Þjóðviljinn - 20.05.1976, Qupperneq 16
DJGDVIUINN
Fimmtudagur 20. mai 1976
Þingað um
fjárfest-
ingabanka
HELSINKI 19/5 NTB — NTB— -
Samstarfsráðherrar Norðurlanda
koma saman á ráðstefnu i
Rovaniemi i Finnlandi norðan-
verðu á morgun og stendur ráð-
stefnan einnig á föstudag. Aðal-
verkefni ráðstefnunnar er aö
ákveða hvenær samningurinn um
stofnun samnorræns fjár-
festingarbanka gangi i gildi. Ráð-
herrarnir munu einnig útnefna
menn i stjórn bankans og banka-
ráð. bá er gert ráð fyrir að fjallað
verði um mál nyrstu svæða
Norðurlanda á ráðstefnunni og
möguleikana á auknu samstarfi
þeirra á þvi svæði. Af hálfu
Islands sækir Geir Hallgrimsson,
forsætisráðherra, ráðstefnuna.
Súslof
deilir á
•>r>
bandaríska
hauka og
maóista”
AUSTUR-BERLIN 19/5 Reuter —
Mikhail Súslof, áhrifamesti hug-
myndafræðingur Kommúnista-
flokks Sovétrikjanna, sem er
formaður sendinefndar flokksins
er situr niunda flokksþing Sósial-
iska einingarflokksins i Austur-
býskalandi, ávarpáði þingið i dag
og sakaði „bandariska hauka,
vesturþýska hefndarhyggjumenn
og maóista” um að spilla fyrir
framkvæmd sáttastefnunnar i
skiptum austurs og vesturs. Kvað
hann þessa aðila hafa sameinast i
„andkommúniskri, andsósial-
iskri og andsovéskri sam-
fylkingu.” Eru þessi ummæli
talin visbending um, hverja
Sovétrikin liti á sem helstu and-
stæðinga sina.
Humarinn
smár og lítið
af honum
Humarveiði hófst á sunnu-
daginn var, eins og áður hefur
fram komið. Mun fyrsti hum-
arinn hafa komið til Hafnar i
Hornafirði í gær. Var hann
smár.
bað er annars að segja af
humarveiðiskap bátanna, að
nokkur fiskur mun hafa verið
á humarveiðimiðunum eins og
oft er fyrst þegar humarveiði
hefst, en þá er jafnan litið um
humar. —úþ
Andstœður
Afrek hægri stjórnar:
Dagblaðið
skuldar
7 miljónir
Svo virðist, sem viðskiptamál
Dagblaösins og systurfyrirtækis
aðaleigenda þess, Prentsmiöj-
unnar Hilmis, viö Blaöaprent,
séu aö meira eöa minna leyti
gruggug.
Eins og menn muna kváðu
Dagblaðsmenn upp úr um þaö
fyrir nokkru slðan, aö skuld
þeirra við Blaðaprent væri
engin. Nú hefur hins vegar
komið í ljós, að Dagblaöiö mun
skulda Blaöaprenti um 7 milj-
ónir króna. baö, sem Dagblaðið
mun telja sér til tekna sem
greiðslur upp i téða skuld er
margt skrýtið svo sem um 1300
þúsund króna sala Dagblaðsins
til Blaöaprents á papplr, um
þær mundir, sem enginn pappir
var til i landinu!
Viöskipti Prentsmiðjunnar
Hilmis, sem er i eigu sömu
manna og Dagblaðiö eru einnig
meira en litið skritin. Hilmir
skuldar Blaöaprenti um 2
miljdnir.Er þaðfyrir setningu á
hinum ýmsu ritum, sem Hilmir
gefur út. Var verðið fyrir
setninguna ekki reiknað út eftir
dálksemtimetraf jölda, sem
vani er til og gert er i við-
skiptum Blaðaprents við dag-
blöðin, þvi dalksentimetraút-
reikningarnir eru týndir.
Hefur flogið fyrir, að stjórn
Blaðaprents hyggist halda
blaðamannafund vegna þessa
máls.
Dagblaðiö mun eiga i
nokkrum erfiðleikum peninga-
lega þessastundina. Blaðið mun
nú vera prentað i um það bil 16
þúsund eintökum og aug-
lýsingamagnið hefur dregist
nokkuð saman.
brátt fyrir fullyrðingar um
það, að Dagblaðið sé almenn-
ingseign, mun hið sanna vera,
aö 4 eöa 5 menn eigi rúmlega
70% hlutafjár.
Nú vill svo til, að
framkvæmdastjóri Dagbíaösins
erenn formaður stjórnar Biaöa-
prents, Sveinn Eyjólfsson!
Bróöir Sveins var fram-
kvæmdastjóri Blaöaprents þar
til fyrir skömmu, en þá geröist
hann skrifstofust jóri Dag-
blaösins.
—úþ
Vegaframkvœmdir skornar
niður um 40—50%
A siðasta fundi þess alþingis,
sem nú hcfur verið slitiö, var
vegaáætlun eitt þeirra mála, s,em
afgreiöslu hlutu. Á undanförnum
árum hefur jafnan náöst sam-
staöa á alþingi við afgreiðslu veg-
áætlunar. betta tókst hins vegar
ekki nú og var það i fyrsta sinni
scm svo fór.
Sjálf gafst rikisstjórnin og
meirihluti hennar upp við að af-
greiða vegáætlun til fjögurra ár,
svo sem bundið hefur verið i
lögúm, og var aðeins afgreidd
áætlun fyrir það ár, sem nú er að
liða.
Samkvæmt henni verða fram-
kvæmdir i ár aðeins um 56% af
framkvæmdamagni á vegáætlun
ársins 1974, og hafa þannig verið
skornar niður um 44% á tveimur
valdaárum núverandi rikis-
stjórnar.
Af þeim 2274 miljónum sem
verja á i ár til nýrra þjóðvega fer
nær helmingur, eða 1081 miljón i
hraðbrautir. bað eru 1556
miljónir kr., sem rikissjóður
greiðir i ár i afborganir, vexti og
beint framlag vegna Vegasjóðs,
en gert er ráð fyrir að tekjur
rikissjóðs af tollum og söluskatti
af bifreiðum og bensini nemi hins
vegar i ár 4.200 miljónum kr. Við
birtum á 10. siðu ræðu Geirs
Framhald á bls. 14.
Frá Miðnefnd herstöðvaandstœðinga:
Starfið eflt um
allt land
Rikisfjölmiðlarnir geta ekki skotið sér
undan að gera 25 ára erlendri hersetu
viðhlitandi söguleg og pólitisk skil
„Sl. laugardag efndu her-
stöðvaandstæðingar til Kefla-
vikurgöngu til að mótmæla
erlendri hersetu á Islandi og aðild
Ný lög um veiðar í
fiskveiðilandhelgi
voru samþykkt
einróma
Á fundi efri deildar alþingis i
fyrrinótt var frumvarpið um
veiðar i fiskveiðilandhelginni
samþykkt samhljóða, sem lög frá
alþingi. Aður hafði frumvarpið
einnig verið samþykkt samhljóða
við lokaafgreiðslu i neðri deild, en
við meðferð málsins voru hins
vegar gerðar á þvi margvislegar
breytingar frá þvi það var upp-
haflega lagt fram.
Sem dæmi má nefna, að eins og
lögin voru samþykkt, stendur
áfram bannið við dragnóta-
veiðum i Faxaflóa, en i frum-
varpinu eins og það var lagt
fram, hafði verið gert ráð fyrir
heimild til ráðherra að heimila
nokkra dragnótaveiði i Faxaflóa.
bað var efri deild, sem breytti
þessu ákvæði, ogneðrideild féllst
á lokastigi málsins á þessa breyt-
ingatillögu efri deildar og ýmsar
fleiri, en þó alls ekki allar þær
breytingartillögur, sem efri deild
hafði lagt til.
A kvöldfundi neðri deildar,
benti Lúðvik Jósepssoná nokkra
annmarka á frumvarpinu, sem
með öllu væri óhjákvæmilegt að
leiðrétta, og skaut sjávarútvegs-
nefnd þá enn á fundi og mun hafa
tekið til greina a.m.k. flestar þær
ábendingar, sem Lúðvik nefndi
sem óhjákvæmilegar leið-
réttingar.
Breytingartillögur frá þing-
mönnum Vesturlandskjördæmið
varðandi aukna friðun á
Breiöafirði voru felldar.
Matthias Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra gaf hins vegar þá
Framhald á bls. 14.
að NATO. Var þessi ganga hin
sjötta i sinni röð og sú langfjöl-
mennasta sem farin hefur verið.
bátttakendur við hlið Keflavikur-
flugvallar voru um 1000 en um 800
manns gengu af stað til Reykja-
vikur. Til útifundar á Lækjartorgi
i lok göngu komu 10.000—12.000
manns. Útifundinum bárust um
60skeyti og stuðningsyfirlýsingar
viðs vegar að af landinu og frá
hópum islendinga erlendis.
Miðnefnd vill færa sérstakar
þakkir þeim fjölmörgu aðilum
sem studdu Keflavikurgönguna
með vinnu, fjárframlögum eða á
annan hátt. Fórnfýsi þessara
aðila réð úrslitum um það hversu
gangan og fundirnir heppnuðust
vel.
Fjöldi þátttakenda i göngunni,
viðbrögð almennings á vegi
hennar og ofangreindar
stuðningsyfirlýsingar sýna vax-
andi andstöðu þjóðarinnar við
rikjandi stefnu stjórnvalda i
utanrikismálum og aukinn
baráttuhug fyrir málstað her-
stöðvaandstæðinga.
1 kjölfar Keflavikurgöngu ætla
herstöðvaandstæðingar að efla
starf sitt um land allt með stofnun
fjöldasamtaka. Ljóst er að þörfin
fyrir slik samtök hefur aldrei
verið brýnni en nú þegar farið er
að vega landið á við nokkur flug-
móðurskip i þágu varanlegrar
hersetu. Staðhæfingar fram-
kvæmdastjóra Altantshafsbanda-
lagsins um þetta mál sýna best
hvilika virðingu NATO ber fyrir
sjálfstæði íslands. Jafnframt er
verið að reyna að kviksetja þá
Framhald á bls. 14.
Atvinnumál
skólafólks
til umræðu
í borg-
arstjórn
Meðal mála. sem
rædd verða á borgar-
stjórnarfundi klukkan
fimm i dag að Skúlatúni
2 eru atvinnumál skóla-
fólks.
Sigurjón Pétursson borgar-
ráðsmaður Alþýðubandalags-
ins, hefur lagt fram tillögu
fyrir þennan fund, þar sem
segir m.a. að allt verði að gera
sem unnt sé til þess að skóla-
fólk geti fengið vinnu i sumar,
en atvinnuleysi þess mundi
hrekja marga frá námi. Gerir
'Sigurjón ráð fyrir að atvinnu-
málanefnd borgarinnar verði
falið i samráði við borgar-
verkfræðing og ráðningaskrif-
stofu borgarinnar að leita úr-
ræða til að tryggja skólafólki
atvinnu, og bendir á i þvi sam-
bandi á vinnufrekar fram-
kvæmdir i umhverfismálum.
—úþ