Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudatíur 28. april 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 y /l Flugmenn Yængja vilja þjóna landsbyggðinni áfram: Stofna nýtt flugfélag ef Vængir hætta rekstri „Prinsipmál” að semja ekki við stéttarfélag, segja flugmennirnir um afstöðu stjórnarinnar Eins og kunnugt er af fréttum hefur flugfélagið Vængir ákveðið að leggja niður flug- rekstur sinn frá og með 1. mai n.k. vegna „misheppnaðra samningaumleitana” við flug- menn félagsins. Þeir gengu fvrir skömmu i Félag islenskra atvinnuflugmanna, komust þannig i stéttarfélag i fyrsta sinn og virðist það hafa verið nokkuð stór biti að kyngja fyrir forráðamenn Vængja. A blaðamannafundi sem flug- menn Vængja héldu I gær skýrðu þeir sin sjónarmið i sambandi við samningamálin ýtarlega og upplýstu jafnframt að haldinn hefði verið undir- búningsstofnfundur að nýju flugfélagi, sem reisa skal á rústum Vængja, sem nú eru að leggja upp laupana. Stofnfundurinn var haldinn sl. mánudag en á framhaldsstofn- fundi verður endanlega gengið frá stofnun félagsins. Veröur hann haldinn i næstu viku og hefst um leið almenn hlutafjár- söfnun. Er fyrirhugað að safna i fyrstu lotu tveimur miljónum, en hlutafé i Vængjum er um 12 miljónir og má reikna með þvi, að stefnt verði að svipuðu hluta- fé i nýja flugfélaginu. Grundvöllurinn að stofnun nýs flugfélags hefur að sögn flugmanna verið kannaður rækilega og einnig hafa fengist mjög jákvæðar undirtektir þeirra sveitarfélaga og einstak- linga, sem notið hafa lands- byggðarþjónustu Vængja undanfarin ár. Má þar nefna sem dæmi eftirtalda staði: Blönduós, Hvammstangi, Hólmavik, Gjögur, Suðureyri, Flateyri, Bildudalur, Búðar- dalur, Reykhólar, Rif, Stykkis- hólmur, Ólafsvik og Hellissandur. Stofnendur nýja flugfélagsins, sem enn er óskirt, voru niu talsins, þ.e. allir flugmenn Vængja (utan einn sem er erlendis) og svo tveir aðrir áhugamenn. Ekki hefur verið ákveðið hvort framhaldsstofn- fundur verður öllum opinn. Stjórn flugfélagsins Vængja hefúr nú boðað til hluthafafund- ar þar sem farið verður fram á að leyfi til að selja tækjabúnað og eignir fyrirtækisins. Mun nokkur ágreiningur vera meðal hluthafa um þetta mál og er hópurinn sagður þriklofinn i úr- lausn þess vandamáls, sem nú er komið upp. „Semja, selja, kaupa” segja hluthafar og eru ekki á eitt sáttir, að sögn flug- mannanna. Flugvélakostur Vængja, sem nýja flugfélagið mun falast eftir, er tvær 19 manna vélar af Tvin Otte gerð.auk tveggja niu manna véla, en önnur þeirra hefur fyrir allnokkru verið seld til Vestmannaeyja, þótt enn sé hún i notkun Vængja. Ljóst er, að áðurnefnd byggðarlög og mörg fleiri verða algjörlega flugsamgangnalaus ef Vængir hætta starfsemi og segjast flugmennirnir hafa fengið stuðning og hvatningu frá samgönguráðherra fyrir stofn- un nýs flugfélags með lands- byggðarþjónustu að merkmiði sinu. Allt strandi á 15% kaup- hækkun! En hver skyldi svo vera ástæðan fyrir þvi að heilt flug- félag i blóma lifsins er lagt niður. Að sögn stjórnarmanna Vængja fyrir nokkru er ástæðan einlöld: 300—600% kaup- hækkunarkrafa flugmanna er of mikiðtilþess að rekstrargrund- völlur sé fyrir hendi. A blaða- mannafundinum i gær kom fram að tölur þessar eru of- reiknaðar margfaldlega og falskar með öllu. Auk þess sögðust flugmenn hafa slegið mjög verulega af kröfum sinum og siðasta tilboði þeirra, sem svarað var með nánast dólgshætti, hljóðaði ekki upp á meira en 10-15% kaup- hækkun. Þar fyrir utan var hins vegar krafan um lifeyrissjóðs- greiðslur, sem eru 6% og skv. lögum má enginn vinnuhópur starfa án þess að vera i lifeyris- sjóði. Þeirra réttinda hafa flug- menn Vængja hins vegar ekki notið og segja má að málið sé strand á þvi atriði einu. „Vængir viðurkenna ekki rétt okkar til að vera i stéttarfélagi, jafnvel þótt það komi hvergi nálægt kaupsamningum okk- ar,” sögðu flugmennirnir. —gsp Flugmenn Vængja hyggjast stofna nýtt flugfélag. Myndin er af blm. fundinum i gær. Eldsupptökin i Heklu upplýst: Hreinsi- efni olli íkveikju Eldsupptök i verksmiðjunni Heklu á Akureyri hafa nú verið upplýst. Er talið að kemiskt hreinsi- eða bleikiefni hafi valdið brunanum er það gekk i samband við trétex. Heitir efni þetta Peroxid og hefur verið notað mjög lengi i verksmiðjunni, og talið óeld- fimt og gefið upp sem slikt. Asgrimur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Heklu sagði að þetta heíði þvf komið mjög á óvart þar sem engin eldhætta hefði átt að stafa af efninu, en það hefur llklega ekki komist i snertingu við trétex áður, sagði hann, og þvi ekki verið vitað hvaða afleiðingar slikt gæti haft. Bruninn var i upphafi talinn hafa valdið mjög miklu tjóni, en Asgrim ur sagði að það væri langt i frá eins mikið og talið hefði verið. Ekki vildi hann nefna tölu, þar sem ekki væru öll kurl enn komin til grafar, en sagði að allt tal um mil- jónatugi væri út i hött. Stærstur hluti tjónsins væri á vélum sem bilað hefðu og kostað nokkuð á aðra miljón að gera við, og eins hefði orðið að mála allt verksmiðjuhúsið ogaðeins þær vörur sem voru i vinnslu er bruninn varð, auk nokkurs af óunnum gærum. Héraðsvaka tókst vel Frá Sigurði Blöndal, skógar- verði, Hallormsstað: Um helgina lauk árlegri héraðsvöku menningarsamtaka héraðsbúa með bókmennta- kynningu, þar sem verk Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi voru á dagskrá. Slikar bókmennta- kynningar hafa verið fastir liðir á Héraðsvöku frá þvi 1966 og jafnan kynnt skáld eða rithöfundar upp- runnin á Héraði eða á Austur- landi. Þessi kynning hófst á þvi, að Sigurður Blöndal, skógarvörður, flutti erindi um Bjarna, og Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur, ekkja hans, sagði frá vinnubrögðum hans og heimilis- föðurnum Bjarna Benediktssyni, en Adda Bára var sérstakur Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, svaraði á fundi sameinaðs þings i gær fyrir- spurnum frá ólafi óskarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðis- flokksins, um lánamál land- búnaðarins. Það kom fram i svari ráðherr- ans að ráðstöfunarfé Stofnlána- deildar landbúnaðarins i ár verður sanikvæmt áætlun minna en á siðasta ári, eða alls um 1200 gestur menningarsamtakanna á þessari kynningu. Þá var sýndur leikþátturinn „,Sá seytjándi” i uppfærslu Leikfélags Fljótdals- héraðs. Lesin var smásagan „Undir dómnum” og þáttur hans um Jökulsá á Dal, Drengurinn og fljótið”, tvær bóki, enntagreinar og loks nokkrar visui. Að lokinni þessari kynningu á Bjarna Benediktssy ni voru afhent hin ár- legu verðlaun menningar- samtakanna fyrir snýrtilega um- gengni utanhúss. Að þessu sinni hlaut þau Gunnar Gunnarsson, kaupmaður á Egilsstöðum. Héraðsvakan hófst að þessu sinni 27. mars með kvöldi Átthagafélags Héraðsmanna i Reykjavik, sem flutti þar fjöl-^ breytta og ákaflega skemmtilega.: dagskrá. Fimmtán manns komu miljónir króna á móti 1300—1400 miljónum á siðasta ári. Af þeim 1200 miljónum, sem Stofnlánadeildin hefur nú til ráð- stöfunar eru 950 miljónir teknar að láni hjá Framkvæmdasjóði, en 250 miljónir eru eigið ráð- stöfunarfé deildarinnar. Það kom einnig fram I svari ráðherrans, að Stofnlánadeild landbúnaöarins hefur að þessu sinni synjað öllum nýjum um- frá félaginu i Reykjavik, flestir brottfluttir Héraðsbúar, en sumt ungt fólk af annarri kynslóð. Annan april var dagskrá framhaldsskólanna á Héraði, þar sem flutt var úrval úr árshátiða- dagskrám þeirra, sem alltaf er vinsælt. Um lághelgarnar fyrir páskana var málverkasýning i Barnaskólanum á Egilsstöðum þar sem Steinþór Eiriksson, málari þar i kauptúninu, sýndi mvndir eftir sig. Föstudaginn 23. april var umræðufundur þar sem Bragi Sigurjónsson, alþingis- maður og bankastjóri, frá Akureyri flutti erindi um hug- myndir þeirra Alþýðuflokks- manna um eignarrétt á landinu, og spunnust af þvi allheitar og langar umræður. Laugardaginn sóknum frá einstaklingum sam- tals að upphæð 550 miljónir kr. Þá hefur ennfremur verið visað frá annars árs umsóknum að upphæð 270 miljónir króna og einnig um- soknum um lán til rikisfram- kvæmda i landbúnaði svo sem við heykögglaverksmiðjur að upp- hæð 40miljónir króna. — Samtals hefur þvi verið synjað lánsum- sóknum að upphæð 860 miljónir, og nemur það yfir 40% þess fjár- 24. april var sveitarkynning, þar sem að Hjaltastaðaþinghármenn kynntu sveit sina og fluttu marg- vislegt efni til fróðleiks og skemmtunar. öll þessi dagskráratriði er nú hafa veriðtalin voru mjög vel sótt eftir þvi sem við var að búast hverju sinni. Þannig sóttu til dæmis á þriðja hundrað manns bæði dagskrá Héraðsmanna frá Reykjavik og Hjaltastaðarþing- hármanna og á fundinum með Braga Sigur jónssyni voru um 60. A kynningu Bjarna Benediktssonar, sem var um miðjan dag i bliðviðri sem hefði getað verið suður við Miðjarðarhaf, voru 70 manns. íbúar Héraðsins eru 2200. magns, sem lánsumsóknir lágu fyrir um. 1 svari ráðherrans kom fram. að lánveitingar frá Stofnlána- deildinni skiptast á þessa leið ( i milj. kr.) 1. Lán til allra framkvæmda bænda sem eru i gangi. 380 2. Lán . til nvbygginga ibúðarhúsa að iui'iu 170 3. Lán til ræktunar, mjaitakerfi og tankvæðingar að fullu 100 4. Dráttarvélalán eftir sörau reglum og s.l. ár. Ekki er lánað út á 3ju vél séu 2 vélar lyrir 15 ára eyða yngri. 140 5. Lán til vinnslustöðva sem framkvæmdir eru þegar hafnar Framhald á bls. 14. Lán Stofnlánadeildar til stórbúa takmörkuð Minna lánað til land- búnaðar en í fyrra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.