Þjóðviljinn - 14.04.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.04.1976, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. aprll 1976. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Frainkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. MÚTU G J AF AKERFIÐ Það er ekki að vita hvort menn átta sig á þvi, að Watergatemálið er enn i íullum gangi. Með öðrum orðum: sú hliðin á þvi sem snýr að mútugjöfum auðhringa bæði til stjórnmálamanna og embættismanna. Skriður kom á rannsókn þeirra hluta einmitt i sambandi við þær upphæðir sem runnið höfðu i kosningasjóði Nixons og þær aðferðir sem notaðar höfðu verið til að afla þeirra. Hin pólitiska hlið Watergatemálsins var aðeins sýnilegi hlutinn af isjakanum — neðansjávar er firnalega umsvifamikið kerfi viðskiptamúta og annarrar spill- ingar, sem hefur æ betur verið að koma upp á yfirborðið að undanförnu. Frægast dæmi er af Lockheedflugvélasmiðjunum, sem greiddu meira en 200 miljónir dollara i mútur á fimm árum til að greiða fyrir sölu á framleiðslu sinni. En þetta fyrir- tæki er alls ekkert einsdæmi, listinn leng- ist með hverjum degi sem liður. Heildar- útkoman er sú, að mútukerfið sé regla en ekki undantekning, snar þáttur af kapital- isku viðskiptalifi, sem ekki verði særður burt með neinum lögfræðilegum né heldur siðferðilegum ráðum. Kerfið er i mörgum greinum og stigum: allt frá smágjöfum, veisluboðum, ókeypis sumarleyfisboðum, til firnahárra óskráðra umboðslauna og MIKLA stórfelldra mútugjafa, sem hershöfðingj- ar, ráðherrar og jafnvel þjóðhöfðingjar eru flæktir i. Að vonum láta blöð uppi meira eða minna einlægan ugg yfir útbreiðslu þessa ,,krabbameins”. 1 fyrsta lagi vegna þess, að mál þessi grafi undan áliti Bandarikj- anna i heiminum, já og hins vestræna samfélags yfirleitt, þvi engum dettur i hug að bandariskir aðilar séu einir á báti i þessum róðri. 1 öðru lagi er á það bent, að mútugjafirnar reynast vera það stór- felldar, að þær hafi þegar allt kemur til alls umtalsverð áhrif á það verð sem neytendur þurfa að borga. í þriðja lagi er á það bent, að fjármálaspillingin leiði i ljós mikla tvöfeldni i dómkerfinu: afar fáir þeirra forstjóra og framkvæmda- stjóra sem hafa framið ótviræð lagabrot lenda i fangelsi, og sektir þær sem þeir hljóta eru einnig hlægilega lágar — rétt eins og hér á íslandi er auðvelt að rekja það, að smáþjófar ýmiskonar, sem ekki eiga sér hauka i horni, eru margfalt ver settir fyrir augliti réttvisinnar. Og rétt eins og þegar eitthvað gruggugt er á ferð i islensku samfélagi, þá reyna bandariskir stórlaxar að snúa sekt upp á fjölmiðlana, tala um ábyrgðarleysi þeirra, segjandi sem svo að blöð felli smán á heilar stéttir með þvi að gera mikið úr einstökum dæmum. Með öðrum orðum: sú gamla saga, að reynt er að láta sem örfáir einstaklingar hafi brugðist góðu siðferði, en kerfið sjálft á ekki að vera til umræðu. En þeir sem hyggja á umbætur eru þvi miður ansi illa settir. Það sýnist vonlitið að skirskota til siðgæðisvitundar — ágóða- krafan ræður i kapitalisku viðskiptalifi, og það stoðar litt að reyna að trufla hana með jafn annarlegu fyrirbæri og siðgæði. Það er þvi fremur á dagskrá að herða á eftirliti með laganna bókstaf, að reyna að hanka stórbisnessinn á brotum gegn lögum um bókhald og þessháttar. Þetta er reynt, en þetta er erfið og ójöfn barátta. Rann- sóknarnefndum ber saman um að vilji fyrirtækin fela eitthvað eigi þau tiltölu- lega auðvelt með það, séu lagðar fyrir þau nýjar snörur læri þau mjög fljótt að forð- ast þær. Það er i sjálfu sér jákvæð staðreynd, að þingnefndir og blöð bandarisk halda uppi opinskárri gagnrýni, en áður var lenska þar i landi, og miklu öflugri en við sjálfir þekkjum i hliðstæðum tilvikum. En þar með er ekki fundið ráð til að skera krabbameinið úr samfélagslikamanum, enda er það samgróið þeirri aflvél sem heldur honum gangandi. —áb Bent á hœstaréttardóma ólafur kvaö upp hæstarétta dóm Dómarinn Ólafur Jóhannesson bessi ömurlega saga veröur ekki rifjuö upp hér, enda engin ástæöa til þess aö ýfa gömul sár, en hæstaréttardómarnir frá 1949 ásamt málskjölum og blaöagreinum i Þjóöviljanum um þessi mál gætu oröiö Vil- mundi Gylfasyni fróöleg lesn- ing; þar er sannaöur máttur fjármagnsins fram yfir al- mannahagsmunina. Þaö má geta þess aö máls- höföun verkalýðsfélaganna bar ekki árangur, dómstólarnir byggöu á lögum sem hinir „eignaglööu” höföu sett fyrir sig og sfna. Dóminn kvaö upp Olafur Jó- hannesson, sem nú er formaöur Framsóknarflokksins. Meira að segja Guðlaugur 1 Reykjavfkurbréfi Morgun- blaösins 4. þessa mánaöar var rætt um landhelgismáliö. Þar var lýst eindreginni andstööu viö þaö aö islendingar reyndu aö sigra breta, nauðsynlegt væri aö gefa þeim kost á aö „halda and- litinu” og „höfðinu” i senn eins og þaö var svo skáldlega oröaö. Einn þingmanna Sjálfstæöis- flokksins hefur fundiö sig knú- inn til þess aö svara þessum lágkúrulegu undansláttarskrif- um Morgunblaösins. Sá er þó hvorki þekktur fyrir skelegga framgöngu né heldur frjóa hugsun. Þeim mun ánægjulegra er framlag hans i landhelgis- málinu. Heitir þingmaöurinn Guðlaugur Gislason. I grein i Morgunblaöinu i gær fordæmir hann „undansláttar- tón” Morgunblaösins i land- helgismálinu, og segir „aö viö höfum minna en ekki neitt af hendi aö láta til annarra þjóöa í þessum efnum.” Hann lætur koma fram aö mörgum stuön- ingsmanni rikisstjórnarinnar hafi fundist rikisstjórnin of vikalipur viöbreta: „Ég held aö islenska rikisstjórnin veröi ekki sökuö um aö hafa ekki sýnt full- an vilja á aö komast út úr deil- unni viö breta og þaö svo aö mörgum stuöningsmanni stjórnarinnar hefur þótt nóg um.” Guðlaugur hirtir Morgunblaöiö Callaghan á aö halda bæöi höföi og andliti aö sögh Morgunblaös- Vilmundur Gylfason spyr um eignir Alþýöuflokksins i siðasta föstudagsblaöi Visis. Hann ætti aö lita sér nær og spyrja ná- komna ættingja sina eöa að spyrja Jón Axel Pétursson ellegar sjálfseignarfélagiö Fjal- ar. Einnig mætti ráöleggja Vil- mundiaöiita i hæstaréttardóma frá árinu 1949, ellegar gögn borgardóms frá árinu 1946. Þar kemur meöal annars fram aö 11 verkalýösfélög stefndu nokkr- um forsprökkum Alþýðuflokks- ins fyrir eignayfirtöku Alþýöu- hússins, Iönó og Alþýöubrauö- geröarinnar. Höföu for- sprakkarnir stofnað hlutafélög sem voru látin „kaupa” eignir þessar samanlagöar fyrir spott- pris. Var veröiö á Alþýöuhúsinu tam. 50% lægra en gangverö húseigna á þessum tima o.s.frv. En þessi aðferö Alþýöuflokks- ins viö aö hiröa eignir af verka- lýöshreyfingunni var honum skammgóöur vermir; enn eiga hluthafarnir umrædd hús aö öllu eða verulegu leyti, Alþýöu- flokkurinn er á hrakhólum, Al- þýðublaöiö i leiguhúsnæöi. Vilmundi bent á lesningu Að halda höfði hreta inu” eöa ,,aö halda höföi”, eins og hann oröar þaö. Ég held aö islendingar þurfi frekar aö hafa áhyggjur af ööru en „andliti” breta eöa „höföi” i þessu sambandi. Nærtækara væri aö viö gættum okkar sjálfra f þessum efnum.” Helst á laun Og aö lokum hirtir Guölaugur Morgunblaöiö meö þessum orö- um: „Allt of áberandi undanláts- semi i islenskum fjölmiölum og vanmat á aöstööu og getu land- helgisgæslunnar veikir aöeins málstaö islendinga og er ekki i neinu samræmi viö stefnu stjórnvaldaog alþingis eöa vilja meginþorra islensku þjóöarinn- ar.” Eins og sjá má biöur Guö- laugur Morgunblaöiö um aö fara vel meö undanlátssemina, ekki aö flika henni á mannamót- um. Undir þaö skal tekiö hér; færi best á þvi aö ritstjórar Morgunblaösins iðkuöu breta- dýrkun sina á laun i glerhöllinni við Aöalstræti. —s Ennfremur segir Guölaugur Gislason: „Greinarhöfundur Reykja- vikurbréfs Morgunblaösins sl. sunnudag leggur mikla áherslu á, aö Islendingar setji bretum ekki svo harða kosti til lausnar deilunni aö þeim veröi ekki gef- inn kostur á aö „halda andlit-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.