Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 6
j6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. aprn 1976 Kristin Magnús Guðbjartsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir i hlutverkum sinum. F erðaleikhúsið færir út kvíarnar Létt kvöldskemmtun fyrir islendinga í Leikhúsi Loftleiða SönglagatrióiO Viö þrjú treður upp i Björtum nóttum. Ferðaleikhúsið gefur reykvíkingum kost á léttri kvöldskemmtun í Leikhúsi Loftleiða (ráð- stefnusal) á næstunni. Fyrsta sýningin er á sumardaginn fyrsta kl. 21.00. Síðan er áætlað að hafa fjórar sýningar á viku til maíloka (á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöldum). Sýning- arnar bera nafnið Bjartar nætur og eru 15 stutt atriði sem eiga að koma áhorfendum í sumarskap. Sýndir veröa tveir stuttir leik- þættir, sérstaklega skrifaðir fyrir þessa sýningu. Annar er eftir Ásu Sðlveigu og hinn eftir ónafngreindan höfund. Báðir þættirnir eru ennfremur skrifaðir fyrir þær þrjár leik- konur sem fram koma i sýn- ingunni en þær eru Kristín Magnús Guðbjartsdóttir, Sigriður Eyþórsdóttir og Þór- unn M. Magnúsdóttir. önnur atriði á sýningunni eru stutt klassisk verk eins og litil ljóð eftir K.N. og örn Arnarson og stuttar spaugilegar frásagnir erlendra ferðamanna frá fyrri timum um ísland og Islendinga. 1 þriðja lagi treður upp sönglagatrióið VIÐ ÞRJO, sem vakti mikla athygli á þjóðlaga- hátið nýlega. Ferðaleikhúsið var stofnað i desember 1965 og var fyrsta sýning þess á einþáttungi eftir Peter Shaffer og var það i fyrsta sinn sem sá höfundur var kynnt- ur á Islandi. Sfðan hefur Leikfé- lag Reykjavikur fært upp tvö leikrit eftir hann, núna Equus. Hefur gengið á ýmsu með leik- flokkinn, en frá 1970 hefur hanq orðið þekktur fyrir sýningar sem settar hafa verið upp fyrir erlenda ferðamenn. Ékki má þó rugla þeim sýningum saman við þá sem nú á að færa upp. t haust stendur til að setja upp nýja is- lenska reviu. 1 lok fréttatilkynningar frá Ferðaleikhúsinu segir að al- menningur sé dómari þess, en ekki leikhúsgagnrýnendur dag- blaðanna. — GFr Játvarður Jökull Júlíusson: Bréf til Sveins bónda í Miðhúsum Sæll og blessaöur, góði vinur! Alltaf er gaman aö sjá bréfpistl- ana frá þér I Morgunblaðinu, siðast i gær 9. aj)r. Visast er það fyrir óbein áhrif sendibréfa þeirra Gils Guðmundssonar og Matthiasar Jóhannessens, en þeim er svo vel til vina rithöfund- unum, aö þeir skrifast á i blöðun- um yfir Atlantshafið, — að ég finn hvöt hjá mér til að senda þér linu heim I sveitina okkar. Að taka heilagan anda á dagskrá. Ég má til að ljúka lofsorði á uppástungu þina um fyllri um- ríröur kirkjunnar manna um heilagan anda nútildags. Eftir þvi sem mér skildist í bernsku, sópaði meir en litið að heilögum anda i öndverðu. Hann kom öllum að óvörum eins og sá aðdynjandi sterkviðris, sem enginn veður- fræðingur hefir séð fyrir. Og hann var krassandi og stormaði i sál- irnar inn með þvi afli sem al- mættinu einu er gefið. Þannig hefir heilagur andi staðið mér fyrir sjónum ætiö síðan sem guðdómsraust alföður. Mennska, að ég tali nú ekki um meðal- mennska, tæpast samrimanleg honum. Er furða þó hik komi á okkur þegarhannerallt i einu koininn á dagskrá i höll Gisla Halldórs- sonar i Laugardal mörgum dög- um fyrirfram og aukinheldur með túlk fyrirfram viðbúinn? Hafðu sæll hafið máls á Að eiga Reykhóla. Ráða má af pistli þinum að þér sé um og ó yfir þeirri djörfung hreppsnefndarinnar I Reykhóla- sveit, aðhugsa sér aðhreppurinn eignist jörðina Reykhóla. Segir ekki eitthvert skáld svo i kvæði: Þvi jafnvel i fornold reis hugur eins hátt? Ég man svo langt, Sveinn, þegar ég var smápatti, þá kom Konráð bóndi á Miöjanesi úr kaupstaðarferð. Hann hafði hitt ólaf hreppstjóra Eggertsson I Króksfjarðarnesi, afa þess Ólafs sem við höfum þekkt lengst og best. Þáhafði Olafursagt: Ha, já. (Þaö var orðkækur hans). Þið þarna þessir ungu menn. Þiö eig- ið ekki að láta Reykhólana fara útúr hreppnum. Þetta var spá- mannlega sagt, þvi þessi orð eru jafnlifandi og jafnbrýn núna eftir 56ár,einsog þau voru þá. Ég hefi hugboð um að þetta sé ekki svo galið hjá hreppsnefndinni okkar, aö vilja fá Reykhólana inni hreppinn aftur, heimta þá úr langri og strangri útlegð. Það er svo gott að vita, aö I fréttabréfi þinu gægjast fram vankantarnir sem reynslan hefir kennt okkur að eruá eignaryfirráöum rikisins yfir jarðeign eins og Reykhólum. Þú drepur nefniiega á togstreit- una milli Jarðeignadeildarinnar og Landnáms rfkisins. Orð þin eru hófsamleg og gætileg, og ég skal passa mig að fara ekki lengra út i þá sálma, enda alltaf viðkunnanlegast að vera ekki að bera sin heimamál á torg I öðrum sóknum. Það þótti langt hér áöur á öld- um milli Islands og Kaupmanna- hafnar, þegar flestum ráðum Islands var ráðið þar. Það er langt milli Reykhóla og Reykjavikur nú á þessari öld, þegar flestum ráöum Reykhóla er ráðið i Reykjavik, þeim er mætti heima ráða. Sérhver sveitarstjórn stendur eða fellur á gerðum sinum á 4ra ára fresti, en lifstiðarliðið i ráðu- neytunum gengur upp I hlutverki valdsins. Kjarvalsstaðir. Nú er ég búinn að vera mánuð að heiman. Ekki bjó ég mér út langan óskalista, en Asgrimssýn- ingin var efst á honum. Ég naut hennar af llfi og sál, enda vildi ég geta séð margt þar aftur og aftur. Að einu leyti kveið ég fyrir, ég þoli ekki þreytuna að standa og ganga eins og þarf á svona sýn- ingu. En ég frétti að Gfcli Sigur- bjömsson forstjóri á Elliheim- ilinu Grund heföi gefið hjólastóla að Kjarvalsstöðum, til afnota fyrir sýningargesti sem með þurfa. Það var vel af sér vikið hjá Gfcla, enda er honum gefin þessi gáfa, að láta verða af aö gera það sem þarf. Játvarður Jökull Júliusson Skjaldhamrar. Vandi er að velja eina leiksýn- ingu úr og taka fram yfir aörar. Ekki get ég verið viss um að hafa gert rétt að velja Skjaldhamra, en mikið er ég feginn að hafa séð þá. Leikurinn er bráðskemmti- legur og maður er rikari eftir að hafa bætt leikurunum, persónum leiksins við kunningjahópinn. Og þetta getur Jónas Árnason án þess að hafa söngva nema rétt aðeins: Nú andar suðrið sæla... Hingaðtil hefir hann ort söngva og ofið inni leikina, en nú er mælta málið einrátt og stendur fullvel fyrir sinu. Jónas leikur þann galdur að skáka þarna sam- an þremur þjóðum og njóta sin allar hver með sin sterku þjóöleg- heit. Það eru bretar, það eru islendingar og það er huldufólkiö og fer alveg með ólikindum vel á með þeim fulltrúum þessara óliku þjóða, sem koma við sögu. Þar er skáldagaldurinn lifandi kominn og þorskastrið ekki i augsýn, ekki einu sinni i grun sálarinnar. En það er annað verra. Og má mikiö vera ef það er hótinu betra en sjálfur höggormurinn forðumi Paradfe. Og hver heldurðu að það sé? Það er enjinn annar en kan- inn. Fjandinn hafi það að högg- ormurinn hafi gert annan eins usla i Paradis eins og þann sem tilkoma kananna olli I Skjald- hömrum norður. Ég segi þér satt. Ég er ekki bú- inn aö ná mér eftir þá uppákomu enn. Svo yfirþyrmandi er þetta. Og ég er hræddastur um aö þjóðirnarsem fyrir uppákomunni urðu, séu ekki búnar að ná sér enn. Between Man and Man. Martin Buber. Translated and introduced by Robert . Gregor Smith. Collins/ The Fontana Library 1974. Rit Bubers ,,Ég og Þú” kom út 1923. 1 þessu valriti er safnað saman köflum úr ýmsum öðrum ritgerðum til þess að skýra ýmsa þætti úr ,,Ég og Þú”. Buber valdi þessa kafla sjálfur, og þá sem hann áleit timabæra þegar bókin kom út i fyrstu útgáfu 1947. Rit- gerðirnar eru frá árunum 1928—1938. Inntak þeirra allra er hvað maðurinn sé i raun og veru, Skýrsla um niðurlægingu. Nú er Einar utanrikisráðherra búinn að gefa Alþingi skýrslu um utanrikismál, eins og hann nefnir þaö. Sér eru nú hver utanrikis- málin. Það er skýrsla um bygg- ingu hundraða ibúða I herstöðinni á Miðnesheiði, skýrsla um inn- limun Islenskra verkefna, slysa- varna, björgunar, löggæslu og landhelggisgæslu i verksvið bandarikjahers og siðanþjóna- og þjónustuhlutverk Islenskra undir kanans kommandó. Ja, svei og fussum fei. Skýrsla um óstjórn. Ólafur Jóhannesson er eitthvað öðruvisi en Einar. Stundum er engu likara en honum sé gefin sjálfsgagnrýni. Til dæmfc hefir hann gefið Sambandi ungra framsóknarmanna merkilega skýrslu um allt sem aflaga hefir farið hjá honum við stjórn efna- hagsmála og viðskipta. Annars getur vel verið að ólafur sé með þessu að minna á ráðriki Geirs Hallgrlmssonar við að verja frelsi heildsalanna til að sólunda gjaldeyri. Óbragð I munni. Bréfið atarna er óðara orðið lengra en ég hugði, en af þvi ég efast um þú sjáir Dagblaðið frjálst og óháð, ætla ég að segja þér af raunum Jónasar ofcækj- anda Kristjánssonar. Hann sagð- ist hafa uppgötvað mexikanskar kartöflur I Hollandi sem Jóhann úr öxney hefði ekki haft vit á að kaupa, svo sjálfsagt sem það væri. Nema hvað. Jóhann sneri á Jónas og keypti þær mexikönsku kartöflur i Hollandi, sem Jónas var fullur með að væru aleg ný- sprottnar undir sól i fullu suðri viö Mexikóflóa. Og nú þarf viða og lengi að leita eftir öðru eins, þvi elstu menn muna varla eftir ööru eins óbragði eins og er af þessum Jónasarkartöflum. Lengi skal manninn reyna, segir mál- tækið. Hafi einhver haldið að Jónas væri það merkileg persóna að standa eins og maður við þess- ar innfluttu landbúnaðarvörur með jónasarbragði, loksins þegar hann fékk sinn gráðuga vilja maðurinn sá, þá skjátlast þeim hinum sama. Nú afneitar hann þeim mexikönsku, en heimtar egypsk. kartöflur af mikl. móð i staðinn. Ekki veit ég hvað Jóhann úr öxney gerir við þessu nýjasta uppátæki, en mikið má vera ef nokkur heyrir Jónas ritstjóra Dagblaösins svo nefndan upp frá þessu, að hann fái ekki I munninn óbragöiö af kartöflunum hans frá Mexikó. Og verður ekki réttast aö hafa það eins og kinverjar era farnir að prédika öllum heimi: Að rækta sinn eigin garð sjálfur. Með bestu kv eðjum. Játvarður Jökull Júliusson. hverjar séu þarfir hans i andleg- um efnum. Buber var af mörgum talinn fremstur málsvari mann- úðar og mannkærleika á sinum tima og skoðanirhans I þeim efn- um eru einnig inntak þessara rit- gerða, sem hér eru birtar. Hann var lengi prófessor i trúarbragða- heimspeki við háskólann i Frank- furt, en frá 1938 starfaði hann við Hebreska háskóiann i Jerúsalem, eftir að hafa flúið Þýskaland eftir valdatöku nasista 1933. Hann hætti störfum við Hebreska há- skólann 1951 og bjó siðan i Jerú- salem til dauðadags 1965. AFERLENDUM ________«* r . 1:_ j BÓKAMARKAÐI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.