Þjóðviljinn - 21.04.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. aprfl 1976
Séöyfir tvöskákborö, og má þekkja nokkra góöa kappa.
Anton Sigurösson meö hvitt teflir viö Björgvin Viglundarson. Jónas Þorvaldsson
situr aö baki Björgvins.
Mjölnir fékk 14
af 14 mögulegum
Guömundur Arason, fyrrum forseti Skáksambandsins, og formaöur
Mjölnis, Svavar Guöni Svavarsson, ræöast viö.
Þótt ekki sé öllum leikj-
um lokið í deildarkeppni
Skáksambands (slands er
komið í Ijós, að hið ný-
stofnaða skákfélag,
Mjölnir, hefur unnið yfir-
burða sigur, fengið fjór-
tán stig af f jórtán mögu-
legum, unnið alla sína
mótherja, sem voru:
Taflfélag Reykjavíkur,
Skáksamband Suður-
lands, Skákfélag Kefla-
víkur, Taflfélag Kópa-
vogs, Taflfélag Hreyfils,
Skákfélag Akureyrar og
Skákfélag Hafnarfjarð-
ar.
Hér f ylgja með nokkrar
myndir frá síðasta leik
Mjölnis við Taflfélag
Hreyf ils.
Myndir:
Sigurjón Jóhannsson
Ingvar Ásmundsson og Jónas Kr. Jónsson tefldu á fyrsta boröi
Viö lok keppninnar.
Minningar- og kveðjuorð
Haraldur Jónsson, Jaðri
F. 5.1.1912 —D. 11.4.1976
1 dag er til grafar borinn norður
i heimabyggö sinni Haraldur
Jónsson, bóndi að Jaðri hjá Ein-
arsstööum i Reykjad'al i Suður-
Þingeyjarsýslu. Varð Haraldur
bráðkvaddur á heimili sinu
sunnudaginn 11. april, siðastlið-
inn.
Haraldur Jónsson var fæddur 5.
janúar 1912 að Einarsstöðum.
Foreldrar hans voru þau bónda-
hjónin: Þóra Sigfúsdóttir og Jón
Haraldsson. Var Einarsstaða-
heimilið — og hafði löngum verið
eitt þeirra heimila, er einkenndu
hina sjálfstæöu, rismiklu þing-
eysku bændamenningu, er
blómgaðist á siðustu hundrað ár-
um.
A Einarsstöðum var „Þjóð-
liðið” stofnað 1884 og þar hélt
Huldufélag Ófeigs i Skörðum og
félaga hans (O.S.S.F.) sinn fyrsta
fund 1888, en þingeysir bændur
tóku að risa upp gegn valdi sel-
stöðukaupmanna og embættis-
valdinu. Stóöu að Haraldi ættir á-
gætar úr Þingeyjar- og Eyja-
fjarðarsýslum og naut hann á-
samt systkinum sinum tiu hins
besta uppeldis á miklu menning-
arheimili foreldra sinna, en þar
gat að finna „gull i gamalli slóð”.
En svo nefndi móðir hans bók, er
hún gaf út 1963 til minningar um
mann sinn:
Frásagnir Jóns Haralds-
sonar, kvæði, visur og ræður.
(Getur þar m.a. að finna fyrst
allra sagna frásögn eina af þvi,
hvernig Helgi Sigurðsson á Hól-
um i Laxárdal gerði konu og
barni Jóhannesar, bróður sins,
þess er stofnaði Verkamannafé-
lag Akureyrar 1896, fært að fara
vestur á eftir honum siðar). Þaö
hjálpaðist þvi jafnt arfur sem
uppeldi að þvi að móta úr Haraldi
vaskan svein.
Haraldur var „þéttur á velli og
þéttur i lund” svo sem var og fað-
ir hans, — og ekki siður „þraut-
góður á raunastund” svo sem að
verður vikið. Þegar Laugaskóli
reis upp fyrir hálfri öld og varð
mikil menningarmiðstöð héraðs-
isn, sótti Haraldur hann sem þau
systkini fleiri. Gat hann sér þar
ekki sist hið besta orð fyrir iþrótt-
ir, vann þar og siöar til fjölda
verðlaunagripa, ekki hvað sist
fyrir glimu. Meðal annars vann
hann Armannsskjöldinn.
Það var á þessum árum, sem
fundum okkar Haraldar bar sam-
an og ég fékk að reyna hreysti
hans og drengskap á þann hátt,
sem ekki gleymist. Minnignar um
þá örlagastund i lifi minu tengdi
okkur Harald saman upp frá þvi
og veldur þvi að ég minnist hans
nú á kveðjustund:
Það var haustið 1930. Eg hafði
farið til Húsavikur til að aðstoða
verkamenn þar i verkfallsbaráttu
og að þvi loknu var haldið land-
leiðina til Akureyrar. Við uröum
samferða, ég og þrir ungir piltar,
Haraldur, sem þá var 18 ára, ég
28, og góður félagi, er var bil-
stjóri. Keyrði hann okkur það
langt hann komst upp á Reykja-
heiðina, en þaðan gengum við i
illri færð og fjúki i Fosshól hjá
Goðafossi og fengum að gista þar
um nóttina. Daginn eftir lögðum
við af stað til Akureyrar gang-
andi. Krap og ill færð var i Ljósa-
vatnsskarði svo föt blotnuðu, en
frost og hrið, er upp á Vaðlaheiöi
kom. Lá mér nú við að örmagn-
ast, hafði þá verið á Vifilsstööum
með berkla i lungum fyrir nokkr-
um árum. Var nú skipt liði. Tveir
félaganna fóru á undan að reyna
að fá hjálp ( að Veigastöðum,
minnir mig), en Haraldur varð
eftir hjá mér og ætluöum við að
reyna að grafa okkur i snjó, en
fjúkið var of mikið til þess það
væri hægt. Reyndum við þvi að
halda ferðinni áfram, þó hægt
miðaði. Studdi nú Haraldur mig
og hálfbar stundum og fékk ég nú
að reyna til fulls hvilikur afburða
vaskleikamaður hann var, — eigi
aðeins i glimu og leik, heldur
þeirri iþrótt, sem fegurst er: að
bjarga á háskastund. Og þannig
var seiglast áfram, uns viö mætt-
um þeim ágætu mönnum, er á
móti okkur komu til bjargar, en
hjálpsemi og gestrisni islensks
sveitafólks sá um það, sem eftir
var. — Liklega hefur Haraldur
bjargað lifi minu i þetta sinn, svo
hafi ég megnað að vinna þjóð
vorri eitthvað til góðs, þá á þessi
ungi, knái sveitapiltur úr Reykja-
dalnum sinn mikla hlut að þvi.
Haraldur giftist 24. júli 1948
Málfriði Sigurðardóttur (skálds á
Arnarvatni). Eru börn þeirra sjö:
Þóra, Sigurður Orn, Jón Einar,
Helgi, Margrét, Hólmfriður Sól-
veig og Sigriður, en son eignaðist
Haraldur áður en hann giftist og
heitir sá Jón.
Haraldur Jónsson var sami at-
orkumaðurinn til vinnu sem til i-
þrótta. Hann reisti sér bú að
Jaðri, en svo kallaði hann nýbýli
sitt i Einarsstaðalandi og unnu
þau hjónin þrotlaust að þeim bú-
skap, meðan Haraldur naut
heilsu sinnar til fulls, en hún
brást verulega fyrir um fimmtán
árum.
Það sýndi sig þá best, er erfið-
leikarnir steðjuðu að, hver gifta
Haraldi var kvonfangið og gæfa
ættboginn.
Haraldur Jónsson að Jaðri var
búinn þeim íslensku eðliskostum,
sem sveitaalþýða lands vors hef-
ur ræktað besta i baráttu sinni
fyrir lifi og frelsi um aldirnar:
Var i senn fullhugi mikill og
drengur góður. Reisnin entist
honum til dauðadags, en afburða
likamlegt atgervi mestan hluta
ævinnar.
Minning hans mun lifa, eigi að-
eins i þakklátum huga þeirra, ,
sem honum eiga mest upp að
unna, heldur og samkvæmt hinu
fornkveðna: Orðstir deyr aldrei ,
hveim sér góðan getur.
Einar Olgcirsson.