Þjóðviljinn - 14.04.1976, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 14. apríl 1970.
Söngsveitin Fliharmonia ásamt Sinfóniuhljómsveit tslands.
Söngsveitin og
sinfónían
Tónleikar í háskólabiói
S. april 1970.
Sinfóniuhljómsveit islands og
Söngsveitin Filharinonia.
Söngstjóri: Jón Asgeirsson
Stjórnandi: Karsten Andersen
Kinsöngvarar:
Krövdis Klausberg.
Kuth L. Magnússon,
Magnús Jónsson,
Guömundur Jónsson.
Kfnisskrá:
Giuseppe \'erdi: Sálumessa.
Giuseppe Verdi er án efa eitt
þekktasta tónskáld itala. Aðal-
lega er hann frægur fyrir óperur
sinar sem urðu fjölmargar og
margar hverjar ómetanleg
listaverk. Einkum hefur Verdi
sérstöðu i óperusmið fyrir það
hve vel honum tókst að halda
upprunalegum einkennum
ítölsku óperunnar en samt að
taka upp mjög jákvæðar breyt-
ingar. En þó Verdi hafi aðallega
fengist við óperusmið þá eru
nokkur önnur verk hans sem
hafa náð mikilli útbreiðslu og
hylli, eitt þeirra er sálumessa
hans sem flutt var á þessum
tónleikum af Söngsveitinni
Filharmóniu og Sinfóniuhljóm-
sveitinni. Þessi sálumessa er
risavaxið verk bæði fyrir kór-
inn, hljómsveitina og sérstak-
lega einsöngvarana.
Söngkonurnar Kuth L.
Magnússon og Fröydis Klaus-
berg báru af, bæði i sólóarium
og þegar þær sungu tvær saman
dúettinn ..Recordare Jesu pie”,
SIGURSVEINN
MAGNÚSSON
SKRIFAR
UM
TÓNLIST
það var tolrandi augnablik og
stjórnandinn hefði e.t.v. mátt
gefa þeim enn meira frjálsræði.
Guðmundur Jónsson var einnig
stórgóður, og ekki er hægt ann-
að en undrast hve mikið hann
gefur þessu erfiða hlutverki ef
miðað er við sönglagagutl sem
hann er þekktur fyrir i Rikisút-
varpinu. Magnús Jónsson var
dálitið sér á báti, honum er
ókleyft að mynda liriskan tón
sem er svo nauðsynlegur fyrir
samlögun einkum i sóló-
kvartettunum en þar skar rödd
hans sig óþægilega mikið út úr,
að visu gerir Magnús tilraunir
til að syngja i falsettu en það
bætir litið úr skák þvi þá er
tónninn alltaf lágur og hangir
neðan i réttri tónhæð. bað fer
ekki á milli mála að mikil mis-
tök hafa verið gerð að velja
Magnús i þetta hlutverk sem
hann þvi miður réði engan veg-
inn við. bað hefði þeim sem
völdu einsöngvarana átt að vera
ljóst fyrirfram. Filharmóniu-
kórinn var góður en virtist
nokkuð rýrari en oft áður, það
má þó vera vegna þess hve
mjúkum höndum stjórnandinn
tók á verkinu. Hljómsveitin var
áberandi mjög góð, sérstaklega
vil ég nefna baksviðstrompet-
kallið sem oft fer i handaskolum
en tókst ágætlega og eins fór
með hina geysi erfiðu opnun
Sellósveitarinnar á þætti nr. 3
Domine Jesu.
Eins og áður sagði fór
stjórnandinn óvenju mjúkum
höndum um verkið og óneitan-
lega hefði meiri harðneskja
einstöku sinnum mátt rikja en
mest er um vert hve flutningur-
inn var heillegur og samvinna
allra aðila var góð, flytjendur
mega svo sannarlega vel við
una.
Lokið þriðjudaginn 13. april.
Sigursveinn Magnússon.
Hætta Vængir starfsemi?
Fregnir berast nú af
stjórnarfundi, sem hald-
inn var í stjórn Flug-
félagsins Vængja hf. í
fyrrakvöld, þess efnis, að
félagið hyggist selja allar
vélar félagsins fyrir lok
þessa mánaðar og hætta
starfsemi.
Ástæðan fyrir þessu er deila
stjórnarinna.r við flugmenn, en
stjórnarmenn geta ekki sætt sig
við að flugmenn félagsins séu i
stéttarfélagi og njóti þeirra
réttinda, sem slikt veitir.
Deila þessi er nú komin til
rikissáttasemjara, Torfa
Hjartarsonar. Sagði hann
blaðamanni i gærkvöld, að hann
hefði ekki enn ákveðið með
hvaða hönskum hann ætlaði að
taka á málinu, né heldur hvenær
hann hyggist boða menn til
sáttafundar. _úþ
Milli 8 og 9 þúsund
danir í þýska hernum
KAUPMANNAHÖFN 12/4 NTB-
RB — Á milli átta og niu þúsund
danskir rikisborgarar gengu i
þvska lierinn sem sjálfboöaliðar
i heimsstyrjöldinni siöari og vai
um fimmtungur þeirra af þvska
þjóöernisminnihlutanum á
Suður-Jótlandi. Voru þessir
vigfúsu striðsmenn allir sendir
á austurvigstöðvarnar, þarsem
um helmingur þcirra, eða um
4200, lét lifið. betta kemur fram
i bók, sem háskólaforlagiö i
Odense hefur gefið út, og er
höfundurinn majór nokkur að
nafni O. Krabbe, sem sjálfur
var meðal sjálfboðaliðanna.
í bókinni, sem fjallar um
framgöngu dönsku sjálfboða-
liðanna i herjum þriðja rikisins,
fer majór Krabbe i enga laun-
kofa með samúð sina með
nasistum og hernaði þeirra.
Hefur þvi vakið mikla athygli og
hneykslun að háskólaforlagið
skyldi gefa út bók hans, en það
mun gert með þvi fororði að
bókin hafi mikið heimildagildi.
Krabbe skrifar að algengasta
ástæðan sem knúði unga dani til
að fara i strið með nasistum,
hafi verið samúð þeirra með
nasismanum, en aðrir gengu i
þýska herinr. vegna þess að þeir
voru kommúnistahatarar eða
ihaldsmenn. Flestir þeirra
munu hafa þjónað i Waffen-SS.
Majórinn heldur þvi fram að
þjóðverjar hafi verið þvi sem
næst blásaklausir af öllum
striðsglæpum og að mestallt
svoleiðis hafi verið banda-
mönnum að kenna.
Margrét
Margeirsdóttir
skrifar:
UIFTON
Lestin mjakaðist af stað, hægt
og silalega, frá járnbrautarstöð-
inni i Bristol. Þetta var árla
morguns á mildum haustdegi i
októbermánuði sl. Ferðinni var
fyrst heitið til þorpsins Yeowil,
sem er um 60 kilómetra fyrir
sunnan Bristol i héraðinu Somer-
set, en skammt utan við Yeowil er
skóli, sem ætlunin var að
heimsækja og fræðast um. Ferðin
gekk fremur seint, þetta var
greinilega innansveitarlest, sem
fór sér ekki óðslega og var varla
fyrr komin af stað, þegar hún
þurfti að hægja ferðina aftur,
annaðhvort til að hleypa stóru
hraðlestunum inn á teinana, ell-
egar nema staöar til að taka far-
þega, sem biðu rólegir á hverri
viðkomustöð. Kannske voru sum-
ir þeirra bara að skreppa á milli
bæja, en aðrir til þorpsins eða ef
til vill alla leið til borgarinnar.
Ég kom mér þægilega fyrir og
notaði tækifærið til að virða fyrir
mér hiö fagra landslag, svo langt
sem augað eygði. Skógivaxnar
hliðar teigöu sig til lofts, en við
rætur þeirra voru hin mydarleg-
ustu bændabýli. Rauð tigulsteins-
húsin og bleikgulir akrarnir
mynduðu órofa heild, sem gaf
umhverfinu hlýlegan svip.
Skógurinn skartaði ennþá hin-
um græna sumarlit, haustið hafði
ekki náð að setja svip sinn á trén
nema eitt og eitt, sem glóði á
þegar sólin varpaði skini sinu á
gulbrúnan lit þeirra.
Um það bil miðja vegu milli
Bristol og Yeowil er borgin Bath,
sem m.a. er fræg fyrir fagrar
byggingar og húsagerðarlist. Þar
er einnig að finna heitar upp-
sprettur, og heilsuhæli, sem
draga að mikinn fjölda ferða-
manna ár hvert. Ekki gafst tæki-
færi til að skoða þessa frægu
boig, einungislita hana augum úr
fjarska þar sem hún blasti við i
allri sinni dýrð.
Eftir tveggja stunda ferð kom-
um við til Yeowil. Ég var varla
stiginn út á brautarpallinn, þegar
ungur maður og stúlka gengu til
min og kváðust vera komin til aö
taka á móti mér. A leiðinni til
skólans fékk ég að vita að hann
var aðstoðarforstöðumaður en
hún skrifstofustúlka. Skólastjór-
inn Hr. Cartar tók á móti okkur og
bauðtilskrifstofusinnar, þar sem
hann greindi frá aðdraganada að
stofnun skólans og helstu starf-
semi hans.
Lufton Manor skólinn var sett-
ur á stofn sfðla árs áriö 1968 i
þeim tilgangi að veita vangefnu
fólki þjálfun og kennslu i land-
búnaðar- og garðyrkjustörfum.
Það var Landsamband styrktar-
félaga vangefinna i Bretlandi
(The National Society for
Mentally Handicapped.) sem
beitti sér fyrir stofnun skólans og
land-
búnaöar-
og garö-
yrkju-
skóli fyrir
vangefna
keypti þennan stað, sem var
gamalt óðalsetur, i einu besta
landbúnaðarhéraði i
suður-Englandi.
Gert er ráð fyrir að hið opin-
bera taki við starfrækslu skólans i
framtlðinni þar eð Landsam-
bandið hefur ekki á stefnuskrá
sinni að vera rekstraraöili
stofnana.Hér er um að ræða verk-
efni, sem hafið var i tilrauna-
skyni, án þess að fordæmi fyndist
annarsstaðar. Skólinn er sá fyrsti
sinnar tegundar i Bretlandi, þar
sem vangefnir fá þjálfun i land-
búnaðarstörfum, sem gerir þeim
kleift að vinna á almennum
vinnumarkaði i vélvæddu tækni-
þjóðfélagi. „Vangefnir verða að
læra rétt vinnubrögð, það er ekki
nóg að þeir alist upp i sveit og
„venjis.t við störf” þeir þarfnast
kennslu, sem er byggð upp á
kerfisbundinn hátt og ekki er á
færi annarra en sérmenntaðs
starfsfólks,” sagði skólastjórinn.
Nemendur skólanseru um 50 að
sölu, á aldrinum 16—26 ára af
báðum kynjum. Greindarvisitala
þeirra er á bilinu 40—75 og koma
þvi hvaðanæva að úr landinu,
bæöi af stofnunum og úr heima-
húsum. Miðað er viðað nemendur
séu 2 ár í skólanum, en vikið er
frá þessari reglu ef sýnt þykir að
annað henti betur. Fyrstu 3 mán-
uðirnir eru nokkurskonar
reynslutimi, sem sker úr um það
hvort nemandinn heldur áfram
eða ekki. Tekið er tillit til áhuga
og hæfni til að inna störfin af
hendi likt og gerist hjá venjuleg-
um nemendum. Á þessum tima
fer fram m jög nákvæm athugun á
nemandanum, er sérfræðingar
skólans vinna að. Nemendur
verða aö greiða skólagjöld sem
eru nokkuð há, en viökomandi
sveitarfélag veitir styrki ef
Miövikudagur 14. aprii 1976. ÞJÓDVILJINN — SÍDA 11
foreldrar eða forráöamenn eru
ekki færir um að standa straum
af kostnaðinum.
Auk kennara, starfa þarna
ýmsir sérfræðingar, læknar sál-
fræðingar o.fl., sumir að hluta til,
aðrir i fullu starfi.
Nemendur búa i litlum húsum,
6—8 i hverju, sem hafa verið reist
á undanförnum árum, en allt ann-
að fer fram sameiginlega i einni
aðalbyggingu. Kennslan byggist
aðallega á verklegri þjálfun og er
framúrskarandi vel skipulögð,
enda er skólinn aðlagaður þörfum
nemenda en ekki hið gagnstæða.
Garðyrkja er mjög mikil bæði i
gróðurhúsum og utan þeirra.
Allskyns tegundir grænmetis og
blómjurtir eru ræktaðar I stórum
stil og er framleiðslan seld á
mörkuðum i nágrannaþorpunum.
Nemendur sjá um þetta allt sjáK-
ir undir handleiöslu kennara
sinna.
Annar þáttur skólans er hiröing
og meöferö húsdýra. Kúabú er
rekið þarna af miklum myndar-
brag enda kýrnar af hinu fræga
„Jerseykyni”, einnig er þarna
bæði nýtiskulegt svinabú og stórt
hæsna bú og er framleiðslan not-
uð I þágu skólans en það sem
verður umfram er selt þorpsbú-
um I grenndinni. Nemendur eru
einnig þjálfaðir i að fara með vél-
art.d. traktora og önnur landbún-
aðartæki, sem þykja ómissandi i
nútimabúskap. Auk þess, sem nú
hefur verið nefnt er félagsleg
þjálfun eða samfélagsfræðsla rik-
ur þáttur I náminu. Segja má að
sú þjálfun gerist ávallt samhliða
ári eftir útskrift hefur um 65%
nemenda unnið á almennum
vinnumarkaði við störf, sem þeir
höfðu undirbúið sig fyrir i skólan-
um. Aðrir hafa unnið á vernduð-
um vinnustöðum eða hálfvernd-
uðum.
Við gengum út i sólina að
afloknum hádegisverði. Félags-
fræðingur frá Gahna, sem var
þarna gestkomandi var i fylgd
meö okkur. Sá var búinn að vera
þarna I 2 daga til að fylgjast með
öllu sem best. Hann kvaðst vera
sendur af stjórn lands sihs til að
kynna sér fræðslu og félagslega
þjónustu I þágu vangefinna. Hann
var ákveðinn i aö beita sér fyrir
stofnun svipaðs skóla þegar hann
sneri aftur til heimalands sins.
Ég fullvissaði hann um að það
væru skynsamleg áform. Við vor-
um komin inn i eitt gróöurhúsið.
Blómstrandi „fusicas” stóðu
þarna i tugatali ásamt öörum
tegundum, sem ég kunni engin
skil á. Hópur af piltum var önnum
kafinn I byggingarvinnu skammt
frá. „Það er verið að reisa
gróðurhús, það fjórða i röðinni”,
mælti fylgdarmaður minn. Við
gengum frá einum staönum til
annars og allsstaðar voru
nemendur að starfi úti og inni.
Að lokinni skoðunarferð var
boðið til tedrykkju og skrafaö
saman. Það var álit þeirra, sem
þarna áttu hlut aö máli, að
árangur hefði orðið betri með
þessa nemendur en flestir hefðu
gert sér vonir um. Mér var sagt
frá stúlku, sem var ein af fyrstu
PÍíÍfft
i
Myndirnar eru allar úr Garðyrkjuskólanum.
ööru námi allan skólatimann.
Sem dæmi má nefna, að þekkja
gildi peninga og gera nauðsynleg
innkaup varðandi persónulegar
þarfir t.d. fatnað og þ.h. Annað
dæmi má nefna: að geta ferðast,
þekkja samgöngutæki og vita
hvernig á að nota þau. Hvað
merkir timinn, i sambandi við al-
menningsfarartæki, eöa i sam-
bandi við vinnu. Hvað þýðir að
vera stundvis. Heiisurækt og
iþróttir eru stundaðar og
nemendum er leiðbeint með
hvemig þeir geta nýtt tómstundir
sinar á þroskandi hátt.
Hver dagur er vandlega skipu-
lagður frá morgni til kvölds.
Mikil áhersla er lögð á samhæf-
ingu alls starfsfólks, sem annast
þjálfun nemenda og er i þvi skyni
mikið um hópfundi bæði meðal
starfsfólks og nemenda sam-
eiginlega, eða sitt i hvoru lagi.
„Markmiðið með þessum
sköla” sagði skólastjórinn er að
gera nemendurna færa um að
standa á eigin fótum i lifinu, geta
séð sjálfum sér farborða og það
getur enginn nema að hann kunni
eitthvert starf. Ef vangefnir fá
ekki þá þjálfun, sem þeir
þarfnast, þá sviptum viö þá
möguleikanum til að vinna og
taka þátt i framleiðslunni og það
þýöir að þeir öðlast aldrei neinn
„status”. sem þjóðfélags-
þegnar.”
Ég spuröi um árangur þessa
starfs hvernig nemendum vegn-
aði eftir útskrift. Það er gert mik-
ið af skólans hálfu til að fylgjast
með ferli nemenda að lokinni
skólavist. Haft er reglubundið
samband við vinnuveitendur og
foreldra mánuðum jafnvel árum
saman. 1 liós hefur komið við
tölulega attiugun að u.þ.b. hálfu
nemendum þarna. Hún var rúm-
lega tvitug þegar hún kom. Hafði
alið mestallan aldur sinn á hæli
fyrir vangefna við fremur léleg
skilyrði. Hún mældist með rúm-
lega 50 i greindarvisitölu. En sök-
um þess hve natin hún var og
hneigð fyrir dýr var unnt að
þjálfa hana það mikið á tveimur
árum að hún gat tekið að sér ein-
föld störf á stórum búgarði og
þannig unnið fyrir sér, en hún
hafði unnið þar i rúm tvö ár og
komið sér vel.
Annaö dæmi var af pilti 16 ára
gömlum, sem hafði alist upp i
sveit,en foreldrunum gekk illa að
kenna honum að vinna við bú-
störfin og sendu hann á heimili
fyrir vangefna, þar sem hann var
látinn dútla við föndur i afþrey-
ingarskyni. Þar var hann mjög
óánægður ogundi sér illa. Honum
var komið til reynslu i skólann.
Þá kom i ljós að stráksi var þrek-
mikill og duglegur að vinna llk-
amlega vinnu. Hann var mjög
hneigður fyrir fjósverk og kúa-
hirðingu og tók það góðum fram-
förum i þroska og þjálfun að
foreldrarnir biðu með óþreyju
eftir að fá hann heim i bústörfin.
Og eftir það gekk allt vel. Mér var
sagt frá nokkrum fleiri dæmum i
svipuðum dúr og þessi, en lika
voru önnur, sem miður hafði tek-
ist með.
Degi var tekið að halla og kom-
inn timitil brottferðar. Ég kvaddi
gestgjafa mina og hélt til Yeowil i
veg fyrir lestina, til Bristol. Það
var tekið að dimma og myrkrið
huldi nú útsýnið. I fjarska liktist
skógurinn dökkum vegg dulúðug-
ur og eilitið ógnvekjandi. Ljósin I
Bath blikuðu skært eins og stjörn-
ur sem báru við húmaðan
kvöldhimininn.