Þjóðviljinn - 14.04.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.04.1976, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJOUVILJINN Miövikudagur 14. apríl 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 % Ömurlegur tillögu f l utri ingu r Fyrir tæpri viku mátti lesa i opnugrein i ÞjóBviljanum frá- sögn af ræðu Ragnars Arnalds á þingi, um tölvunotkun. Þetta var framsöguræða fyrir frum- varpi, sem fól i sér að settar væru strangar og ákveðnar skorður við vinnslu upplýsinga um einstaklinga inn á tölvu- spólur, þar sem unnt væri að nota slikar upplýsingar til njósnastarfsemi um þá þætti einstaklingsins sem öðrum kemur i sumum tilfellum ekki við og i öðrum tilfellum gæti bættum manni verið gert nánast ólifandi vegna upplýsinga sem fyrndar ættu að vera. Þetta frumvarp Ragnars og meðflutningsmanna hans er timabært i hæsta máta og ástæða til að vekja meiri athygli á þessu máli en gert hefur verið til þessa. En daginn eftir að þessi ræða Ragnars hafði birst i Þjóð- viljanum gat að lesa á baksiðu blaðsins frásögn af öðru frum- varpi. Þar var einnig Alþýðu- bandalagsmaður einn flutnings- manna, Helgi Seljan. Með honum stóðu að þessu frum- varpi Oddur Ólafsson, Jón Helgason og Bragi Sigurjóns- son. Annað hvort eru þingmenn Samtakanna skynsamari en aðrir þingmenn eða þá að hvorugur þeirra hefur fundist, þvi enginn er frá SFV. 1 frétt Þjóðviljans er birt brot (?) úr annarri grein þessa makalausa frumvarps, en þar segir orðrétt: „Dómsmálaráðuneytið skal gefa út sérstök áfengiskaupa- skirteini með nafnnúmeri og mynd skirteinishafa. öll sala og afhending áfengis á útsölu- stöðum og póstafgreiðslu- stöðvum skal óheimil, nema gegn framvisun þessara sérstöku skirteina. ÁTVR skal skylt að skrá á nafnnúmer hvers Verða áfengiskaup landsmanna skrásett á tölvuspólum. kaupanda öll áfengiskaup hans.” Ég segi það satt, Helgi Seljan, að ég hefði ekki að óreyndu trúað þvi að flokksmaður Alþýðubandalagsins léti sig hafa að leggja slikan viðbjóð fram á þingi frjálsrar og full- valda þjóðar. Með þessari grein er verið að krefjast þess, að tölvunjósnir séu bundnar i lög! Hvorki meira né minna. Sauðargæra bindindishugsjónarinnar nægir ekki til að breiða yfir þá stað- reynd. Eftirlitið eins1 og það sem krafist er i frumvarpinu verður ekki framkvæmt nema með tölvuvinnslu. Við skulum vona að enginn þingmanna beri saman málflutning Ragnars og Helga þegar sá siðarnefndi mælir fyrir þessu frumvarpi sinu. Þá yrði mikill hlátur i þingsölum. Félagi Helgi Seljan. Viðerum báðir sósialistar og trúum á betra mannllf á sóslalisku fslandi. Ég veit að þú gerir það, af löngum kynnum. En sérðu fyrir þér fegurð mannlifsins i þvi landi, sem lögleiðir njósnir um þegna sina? Sérðu virkilega fyrir þér þá framtiðarsýn, að áfengiskaup unglinga undir lög- aldri minnki við slikar persónu- njósnir? Sérðu i raun og sann fyrir þér þa staðreynd að sprúttsala minnki eða falli algerlega fyrir róða vegna persónunjósna? Allt þetta er sett fram sem rök i greinargerð. Ég segi þér hins vegar satt, Helgi, að ég sé það ekki. Ég sé hins vegar fyrir mér þá sem litið sem ekkert drekka taka út brennivin á sitt eigið skirteini og selja það þeim, sem hafa keypt það sem þið bindindismenn kallið „óeðlilegt magn áfengra drykkja”. Hver fjandinn sem það nú er. Það hefur verið háttur bindindismanna á þingi að hlaupa upp öðru hverju með heimskulegar bannkröfur og fleira þess háttar. Þetta er gert tii að friða eigin samvisku, að þvi er virðist, vegna þess ein- dæma lélega starfs sem bindindishreyfingin hefur unnið. Meðan barátta gegn tóbaksreykingum er færð inn i skólana og börnin virkjuð til andstöðu gegn þeim, einangrast brennivinshatarar i þver- girðingshætti og geta ekki eða vilja ekki taka upp málefna - lega baráttu sem byggist á vilja mannsins sjálfs. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að eftir þvi sem bindindis- hreyfingin verður eldri fjölgar drykkjumönnum til mikilla muna. Ég skora eindregið á þig, Helgi Seljan, að þú reynir að hafa vit fyrir skoðanabræðrum þinum i brennivinspólitikinni, tilhinsbetra. Það er ólikt gæfu- legra til árangurs en sú filabeinsturnsdvöl, sem þið hafið iðkað hingað til. Með flokkskveðju. Haukur Már Haraldsson Réttir fram hjálparhönd efúr ávenju erfiðan vetur Eins og menn vita hefur liðinn vetur verið með fádæmum erfiður og þungur á Vesturlandi, bæði mikil ótið og snjóþyngsh. Þar sem oddvitinn vissi þetta þá fann hann hjá sér köllun til þess aö gera eitthvað i þessu máli og gerði það með eftir- farandi hætti. Hinn 20. mars sest hann niður og fer að hugsa og kemst að þeirri niðurstöðu að ég hljóti að eiga i erfiðleikum með hirðingu minna gripa og að ég hljóti að þurfa á hjálp að halda. Ekki hefur hann þó samráð við mig eða talar við mig hvað ég hafi um þetta að segja. Nei. Hann skrifar sýslumannsembættinu i Stykkishólmi bréf þar sem hann krefst opinberrar rannsóknar á ástandinu hér á bæ og að hans ósk eru sendir hingað tveir lög- regluþjónar, einn dýralæknir og einn ráðunautur til að hjálpa mér við að reisa viö það horfé, sem hann vonast eftir aö þeir muni finna, og ég vil segja að það sé lofsverð framkoma hjá oddvita. Ennfremur, til að þetta sé verulega áhrifaríkt og eftir verði tekið, þá virðist hann hnippa i fréttaritara Morgun- blaðsins i Stykkishólmi svo hann geti komiö lygafrétt i Mbl. og Utvarp . Fréttin I Mbl. er dagsett 26.3., sem viröisteinum til tveim dögum áður en sýslu- mannsembættið fær bréf odd- vita, þannig, að menn velta fyrir sér tengslunum á milli oddvitans og fréttaritara, hvort þau eru eitthvaö i likingu við oröið, sem Olafur Jóhannesson má ekki nefna. Þar sem maður á alltaf að launa gott með góðu fannst mér ég verða að rétta oddvitanum hjálparhönd samkvæmt hans ábendingu þó I litlu væri og baö sýslumannsembættið að hjálpa oddvita viö bókhald hreppsins og vona ég að oddviti virði það við mig. Ennfremur fannst mér ég standa i þakkarskuld við frétta- ritara Mbl. svo ég bað sýslu- mannsembættið i Stykkishólmi að athuga fréttaöflun hans ef það gæti orðið öðrum tii eftir- breytni I sambandi við öflun frétta eða aðrir af fréttaritara lært. Einnig vil ég benda oddvita á, að hann ætti ekki að vera að fikta við ritvélar, sem hann kann ekki á og getur ekki stoppaö og skrifa ekki undir annan eins viðbjóð og svi- virðingar og standa i umræddu bréfi til sýslumanns. Vottorð það, sem þeir menn sömdu, sem oddviti sendi hingað, hef ég ekki séö og mun ég að sjálfsögðu verða að reyna aö vera ábyrgur gerða minna gagnvart þeim. En oddvitinn skal llka vita það, að hann skal verða að standa við hvert einasta orð, sem hann hefur skrifað undir og taka ábyrgö á gerðum sinum og öllum afleiðingum gerða sinna. Ég vil taka það fram, að um- ræddu bréfi frá oddvita er ein- göngu stefnt að mér persónu- lega. Danfel Njálssoi Við Strandgötuna I Hafnarfiröi stendur Álfgrlmur endurborinn og selur rauömaga. Pilturinn heitir raunar Atli Grétarsson og býr I Hafnarfirði, en ekki I Brekkukoti. Um nafn kaupandans er okkur ekki kunnugt en vel viröist fara á meö henni og sölumanninum og samningar hafa tekist. (Ljósm. Einar Karslson)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.