Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. aprfl 1976
r
Islandsmótiö í borðtennis:
Enginn
átti
möguleika
gegn
Gunnari
Gunnar Finnbjörnsson, tsiandsmeistari i borðtennis. Myndin er tekin i úrslitaleik hans við Hjálmar
Aðalsteinsson.
fór ósigraður í gegnum mótið og hlaut
Islandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn
Svíar, íslendingar og finnar sterkastir:
Gísli krækti í
gullið og land-
inn fékk silfur
Þessa mynd tók japanski landsliðsþjálíari islensku júdómannanna af
Gisla Þorsteinssyni á verðiaunapalii. 1 öðru sæti varð daninn Benny
Hleemann, og saman urðu i þriðja sæti þeir Sigurjón Ingvarsson og
sviinn Koland Bexander.
íslandsmótinu í borð-
tennis lauk á skírdag með
keppni í einliðaleik í öllum
flokkum. Hinn ungi og
stórefnilegi borðtennis-
leikari Gunnar Finn-
björnsson bar sigur úr být-
um i mfl. karla/ vann alla
sina leiki á mótinu og
komst ekki einu sinni i tap-
hættu. Hann virðist nú vera
kominn í algeran sérflokk
hér á landi i þessari
skemmtilegu íþrótt, ef
marka má það islandsmót
sem nú er nýlokið. Gunnar
vann einnig í tvíliðaieik,
ásamt Ragnari Ragnars-
syni, eins og áður hefur
verið sagt frá.
Gunnar lék til úrslita við
Hjálmar Aðalsteinsson, sem ver-
ið hefur einn okkar besti borð-
tennismaður um árabil, en hann
átti aldrei möguleika gegn Gunn-
ari, sem sigraði 21:12 — 21:11 —
21:17.
1 3. sæti varð Ólafur H. ólafs-
son, Islandsmeistarinn frá i
fyrra, en hann hefur litið getað
æft um tima vegna meiðsla. I 4.
sæti vart Ragnar Ragnarsson og i
5. sæti Jón Sigurðsson, úr Kefla-
vik.
Asta Urbancic sigraði i mfl.
kvenna, sigraði Guðrúnu Einars-
dóttur 21:19 — 23:25 — 22:20 og
21:18 i úrslitaleiknum. I 3. sæti
varð Karólina Guðmundsdóttir.
í 1. fl. karla sigraði Arni
Gunnarsson, UMFK, Birkir
Arnason varð i 2. sæti og Rúnar
Óskarsson i 3. sæti. Þórður Þor-
varðarson sigraði i öldungaflokki,
Aðalsteinn Eiriksson varð 2. og
Stefán Arnason i 3. sæti.
1 flokki 15—17 ára sigraði
Framhald á bls. 14.
Gisli Þorsteinsson krækti
sér í gullverðlaun á
Norðurlandamótinu í júdói
sem fór fram í Gautaborg
sl. föstudag og laugardag.
Hann sigraði í léttþunga-
vigt, og í sama þyngdar-
flokki náði Sigurjón
Ingvarsson í brons-
verðlaun. Frábær árangur
a-tarna, og í heildina gekk
íslensku keppendunum vel
á mótinu.
í sveitakeppninni sem háð var á
föstudeginum urðu islendingar i
öðru sæti, en sviar i þvi fyrsta og
finnar númer þrjú. Fimm manna
sveit keppti frá hverju landi, og i
islensku sveitinni voru þeir Jó-
hann Haraldsson, Halldór Guð-
björnsson, Viðar Guðjohnsen,
Gisli Þorsteinsson og Svavar
Carlsen.
A laugardeginum var siðan
keppt i opnum flokki og þyngdar-
flokkunum. Þar fengust gullverð-
laun Gisla og bronsverðlaun
Sigurjóns i léttþungavigt, brons-
verðlaun hjá Viðari Guðjohnsen i
millivigt og bronsverðlaun hjá
Halldóri Guðbjörnssyni i létt-
millivigt.
Þannig komu islendingarnir
með samtals eitt gull, eitt silfur
og 3 brons heim af Norðurlanda-
mótinu og geta vel vit unat. Sviar
reyndust sterkastir á mótinu að
þessu sinni, en á eftir þeim komu
finnar og islendingar, sem voru i
svipuðum styrkleikaflokki þegar
á heildina er litið. Norðmenn og
danir eru hins vegar langt á eftir;
norðmenn fengu engin verðlaun
að þessu sinni og danir uppskáru
aðeins ein silfurverðlaun. A
siðustu tveimur árum hafa is-
lenskir júdómenn lagt allar
Norðurlandaþjóðirnar að velli i
júdókeppni, og er mikill völlur á
köppunum um þessar mundir.
—gsp
Landsliðið
sigraði
92:88
Landsliðið I körfuknattleik,
sem fer á Norðurlandamótiö
um næstu helgi, lék æfingaleik
við úrvaislið úr 1. deild um
helgina, og sigraöi landsliöið
92:88 eftir aö hafa haft yfir i
leikhléi 44:42.
Jafntefli
l ’ /• * r r
hjajugo-
slövum og
ungverjum
Júgósiavar og ungverjar
gerðu jafntefli, 0:0, I landsleik
i knattspyrnu sem fram fór I
Banja Luka i Júgóslavlu um
siöustu helgi. Þarna var um
vináttuleik að ræða, en júgó-
slavar tefldu þarna fram
sama liöi og þeir ætla aö nota i
ieiknum gegn Wales i undan-
úrslitum EB landsliða i
Zagreb nk. iaugardag.
Miljanic
til
Arsenal?
Hinn heimsfrægi knatt-
spy rnuþjálf ari hjá Real
M adrid -liðinu, Miljan
Miljanic, kom til London um
páskana til viðræðna við for-
ráðamenn Arsenal-liðsins sem
hefur boðið Miljanic fram-
kvæmdastjórastöðuna hjá
félaginu istað Berta Mee, sem
hefur sagt henni lausri i vor.
Sagt er að Real Madrid vilji
ekki sleppa Miljanic og neiti
að ieysa hann undan samningi
þeim sem félagið hefur viö
hann.
Þaö hefur ekki verið venja
hjá ensku félögunum að sækja
sér þjálfara til annarra
Evrópulanda en Bretiands-
eyja, og yrði það þvi sögulegur
viðburður ef Miljanic tæki við
framkvæmdastjórn hjá
Arsenal.