Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mal 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Nýr nmsjónartnaður Orðið er laust Erlingur Siguröarson sem séð hefur um Baejarpóst Þjóöviljans að undanförnu, hefur nú horfið til annara starfa en annar maður hefur, um sinn, tekið að sér umsjón með póstinum. Eru Erlingi hér með þökkuð ágæt störf og fylgja honum héðan árnaðaróskir. Bæjarpóstur Þjóðviljans á sér nú orðið alllangan aldur og hafa ýmsir mætir menn annast þar póstafgreiðslu á liðnum árum. Er þess að vænta, að vinsældir þær,sem þátturinnhefur áunnið sér undir handleiðslu megi haldast. Núverandi umsjónarmaður vill eindregið hvetja lesendur blaðsins til þess að senda þættinum linu. Hann er og á að vera opinn vettvangur fyrir margháttaðar umræður og skoðanaskipti. Hann vill auð- velda mönnum að koma á fram- færi áhugamálum sinum og um- þenkingum. Hann vill vera eins- konar fundarsalur, þar sem fram geti farið i rituðu máli menningarleg samskipti les- þeirra, Magnús H. Gislason enda blaðsins. Og i trausti þess, að ekki standi á þátttöku i þeim umræðum, er orðið laust. landshornid Allt snýst um sauðburðinn Engar fréttir eru góðar frétúr og héðan er ekkert sérstakt að frétta utan þá það, að sauðburð- urgengur vel. en um hann snýst nú allt i sveitinni eins og ævin- lega á meðan hann stendur yfir. Þá er enginn timi til þess að sinna neinu öðru, enda mikið i húfi fyrir sauðfjárbændur að vanhöld verði sem minnst. Og þau hafa a.m.k. engin veruleg orðið hér, svo mér sé kunnugt um. Við erum ekki búnir að sleppa fénuennþá,en ári vel gerum við það venjulega kringum þann 20. mai. Fremur gróðurlitið er hér enn, enda löngum nokkuð svalt en nú hefur rignt undanfarnar nætur og sér þess fljótt merki á gróðrinum. Svo mælti Sigurður á Græna- vatni er blaðið hafði tal af hon- um i fyrradag. Hreinsum ekki landið í einum svip Okkur þótti súrt i broti, ýmsum héreystra, að geta ekki tekið þátt i Keflavikurgöngunni, sagði Jón Arnason á Finnsstöð- um, þegar blaðið átti tal við hann i gær. — En við fylgdumst i anda með göngumönnum, bætti Jón við, — og fögnum þvi hversu gangan var fjölmenn og glæsi- leg. Róm var ekki byggö á ein- um degi og við hreinsum ekki landið af óværðinni i einum svip en mestu skiptir að það miði i áttina. — Hér um slóðir vorar nú óð- um og gróður vex með hverjum degi. Litur vel út með sprettu. Til ótiðinda má hinsvegar teljast að töluverð brögð eru að þvi' á stöku bæjum að ær láti lömbum. Veldur það sums- staðar verulegu tjóni þvi hér búa lika margir að meiri hluta við sauðfé. Eftir- launa- mað- urinn Marga stund við stampinn stóð i kulda og hrið, skrúbbaði og skolaði og skóf i erg og grið, af lestarborðum slor og slóg og slabb, i fyrri tið. Nú er þessum þvotti, þessa gamla manns, loksins alveg lokið og langri göngu hans um bratta steinda stigu i ströngum lifsins dans. Mikið þakkar þjóðin þessa dyggu lund. Þrýstir heitt og þægilega þrútna, harða mund, sem er aum af erfiðinu alla lifsins stund. Mikið þakkar þjóðin, þina drekkur skál. Bak þitt klappar kumpánlega en kannski er annað mál hvort þú fáir brauð að bita og birtu i þina sál. Nú er gatan gengin, gengin alla leið. Enginn veit um vesöldina er verkamannsins beið né hversu vinnubogna bakjð bjó við sára neyð. Örn Erlendsson. VL-blett- urinn Eftirfarandi visu var gaukað að umsjónarmanni Bæjarpósts: Mér hefur boðið mjög i grun að margur er landinn illa settur. Vl-merkið verða'mun á voru landi SKAMMAR- BLETTUR. G.O Öldufaldurinn má ekki brotna Keflavikurgöngunni er lokið. Þvi er ekki að neita að til voru þeir, sem ólu ugg i brjósti um það hversu til tækist um göng- una. Sá uggur var af tvennum ólikum toga. Þess varð i önd- verðu vart hjá einstaka manni, sem þó var andvigur hersetu,-að hann óttaðist að gangan yrði, þrátt fyrir allt,svo fámenn, að áhrif hennar yrðu neikvæð. Sá ótti hvarf þó með öllu er nær dró brottfararstund og i' ljós kom, að þátttaka færi jafnvel fram úr björtustu von- Hinir, og þeir voru að sjálf- sögðu langtum fleiri.voru á hinn bóginnvissir um að þátttaka i göngunni mundi ótvírætt sýna, að andstaðan gegn hersetunni og hvers konar erlendum yfir- troðslum á Islandi ætti miklu og vaxandi fylgi að fagna. Sá ótti hefur nú fengið fullkomna stað- festingu. Þátttaka i Keflavikur- göngunni og útifundinum að henni lokinni var mun meiri en nokkru sinni fyrr. Hún sýndi að andstaðan gegn hersetunni er rikari og almennari en áður. Sá öldufaldur, sem risið hefur með svo myndalegum hætti, má ekki brotna fyrr en hann hefur hreinsað landið af óþrifum her- setunnar. Göngu-Hrólfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.