Þjóðviljinn - 20.05.1976, Blaðsíða 6
H SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. mai 1976
Aðalfundur Bandalags ísl. listamanna:
Harmar aðför
að starfsbróður
Gleðimót fyrir félaga í Valhöll
Aðalfundur Bandalags is-
lenskra listamanna var haldinn
sunnudaginn 2. mai. Formenn
aðildarfélaga og forseti banda-
lagsins fluttu skýrslur um starf-
ið á iiðnu ári. i almennum um-
ræðum á fundinum kom fram
ánægja með margþætt og blóm-
legt starf og rikti samhugur
meðal listamanna. P’agnað var
lyktum i Kjarvalsstaðadeilu og
öðrum árangri sem náðst hefur i
baráttumálum listamanna.
A siðasta hausti opnaði BtL
skrifstofu i samvinnu við Rit-
höfundasamband Jslands að
Skóiavörðustig 12, 4. hæð. Stjórn
bandalagsins skipa nú: Thor
Vilhjáimsson forseti, Magnús A.
Arnason varaforseti, Þorsteinn
Gunnarsson ritari og Hinrik
Bjarnason gjaidkeri. Aðrir i
stjórn eru: Gunnar Reynir
Sveinsson, Kristin Björnsdóttir,
Stefán Jónsson og Þorgerður
Ingólfsdóttir.
Bandalagið ráðgerir að halda
gleöimót fyrir meölimi sina i
Valhöli á Þingvöllum laugar-
daginn 29. mai og hafa lista-
menn verið hvattir til þess að
fjölmenna og tryggja sér að-
göngumiða i tæka tlð. Einnig er
ráðgert aö halda listamanna-
þing I byrjun júni aö Kjarvais-
stöðum, umræðufund um til-
gang iistahátfðar.
Eftirfarandi áiyktun af sér-
stöku tilefni var samþykkt ein-
róma:
„Aðalfundur Bandalags is-
lenskra listamanna, haldinn 2.
mai 1976, harmar aðför ein-
stakra iistamanna gegn starfs-
bróður sinum i umræöum um
úthlutun viðbótarritlauna, þar
sem gert er lítið úr starfi hans
með ódrengilegum hætti.”
Tilboð óskast i viðgerðir á gluggum
Sjómannaskólans i Reykjavik.
óskað er eftir tilboðum i tvær mismunandi
lausnir:
1. Setja tvöfalt gier i glugga, endurnýja
pósta og opnanleg fög og nýsmiði nokk-
urra glugga.
2. Nýsmiði, isetning og glerjun allra
glugga skólans.
Jafnframt er óskað eftir tilboðum i við-
gerðir á steyptum þakrennum skólans.
Verkin skulu framkvæmd sumrin 1976 og
1977.
Útboðsgagna má vitja, gegn 2000,- kr.
skilatryggingu á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavik.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 3. júni 1976, kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Lausar stöður
Þrjár kennarastöður við Menntaskólann á Akureyri eru
lausar til umsóknar. Kennslugreinar eru stærðfræði og
eðlisfræði, efnafræði og liffræði.
Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 12. júni n.k. — Umsóknar-
eyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
17. mai 1976.
ATHUGIÐ!
Sá eða sú sem skildi eftir tvo plastpoka
með kvenfatnaði við húsið Óðinsgötu 8
fyrir um það bil hálfum mánuði er beðinn
að vitja þeirra sem fyrst. Upplýsingar i
sima 26533. Eigandi greiði auglýsinga-
kostnað.
Hjörtur Hjartarson, formaöur Verslunarráös, tekur fyrstu skóflustunguna
Grafið fyrir verslunar-
höll í nýja miðbœnum
t gær var tekin fyrsta skóflu-
stungan aö „Húsi verslunarinn-
ar", sem risa mun í norövestur-
horni nýja miöbæjarins, nálægt
gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar.
Forsaga þess máis er sú, að
1972 ákváðu nokkur samtök og
stofnanir verslunarinnar og
verslunarstéttar aö reisa sam-
eiginlega byggingu fyrir starf-
semi þessara aðiia. Stofn-
samningur fyrir „Hús verslunar-
innar” var undirritaður i árslok
1974, en aðilar að þvi félagi eru
Verslunarbankinn, Lifeyrissjóður
verslunarmanna, Verslunar-
mannafél. Reykjavikur, Félag is-
lenskra stórkaupmanna, Kaup-
mannasamtökin, Bilgreinasam-
bandið, Verslunarráð. Lóð fékk
félagið úthlutað í ágúst i fyrra.
Húsið verður norðan við fyrir-
hugaða yfirbyggða göngu- og
verslunargötu og tengist henni
með torgi. Þaö veröur alls 13 hæð-
ir, samtals 13600 fermetrar. í
kjallara veröa sameiginlegar
Hellissandur:
Óráðið hvað flest-
ir bátarnir gera
— Þaö mun allt óráðið enn hvað
bátar á Rifi og Hellissandi gera i
sumar, einhverjir fara eflaust á
fiskitroll og sumir hafa haft á oröi
að fara á handfæraveiöar. Okkar
besta skip, Skarðsvíkin mun ætla
á Norðursjóinn til sildveiða. Nú
og svo fara trillurnar á flot með
vorinu, annars er ég hræddur um
að það verði ekki meira en svo aö
fullorðið fólk hafi atvinnu I sumar
og óttast aö skólafólk á Snæfells-
nesi hafi litla sem enga vinnu,
sagði Skúli Alexanderson á
Hellissandi er við ræddum við
hann i gær um atvinnuhorfur og
fleira að lokinni vertið.
Skúli sagði aö litil hreyfing væri
á ibúöabyggingum enda heföi
fólki á Hellissandi og Rifi frekar
fækkað en hitt i ár og I fyrra.
í sumar er ráögert aö vinna
fyrir einar 30 til 40 milj. kr. við
landshöfnina á Rifi og sagöi Skúli
aö það myndi skapa einhverja at-
vinnu.
— Hinsvegar er það svo að
tlðarfarið ræöur mestu um hvort
atvinna verður eöa ekki. Trillurn-
¥
ar róa ekki nema f góðu veðri og
þeirra hlutur i afla veröur sjálf-
sagt ekki svo litill nú frekar en
endranær. Ef vel viörar i sumar
bjargar það miklu og þá á ég von
á þvl að fullorðnir hafi næga
vinnu, annars ekki. Atvinnu-
ástandiðhjá okkur stendur þvi af-
ar tæpt svo ekki sé meira sagt,
sagði Skúli aö lokum.
— S.dór
geymslur og tækjabúnaður. A
götuhæð verða yfirbyggðar bila-
geymslur og þjónustustarfsemi.
A þaki bilageymslunnar, sunnan
aðalbyggingar, myndast stórt
göngutorg er tengist fyrstu hæð
hússins. Þar verða afgreiðslusal-
ir banka og lifeyrissjóðs auk
Framhald á bls. 14.
SAS
byrjar
sumar-
ferðir
A mánudaginn kemur, 24.
þ.m. hefjast ferðir SAS hingað
til lands á þessu sumri. Ferðirn-
ar verða þrjár i viku hingað frá
Höfn og halda þær allar áfram
til Narssarsuaq á Græniandi.
SAS hefur verið að auka um-
svif sin hér á landi, ferðum er að
fjölga og nú er flogið með vélum
i eigu SAS. Ný deild hefur verið
stofnuð i Keflavik og tveir nýir
starfsmenn ráðnir. Tveir af
framámönnum flugfélagsins i
markaðsmálum gista nú landið
og ræða við ferðaskrifstofur hér
i borg og markaðsmálamenn
Flugleiða.
t fréttabréfi frá SAS segir
ennfremurað þeim islendingum
hafi stöðugt fjölgað, sem reynt
hafa langferðir SAS til ýmissa
heimshorna.
Höfn í Hornafirði:
Sæmilegar
atvinnuhorfur
ef humarveiðin bregst ekki
Þorsteinn Þorsteinsson, frétta-
ritari Þjóöviljans á Höfn i Homa-
firði sagði i gær, að útlit væri fyrir
sæmilega atvinnuá Höfn I sumar,
ef humarveiðin, sem er nýbyrjuð
bregst ekki. Sagði Þorsteinn að
bátarnir hefðu veriö að koma úr
fyrsta humarveiðitúrnum I gær
og fyrradag og létu sjómenn þá
heldur illa yfir veiðinni, sögðu
humarinn smáan. Aflahæsti
báturinn mun hafa verið með 16
tunnur, aðrir nokkuð minna.
I sumar er búist við að 12-13
bátar stundi humarveiðar frá
Höfn. Tveir bátar verða gerðir út
á fiskitroll. Atvinna ætti þvi að
geta verið sæmileg i frystihúsinu i
sumar.
Eitthvað verður um ibúðabygg-
ingar þar eystra i sumar, en þó
bjóst Þorsteinn við að þær yröu
með minna móti. Heilsugæslu-
stöðin sem er i byggingu er nú
oröin fokheld og er innivinna við
ha'na að hefjast. Ekki sagðist
Þorsteinn eiga voná þvi að unnið
yrði að varanlegri gatnagerð i
Frá Höfn.
sumar, en eitthvað yrði samt um
götulagnir I þorpinu.
Sauðburði er nú að ljúka eystra
og hefur hann gengiö vel, mikiö
um tvilemdar ær, meira en vana-
lega. Vorið hefur verið kaltogþað
er varla fyrr en nú allra siöustu
daga aö dálitið hefur hlýnaö.
Sagði Þorsteinn að veðriö heföi
veriö mjög gott þessa viku, sann-
kallað vorveöur.
— S. dór