Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 8
8 SfrÐA — ÞJÓffrVfLJINN Miövikudagttr 28. aprfl 1976 ALDARMINNING t gær voru hundrað ár liðin frá fæðingu Theódórs Friðriksson- ar, rithöfundar. Hann var fædd- ur 27. april 1876 i Nýjabæ i Flat- ey á Skjálfanda, elsta barn hjónanna Sesselju Eliasdóttur og Friðriks Jónssonar. Þrátt fyrir fádæma erfið ævi- kjör tókst Theódór Friðrikssyni að setja saman bækur sem lengi munu halda nafni hans á lofti. Mun hiklaust mega fullyrða að ein þeirra, sjálfsævisagan: ,,í verum" skipi veglegan sess meðal islenskra sjálfsævisagna og reynist óbrotgjarn minnis- varði um hinn ólærða og sistrit- andi alþýðumann, sem gæddur var slikri athyglis- og frásagn- argáfu að engir örðugleikar fengu kæft. Ég kynntist Theódór Friðriks- syni nokkuð á siðustu árum hans og á um hann góðar og einkar notalegar minningar. Mér hefur verið það sérstök ánægja siðastliðna tvo vetur að kynna útvarpshlustendum manninn og rithöfundinn Theó- dór með lestri. Hef ég orðið þess var með margvislegu móti, að býsna stór hópur útvarpshlustenda, jafnt úr röðum yngra fólks sem eldra, metur mikils frásagnarhæfi- leika Theódórs og er honum þakkiátur fyrir ritun einhverra einlægustu óg notalegustu minningarbókar, sem við is- lendingar eigum. Á aldarafmæli Theódórs Friðrikssonar birtist hér að ósk minni hin ágæta grein, sem Ölafur Jóhann Sigurðsson skrif- aði um hann látinn. Þá birtist einnig stuttur kafli úr hinum langa og snjalla ritdómi Þór- bergs Þórðarsonar, sem rituð var um sjálfsævisöguna ,,t ver- um” i Timarit Máls og og menn- ingar 1942. Loks birtist hér tilvitnun i grein eftir Arnór Sigurjónsson úr timaritinu Helgafelli .1945. Astæðan til birtingar hennar er sú, að enn i dag verð ég þess var að einstaka maður á örðugt með að trúa þvi að Theódór sé raun- verulegur höfundur sjálfsævi- sögu sinnar, þar hljóti aðrir „lærðari og listfengari” menn að eiga drjúgan hlut að máli. Er þá helst giskað á Arnór Sigur- jónsson, sem menn vissu að var vinur Theódórs og hjálp- aði honum við að búa sjálfs- ævisöguna undir prentun. En sem betur fer þarf ekki að fara i grafgöturum þetta. Arnór hefur sjálfur, af gefnu tilefni, lýst skýrt og skilmerkilega sam- starfi þeirra Theódórs. Þremur mönnum er það eink- um að þakka að Theódór öðlað- ist það næði og hlaut þá hvatn- ingu sem til þurfti, svo að hann gæti skrifað sjálfsævisögu sina, slika sem hún varð. Það voru þeir Arnór Sigurjónsson, Sigurður Nordal og Vilmundur Jónsson. Theódór Friðriksson andaðist i Reykjavik 8. april 1948 tæplega 72 ára að aldri. Bjart er yfir minningu hans. Gils Guðmundsson. Theódór Friðriksson Fáein minningarorð Theódór Friðriksson Þegar ég var þingsveinn haust- ið 1934, heyrði ég merkilega ræðu, sem ég man enn i dag. Ræðu þessa flutti ekki alþingismaður, heldur pallvörður. Sunnudag einn var ég að rölta um ganginn fyrir framan neðri deild og hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Húsið var eins og autt leiksvið, engir þjóðskörungar á ferli, hvergi skammir né há- reysti, kyrrð og friður i öllum söl- um. Þá gekk skyndilega maður á sextugsaldri inn á þetta leiksvið og raulaði fyrir munni sér gamla stöku. Hann tók mig tali eins og stundum áður, spurði mig tiðinda austan úr Arnessýslu, en fór siðan að segja mér sögur af fólki sem hann hafði kynnst, lýsa þorpum og sveitum, þar sem hann hafði dvalist, skýra mér frá ýmislegu markverðu, sem fyrir hann hafði borið á langri vegferð. Frásögn hans var svo sönn og lifandi, en jafnframt þrungin svo annarlegri kynngi að ég gleymdi stund og stað. Mér virtist Alþingishúsið hafa hamskipti i sifellu. Stundum var það litil eyja, þar sem allt skorti nema fátækt og harðrétti, stundum bátskel á úfnum sjó, stundum veigalitið hákarlaskip i blindhríð og vetrarmyrkri norður i tshafi, stundum slorkös i ver- stöð, stundum svellfreðinn torf- bær i óbyggðum, stundum hafis, fjallgarður, heiði, vatnsfall, brimlending. Fram á þessi hrika- legu svið þryptust án afláts sér- kennilegar hetjur, drengilegar á sviþ, hugrakkar, einbeittar og af- renndar að afli. 1 stað silfurdósa, vindils og sjálfblekungs héldu þær á hákarlaskálm, flatnings- breddu, bjóði, orfi, hrifu, reku og kvisl. Þær voru sjaldnast prúð- búnar, áttu ekki i neinum veru- legum illdeilum hverjar við aðra, báru litið skyn á stjórnmál, höfðu aldrei stigið fæti sinum inn i raf- lýsta sali og kunnu ekki þá iþrótt að flytja blaðalaust langa ræðu um ekki neitt. Stutt og kjarngóð tilsvör þeirra gátu hinsvegar leiftrað af mannviti og falið að baki sér eftirminnilega sögu, sem bar af margri lærðri stofuræðu einsog gull af eiri. Hér var sem sé alþýða landsins komin á vett- vang. Undir þungskýjuðum himni háði hún harða og þrotlausa baráttú fyrir frumstæðustu lifs- nauðsynjum sinum, einattháska- legri en nútimastyrjöld og ávallt óvænlegri til hagnaðar. Lengi dags hlýddi ég gagntek- inn á frásagnir pallvarðarins. Stundum horfði ég á hann undr- andi og ætlaði naumast að trúa þvi, að hann hefði sjálfur staðið i þessu geigvænlega striði frá blautu barnsbeini og einlægt ver ið þar, sem bardaginn var harðastur og eftirtekjan rýrust. Hitt fannst mér ennþá ótrúlegra, að hann skyldi hafa skrifað margar bækur, þrátt fyrir stöð- uga örbirgð og vægðarlausan þrældóm. Ég mæltist til þess, að hann byði mér heim til sin og sýndi mér þessar bækur. Það var auðsótt. Um kvöldið sá ég þær all- ar i herbergi hans uppi á lofti i Þingholtsstræti 28. Þær voru þá orðnarsjö talsins, en frumdrög að þeirri áttundu lágu á borði hans. Pallvörðurinn var Theódór Frið- riksson. Rithöfundarferill Theódórs er mikil og furðuleg hetjusaga. Hann ólst upp i sárustu fátækt, naut þvi nær engrar tilsagnar i bernsku, komst ekki i nein kynni við bókmenntir þjóðar sinnar, meðan hann var á léttasta skeiði, nam aldrei erlend tungumál og Eftir Ólaf Jóhann Sigurösson gatekki um frjálsthöfuð strokið, fyrr en hann var kominn hátt á sjötugs aldur. Hann var blásnauður alla ævi, þrælaði myrkranna á milli á sjó og i landi, en bar þó svo litinn hlut frá borði, að þrátt fyrir reglusemi og sparn- að gat hann naumast framfleytt sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Kjör hans og þroskaskilyrði er til dæmis ekki hægt að bera saman við aðstæður hinna ágætu sýslunga hans, Þorgils gjallanda, Guðm. Friðjónssonar, Sigurjóns Friðjónssonar, Indriða á Fjalli og Huldu. Engu að siður varð Theó- dór bæði afkastamikill og merkur rithöfundur. tJt hafa komið tólf bækur, en tvær þeirra, ævisaga hans í verum og framh. hennar Ofan jarðar og neðan, munu ávallt skipa sérstæðan og virðu- legan sess i Islenskum bók- menntum. Sum skáldrit hans, svo sem Brot og Tvær sögur, bera einnig vitni um mikla hæfileika, þótt augljóst sé, að höfundur þeirra mundi hafa gert betur, ef hann hefði getað aflað sér menntunar á unga aldri og fengið siðan að njóta sin. Þeir vita það best, sem hlustuðu á Theódór, þegar honum tókst upp, að hann var gæddur einstæðri frásagnar- gáfu. En jafnskjótt og hann tók sér penna i hönd galt hann ævi- kjara sinna, strits og slits, svo að raunverulega kom áðeins fram litið brot af þvi, sem i honum bjó. Þess ber að geta, að ýmsir góð- ir menn veittu Theódóri drengi- legan stuðning á hinni örðugu rit- höfundarbraut hans og má þar helst nefna sira Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Sigurð Nordal og Arnór Sigurjónsson. En þjóð- félagið launaði honum aldrei að verðleikum. Jafnvel eftir að hann hafði skrifað ævisögu sina t ver- um.einhverja merkustu bók, sem birst hefur á islensku á siðustu áratugum, varð hann að stunda klakahögg hér i höfuðstaðnum og aðra þvi lika erfiðisvinnu til þess að geta dregið fram lifið og þurfa ekki að vera upp á aðra kominn. Siðustu fimm árin reyndist hon- um þó kleift að sinna einvörðungu hugðarefnum sinum. Og hann sat um þá ekki auðum höndum fremur en endranær. Hann gerði mörgum yngri mönnum skömm til, því að hann lagði slikt kapp á að mennta sig, að tvi'tugur fullhugi hefði naumast gengið þar vasklegar að veiki. Hann viðaði að sér margs- konar fróðleik, skrifaði alla daga og las fram á nætur. Þegar heilsa hans bilaði skyndilega i desembermánuði sl., hafði hann tværbækur i smiðum, sagn- ir af einkennilegu fólki og langa skáldsögu. Hann lést á sjúkrah. Hvftabandsins fimmtudaginn 8 . april eftir þriggja mánaða legu. Nokkrum dögum áður en hann dó, reyndi hann að gera mér. skiljan- legt veikur og lamaður, að nú þyrfti hann að fara að hrista af sér slenið og komast á fætur til þess að ljúka við skáldsöguna, en auk þess hefði hann i hyggju að ferðastum landið i sumar, meðal annars til Þingvalla. Hann var þvi ekki saddur lifdaga, þegar hann féll frá,þótt hann væri kom- inn á áttræðisaldur og hefði löng- um staðið i þvi striði, sem bugað hefði sérhvern miðlungs mann innan við fimmtugt. Eins og áður er sagt, bar fund- um okkar Theódórs fyrst saman i Alþingishúsinu haustið 1934. Við urðum þá þegar góðir kunningj- ar, en siðar vinir. Mér fannst hann alltaf hafa frá einhverju merkilegu að segja, það sindraði af honum lifsþrótturinn og glað- værðin, þrátt fyrir allar þær raunir, sem hann hafði orðið að þola ogoftvarhann svo skemmti- legur, að unun var að vera i návist hans. En kærastur varð hann mér fyrir sakir mannkosta sinna, hjartahlýju og ljúf- mennsku. Þessvegna mun ég sakna hans, meðan ég lifi. Ólafur Jóh. Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.