Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 9
 Wi*vifcn#agur 28. af»rH ÞJÖWVH.JINN — 9t«A 9 rithöfundur Arnór og Theódór i Ráðstefna iðnnema um iðnskóla lönskólar veröi ríkisreknir 25 miljónir af ríkisfé liggur ónotað vegna þess að sveitarfélög hafa ekki innt sinn Haustið 1945 birtust þær full- yrðingar á prenti að Theódór Friðriksson væri ekki að hálfu leyti höfundur að sjálfsævisögu sinni f VERUM og framhaldi hennar OFAN JARÐAR OG NEÐAN. Það væri Arnór Sigur- jónsson sem ætti „geypimikinn þátt” i ritun bókanna og þvi væri rangt að eigna Theódór ýmsa þá eiginleika, sem gerðu þær að merkilegum og skemmtilegum ritum. Þessu svaraði Arnór Sigur- jónsson m.a. svo: „Eins og kunnugt er, og opin- bert hefur verið látið, hef ég búið þessar tvær bækur Theódórs undir prentun. Ég get lika hispurslaust sagt það, að staf- setningu Theódórs er svo mikið áfáttog jafnvel málfarsgallar svo margir, að mér þótti borga sig aö endurrita handrit hans og eins kom okkur Theódóri saman um að fella talsvert úr handriti hans að bók hans, I verum, til stytt- ingar textans. En um þá bók vil ég sérstaklega taka það fram, að inn i hana hef ég engu bætt nema nokkrum fyrirsögnum, er við höf- undur urðum ásáttir um, en ég mun hafa átt tillögu um. Allt efni bókarinnar, allar frásagnir og lýsingar af mönnum, atvinnulifi, atburðum og stöðum eru Theó- dórs eins. Það er kunnugt öllum, sem þekkja Theódór, að hann lagði út á rithöfundarleið sina með mjög litla kunnáttu á þvi, sem flestir rithöfundar læra fyrst af öllu. Hann hefur aldrei lært staf- setningu og greinarmerkja- setningu, svo að hann geti aðstoðarlaust skilað frambæri- legum handritum til prentunar, og málfar hans er meðal gott talað alþýðumál. En af þeim mönnum sem ég þekki, er hann skýrast dæmi þess, að það er ekki aðeins sitt hvað að kunna staf- setningu, málvisindi og stilleikni og vera rithöfundur, heldur geta menn verið rithöfundar án þess að kunna stafsetningu, málvisindi og stilleikni. Hann er gæddur þvi- likri athyglisgáfu og tilfinningu fyrir þvi, hvað frásagnarvert er, og svo frábærum áhuga á rit- störfum, að það hefur tryggt honum sess meðal rithöfunda þjóðarinnar, þrátt fyrir algeran skort á skólalærðri kunnáttu.” Arnór Sigurjónsson lýkur grein sinni með þeim orðum, að jafnan muni hægt að fá úr þvi skorið, hvernig háttað hafi verið sam- starfi þeirra Theódórs um undir- búning bókarinnar t verum til prentunar, þar sem handrit Theódórs sé i vörslu og eigu Sigurðar Nordals. hlut af hendi Einsog fram kom i Þjóð- viljanum á laugardaginn gekkst Iðnnemasamband íslands fyrir ráðstefnu um stöðu iðnskóla á islandi um siðustu helgi og fór hún fram í Neskaupstað. Hana sóttu 60—70 rnanns, þar af hátt i 50 manns úr Reykja- vík. Aö setningarræðu og ávörpum heimamanna loknum voru flutt þrjú framsöguerindi en að öðru leyti starfaði ráðstefnan að mestu leyti i nefndum. Eftir hádegi á sunnudag hófst svo sameigin- legur fundur þar sem álit nefnda voru lögð fram til umræðu. Fyrsta nefnd fjallaði um skóla- húsnæði og fjármögnun þess. Lagði hún til að nú þegar verði ákveðið að leggja niður þá smá- skóla sem dreifðir eru um allt land en i staðinn verði lögð áhersla á að stofna kjarna af skólum þar sem yrði fullkomin iveruaðstaða fyrir nemendur. Þessa skóla verður að miða við aðra þróun framhaldsskóla- kerfisins þannig að þeir falli eðli- lega að þvi. Nefndin telur það vera frumforsendu fyrir framför- um á iðnfræðslukerfinu að iðn- skólar verði rikisreknir. 1 þvi sambandi vekur hún athygli á frumvarpi þvi sem nú liggur fyrir alþingi um að allir iðnskólar verði rikisreknir og hvetur til algerrar samstöðu um það. Onnur nefnd fjallaði um tækja- kost og komst að þeirri niður- stöðu að mikill skortur rikti á tækjum við flesta eða alla iðn- skóla. Gera þyrfti könnun á ástandinu með þvi að senda skól- um um allt land lög um það sem þar á að vera svo þeir geti borið þau saman við það sem er. Einnig taldi nefndin rétt að komið verði á Frjálsíþrótta- vika í skólum tþróttafulltrúi rikisins hefur óskað eftir þvi við iþrótta- kennara I barna- og gagnfræðaskólum, að þeir kynni frjálsar iþróttir sérstak- lega i iþróttatimum skóianna vikuna 26.-30. aprU. Er þetta gert samkvæmt beiðni útbreiðslunefndar frjáls- iþróttanefndar frjálsiþrótta- sambandsins. Þessa sömu daga fer einnig fram keppni i hástökki með atrennu og langstökki án atrennu I skólunum og er keppt i 3 aldursflokkum Krjálsiþróttasambandið veitir sigurvegurum i hverj- um aldursflokki sérstök verð- laun. fót sérstakri námsbókaútgáfu fvrir framhaldsskólastigiö, hlið- stæðri Rikisútgáfu námsbóka. Þriðja nefnd fjallaði um kennslufyrirkomulag og manninn innan veggja skólans. Þar var rætt um núverandi bekkjaskipu- lag og talið rétt að þvi verði breytt i frjálsara form. Einnig að skortur á námsskrám gerði skipulag kennslufyrirkomulags erfitt. Bæta þarf verkefnaval i verklegri kennslu og gera það raunhæfara, td. að iðnskólar tækju að sér húsbyggingar og önnur verkefni úti i bæ. Nefndin var sammála um að aðlaga þurfi sveinspróf i flestum iðngreinum nútimanum. Þá var rætt hve erf itt er að halda uppi verk legri kennslu i fámennum landsbyggðarskólum sem sjaldn- ast hafa bolmagn til að kaupa nauðsynleg tæki. Benti nefndin á þann möguleika að skólarnir taki upp samstarf við fyrirtæki eða meistara sem veittu þeim aðgang að tækjakosti. Loks telur nefndin að algjörlega vanti inn i námið félagsmálafræðslu og ýmsa fræðslu um öryggis- og vinnumál. Það kom fram á ráðstefnunni að það fyrirkomulag að sveitar- félög leggi fram helming stofn- kostnaðar við iðnskóla sé starfi þeirra mikill fjötur um fót. Það hefur ma. leitt til þess að 25 mil- jónir af rikisframlagi til iðnskóla fyrir árið 1975 liggur ónotað vegna þess að sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að reiða fram sin framlög. A ráðstefnunni voru lagðar fram úttektir sem iðnnemafélög i nokkrum skólum á lands- byggðinni hafa gert á aðstöðu skóla sinna hvað varðar húsnæði og tækjakost. Er þar að finna ýmsar dapurlegar lýsingar. Til dæmis hefur iðnskóli Selfoss verið i sama húsnæöinu frá 1943 og er það mjög úr sér gengið. öll að- staða kennara og skólastjóra er ein smákytra og ef skólastjóri vill ræða einslega við nemendur verður hann að fara með þá fram á gang eða inn á salerni. Engin séraðstaða er fyrir neina iðngrein og tækjakostur skólans er raf- magnsritvél, gamall fjölritari og reiknistokkur. Verkleg kennsla er engin. Þessi skóli á að sjá öllu Suðurlandi fyrir iðnaðarmönn- um. Einnig kom fram að á Austur- landi starfar iðnskóli i þremur deildum, i Neskaupstað, á Seyðis- firði og Egilsstöðum. Allar deildirnar eru mjög illa haldnar hvað snertir húsnæði og aðra að- stöðu. Deildin á Egilsstöðum var stofnuð áriö 1973 og átti einungis að starfa i eitt ár. Siðan var rekstrarleyfi skólans framlengt og enn starfar hann. Var það mál manna að nær væri að sameina þessa deild skólanum i Nes- kaupstaö þvi þannig nýttust kraftar og fjármagn betur. _j>h Þórbergur Þóröarson: Brot úr ritdómi „Höfundurinn er fæddur i af- skekktri annesjasveit á Norður- landi og elst upp á flötum eyjar- hólma norður i Ishafi. Einu heimsgæðin, sem lifið hefur þarna uppá að bjóða, eru óframúrráðanleg fátækt, i 11 húsakynni, lélegur klæðnaður, vond veður og afléttulaust strit fyrir einfaldasta mat og óbrotn- asta drykk. 1 sliku umhverfi skýtur engu uppúr jarðvegi sálarinnar, sem heilbrigður maður gæti kennt við menningarlif. Þar eru fáar bækur, engir skólar, engin menningarsamtök, engin heila- brot um lifsgátuna. Aðeins strit og lifsstrið: sjóróðrar og sela- dráp á opnum byttum, iðulausar norðanhriðar, drukknanir, yfir- vofandi hungursneyð og hafisar, sem stundum geta þó litið út einsog „fannhvitar álfaborgir”. Og svo koma fárra vikna sumur með þokum og regnbrækjum og nokkrum heiöum sólskins- dögum á milli. Þannig blasa við lesandanum æskuár Theódórs Friðrikssonar. Úr þessum skóla leggur hann af stað úti stóru lifsbaráttuna. Hann fer i ver, og hann fer i annað ver. Það er leit hans eftir hamingjunni. Hann verður skáldlegaforlyftur i ungri vinnu- konu vestanúr Skagafirði. Ein yndisleg sumarnótt á Leirdals- heiði. Lóan söng og spóinn vall, og það var ilmur úr grasi. Svo giftast þau, og þá hætta öll fiól náttúrunnar að syngja. llann reisir bú á afdalakoti, en verður að hrökklast burtu þaðan og velkist siðan hér og þar. Þá flytur hann burt úr fæðingar- héraði sinu og sestað með konu og börn i viðbjóðslegasta eyði- greni uppiá fjöllum i Skagafirði. Bærinn er litið annað en yfir- gefin moldarhrúga. Engar þiljur á veggjum, engar fjalir i gólfi, engin súð á þaki, rúm- stæðin hlaðnir moldarbálkar, dordinglar og mygluvefir úr rjéfri, kindarleggur i klinku, frosthörku byljir, fannfergi, burður á baki, — strit, strit, strit. Úr þessu helviti flýr hann ári siðar niðuri mannabyggðir og hlotnast um skeið skárri vistar- vera i gömlum torfbæ. En þaðan verður hann að flæmast með fjölskyldu sina i ömurlegt skita- kot i grennd við höfuðborg Skagfirðinga. Þaðan flytur fjöl- skyldan i lasinn sjóbúðarhjall fastvið sjálfa höfuðborgina. Úr sjóbúðarhjallinum kemst hann loksins i hús inni borginni. En þaðan hverfur hann aftur til heimkynna hinna útskúfuðu uppá hanabjálkaloft einhvers- staðar i húsaþyrpingunni. Hann heldur áfram að fara ver úr veri til þess að leita sér viðunandi lifskjara, þvi að hungursneyðin þrumir sifellt einsog umsátursher á næstu grösum við heimili hans. Hann getur aldrei notið þeirra lifs- þæginda að dveljast heima hjá konu og börnum lengur en nokkrar vikur á ári. Hann sækir verstöðvar i Skagafirði, við Húnaflóa, vesturi Bolungarvik, austurá Siglufirði, suðurá Garð- skaga, innii Njarðvikum og útii VeStmannaeyjum. Hann stundar sjó á árafleytum, mótorbátum, hákarlaskipum og fiskiskútum, beitir lóðir, fletur fisk, dregur lifrarvagna, og þegar upp léttir i ver- stöðvunum, fer hann i kaupa- vinnu, þrælar á eyrinni eða sullar i sláturverkum. Hann á aldrei fri. Lif hans er þindar- laust strit árið út og árið inn. Hann neitar sér um allar lifs- nautnir, getur aldrei séð af grænum 'eyri sér til upplyft- ingar, hefur aldrei efni á að gera sér glaðan dag, getur aldrei keypt sér bók, aldrei lagt i þann kostnað að hafa neitt i kringúm sig, sem má á máli siðaðra manna kallast hibýla- prýði, ferðast i lest einsog markaöshross milli verstöðv- anna og hefst við á Her, þegar hann staldrar við i höfuðstað landsins á verferðum sinum. En þrátt fyrir þennan hvildarlausa þrældóm, þessa menningar- drepandi s jálfsafneitun og niðurlægingu er hann alla æfi svo örsnauður, að tæplega munar hársbreidd, að hann lendi þá og þegar á sveitinni með fjölskyldu sina, verður meira að segja að litillækka sig á náðir hennar einn hungur- veturinn og fær kaldar viðtökur. En nú kemur það, sem les- andanum finnst eitt af þvi óskiljanlegasta, sem hann hefur nokkurntima heyrt. Niðrii þessu sólarlausa diki þrældóms og fá- tæktar kviknar i höfundinum ómótstæðileg ástriða til að fara að skrifa bækur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.