Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. aprfl 1976
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
HOTANIR KISSINGER
Kissinger utanrikisráðherra bandarikj-
anna hefur lýst þvi yfir að stjórn hans geti
ekki þolað sósialista i rikisstjórnum i
Vestur-Evrópu. Tilkynning utanrikisráð-
herrans kom fram i umræðum um stjórn-
málahorfur á ítaliu, en þar bendir nú
margt til þess að Kommúnistaflokkurinn
muni enn auka fylgi sitt.en hann hefur nú
þegar um þriðja hvern kjósanda á ítaliu á
bak við sig. Jafnframt hefur Kissinger
lýst þvi yfir að bandarikjastjórn muni
beita sér fyrir breytingum á Atlantshafs-
bandalaginu komist sósialistar til umtals-
verðra áhrifa i NATO-rikjunum.
Þessi yfirlýsing Kissingex's kemur
engum þeim á óvart sem undanfarna daga
hefur fylgst með birtingu Þjóðviljans á
bandariskum leyniskýrslum frá árinu
1949. Þar kemur það nefnilega fram að þá-
verandi utanrikisráðherrar íslands og
Bandarikjanna voru sammála um að
aðalástæðan fyrir þvi að nauðsynlegt væri
að stofna Atlantshafsbandalagið væri að
koma i veg fyrir aukin völd sósialista. En
jafnframt felst i yfirlýsingu bandariska
utanrikisráðherrans blygðunarlaus árás á
lýðræðið, það lýðræði sem bandarikja-
menn hafa þóst vera að verja á undan-
förnum áratugum. Yfirlýsing utanrikis-
ráðherrans þýðir nefnilega að þjóðum
heimsins á ekki að verða frjálst að velja
sér það stjórnarfar sem þær vilja sjálfar
helst hafa. Það var nákvæmlega á þessum
grundvelli sem bandarisk utanrikisstefna
byggði framferði sitt i Vietnam á sinum
tima þar sem miljónir manna biðu bana
og örkuml vegna þess að forseti Banda-
rikjanna óttaðist að vietnamar vildu fara
aðra leið i vali sinu á stjórnarfyrirkomu-
lagi en bandariskum þóknaðist. Margir
héldu þó eftir ófarir bandarikjamanna i
Vietnam að þeir hefðu eitthvað lært, en
svo virðist ekki vera, þvi i yfirlýsingu
Kissinger felst annað og meira en almenn
pólitisk umsögn. í henni felst alvarleg hót-
un, hótun um áð fara gegn itölum með of-
beldisaðgerðum ef þeir dirfast að kjósa
þann flokk sem Kissinger óttast fyrir hönd
bandariska heimsauðvaldsins að verði
enn sterkari á ítaliu.
Það var á þessum sama grundvelli að
bandarikjastjórn beitti sér gegn stjórn
Allendes i Chile; þá gerði bandarikja-
stjórn út leyniþjónustu sina með doll-
aramútur miljörðum saman til þess að
koma stjórn Allendes frá, en hún var þó
réttkjörin samkvæmt stjórnarskrá lands-
ins, lýðræðisleg stjórn. Lýðræðið þolir
auðvaldið ekki; það kom i ljós i Chile, það
kom i ljós i Vietnam, það kemur nú fram i
blygðunarlausri ofbeldishótun Kissingers
utanrikisráðherra.
Og þessi alvarlega hótun snertir okkur
islendinga einnig. Þvi um leið og banda-
rikjamenn fara að óttast rauða Evrópu
eins og það er kallað, þá munu þeir vafa-
laust reyna allt sem þeir geta til þess að
herða tök sin á íslandi og Asóreyjum;
Bandarikin munu reyna að mynda um sig
viggirðingu gegn Vestur-Evrópu og þar af
leiðandi reyna að halda íslandi sin megin.
Þessi hætta blasir við og þessa hættu
verða Norðurlöndin að skilja, þau verða
að koma íslandi til hjálpar á þessu sviði.
Þeir flokkar sósialista i Vestur-Evrópu
sem Kissinger óttast hafa allir lýst þvi yfir
að þeir ekki aðeins virði, heldur krefjist
þeir fjölflokka lýðræðis, prentfrelsis og
annarra mannréttinda. Og þeir hafa jafn-
vel lýst þvi yfir, eins og italski kommún-
istaflokkurinn, að þeir muni ekki beita sér
fyrir úrsögn ítaliu úr Atlantshafsbanda-
laginu. Jafnframt hefur komið skýrt fram
i fréttum að leiðtogi italskra kommúnista
Berlinguer og samstarfsmenn hans eru
fjarri þvi að vera að skapi valdamanna i
Moskvu. Þess vegna er það ekki svo að
Kissinger óttist um lýðræðið á ítaliu. Hon-
um er sama um það. Ííann óttast heldur
ekki að italskir kommúnistar gerðust
bandamenn Brésnefs. Hann óttast um að
auðvaldið sé að missa spón úr aski sinum,
hann óttast að alþýða annarra landa i
Vestur-Evrópu færi að fordæmi itala.
Yfirlýsing Kissingers utanrikisráðherra
bandarikjamanna minna islendinga á
óþægilegar staðreyndir: hersetuna og
aðildina að Nató, á þá staðreynd að þjóðin
er ekki sjálfstæð i landi sinu meðan hér er
erlend herstöð. En yfirlýsingarnar minna
einnig á að enn meiri hætta getur verið
yfirvofandi. Við skulum vera vel á verði.
— s
Hvað var
Penfield að
gera?
,,Það eru þreifingar i gangi,
en óvist hvað kemur út úr
þeim.” Þetta heyrir maður
ofan í stjórnarsinna þessa
dagana i sambandi við land-
helgismálið. Allt virðist benda
til þess að enn eigi að gera til-
rauntil þess aðsemja viðbreta.
Helst fyrir 1. mai og áður en
fimm mánaða fresturinn, sem
vestur-þjóðverjum var veittur
til þess að kippa tollamálum
Islands og Efnahagsbanda-
lagsins i lag, rennur út.
Bandarikjastjórn er sögð hafa
reynt að þrýsta á breta og is-
lendinga til samninga vegna
þess að hún vill komast hjá að
þurfa að svara tilmælum Ölafs
Jóhannessonar um lán eða kaup
á hraðbátum. Þykir banda-
riskum ráðamönnum islenski
dómsmálaráðherrann hafa
komið þeim i bobba nokkurn,
enda var beiðnin borin fram i
óþökk Geirs Hallgrimssonar.
Fimm bandarikjamenn komu
hingað til lands á dögunum til
þess aðþreifa á islenskum ráða-
mönnum I sambandi við land-
helgisdeiluna. Fyrir þeim var
Penfield, fyrrverandi sendi-
herra, sem mörgum er kunnur
hér á landi, oghefur hann sjálf-
sagt kannað hvaða möguleikar
eru á þvi að ,,ala Islendinga upp
i landhelgismálum”, en eins og
fram hefur komið i leyni-
skýrslunum frá 1949 láta
bandarikjamenn sér einkar
'ánnt um uppeldi okkar eyjar-
skeggja.
Eftir lestur Reykjavikurbréfa
að undanförnu og með banda-
riska þrýstinginn til hliðsjónar
er ekki óeðlilegt að álykta, aö
vænta megi boðskapar um viö-
ræður við breta innan skamms
Penfield
frá rikisstjórninni. Þá verður
sjálfsagt byggt á þeim afla-
tölum sem bretar sjálfir hafa
útbúið, og eiga að sanna að
samningar borgi sig betur fyrir
islendinga heldur en þorska-
striðið.
Þjóðin verður þvi enn aö vera
viðbúin þvi að koma vitinu fyrir
rikisstjórnina.
Farið á bak við
Framsókn ’49
Það þarf nú ekki lengur
blöðum um það að fletta, að
Framsóknarmenn telja aö farið
hafi veriö á bak við þá i við-
ræðunum um inngöngu tslands i
NATÖ árið 1949. Eftirfarandi
forystugrein i Timanum á Skir-
dag ber þess ljósan vott:
Fyrir nokkru birtist i Lesbók
Morgunblaðsins hluti banda-
riskrar leyniskýrslu, sem nú
hefur verið gefin út vestra, um
aðdragandann að þvi, að
íslendingar gengu i Atlants-
hafsbandalagiö.
Það kemur spánskt fyrir
sjónir, að i þessum köflum eða
úrsrætti úr skýrslunum virðist
mest áherzla á það lögð., að
íslendingar verði að ganga i
bandalagið vegna pólitisks
innanlandsástands, en miklu
minna gert úr utanaökomandi
hættu.
Eins og kunnugt er fóru þeir
Bjarni Benediktsson, þáverandi
utanrikisráðherra, Emil
Jónsson og Eysteinn Jónsson
vestur um haf til viðræðna við
Bandarikjastjórn um þessi mál
i marzmánuði 1949. I greinar-
gerð, sem Hickerson, forstöðu-
maður stjórnardeildar um mál-
efni Evrópu, hefur skilað um
þessar viðræður við islenzku
sendimennina og dagsetur 15.
marz 1949, er Bjarna Benedikts
syni eignað að hafa vakið máls
á þvi, að „kommúnistar gætu
nrifsað til sin völdin yfir
öllu landinu, hvenær sem þeim
sýndist, og þetta væri
vandamál, sem Island yrði
brjósti bætir Hickerson siðan
við: „Ég endurtók, að innlend
skemmdarverk virtust vera
mesta hættan, og þaö ylli meiri
Bjarni
Emil
Þessi röksemdafærsla hefur
ekki heyrzt hér á landi fyrr, og
einn þeirra manna, sem fór til
viðræðna við Bandarikjastjórn i
marz 1949, Eysteinn Jónsson,
hefur algerlega visað þvi á bug i
blaðaviðtali, að framangreind
sjónarmið séu i semræmi víö
viðhorf Islenzku sendinefndar-
innar á viðræðufundunum,”
áhyggjum en hugsanleg árás.”
1 annarri skýrslu frá 29. júli
1949, sem kallast „Staða Banda-
rikjanna að þvi er varðar hags-
muni þeirra og öryggi
Noröur-Atlantshafsins, hvað
Island snertir”, er „viðfangs-
efnið” sagt vera þetta:
„Að vega og meta stöðu
Bandarikjanna, hvað snertir
öryggi þeirra og Norður-
Atlantshafsins á Islandi
með sérstakri hliðsjón af
hættunni á stjórnarbyltingu
islenzkra kommúnista til þess
að ná tökum á islenzku rikis-
stjórninni”. 1 framhalds-skil-
greiningu segir: „íslendingar
eru frábitnir valdbeitingu og
flestir þeirra trúa þvi ekki, að
kommúnistar muni beita valdi.
Það er erfitt að ala þjóðina upp
og breyta hugsunarhætti
hennar. Og þetta er erfiðasta
vandamál, sem blasir við
islenzkum ráðamönnum”.
Loks er þess látið getið,
að „utanrikisráðuneytið
(bandariska) ætti að leggja
drög aö og byrja þegar að fram-
fylgja áætlun i þvi skyni að
draga úr varnarleysi Islenzku
rikisstjórnarinnar gegn hugsan-
legu valdaráni”.
Alltaf er að lengjast leiðin
milli borgrikisins við Faxaflóa
og hinna dreifðu byggða Is-
lands. 1 „Smáu og stóru” i
blaðinu Degi á Akureyri er nefiit
eitt dæmi um þetta 14. april:
ÓHkt fólk
Þess verður oft vart, að fólk
það, sem alist hefur upp I borg-
um litur einkennilegum augum
áþá.sem á afskekktum stöðum
búa, og ekkisiður á þá staði, þar
sem þetta fólk hefur haslað
ævistarfi sinu völl. Mun þetta
ekki sérislenskt fyrirbæri, en
umhugsunarvert engu að siður.
Spurningarnar dynja yfir
Frá útvarpi. sjónvarpi og
blööum kemur stundum frétta-
fólk á hina afskekktu staði, til að
mæla menn máli og segja síðan
frá þvi, sem fyrir augu ber. A
sveitabæjum þráspyrja frétta-
menn hvort einangrunin sé ekki
óskapleg, hvernig fólk geti
skemmt sér á svona stöðum og
hvernig hægt sé að lifa I svodd
an einangrun. Alika spurningar
dynja yfir menn I sjávarþorpum
og fer oft svo, að spyrjendur
veröa eins og illa gerðir hlutir,
vegna þess hve fáfróðir þeir eru
um mannlifið utan hringiöu
heimaborgar sinnar.
Eysteinn
Borgar-
mennskan