Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN IVIiOvikudagur 1!S. apríl 1976
Enn er tími til að hætta við fram-
kvæmdir á
Grundartanga
Þann 26. mars 1975 skrifaði ég
grein i þennan þátt sem bar yfir-
skriftina „Fiskuppeldisstöðvar i
Faxaflóa og járnblendiverk-
smiðjan”. 1 grein minni benti ég
á, að það væri óforsvaranlegt að
staðsetja málmbræðslu, eins og
fyrirhugaða járnblendiverk-
smiðju á þessum stað án itarlegr-
ar rannsóknar á lifriki næsta ná-
grennis. Ég sýndi fram á að út-
fallsstraumurinn úr Hvalfirði
leggur út með Skipaskaga, en
tekur siðan stefnu á Þormóðssker
norður yfir flóann fyrir utan Mýr-
ar. Á þessari leið eru þýðingar-
miklar uppeldisstöðvar fiski-
stofna, sérstaklega ýsu og skar-
kola.
Áður en járnblendiverksmiðju
væri valinn staður á Grundar-
tanga, þá þyrfti að liggja fyrir
rökstutt álit fiskifræðinga um, að
skaðleg úrgangsefni frá verk-
smiðjunni skaðaði ekki þessar
uppeldisstöðvar, þó að úrgangs-
efni frá verksmiðjunni kynnu að
berast þangað. Ekkert slikt álit lá
fyrir þegar staðsetning verk-
smiðjunnar var ákveðin. En hins
vegar deildu sérfræðingar hart á
þetta staðarval, þar sem þeir ótt-
uðust röskun á lifriki næsta ná-
grennis. Það hefur heldur hvergi
komið fram, að leitað hafi verið
álits Hafrannsóknarstofnunar-
innar um skaðleysi járnblendi-
verksmiðju á þessum stað gagn-
vart fiskuppeldisstöðvum i Faxa-
flóa.
Til samanburðar skal þess get-
ið, að á sl. ári var deilt um stað-
setningu oliuhreinsunarstöðvar i
Noregi. Norski iðnaðarráðherr-
ann skaut þá málinu til Norges
Fiskarlag og Hafrannsóknar-
stofnunarinnar norsku, en sjó-
menn höfðu haldið þvi fram, að
staðsetning hreinsunarstöðvar-
innar gæti skaðað fiskuppeldis-
stöðvar i nágrenninu, vegna þess
að fallstraumar lægju þannig.
Niðurstaða málsins varð sú eftir
rannsókn, að staðarvali var
breytt i samræmi við álitsgerð frá
Norges Fiskarlag er studdist við
gerðar rannsóknir á aðstæðum.
Þannig er nú farið að vinna i lönd-
um sem þekkja stóriðju, og vita
að henni eru samfara margvis-
legar hættur, og þvi getur staðar-
valið eitt valdið óbætanlegum
skaða siðar, sé það ekki byggt á
undangenginni liffræðilegri rann-
sókn.
Á sl. ári þegar deilt var um
staðarval fyrir járnblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga, þá var
það helsta mótbáran gegn slikri
rannsókn að til þess væri ekki
timi, þar sem framkvæmdin væri
aðkallandi og þvi yrði að hraða
henni eins og hægt væri. Um
skaðleysi verksmiðjunnar á þess-
um stað var aðallega stuðst við
umsagnir manna vestur i Banda-
rikjum norður Ameriku, sem alls
ekkert þekktu til aðstæðna hér.
Union Carbide, sá ameriski fram-
leiðsluhringur sem islenska rikið
hafði gengið i félagsskap við um
framleiðslu á járnblendi á Grund-
artanga, virtist þarna algjörlega
vera látinn ráða ferðinni, þó um-
samið hlutafé hans i sjálfri fram-
leiðslunni væri talsvert mikið
minna heldur en islenska rikisins.
Samkvæmt áðurnefndum vinnu-
brögðum voru svo undirbúnings-
framkvæmdir hafnar á Grundar-
tanga á sl. ári og unnið að jarð-
vegsflutningi á vöktum nótt með
degi, undir yfirumsjón verktak-
ans Jóns Jónssonar i Hafnarfirði.
Nú eru hins vegar stöðvaðar
framkvæmdir á þessum stað og
vélahljóð stórvirkra vinnuvéla
þögnuð, i það minnsta i bili.
Ég skora þvi á hæstvirtan iðn-
aðarráðherra Gunnar Thorodd-
sen á meðan ennþá er timi til, að
fela Hafrannsóknarstofnuninni að
athuga staðarval verksmiðjunnar
gagnvart hugsanlegri mengun frá
járnblendi-framleiðslu, sem gæti
boristmeð hafstraumum vestur á
uppeldisstöðvar nytjafiska i inn-
anverðum Faxaflóa. Jafnhliða
væri æskilegt og sjálfsagt að lif-
fræðingarrannsökuðu og segðu á-
lit sitt á staðarvali verksmiðjunn-
ar gagnvart hugsanlegri mengun
á lifriki næsta^nágrennis.
Náttúrlega hefði álit slikra sér-
fræðinga átt að liggja fyrir, áður
en framkvæmdir voru hafnar á
Grundartanga. En fyrst svo var
ekki, þá eru þær sjálfsagðar nú, á
meðan óvissa rikir um áfram-
haldandi framkvæmdir. Mistök á
Frá Grundartanga
fiskimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^
þessu sviði getur orðið erfitt að
leiðrétta siðar, eftir að fram-
leiðsla er hafin, og engir ráða-
menn eru þess umkomnir að bera
ábyrgð á skaða, sem hlytist af
vanræktum rannsóknum. Þó búið
sé nú að leggja i hundrað miljón
króna undirbúningsvinnu á
Grundartanga, þá eru það hreinir
smámunir móti þvi, ef lifsskilyröi
á uppeldisstöðvum fisks i innan-
verðum Faxaflóa verða skert eða
torvelduð sökum þess að eitruð
úrgangsefni berist þangað með
útfallsstraumi úr Hvalfiröi. Þetta
eru meginatriði þessa máls.
En hvernig er þá
fjárhagshliðin?
Þegar islenskir ráðamenn á-
kváðu að rikið legði i járnblendi-
framleiðslu i félagi við ameriska
auðhringinn Union Carbide, þá
var heimsmarkaðsverð á járn-
blendi hátt, en hefur nú fallið það
i verði, að útilokað hefði verið að
undanförnu að reka slika verk-
smiðju með hagnaði, miðað við
byggingarverð sliks’ fyrirtækis
nú. Þetta er ekki sagt út i loftið,
heldur byggt á sérfræðilegum
upplýsingum. Enda i algjöru
samræmi við þá tregðu, sem nú
hefurkomiðfram frá hendi Union
Carbide viðvikjandi áframhald-
andi frarrikvæmdum á Grundar-
tanga i það minnsta i bili, á með-
an framleiðsluverð á járnblendi
er jafnvel fyrir ofan heimsmark-
aðsverð. Þannig er talið að verð á
járnblendi sé að jafnaði sveiflu-
kennt og að mun óvissara heldur
en verð annarra málmtegunda,
þar sem verð þess byggist að
stórum hluta á eftirspurn til her-
gagna-framleiðslu. Samkvæmt
þessu má búast við, að verð á
þessari framleiðslu Iækki þegar
friðvænlega horfiri heiminum, en
taki svo að stiga aftur ef ófriðar-
blikur sjást á lofti. Að ætla sér að
byggja afkomu rikisbúskapar á
íslandi á slikri framleiðslu, er
ekki aðeins barnaskapur, heldur
er þetta jafnframt leiðinlegur
vitnisburður um, hvað ráðamenn
á íslandi eru óupplýstir I stóriðju-
málum.
Þegar þetta mál var til umræðu
á Alþingi i fyrra, þá virtist Jón
Sólnes, bankastjóri, og alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins, vera
eini maðurinn innan rikisstjórn-
arfiokkanna, sem grunaði þá
hættu er i þvi gæti verið falin, að
byggja afkomu rikissjóðs á slikri
framleiðslu. Þá vantaði ekki að
fyrir lægi áætlun, ekki bara um
hvað kostaði að reisa slika verk-
smiðju, heldur lika hver ágóði
hennar yrði á næstu árum, byggt
á uppgefnu áætluðu markaðs-
verði á járnblendi á heimsmark-
aði, frá Union Carbide.
Nú geta landsmenn séð hve
traustar þessar upplýsingar hafa
verið. Og getum við, þegar núver-
andi staðreyndir hafa komið fram
i dagsljósið, búist við þvi, aö upp-
lýsingar auðhringsins séu traust-
ari, þegar talað er um óskaðsemi
járnblendiframleiðslunnar gagn-
vart umhverfi sinu?
Svo kemur formaður stóriöju-
nefndar fram i sjónvarpi með þær
upplýsingar, að hvort sem járn-
blendiverksmiðja á Grundar-
tanga verði tilbúin að taka á móti
umsaminni raforku á tilsettum
tima eða ekki, þá verði járn-
blendifélagið að greiða raforkuna
frá þeim tima. Þetta hljóðar á
mæltu máli svo, að almenningur
á Islandi verði að taka á sig
skakkaföllin, sem verða kunna
vegna vanefnda járnblendifé-
lagsins, þar sem rikissjóður er
langstærsti hluthafi félagsins.
Þetta gæti þýtt stórhækkað raf-
orkuverð til almennings, eða
aukna skattheimtu til að standa
straum af lánum, sem varið hefur
verið til Sigöldu beinlinis vegna
járnblendiverksmiðjunnar. Og þó
gætu þeir slæmu kostir sem hér
hafa verið dregnir upp, orðið-
betri, heldur en bygging járn-
blendiverksmiðju, ef slik starf-
semi ætti eftir að menga um-
hverfi sitt og skerða lifsmögu-
leika á uppeldisstöðvum fisks i
innanverðum Faxaflóa.
Þegar stofnað er til stórfram-
leiðslu fyrir lánsfé, þá er það að
sjálfsögðu mikilsvert atriði, að
ekki sé vitandi vits stofnað til tap-
reksturs, eða neinu varið til vafa-
samra framkvæmda, þar sem
velgengni fyrirtækisins er háð ó-
tryggu heimsástandi. En mikil-
verðast af öllu er þó, gagnvart
þeirri framtið, sem við göngum 1
móti, að lifsskilyrðum i landinu sé
ekki spillt með framkvæmdum.
2.4. 1976
Bifvélavirki
— vélvirki
Óskum nú að ráða bifvélavirkja eða vél-
virkja til starfa nú þegar i véladeild
áhaldahússins i Borgartúni 5, Reykjavik.
Upplýsingar um starfið veita verkstjór-
arnir á vinnustað eða i sima 21000
Vegagerð rikisins
Auglýsing frá
Bæjarsjóði
V estmannaey j a
Bæjarsjóður Vestmannaeyja auglýsir
lausar tilumsóknar tvær stöður við bók-
hald bæjarsjóðs og stofnana hans.
Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf óskast sendar
bæjarstjóranum i Vestmannaeyjum, sem
jafnframt gefur allar upplýsingar, fyrir
15. mai n.k. Meðmæli æskileg.
Vestmannaeyjum 23. april 1976
Bæjarstjórinn i Vestmannaeyjum
Tilkynning um
greiðsluskilmála á
steinsteypu
Vegna hinnar gifurlegu verðbólgu undan-
farin ár, hefur rekstrarfé islenskra fyrir-
tækja brunnið upp. Jafnframt þessu hafa
stjórnvöld hert að útlánum bankanna og
hefur það lent á byggingariðnaðinum
framar öðfum. Steypustöðvarnar i
Reykjavik telja sig ekki lengur hafa bol-
magn til þess að veita annan greiðslufrest
á steinsteypu en sem hér segir:
50% af útsöluverði greiðist innan 14 daga
frá úttekt.
50% á vixlum, lengst til 90 daga frá út-
tektardegi.
Til upplýsingar vilja stöðvarnar vekja
athygli á að sement og söluskattur eru nær
65% af útsöluverði steinsteypu i dag.
Þessir skilmálar gilda um öll lánsviðskipti
frá og með deginum i dag.
Reykjavik 28.4.1976.
Steypustöðin hf. B. M Vallá hf.
Breiðholt hf.