Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 3
Miðvikudagur 21. april 1976 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
Mikið um að vera hjá
börnunum í Reykjavík
Það verður mikið um að vera i
Reykjavik á morgun, sumar-
daginn fyrsta. Þá gangast
Skátafélögin og Sumargjöf i
fyrsta sinn fyrir sameiginlegri
sumarhátið með skrúðgöngum
og útiskemmtunum. Klukkan
10.15 verður skrúðganga frá
gatnamótum Alftabakka og
Stekkjabakka, og lýkur henni
við Breiðholtsskóla. Kl. 13 verð-
ur skrúðganga frá Hólatorgi og
verður gengið að Fellaskóla og
kl. 14 verða skrúðgöngur frá
Hljómskálagarðinum og Sjó-
mannaskólanum. Lúðrasveitir
Arbæjar- og Breiðholtsskóla,
Lúðrasveit verkaiýðsins og
Lúðrasveit Reykjavikur leika
fyrir göngunum, sem skátar
stjórna.
Kl. 11 um morguninn verða
skátamessur i Breiðholtsskóla
og I Neskirkju.
Kl. 14.45 verða skátafélögin i
Reykjavik með Tivolidag á
barnaskólalóðinni við Austur-
bæjarskólann, og St. Georgs-
gildið með kakó- og pönnuköku-
sölu á svæðinu. Lúðrasveit
barna leikur á svæðinu meðan á
Tivoliatriðunum stendur. Einnig
verður starfræktur barnaleik-
völlur. Klukkan 16.30 sér St. Ge-
orgsgildið um kvöldvöku viö
Austurbæjarskólann með skáta-
sniði.
Kl. 13.30 endurtaka nemendur
úr Fósturskóla Islands skemmt-
un sina frá 10. april i Austurbæj-
arbiói. Aðgöngumiðar eru seldir
frá kl. 12.30 og kosta kr. 200. I
Fellahelli kl. 14 og I Arbæjar-
skóla kl. 16 sýnir Leikbrúðuland
leikritin Gréta og grái fiskurinn
og Meistari Jakob og Tröllið
Loðinbarði. Aögöngumiðar eru
seldir klukkustund fyrir sýningu
og kosta kr. 300.
Hestamannafélagið Fákur
mun leyfa börnum 10 ára og
yngri að koma á bak á athafna-
svæði sinu við gamla skeiðvöll-
inn milli kl. 15 og 16.
Merkja og Fánasala
Merki Sumargjafar verða
seld á sumardaginn fyrsta.
Merkið kostar 100 kr. Merkin
Það verður nóg að gera hjá þessum börnum á morgun. Einar Karlsson tók myndina i rigningarsuddan-
um i gær, þegar hann mætti krökkum úr einum leikskóla Sumargjafar á göngutúr.
eru afhent sölubörnum um
morguninn kl. 10-12 I eftirtöld-
um skólum: Alftamýrarskóla,
Árbæjarskóla, Austurbæjar-
skóla, Breiðagerðisskóla,
Breiðholtsskóla, Fellaskóla,
Fossvogsskóla, Hliðaskóla,
Hólabrekkuskóla, Hvassaleitis-
skóla, Langholtsskcla, Laugar-
nesskóla, Melaskóía, Vestur-
bæjarskóla, og Vogaskóla.
tslenskir fánarverða afhentir
sölubörnum i sömu skólum milli
kl. 10-12, og seldir i skrúðgöng-
unum. Verð kr. 100.-
Vegamálastjóri um veginn yfir Holtavörðuheiði:
Stefnt að hækkun
eða breytingum
Fólksbílar á sumardekkjum með ungbörn innanborðs
meðal þeirra sem lentu í erfiðleikum yfir páskanna
Holtavörðuheiðin olli mörgum
vegfarandanum erfiðleikum yfir
páskana og er það ekki i fyrsta
sinn, sem bflar stöðvast á miðri
heiðinni vegna snjókomu og ó-
færðar. Að sögn Sigurðar Jó-
hannssonar voru erfiðleikarnir
um páskana þó fyrst og fremst
vegna þeirra fólksbila, sem lögðu
á heiðina algjörlega vanbúnir
sliku ferðaiagi, jafnvel á sumar-
dekkjum með illa búið fólk innan-
borðs. Sagði hann hjálparstarfið
hafa verið ákaflega erfitt, suma
bflana hefði þurft að grafa upp og
moka siðan fólkið út úr þeim. Var
einna helst óttast aö einhverjir
bilar fyndust ekki vegna þess að
þá hcfði fennt i kaf.
Aðspurður sagði Sigurður aö
engum vafa væri undirorpið að til
róttækra aðgerða yrði að gripa til
þess að auðvelda vetrarferðir yfir
heiðina eða gera mönnum kleift
að komast leiðar sinnar á ein-
hvern hátt. Rætt hefur verið um
margar leiðir til úrbóta, s.s.
Sigurður Jóhannsson vegamála
stjóri.
hækkun vegarins, nýjan veg ann-
ars staðar yfir heiðina eða þá nýj-
an veg yfir Laxárdalsheiði, sem
er um 200 metrum lægri en Holta-
vörðuheiðin. Slikt yrði þó tölu-
verðurkrókur fyrir t.d. norðlend-
inga á leið suður eða öfugt og sitt
sýnist hverjum um ágæti þeirrar
lausnar.
Sá vegur sem nú liggur yfir
Holtavörðuheiði var gerður á ár-
unum 1930-38, þ.e. löngu áður en
nokkur lét sér detta i hug vetrar-
ferðalög þar yfir. En nú er öldin
önnur og kröfurnar meiri. Til
þess að bæta þessa samgönguleið
þarf að hækka veginn allan tölu-
vert mismikið þó eftir þvi hvar á
heiðinni er.
Sigurður sagði að það væri á-
kvörðun þingsins hvenær ráðist
yrði i þennan eða hinn vegar-
spottann, en öllum væri ljóst hve
brýn þörf væri á róttækum að-
gerðum hið allra fyrsta. —gsp
Séra Eli Jenkins (Viöar Eggerts-
son) er blekugur i ljóðastofu
sinni, og segir aðeins sannleikann
i Æviriti sinu, Hvitu-bókinni um
Llaregyb, hjá Mjólkurskógi.
Mjólkurskógur:
Síðustu
Siðustu sýningar á leikritinu
,.Hjá Mjólkurskógi verða Sumar-
daginn fyrsta kl. 21 og sunnudag-
inn 25. april kl. 21 i Lindarbæ. sem
Nemendaleikhús Leiklistarskóla
tsiands sýnir.
Um sýninguna hefur Ólafur
Jónsson (Dagblaðið) sagt m.a.:
....Ellefu leiknemar standa að
sýningu Mjólkurskógs. allt fólk.
sem i vor lýkur námi úr skólan-
Bresku-
veiðiþjóf-
arnir á
austurleið
Bresku veiðiþjófarnir, sem
undanfarna daga hafa verið aö
veiðum á Vestfjarðamiðum, en
litiö sem ekkert aflað, eru nú á
leið á miðin útaf Austurlandi, eft-
ir að hafa fengiö leyfi til slíkra
flutninga hjá breska flotanum á 2.
dag páska.
Alls eru togararnir 30, sem nú
eru á leið á Austfjarðamið og
verndarskipin 10 með þeim.
Varðskip eru i nánd við flotann og
fleiri munu taka á móti honum
þegar austur kemur. —S.dór
Haukur og
Helgi efstir
Að loknum 9 umferðum af 11 á
Skákþingi Islands i landsliðs-
flokki, eru þeir Helgi ólafsson og
Haukur Angantýsson efstir og
jafnir með 7 vinninga hvor. Ingv-
ar Asmundsson er i 3. sæti með 6
vinninga. 1 gærkveldi var 10. um-
ferð tefld, en úrslit voru ekki kunn
þegar blaðið fór i prentun. 1 dag
verða biðskákir tefdlar en keppn-
inni lýkur á morgun.
Aðrir en þessir þrir munu
trauðla berjast um tslands-
meistaratitilinn að þessu sinni og
mestar likur til að það verði þeir
Haukur og Helgi sem berjast um
hann.
1 áskorandaflokki, en þrir efstu
menn úr honum flytjast uppi
landsliösflokk, er keppnin geysi-
lega hörð. Jón Þorsteinsson er
þar efstur með 6,5 v. en Gunnar
Gunnarsson og Gunnar Finn-
laugsson eru i 2. til 3. sæti með 6
vinninga. Jóhann örn Sigurjóns-
son, Hilmar Viggósson og Björn
Jóhannsson eru i 4. til 6. sæti með
5,5 vinninga og ómögulegt að spá
nokkru um úrslit I þessum flokki.
—S.dór.
Bakarinn i Mjólkurskógi, Brauða
Dæ, (Sigurður Sigurjónsson) á
ekki sjö dagana sæla, þvi hann er
giftur tveimur konum, sem geta
ekki einu sinni fest hnappa á
skyrtuna hans (Ljósrn. Haukur
Þórólfsson).
sýningar
um. Starfsemi Nemendaleikhúss-
ins er lokaþáttur i námi þeirra og
þar með áfangi i prófi sem nú fer
væntanlega i hönd. Það er sem
betur fer ekki i verkahring leik-
dómenda að raða dúxum og fúx-
um i rétta röð. En hópurinn i heild
og þar með skóli þeirra, finnst
mér að verðskuldi góða einkunn
áhorfenda fyrir ásjálega. áheyri-
Framhald á bls. 14.