Þjóðviljinn - 25.05.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. mal 1976.
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
SU var tlðin, að islendingar
báru mikla viröingu fyrir
Alþingi og alþingismönnum.
Bar sitt hvað til þess. A alþingi
var, (og er), fjallaö um lög þau
og reglur, er gilda skyldu um
siðmannleg samskipti þegna
þjóöfélagsins. Þar voru löngum
sótt og varin þau mál, er
sköpum skiptu fyrir frelsi
þjóöarinnar og farnað. Til þing-
setu völdust ekki aðrir en þeir
einstaklingar, sem stóðu upp úr,
gnæfðu hátt yfir meðalmennsk-
una, menn sem hafist höfðu til
áhrifa vitt um byggöir landsins,
fyrir eigin manndóm og atorku,
áttu traust og tiltrú almennings.
Þannig var þetta að visu
einkum áður en stjórnmála-
flokkarnir fóru að ráða fram-
boðum til Alþingis, og raunar
einnig alllengi eftir að flokk-
arnir komu til sögu. En nú er
öldin önnur og öllu lakari. Nú er
ekki lengur fyrst og fremst
spurt um hæfni mannsins og
hæfileika til þess aö gegna þvi
ábyrgðarstarfi sem Alþingis-
seta erheldurer það taumlipurö
og trúnaður við flokkinn, sem
úrslitum ræður um valið. Að
vera góöur flokksmaður þykir
æðsta dyggð alþingismannsins.
Nú má ekki skilja þesi orð svo
að ég telji að á Alþingi sitji ein-
vörðungu safn sviplitílla undir-
málsmanna. Svo illa er nú ekki
komið fyrir „æðstu stofnun
þjóöarinnar”. Hinu þýðir ekkert
að horfa framhjá, að æöi mis-
jöfn er hjörðin i þvi húsi. Þar
finnast auövitað innanum mjög
mikilhæfir menn. Aðrir eru
þeirrar gerðar, að naumast
mundi nokkur hafa áhuga á að
kjósa þá I hreppsnefnd nokkurs-
staðar á landinu. Hvernig má
það vera, að slikt „smælki”
komist inn fyrir dyr þeirrar
virðulegu stofnunar, Alþingis?
Jú.flokkarnir tryggja þeim kjör
með því aö tylla þeun í ódrep-
andi sæti á listunum. Dóms-
málaráðherrann hefur gefiö I
skyn, að einn alþingismanna
hafi kvarnir I kollinum i stað
annars heppilegra efnis. Vitan-
lega ná slik ummæli engri átt en
mundi ekki þar eiga við sem
oftar: maður littu þér nær, og er
hérekki sveigt að Ólafi sjálfum.
Yfir þvi er kvartað, ekki sist
af þingmönnum sjálfum, að
Alþingi sé ekki sýnd viöeigandi-
virðing. Kannski má lengi um
þaö deila, hvaðsé „viðeigandi”
i þeim efnum. En þingmenn
ættu að athuga, aö það eru þeir
sjálfir, sem skapa og móta álit
almennings á Alþingi og
störfum þess. Þaö fer ekki
milli mála að margir telja suma
þingmenn okkar ekki af þeirri
„stærðargráðu” að þeir eigi
heimtingu á að upp til þeirra sé
litið umfram aöra menn. Seta á
Alþingi, Ut af fyrir sig, gerir
engan að meiri manni.
Maðurinn á að lyfta stöðunni,
staðan ekki manninum. Og hvað
svo með vinnubrögðin á þeirri
ágætu löggjafarsamkomu? Eru
þau eins og best verður á kosið?
Cnei, öðru nær. Ég efast um að
slikt vinnulag yrði liöið i
nokkrum öörum vinnuflokki á
landinu. Lengi framan af þingi
er aðgerðaleysi rikjandi. Svo er
eins og þingmenn vakni skyndi-
lega og undir lokin er tekinn
einn ógnar sprettur, unnið dag
og nótt aðþvi aöhespa i gegnum
þingið hin þýðingarmestu mál,
sem enginn timi gefst til að
gaumgæfa svo sem þyrfti, rétt
eins og lif Iiggi við að geta hóað
þinginu heim á ákveðnum degi,
og þó eru þessir menn á sæmi-
lega lifvænlegum launum árið
um kring. Hverju skiptir þaö þá
þó að þingið stæði einum
mánuði lengur svo unnt yröi
frekar aö afgreiða málin með
sómasamlegum hætti?
Virðing almennings fyrir
Alþingi fer þverrandi, um það
er engum blöðum aðfletta. Hér
hefur verið leitast við að benda
á tvær orsakir þeirrar
óheillavænlegu þróunar. Þær
orsakir verða ekki raktar til
almennings, heldur þingsins
sjálfs og þeirra, sem ráða
skipan þess. Glúmur
Annríki
zetuUðsins
Nú kalla margháttaöir erfiö-
leikar á úrlausn Islenskra
stjórnvalda, enda horfir nú verr
fyrir islensku þjóðini en i mörg
ár. Holskefla verðbólgu hvolfist
yfir þjóðina; rikisstjórnin ræöst
æ freklegar á islenska alþýðu;
vopnabræður okkar bretar hóta
loftárásum á islensk varðskip —
og islenskir þingmenn leggja
nótt við dag I þvarg um bók-
stafinn z (og megi hann aldrei
þrifast!). Af þessu tilefni kvikn-
uðu eftirfarandi stökur:
Þegar annars ætti við
að eiga manndómstrúna
á hið sanna zetulið
soldið annrikt núna.
Aidrei sáttir, eilift nag,
en eiga mátt og getu
bæði nátt og nýtan dag
að nenna að þrátta um zetu.
Strákur
FRÁ VOPNAFIRÐI
— Veöurfar hefur mátt heita
gott hér i Vopnafirði að undan-
förnu, sagði Gisli Jónsson,
fréttaritari Þjóðviljans þar, er
blaðið átti tal viö hann i gær, —
þó að heldur vindasamt hafi
samt verið fyrir þá, sem veiðar
stunda á litlum bátum. Þrátt
fyrir stirðar gæftir hefur veiðst
vel af grásleppu, en segja má,
að smábátasjómenn hugsi ekki
um annan fisk á þessum tima,
enda stranglega bannað að
renna hýrum til annarra fisk-
tegunda. TIu bátar hafa stundað
grásleppuveiðar héðan og aflinn
frá vertiðarbyrjun til 20. mai
um helmingi meiri en I fyrra,
eða um 1100 tunnur af hrognum.
Verðmæti hrognanna er um 40
milj. kr. og mun þvi láta nærri,
að hver trillukarl og kona hafi
skapað um 1 milj kr útflutnings-
verðmæti þjóðarbúinu til handa,
á þeim tveim mánuðum, sem af
eru grásleppuverti
inni. Hinsvegar er það sorgar-
saga að á sama tima og verka-
fólk I landi hefur ónóga vinnu
skuli hundruðum tonna af grá-
sleppu hent i sjóinn i þessu litla
sjávarþorpi og er það út af fyrir
sig verðugt umhugsunarefni
þeim, er landinu stjórna.
Heldur stirölega hefur gengið
hjátogaranum okkar, sem fleiri
togurum. Frá áramótum hefur
hann landað 850 smál. t 12
löndunum og þvi hvergi nærri
skapaö næg verkefni þvi verka-
fólki, sem við fiskiðnaðinn
vinnur og þvi ekki miklu fyrir
rikisvaldiö að sækjast eftir úr
vösum verkafólks hér.
Sauðburður stendur nú sem
hæst og hef ég ekki frétt annað
en. hann gangi vel. Fé er hér
frjósamt, heiðalönd góð og þvi
afrakstur bænda af fé sinu all-
góður. Hafa þeir borið sig allvel
siustu árin, hvað afkomu
snertir, þótt áburðarhækkunin
nú i ár sé þeim að sjálfsögðu
litið gleðiefiii.
Framkvæmdir á vegum
hreppsins eru nú um það bil að
hefjast. Aætlað er, aö hefja
byggingu elliheimilis. Mun þar
vera um að ræða I fyrsta áfanga
250 ferm. hús með 6 ibúðum,
fjórum eins manns og tveimur
tveggjamanna, eða samtals
aöeins fyrir 8 manns og ættu
þrengsli þvi sist að vera öld-
ungum okkar að fjörtjóni.
Þá er fyrirhugað, aö leggja
varanlegt slitlag á tvær af
götum þorpsins.
Llkur eru á, að háfist veröi
handa um byggingu helsugæslu-
stöðvar og mun þar vera um 350
ferm. hús að ræöa.
Samkvæmt vegaáætlun mun
gertráðfyrir 15 milj. kr. fram-
lagi i veginn upp Burstarfells-
fjall, auk einhvers fjármagns,
sem ætlað er til lagfæringar á
vegum innan sveitar og tveggja
brúa fyrir afskekktustu bæi i
Vesturárdalnum.
Smábátaeigendur hafa fengiö
lóð undir sjóhús og hyggjast
hefja smiði 500 ferm. húss á
hafnarsvæðinu i sumar. Mun
það verða þeim til mikils hag-
ræðis, þar semþeir hafa veriö á
hrakhólum með aðstöðu sina.
I sjóvarnagarðinn, sem loka á
höfninni að austan, kom skarö
fyrir tveimur árum siðan og mun
nú ætlun Hafnarbótasjóðs að
loka þvf skarði. Mega menn
eflaust vera æðri máttarvöldum
þakklátir fyrir að hér skuli ekki
hafa komið brim, sem orð er á
gerandi, siðan garðurinn bilaði,
þvi hætt er við að þá hefði illa
farið. —mhg
. Gíslason.
.