Þjóðviljinn - 04.04.1976, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. april 1976.
Höföingjar
og hnjáliðir
Sjö og
hálfur metri
Með hækkandi sól og flaumi op-
inna bréfa i dagblöðum kastar
Matthias Johannessen vetrarfeldi
og gengur í slarkið eins og aðrir
blaðamenn. Hann er samur við
sig Matthias: i grein sem er alls
7,55 metrar á lengd miðað við
venjulega dálkabreidd lætur hann
i ljós nokkra ógleði yfir því, að
kollegar hans sumir skrifi alltof
mikið. Sem fyrr ilmar og skin i
þessu bréfi, sem formlega er
stilað til Gils Guðmundssonar. sú
sæla sjálfumgleði sem Mbl.
á sameiginlega með rúss-
nesku pressunni. Þar segir að
Morgunblaðsritstjórar séu i þeim
eina skilningi ekki með öllu
frjálsir menn og óháðir að þeir
séu ..bundnir af þvi sem við
teljum rétt. bundnir af samvisku
okkar". Þessu fylgja yfirlýsingar
um að Morgunblaðið ..dregur
ekki ályktanir af öðru en gall-
hörðum staðreyndum, hvort sem
i hlut eiga pólitiskir samherjar
þess eða andstæðingar”. Það er
þá eitthvað annað en flokksþræl-
arnir á Timanum eða hinir of-
beldishneigðu steinaldarmenn á
Þjóðviljanum.
Ólafsraunir
Eftir þvi sem næst verður
komist fjallar bréf Matthiasar að
verulegu leyti um siðferði i
blaðamennsku. frjáls blöð og
ófrjáls — og tengist þetta við
spira- og Geirfinnsmál og Ölafs-
raunir Jóhannessonar. Máls-
meðferð er blátt áfram fróðleg.
Þegar fjallað er um illmennsku
Þjóðviljamanna er Matthias
Johannessen að vonum hress i
máli og afdráttarlaus. En þegar
komið er að ofangreindu heimilis-
böli Framsóknar og þá stjórnar-
heimilisins verður annað uppi.
Ræöan verður samfelld keðja af
fyrirvörum, úrdrætti — og
dylgjum.
Um mafiumál dagsins er i raun
ekki annað látið uppi en almenn
ósk <i leiðaratilvitnun ) um að
..hraðað verði meðferð” þeirra.
Þess i staö er sögð allýtarlega
saga 'frá árinu 1932 um pislar-
göngu Magnúsar Guðmundssonar
dómsmálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, sem Hriflu-Jónas fékk
dæmdan fyrir afskipti af gjald-
þrotamáli, og sagði hann þá af sér
þar til Hæstiréttur hafði sýknað
hann. Um leið er sagt frá þeirri
eitruðu skothrið sem Timinn hélt
uppiá Magnús fyrir nær 44 árum.
Kringum hreinan
graut
Það er skratti margt sem
Matthias ætlar sér með þessari
sögu. Hann tekur hana sem dæmi
um óvandaðan þjösnaskap i
blaðamennsku (skrif Timans).
Þar segir og ,,En viturlegt var
það af Magnúsi Guðmundssyni að
segja af sér um hrið og krefjast
rannóknar, enda var hann alls ó-
kviðinn og bófaflokka hafði hann
enga i kringum sig”. Þetta má
skilja bæði sem ábendingu djúpt
undir rós, um að réttast gerði
Ólafur Jóhannesson í þvi að
„segja af sér um hrið”. Um leið
og látið er að þvi liggja að eigin-
lega geti Ölafur Jóhannesson ekki
tekið þann kost — vegna þess að
„bófaflokkar” standi honum helst
til nærri. öllu er svo blandað
saman við fyrirvara um að dag-
blöð eigi ekki að fara með dóms-
vald, aðgát skuli höfð i nærveru
sálar (Ólafs ?) og annað i þeim
mærðartóni sem gerir ráð fyrir
þvi að Morgunblaðið sé orðinn
staðgengill Krists á jörðunni.
En að helgislepju slepptri, þá er
þetta nokkuð sniðug leikfétta.
Með þessari langferð um söguna
er hægt að komast hjá þvi, að
ræða beint um hluti sem við-
kvæmir væru i stjórnarsamstarfi
Það er lika hægt að sneiða hjá
þvi, að fjalla um þá grimmu
sannfæringu mikiis hluta Sjálf-
stæðismanna, aðpólitisk spilling,
fjármálaspilling, sé fyrst og
fremst framleiðsluafurð Fram-
sóknarflokksins. An þess þó, að
þeir sem svo hugsa séu með öllu
hafðir útundan.
Höfðingjadýrkun
En þar fyrir utan sýnist mér að
þessi málsmeðferð sé einn angi
að ósjálfráðri undirgefni
Matthiasar Jóhannessens við þá
menn sem njóta frægðar og
áhrifa, hvort sem er i listum eða
pólitik. Mörgum finnst það sé
ekki heil brú i skrifum
Matthiasar. En þetta er alls ekki
rétt. Það má finna i þeim tva'r
„brýr". tvo fasta punkta. sem
festa þau niður ibiaðamennskunn
ar brokkgengu historiu. llin fyrri
er sú afstaða sem áðan var nelnd
og við getum kallað höfðingja-
dýrkun. Hin seinni er sú sann-
færing að djöfuilinn búi i Kreml.
svo sterk sannfæring að höfðingj-
ar i Kreml komast ekki inn i
heildarmyndina. nema þá með
ölugum lormerkjum.
Við skulum ekki elast um það.
að ..höfðingjadýrkun” hafi
jákva'ðar hliðar. Hún er meðal
annars tengd þeim lofsverða
eiginleika að kunna að meta af-
burða írammistöðu i skáldskap
eða þá mannaforráðum. eins þótt
viðkomandi persóna hafi um
margt önnur viðhorf og vilja en
maður sjálfur. Og þennan eigin-
leika á Matthias Johannessen
vissulega til. En miklu oftar er
það að höfðingjadýrkun hans
tekur á sig aðra og leiðinlegri
mynd. Hún gengur þá i bandalag
við átakanlegan vanmátt til aö
standa á eigin fótum. Sýnkt og
heilagt skal vitnað til frægðar-
manna. eins þótt tilefnið sé svo
langsótt, að útkoman minni ekki á
annað frekar en hina þekktu
rússnesku formúlu „Rófan vex i
garðinum en frændi minn býr i
Kænugarði".
Sundurbútuö
mikilmenni
Höfðingjar eru ákallaðir i
hverju efni. Aðferðin er oft á þá
lund að matreiddir eru aðeins
þeir partar af hugsun lifs eða
liðinna mikilmenna, sem þægi-
legir eru Matthiasi. Um leið og
hann gætir þess vandlega, að
meiða sig ekki á afganginum af
þvi sem stórmennin höfðu til
mála að leggja. 1 þessum pistlum
hefur áður verið um það getið
hvernig ritstjórinn faðmaði að sér
Tolstoj gamla með mikltim fyrir-
gangi sem liðsmann i siðvæðingu
og sannri kristni. Að sjálfsögðu
gleymdist það i faðmlögunum, að
siðaboöskapur Tolstojs er
falsaður, ef menn taka ekki með i
reikninginn firnalegt hatur gamla
mannsins á einkarétti. (Hann fór
vist alveg á mis við þaö sem
Itagnar i Smára kallar eigna-
gleði) Annaðdæmi: Þórbergi er
i einni lotu hampað sem góðum
samherja i hinummeginmálum,
en i næstu andrá er marxiska
partinum af meistaranum likt við
strákskap. prakkarastrik.
Auðn og tóm
Matthias skortir það sjálfstæði.
þann „eigin kjarna" sem þarf til
að taka mikilmennum eins og þau
eru. Hann verður annaðhvort ;ið
lifa á þeim snikjulifi eða beygja
sig fyrir þeim i auðmýkt. Nema
hvorttveggja sé. Það varð frægt
dæmi um þetta ósjállstæði. þegar
ritstjórinn kvaðst ekki treysta sér
til að halda til streitu þeirri
skoðun sinni. að Stephan G. v;eri
ekki sérlega gott skáld vegna
þess að „prófessorarnir Sigurður
N'ordal og Kirkconnell" voru á
öðru máli. Þessi flötur málsins
kemur oft Iram i skrifum
Matthiasar með þvi móti. að
hann skipti mönnum i l'lokka eftir
Irægð og áhrifavaldi. Þeir sem
lenda i þungavigt hafa fullan rétt
til að hala „rangt" fvrir sér ifrá
sjónarhóli M.J.i en hinir.
aumingjarnir. skulu hafa skarpa
skömm lyrir sina villu Guðlevsi
kommúnista er svivirðulega
hrokafullt, en það er olræt að
Buckmister Fuller sé guð-
leysingi. þvi hann er mikill
hönnuður. Engum fyrirgefst að
hafa skrifað lofsamlega um Stalin
nema Halldóri Laxness. enda er
hann nóbilisskáld Maó formanni
er i mesta lagi sýndur áminnandi
visifingur, enda þótt hann hali
sniðið iðkun lista i sinu landi
miklu þrengri stakk en nokkrum
rússum dytti i hug vegna þess
að hann er sjálfur skáld og mikil-
menni (og heldur vinveittur Nato
i kaupbæti).
Það er þetta ósjálfstæði, þessi
veikleiki i hnjáliðunum and-
spænis höíðingjum. sem segja til
sin, einnig i meðferð á málum
þeim sem heyra undir Olaf
Jóhannesson. Jafnvel formaður
Framsóknarflokksins reynist of
mikil stærð til þess að hægt sé að
ganga beint framan aö honum og
horfast i augu við hann.
Arni Bergmann
Heill þér, Hernaður
Svo virðist sem bandariskir
indjánar séu klofnir i afstöðu
sinni til 200 ára afmælis rikisins.
Sumir vilja halda það hátiðlegt
vegna þess að þeir halda það
hafi örfandi áhrif á skartgripa-
sölu. Aðrir ættbálkar vilja ekki
vera með, vegna þess að indján-
ar hafi engu að fagna.
Harðnefur, höföingi Karoma-
indjána, sem veiddu visunda
þar sem nú er Watergate, er
einn þeirra sem vilja ekki vera
með. Við höfum ekkert að halda
upp á, sagði hann. Fyrir 200 ár-
um byrjuðum við að missa allt
sem við áður höfðum.
Hvernig geturðu sagt annað
eins? sagði ég. Þið hafið
Indjánaráðuneytið.
Aður en þið stofnuðuð riki,
sagði hann, höfðum við hreint
loft og vatn og heiðan himin.
En nú hafið þið fordjarfað öllu
svo hrapallega að það er ekki
einu sinni óhætt að éta egg.
— Já en höfðingi, sjáðu bara
hvaö viö gáfum landi þinu:
járnbrautir, hraðbrautir, vöru-
markaði og innkaupakort. Hvar
væri ameriski indjáninn núna
án hvita mannsins?
— Við myndum búa i Palm
Springs, Miami og Beverly
Hills.
— Já, en hvaða lif væri það
svosem? spurði ég. Þið svæfuð
enn á visundaskinnum i tjöldum
og veidduð fisk i ám og dönsuð-
uð kringum varðelda. Hvers-
konar tilvera er það eiginlega?
— Það er betra en að selja
minjagripi við Stóragil, sagði
Harðnefur höfðingi. Satt að
segja veit ég ekki hvað þið
bleiknefir eruð að halda upp á.
Sjáðu bara New York. Þegar við
seldum ykkur Manhattaneyju
fyrir 24 dali voru skuldabréf i
New York i gildi þyngdar sinn-
ar i perlum. Allir ættbálkar
kepptust um þau. Nú getið þið
ekki einu sinni losnað við þau
með þvi að gefa þau.
Þegar landnemarnir komu
hingað fyrst uxu tré og lækir
runnu allt frá Wall Street til
Kolumbiuháskóla. Hægt var að
komast riðandi frá Hudsonfljóti
til Austurár á 10 minútum. Nú
tekur það klukkutima að kom-
ast frá Fyrstastræti til Vestur-
hraðbrautar. Hverslags fram-
farir kallar þú þetta?
— New York er ekki Amerika,
sagði ég. Sjáðu bara Detroit,
Newark og Wilmington. Aldrei
hefðu indjánar getað þróað
þessa staði upp á eigin spýtur.
Þegar við höldum upp á 200 ára
afmælið þá er það gert fyrir alla
amerikana og ykkur indjána
lika. Við hefðum aldrei getað
þetta án ykkar.
— Af hverju segirðu það?
— Gleymdu ekki að það var á
ykkar landi að við fundum þá
oliu, kol og járn sem hefur gert
þetta land að þvi sem það er.
— H vers vegna kom þá ekkert
i okkar hlut?
— Vegna þess að við vitum að
þið eruð stolt þjóð sem mundi
aldrei taka við peningum fyrir
land sem var stolið frá ykkur.
— Hvers vegna prófið þig okk-
ur ekki? spurði Harðnefur.
— Við verðum að gleyma for-
tiðinni, sagði ég. Ykkar fólk og
okkar verður að taka höndum
saman á afmælinu. Þið eruð
partur af okkar menningu. An
indjána hefði aldrei orðið til
kvikmyndaiðnaður eða John
Wayne.
— Ég gleymdi honum, játaði
höfðinginn.
—- Og þið hafið gefið nöfn
þrem fótboltaliðum, gleymdu
þvi ekki. Ekkert annað þjóðar-
brot hefur orðið fyrir öðrum
eins heiðri.