Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Síða 11
Miðvikudagur 21. aprn 1976 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Meö seiglunni tókst aö Ijúka skíðalandsmótinu á Akureyri Unga fólkið raðaði sér í nær öll efstu sætin Unga fólkið tók öll völd í sínar hendur á skíðalands- mótinu á Akureyri, sem fór fram um helgina. Fólk undir tvítugu raðaði sér í næstum því hvert einasta sæti af þeim tíu efstu, í kvennaf lokki voru þær bókstaf lega allar undir tvitugu og sem dæmi um karlaflokkinn má nefna að níu af tíu efstu í stórsvigi voru undir tvítugu og sjö af tíu efstu í svigi voru undir tvítugu. Þannig voru verð- launahafar margir ungir að árum oq má sem dæmi nefna stjörnugóðan árangur Karls Frímannssonar frá Akureyri, sem er aðeins sextán ára gamall. Er óhætt að segja að hann hafi vakið einna mesta athygli á þessu móti. Ólafsfirðingarnir náðu glæsi- legum árangri i norrænu greinun- um, þ.e. göngu og stökki. Þeir hirtu þar nær öll verðlaun sem veitt voru og geta vafalaust þakkö það þjálfara sinum, Birni Þór Ólafssyni, sem einnig var sjálfur drjúgur við verðlauna- veiðina. I Alpagreinunum vakti það at- hygli að kempurnar Arni óðinss. og Haukur Jóhannsson urðu að lúta i lægra haldi fyrir yngri nöfn- um. Arni fékk aðeins ein brons- verðlaun á mótinu en Haukur alls ekki neitt og þykja það nokkur tiðindi. En það var hinn 16 ára gamli Karl Frimannsson sem var i sviðsljósinu. Hann byrjaði á þvi að ná þriðja sætinu i stórsvigi, Bæjarkeppnin í knattspyrnu: Reykjavík siðan komu silfurverðlaun i alpa- tvikeppni og þar á eftir silfur- verðlaun i svigi. Sigurður Jónsson frá Isafirði byrjaði á gullverð- launum i stórsvigi og' Tómas Leifsson sigraði i alpatvikeppni auk þess sem hann varð númer tvö i stórsvigi og i fyrsta sæti i svigi. Glæsilegur árangur hjá Tómasi sem sigldi i gegnum hverja þraut af miklu öryggi. Isfirðingar sigruðu i flokka- sviginu þótt útlit væri fyrir allt annað. Akureyringar voru algjör- lega öruggir sigurvegarar þar til Haukur Jóhannsson allt i einu „gleymdi” siðasta hliðinu og var næstum þvi kominn i mark þegar hann varð að snúa við, labba upp brekkuna og fara gegnum neðsta hliðið. Drjúgur timi fór i það labb og gullið fór yfir til isfirðinga fyrir vikið. Sigurður Jónsson, sem var öruggur sigurvegari i stórsviginu — Akranes: í sla ndsmeista ra r n i r voru grátt leiknir tveir, þeir Halldór Matthiasson og Trausti Sveinsson, áttu ekkert svar við Magnúsi og voru langt á eftir honum. Valið á olympiu- förunum var á sinum tima mikið gagnrýnt, og nú er komið i ljós, að talsmenn Magnúsar höfðu svo sannarlega mikið til sins máls. Sigurður Jónsson — áberandi sterkastur i sviginu, þótt hann yrði að láta sér nægja aö missa guliiö i stórsvigi. var óheppinn að krækja ekki i verðlaun i sviginu lika. Hann fór brautina i fyrri umferð á lang- besta timanum en féll úr i næstu umíerð og missti af gullinu yfir til Tómasar Leifssonar. I göngunni var Magnús Eiriks- son frá Siglufirði i algjörum sér- flokki og hirti öll gullverðlaun sem i boði voru. Olympiufararnir Reykjavíkurúrvalið sýndi stormandi leik og sigraði meistara ÍA 5:2 Reykjavíkurúrvalið i knattspyrnu sýndi stórleik á annan í páskum þegar það gersigraði íslands- meistara iA í bæjak. Reykjavík—Akranes, 5:2. Segja má að hver maður í Reykjavíkurúrvalinu hafi átt mjög góðan leik, eink- um þó tengiliðirnir Ásgeir Elfasson og Halldór Björnsson, sem mötuðu framherjana mjög vel, og þeir kunnu sannarlega að vinna úr því, einkum þeir Kristinn Björnsson og Guð- mundur Þorbjörnsson, og Ingi Björn Albertsson kom einnig vel frá leiknum. Valsmenn ættu ekki að vera á flæðiskeri staddir með framlínumenn í sum- ar, þar sem þessir menn eru. Vörn og markvarsla skaga- manna var i slikum molum að maður hefur ekki séð annað eins til þeirra i áraraðir. Aftasta vörn- in var galoppin og Hörður Helga- son markvörður var óöruggur og átti sök á nokkrum markanna. Með sama áframhaldi er litil sem engin von til þess að þetta lið verji islandsmeistaratitil sinn. Liðið var ekki svipur hjá sjón á móti þvi sem það hefur verið tvö sl. ár. Þess ber þó að geta að skagamenn hafa aldrei farið i gang fyrr en þeir eru komnir á grasið. Leikur þeirra i april, á malarvelli i 6—7 vindstigum, er kannski ekki beint til að dæma eftir. Ingi Björn Albertsson skorar þarna 2. mark reykvikinga, Hörður Helgason er of seinn til varnar. Magnús Eiriksson — yfirburöa- maöur i skiöagöngunni. Markaregnið byrjaði á 25. minútu þegar Kristinn Björnsson skoraði fyrsta mark Rvk-úrvals- ins. En aðeins 5 min. siðar jafnaði Matthias fyrir 1A, með skalla eftir hornspyrnu, og þannig var staðan i leikhléi. Skagamenn höfðu leikið undan rokinu, og áttu bæði liðin nokkur góð færi i f.h., meðal annars bjargaði Rvik.-úr- valið einu sinni á linu. A 60. min. bætti Ingi Björn 2. marki úrvalsins við og á 64. Guð- mundur Þorbjörnsson þvi 3ja. Nýliði i liði IA, Pétur Péturs- son, skoraði siðara mark IA á 76 min. staðan 3:2. Á 80. min. skoraði svo Guðmundur Þor- björnsson 4. mark reykvikinga og Kristinn Björnsson það 5. á 82. min. Þaö var einna helst nýliðinn Pétur Pétursson, sem eitthvað kvað að i liði IA, annars átti liðið mjög slæman leik og enginn sem bar af öðrum. —S.dror

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.