessa röksemdafærslu er
gengið framhjá einu atriði.
Bandarikin hafa afskipti af
málum Evrópu i þeim tilgangi að
verja sina eigin hagsmuni, en
ekki hagsmuni evrópumanna.
Hér er þvi lika gleymt að frá
sjónarmiði ráðamanna i Wash-
ington er Vestur-Evrópa allt
annað en Vietnam. Angóla eða
Indland. Vestur-Evrópa er annað
mesta iðnaðarsvæði veraldar, og
kæmist hún undir yfirráð ráða-
manna i Moskvu. myndi það
tryggja Sovétrikjununi áhrifa-
vald yfir öllum heiminum.
Enginn annar hluti heims kemst
hér i samjöínuð hvað mikilvægi
snertir. Ef Sovétrikin tækju upp á
þvi að færa sig upp á skaftið innan
landamæra Vestur-Evrópu.
myndi það hafa i för með sér
meiriháttar árekstur. Ef útlit
væri fyrir það að Sovétrikin hlut-
uðust til um innanrikismál italiu
eða Frakkalnds til hjálpar rikis-
stjórnum, sem kommúnistar ættu
aðild að. ættu ráðamenn i
Washington ekki annars kost en
að gripa til gagnaögerða. Þetta
vita, hafa vitað og munu vita for-
setar Bandarikjanna fyrr og siðar
og hið sama gildir um aðalritara
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna.
Þögn ráöamanna
í París og Róm
Er það hugsanlegt að rikis-
stjórnir Frakklands og ítaliu geri
sér þetta ekki ljóst? Eru þær
orðnar fórnarlömb óttans við
Rauðu hættuna, sem á ný er farið
að gæta i Vestur-Evrópu? Eru þær
ófærar um að gera bandarikja-
mönnum ljóst. að kommúnistar i
ráðherrastólum F'rakklands og
italiu myndu dæma flokka sina til
dauða ef þeir reyndu að fara i
kringum samfylkingarsamninga
við aðra vinstriflokka og koma á
fót alþýðulýðræði? Hvers vegna?
Vegja þess að ef kommúnisíar
reyndu þetta. myndu 80°ó
ibúanna og allt rikisbáknið i
þessum löndum snúast gegn
þeim, og áhrif kommúnista yrðu
á skömmum tima aö engu. Þeir
myndu þannig i einu höggi missa
allt það, sem þeir hafa unnið með
harðri baráttu i siðastliðin 20 ár.
Frá ráðamönnum i Mosvku gætu
þeir ekki búist við neinni hjálp.
Framhald á bls. 22