Þjóðviljinn - 28.04.1976, Blaðsíða 1
DJOÐVIIIINN
Miðvikudagur 28. aprii 1976—41. árg. 91. tbl.
Geir Hallgrimsson um vestur-þýsku samningana:
ENGIN UPPSÖGN
Beðið eftir greinargerð!
Geir Hallgrimsson forsætisráö-
herra lýsti þvl yfir í sjónvarps-
fréttum aö rikisstjórnin ætli ekki,
aö sinni, aö nota þann rétt sem
gengiö er út frá I samningunum
viö vestur-þjóöverja aö segja
samningunum upp nú eftir 5
mánaða gildistlma.
Er þetta I fyrsta sinn sem
nokkuð kemur frá rikisstjórninni
opinberlega um málið, en Einar
Agústsson lýsti þvi yfir I blaða-
viðtali I gær að ekkert hefði verið
fjallað um mál þetta innan rikis-
stjórnarinnar.
Það eina sem rikisstjórnin
hyggst gera er að biðja vestur-
þjóðverja um greinargerð um það
sem þeir kunna að hafa gert til
þess að fá EBE til þess að fallast
á niðurfellingu bókunar 6!
Fréttamaður sjónvarpsins
minnti forsætisráðherra á að
mikið hefði verið gert úr þessum
möguleika á uppsögn samnings-
ins við þjóðverja og hvort hér
væri ekki um undanhald að ræða.
Forsætisráðherra sagði að ekkert
lægi á að nýta sér heimildina!
Hann var spurður hversu langan
tima rikisstjórnin ætlaði að taka
til þess að biða eftir greinargerð
og gaf hann i skyn að þar gæti
orðið um allmargar vikur að
ræða.
Varðskipaflotinn er
allur úti á miðunum
— en breskum togurum hefur aftur fækkað töluvert
IÐNNEMA
Um helgina efndu iðnnemar til ráðstefnu i Nes-
kaupstað. Myndin er frá ráðstefnunni, en annars
segir frá henni á 9. siðu.
1 gær klippti varðskipið Þór á
annan togvlr breska togarans Ir-
vana FD 141. Atti þetta sér staö
35 sjómilur frá Hvalbak. Dráttar-
báturinnEuroman reyndi aö
hindra klippinguna en fékk ekki
að gert. öil islensku varöskipin
eru úti á miöunum og svo viröist
sem heldur sé aö færast aukin
harka i átökin þessa slðustu daga.
Varðskipið Ver kom að þremur
breskum togurum sem fært höfðu
sig vestur með suðurlandi og voru
þar að veiðum. Rak varðskipið þá
til baka austur fyrir land, en langt
er siðan bretinn hefur flúið svona
langt frá togarahópnum til veiða.
Ægir kom að niu breskum
togurum á Seyðisfjarðardjúpi i
gærmorgun og hifðu þeir allir.
Óðinn tvistraði átta bretum I gær
þar sem þeir voru að veiðum á
Hvalbaksmiðum og Baldur kom
að fimm togurum á Langanes-
svæðinu og hifðu þeir allir inn
vörpur sinar samstundis.
Bresku togurunum hefur
fækkað mikið aftur og eru ekki
fleiri en tuttugu um þessar
mundir. Fjórar freigátur, fjórir
dráttarbátar, birgðaskip og að-
stoðarskip eru með togurunum og
varðskipaflotinn er eins og áður
sagði allur á miðunum.
—gsp
Hausar hirtir
Nú er það sem betur fer ekki lengur til siðs i miklum verstöðvum
að henda þorskhausum. Þeir eru þurrkaðir, hertir og sendir til
Afrlku.
Myndina atarna tók Einar Karlsson I fiskverkunarhúsi Saltvers
suður I Njarövlkum I gær, en hlutverk þessarar stúlku þá stundina
var að þræða þorskhausa á band. Siðar voru þeir hengdir I trönur og
þurrkaöir; og verkandinn fær 150 krónur fyrir kilóið. Þannig eru,
meö takmörkuöum veiðum, fyrrum ónýti orðiö að arövænlegri sölu-
vöru. — úþ
Aflaskipið Þorsteinn
RE selt úr landi
Aösögn Gylfa Þóröarsonar hjá
sjávarútvegsráðuneytinu hefur
ráöuneytið nýverið veitt leyfi
fyrir þvi aö hiö kunna aflaskip
Þorsteinn RE veröi selt úr landi,
en ósk um slikt leyfi barst nýlega
frá útgerðarmönnum skipsins,
sem eru Jón Axel Pétursson
fyrrum bankastjóri og Guðbjörn
Þorsteinsson skipstjóri á skipinu.
Þá hefur ráðuneytið einnig
nýverið veitt leyfi fyrir þvi að
selja Alftafell SU úr landi, en þess
ber að geta að andvirði þess mun
ganga upp i skuttogara, sem
keyptur verður til Stöðvar-
fjarðar.
1 haust er leið var sótt um leyfi
fyrir þvi að selja aflaskipið Loft
Baldvinsson úr landi og var það
þá veitt. Siðan kom einhver aftur-
kippur i þá sölu, en nú mun aftur
komin hreyfing á málið og
stendur það leyfi til sölunnar sem
veitt var i haust.
Þannig virðist ljóst að tvö af
kunnustu aflaskipum okkar.
Þorsteinn RE og Loftur
Baldvinsson, verði seld úr landi.
—S.dór
25 ára samfelld herseta
Keflavíkurganga 15. maí
Miðnefnd herstöðvaandstœðinga stefnir að stœrstu og öflugustu mótmœlagöngu, sem
1 fréttatilkynningu frá Miðnefnd herstöðvaandstæðinga
segir svo um tilgang Keflavikurgöngu 1976:
Miðnefnd telur, að fleiri islendingum en nokkru sinni áður
megi vera það ljóst, að bandarisk herseta og aðild Islands að
hernaðarbandalagi er islenskri þjóð sist til öryggis eða far-
sældar, en býður þvert á móti heim margvislegum háska. Með
Keflavikurgöngu er ætlunin að gefa fólki tækifæri til að mót-
mæla hersetunni og aðild Islands að hernaðarbandalagi. Væntir
miðnefnd þess, að andstæðingar hersetu og herstöðva f jölmenni
i gönguna og geri hana að stærstu og öflugustu mótmælagöngu
sem farin hefur verið gegn erlendri hersetu á Islandi.
farin hefur verið gegn hersetu á íslandi
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga hefur ákveðið að efna til
mótmælagöngu frá Keflavik til Reykjavikur laugardaginn 15.
mai næstkomandi. Göngunni lýkur með útifundi i Reykjavik
um kvöldið. Á þessu vori eru tuttugu og fimm ár liðin siðan
bandariskur her tók sér bækistöð á Islandi öðru sinni. Með
Keflavikurgöngunni er ætlunin að mótmæla hersetu óg her-
stöðvum hér á landi, kref jast uppsagnar herstöðvasamnings-
ins við Bandariki Norður-Ameriku og úrsagnar Islands úr
Atlantshafsbandalaginu.