Þjóðviljinn - 20.05.1976, Page 5

Þjóðviljinn - 20.05.1976, Page 5
Fimmtudagur 20. mai 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Framferði tyrkja á Kýpur: Kirkjur vanhelgaðar — listaverkum spillt Þennan róöukross höföu tyrkneskir skemmdarvargar brotiö og kastaö af sér vatni á hann. Tvö ár eru liðin siðan tyrk gerðu innrás á Kýpur og lögð undir sig norðurhluta eyja innar. Fjöldi grikkja, sem bjó þvi svæði, hefur verið hrakir frá heimilum sinum og margt ljótar sögur eru sagðar ; hryðjuverkum tyrkneska her; ins og kýpurtyrkja gegn griski mælandi ibúum eyjarinnar. N; lega var á vegum Menningai og fræðslustofnnuna Sameinuðu þjöðann (UNESCO) gerð skýrsla um rá og skemmdarverk, sem tyrki hafa framið i kirkju á yfirráðt svæði sínu, en UNESC' stöðvaði birtingu skýrslunnar i ótta við að vekja reiði bæl grikkja og tyrkja. Sá sem skýrsluna gerði e Jaques Dalibard, heimskunnu sérfræðingur um trúarlega lisl búsettur i Kanada. Skýrslan va svo rækilega rökstudd að ekk kom til álita að efast um að henni væri farið með rétt mái en ráðamenn UNESCO þóttus sjá að hún myndi vekja óhug ; alþjóðavettvangi, yrði efn hennar birt. Þeir báðu Dalibari að semja úrdrátt úr skýrslunni með það fyrir augum að úr drátturinn yrði ekki eins svæs inn og skýrslan sjálf og mynd þvi vekja minni athygli. úr drátturinn var tilbúinn til birt ingar i siðastliðnum mánuði 0| fylgdihonum til frekara öryggi yfirlýsing frá UNESCO um það að efnið væri algerlega á ábyrg' Dalibards. Skipulögð van- helgun En i byrjun þessa mánaða komu tyrkir frarmmeð ásakani um að grikkir hefðu brennt t grunna moskuna i Peristerónr vestur af Nikósiu, en sú mosk er ein sú virðulegasta á Kýpur. Dalibard, sem þá var ennþá staddur á Kýpur, fór á staðinn og komst þá að raun um að moskan var á sinum stað og ó- skemmd. Eftir að Dalibard gaf þetta til kynna, slitu yfirvöld tyrkja á eynni öllu samstarfi við hann. Ekki siður furðulegt er að Heimskirkjuráðið hefur um- gengist sannleikann um með- ferðina á guðshúsum kýpur- grikkja af svipaðri varúð og UNESCO og skyldi maður þö ætla að þeirri stofnun stæði annað nær. Dr. John Taylor, einn af æðstu mönnum Heims- kirkjuráðsins, var á Kýpur i nóvember 1974 og i febrúar siðastliðið ár. A skýrslum hans er ekki annað að heyra en að bæði kristnir grikkir og múhameðskir tyrkir sýni trúar- brögðum hvor annarra fulla virðingu. En sannleikurinn i málinu er allur annar, að minnsta kosti hvað tyrkjanum við kemur. Fréttamenn frá bresku sjón- varpsstöðinni ITV, sem nýlega voru á ferð á Kýpur og tókst að sleppa frá fylgdarmönnum yfir- valda á tyrkneska hernáms- svæðinu, staðfesta i einu og öllu það, sem fram kemur i skýrslu Dalibards. Þeir segja að eyði- leggingin og vanhelgunin á guðshúsum grikkja á tyrkneska hernámssvæðinu sé svo alger, að varla sé hægt að imynda sér annað en að yfirvöldin annað hvort liti á slikt með velþóknun eða beinlinis hvetji til þess. Fréttamennirnir gátu ekki betur séð en að tyrkir legðu á- herslu á að eyðileggja og saurga allt, sem hugsanlegt væri að væri grikkjum heilagt. Gengið örna sinna á altari — migið á róðu- kross Fréttamennirnir komu i 26 þorp, sem grikkir höfðu búið i fyrir innrásina. I aðeins fjórum þessara þorpa var kirkjan i nokkurnveginn sómasamlegu ástandi. Og i hverju einasta þorpi hefði kirkjugarðurinn verið vanhelgaður. f sumum kirkjugarðanna, þar sem verið höfðu 50 eða fleiri grafhýsi, höfðu bæði grafhýsi, legsteinar, krossar og annað verið mulið svo rækilega niður að engin.moli var stærri en eld spýtnastokkur. Kapella ein, sem helguð er Demetriosi helga, hafði verið rænd öllum helgigripum, nema hvað eftir var nokkur hluti altarisins og á þvi höfðu tyrkir gengið örna sinna. 1 þorpinu Sýngrasis var kirkjan öll brotin og brömluð að innan og gólfið stráð mölbrotn- um helgimyndum, prédikunar- stölum og björflöskum. Röðu- kross kirkjunnar var brotinn og auðséð og auðfundið að kirkju- brjótarnir höfðu kastað af sér vatni á hann. 1 Lefkoniko hafði húsgögnun- um verið hent Ut Ur kirkjunni og helgimyndunum dreift út um kirkjugarðinn, sem einnig var illa leikinn. Ein kirkjan hafði verið höfð að skotmarki fyrir sprengikúlur. Einna mest var eyðileggingin i Antifóhitis- klaustri i Pentadaktýlosfjöllum. Þangað er illfær vegur, svo að óaldarlýður sá, er þar var að verki, hefur þurft að leggja tals- vert á sig til að komast þangað. I klaustrinu voru meðal annars dýrgripir og listaverk frá elleftu og tólftu öld, og höfðu tyrkir stolið þeim og skemmt þau, sem þeir gátu ekki flutt með sér. Einnig hafði verið kveikt i klaustrinu. Fréttamennirnir náðu tali af Rauf Denktash, leiðtoga kýpur- tyrkja, og vissi hann þá ekki um uppgötvanir þeirra. Fullyrti Denktash blákalt að kýpurtyrk- nesk yfirvöld gerðu allt sem þau gætu til að hindra að guðshús grikkja væru skemmd og van- helguð. ({jr Thc Guardian) Ljósmæður Ljósmóður vantar að Fjórðungssjúkra- húsinu Neskaupstað frá 15. júli til 1. októ- ber, 1976. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu sjúkrahússins, simi 97-7402. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. \A\ Sundnámskeið fyrir 6 ára börn (fædd ’69) hefst i sundlaug Kópavogs mánudaginn 31. mai. Innritun verður föstudaginn 21. mai frá kl. 9-13. Sundlaug Kópavogs, simi 41299. Samsöngur Skagfirska söngsveitin i Reykjavik heldur samsöng fyrir styrktarfélaga og aðra i Austurbæjarbiói laugardaginn 22. mai kl. 15, siðdegis. Söngstjóri: Snæbjörg Snæbjarnardóttir Undirleikari: ólafur Vignir Albertsson. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Skagfirska söngsveitin Aðalfundur Reykjavikurdeildar Norræna félagsins verður haldinn mánudaginn 24. mai kl. 20.30 i Norræna húsinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin. í@! Tilkynning um 'I' lóðahreinsun Húseigendur og umráðamenn lóða i Reykjavik eru minntir á, að áður auglýst- ur frestur til lóðahreinsunar rann út 14. þ.m. Skoðun á lóðum stendur nú yfir. Hreinsunarvikuna 23. til 29. mai verður rusl af lóðum, sem sett er á aðgengilegan stað á lóðarmörkum, tekið án endur- gjalds. 17. mai 1976. Gatnamálastjórinn i Reykjavik. Hreinsunardeild. Fulitrúastaða í utanríkisþ j ónustunni Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-' un og fyrri störf sendist utanrikisráðu- neytinu Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 9. júni 1976. Staðan verður veitt frá og með 1. júli 1976. Utanrikisráðuneytið Reykjavik, 17. mai 1976.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.