Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 11
IVliðvikudagur 28. aprii 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II
D^D^ðÖflD3 (2
Tony Knapp horfði á Hollendinga bursta Belgíu 5:0
„Besti fótbolti sem ég
hef séð síðustu 10 árin”
„Hlakka til að mæta besta landsliði heims næsta haust”, segir landsliðsþjálfari
Tony Knapp, þjálfari
islenska landsliðsins,
skrapp utan um síðustu
helgi og horfði á leik
Hollands og Belgiu# sem
fór fram í Rotterdam og
lauk með fimm marka
sigri hollendinga. Knapp
horfði þarna á þau tvö lið,
sem islendingar eiga að
mæta á Laugardalsvelli í
haust í undankeppni
heimsmeistarakeppninn-
ar, en leikurinn við belga
er 5. september og síðar er
hollendingum
leikið gegn
þann 8.
—Þetta er besti fótbolti sem ég
hef séð sl. tiu ár, sagði Tony
Knapp i samtali við þjv. i gær.
—Það leikur enginn vafi á þvi að
Holland á sterkasta landslið
heims um þessar mundir.og þótt
þeir prýði sig ekki Heims-
meistaratitlinum held ég að allir
viðurkenni að þeir voru besta
liðið i siðustu HM-keppni, þótt
þeim tækist ekki að sigra
þjóðverjana.
—Svo þú ert ánægður með
ferðina til Rotterdam?
—Vissulega. Það er alltaf gagn-
Johan Cruyff
gerir 400 þús-
punda samning
við Barcelona
í samtali við Tony Knapp
í gær kom fram að altalað
er í Hollandi um þessar
mundir að Johan Cruyf f sé
um það bil að undirrita
nýjan samning við spánska
liðið Barcelona og er hann
upp á hvorki meira né
minna en 400 þúsund pund.
— Eftir að hafa horft á þennan
leik er i minum huga enginn vafi
á þvi að Cruyff er besti knatt-
spyrnumaður heims. Þessi
drengur er stórkostlegur knatt-
spyrnumaður og enginn furðar
sig á þvi, að hann skuli hafa
komið f or rá ð a m ö n n u m
Barcelona svona hátt upp, sagði
Tony Knapp. —gsp
legt og lærdómsrikt fyrir þjálfara
að sjá væntanlega andstæðinga
sina leika og auðvitað var heppi-
legt aö slá þarna tvær flugur i
einu höggi og horfa á bæði þessi
lið i einum og sama leiknum. En
þetta var stórleikur, og
hollendingarnir spila geysilega
góða knattspyrnu og mörkin
hefðu getað orðið enn fleiri. Þeir
hættu eftir f jórða markið og voru
greinilega orðnir ánægðir með
stöðuna. I seinni hálfleik áttu
belgiumenn ekki eitt einasta skot
á hollenska markiö og það segir
sitt um styrkleikamuninn.
—Og hvernig list þér á að mæta
þessum liðum i haust?
—Mér list vel á það. Það verður
gaman að sjá islenska áhuga-
menn berjast gegn besta landsliði
heims og ég er viss um að
leikurinn gegn hollendingum i
haust er mesti knattspyrnuvið-
burður sem nokkurn tima hefur
verið boðið upp á hérlendis.
Okkar menn munu að sjálf-
sögðu fara inn á með þvi hugar-
fari að nota allan þann kraft og
getu sem þeir búa yfir.og jafnvel
þótt það dugi e.t.v. skammt gegn
svona liöi vil ég ekkert segja um
hugsanleg úrslit. Islenska liðið
hefur komið of oft á óvart til þess
að það sé hægt.
—Áttu ekki von á þvi að
hollendingar mæti með sitt
sterkasta lið hingað?
—Jú, það er enginn vafi á þvi.
Þeir eru staðráðnir i að vinna
HM-bikarinn að þessu sinni og
það verður öllu tjaldað sem til er.
Hingað munu áreiðanlega allir
þeirra bestu menn koma, Johan
Cruyff og aðrar stjörnur. Það
verður svo sannarlega gaman að
mæta þeim i haust. — gsp
Asgeir,
Guögeir og
Jóhannes
allir með í sumar?
Langt er siðan forráðamönnum
liðanna þriggja, sem þeir Asgeir
Sigurvinsson, Jöhannes
Eðvaldsson og Guðgeir Leifsson
eru á samningi hjá, var skrifað
bréf þar sem beðið var um þessa
leikmenn i landsleiki íslands i
sumar.
Lið Guðgeirs, Charleroi, hefur
gefið fremur jákvæð svör.
Standard Liege, lið Ásgeirs, hefur
gefið grænt ljós á leikina gegn
norðmönnum, belgum og
hollendingum en hins vegar
hafnað beiðni um leikina gegn
finnum og færeyingum. Celtic
heftir hins vegar ennþá ekki
svarað neinu þrátt fyrir itrekaða
beiðni. —gsp
Samningaviðræður um landsleiki næsta sumar
Heimsmeistararnir
á leið til Islands?
Landsliðsnefnd KSi, sem
skipuð er þeim Tony
Knapp, Árna Þor-
grímssyni og Jens
Sumarliðasyni, vinnur af
kappi við útvegun lands-
Verða útlendingar
útilokaðir í körfu-
knattleiknum?
Búist við tillögu um það á þingi KKÍ
Þjóöviljinn hefur haft af þvi
spurnir að nokkrir aðilar
innan körfuknattleiks-
sambands tslands muni bcra
fram tillögu á þingi sam-
bandsins, sem fyrir dyrum
stendur, þess efnis að KKl
setji bann við þvi að út-
lendingar leiki með islenskum
liðum eins og var I vetur. Það
inyndi þýöa að einungis
islenskir r ik isb or ga r ar
mættu Ieika i þeim mótum
sem KKÍ stendur fyrir, en út-
lendingar scm annars væru
búsettir hér á landi fengju
ekki að vera með, hvað þá þeir
sem bcinlinis koma til isiands
til að leika eins og Jiminy
Rogers og „Trukkurinn”
gerðu sl. vetur.
Sjálfsagt verður andstaða
gegn þessari tillögu á þinginu,
einkum frá þcim félögum sein
ætla sér að uá i bandariska
körfuknattleiksmenn til sin
næsta vetur, en heyrst hefur
að þeim félögum fjölgi sem
hafi slfkt i huga. AUa vega
veröur fróðlegt að fylgjast
með framgangi þessa máls;
það snertir ekki aðeins körfu-
knattleikinn; ákvörðun sam-
bandsins gæti orðið stejnu-
markandi fyrir önnur sér-
sambönd í þessu máli.
Það er ekkert leyndarmál
að bæði knattspyrnuféiög og
handknattleiksfélög hafa
verið að velta þvi fyrir sér að
fá útlenda leikmenn hingað til
lands sem þjálfara og leik-
menn eins og gert var I körf-
unni sl. vetur. Ef svo færi að
allar boltagreinar okkar færu
út i þetta og að það yrði alls
ráðandi hér á landi væri illa
komið okkar málum I þessum
iþróttagreinum.
— S.dór.
leikja í sumar og raunar
næsta sumar líka. Ekki
verður annað sagt en að
margt sé á döfinni,
hollendingar koma hingað í
haust og líkur eru á því að
næsta sumar komi heims-
meistarar v-þjóðverja
hingað í heimsókn. Enn er
það mál þó að samninga-
stigi,en ekki yrði dónalegur
fengur að fá Beckenhauer
heims-
ineistaranua i knattspyrnu Ivfta
sigurverðlaununum.
og félaga hingað á
Laugardalsvöllinn.
t sumar litur landsleikjadag-
skrá þannig út:
19. mai: Noregur — ísland (vin-
áttuleikur)
16. júni: Færeyjar — tsland (vin-
áttuleikur)
14. júli: Finnland — Island
(vináttuleikur)
5. september: Island — Belgia
(HM-keppni)
8. september: Island — Holland
(HM-keppni)
Landsliðsnefnd er aö kanna
möguleika á fleiri leikjum hér
heima, enda er skv. þessari dag-
skrá enginn landsleikur hér
heima fyrr en næsta haust. Danir
hafa afþakkað landsleik i sumar
og sömuleiðis pólverjar, en sovét-
menn hafa ekki gefið ákveðið
svar við beiðni islendinga um
landsleik i sumar. Sagði Arni
Þorgrimsson að landsliðsnefnd
legði áherslu á að fá sterkt lið
hingað til keppni fyrir HM-leikina
næsta haust en ennþá er sem sagt
ekkert ákveðið.
Vafalaust verður siðan a.m.k.
einn pressuleikur háður i sumar
en leikdagur fyrir hann er ekki
ákveðinn enn sem komið er.
Auk belga og hollendinga er
Norður-lrland i HM-riðlinum með
Islandi. Næsta sumar, þ.e. árið
1977, hefst með leik hér heima
gegn N-lrlandi i júni og leikurinn
gegn þeim ytra fer fram seinna á
sumrinu, trúlega á svipuðum
tima og leikirnir ytra gegn
hollendingum og belgum.
Norðurlandasamskiptin halda
einnig áfram.og verða það að öll-
um likindum danir sem koma
hingað og leika einn landsleik.
—gsp
600manns
hafa tekiö
þáttí
„Trimm-
göngunni”
Undanfarnar helgar hefur
staðiö yfir skiða-„trimm-
ganga” á skiöastöðum i ná-
grenni Reykjavikur.og hafa nú
þcgar um 600 manns tekið þátt
i göngunni. Uin næstu helgi
verður gengið i Bláfjöllum, og
er skoraö á almenning að taka
þátt i þessari göngu.
Eins og áður hefur veriö
skýrt frá i Þjóðviljanum efnir
iþróttakennarafélag tslands
til myndgerðarsamkeppni
skólabarna i tilefni ölympiu-
leikanna i Montreal 1976. Börn
á aldrinum 9—15 ára geta
tekið þátt i þessari sam
keppni, en skilafrestur inynd
anna rennur út á laugardaginn
1. mai.
Veitt verða þrenn verðlaun,
flugferð til Færeyja, Elan-
skiði og bókaverðlaun. Mynd-
un.uin skal skila til íþrótta-
kennarafélags tslands að
Klapparstig 16, Reykjavik.