Þjóðviljinn - 25.05.1976, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 25. maí 1976.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgcfandi: útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Hitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
RÖDD MORGUNBLAÐSINS: TÖKUM
SKÓLAKERFIÐ í ÞÁGU NATÓ!
í viðtali við Dagblaðið á laugardaginn
var kemst ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra svo að orði, „að kærleikur
islensku þjóðarinnar til NATO sé i miklu
lágmarki um þessar mundir.”
í Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins
næsta dag reyta áróðursstjórar Sjálf-
stæðisflokksins hár sitt og tjá áhyggjur
sinar yfir þessum kærleiksskorti, sem þeir
vilja kenna ónógri upplýsingu islensku
þjóðarinnar.
En hvernig er það, — er ekki Morgun-
blaðið sjálft inn á nær hverju heimili á ís-
landi með sina „upplýsingastarfsemi”?
Hefur eitthvað á það skort, að Morgun-
blaðið og önnur málgögn Sjálfstæðis-
flokksins ræktu dyggilega sitt hlutverk, að
ata islendinga upp i kærleika til NATO? —
Vist ekki.
En hvi er þá komið sem komið er um
orðstír NATO á íslandi?
Jú, höfundur Reykjavikurbréfs
Morgunblaðsins hefur fundið skýringuna
og ber hana fram i Reykjavikurbréfi á
sunnudaginn var: — Það er skólakerfið á
íslandi, sem hefur brugðist.!!!
í Morgunblaðinu er vitnað til Noregs, og
komist svo að orði: „Þess vegna er
traustur og almennur stuðningur i Noregi
við aðild þeirra að Atlantshafsbandalag-
inu, og útgjöld til hernaðarmálefna. Yngri
kynslóðinni eru þessir þættir i sögu Norð-
manna einnig vel Ijósir einfaldlega vegna
þess að þeir eru kenndir þar í skólum.
Mætti það vera okkur íslendingum
nokkurt umhugsunarefni, hvort ekki sé
ástæða til að taka upp almennari fræðslu
um þá grundvallarþætti i utanrikis- og
öryggismálum okkar, sem stöðugt eru til
umræðu og skipta okkur svo miklu.”
Ekki fer milli mála hvaða boðskap hér
er verið að flytja.
Já,hvernig væri, að Vilhjálmur mennta-
málaráðherra gæfi nú út dagskipun um að
i öllum barna- og unglingaskólum landsins
skuli kennarar ganga i lið með Morgun-
blaðinu við að fræða unga islendinga úm
dýrð NATÖ, svo að kærleikurinn til þess
megi vaxa úr þvi lágmarki, sem hann nú
er i að sögn dómsmálaráðherrans?
Væri ekki tilvalið að byrja daginn með
þvi i barnaskólunum, þegar haustar, að
biðja fyrir NATÓ.og i gagnfræðaskólunum
nætti þá enda hvern virkan dag með þvi að
nemendur og kennarar syngju saman
einn sálm eða lofsöng um NATÓ og herra
Luns. Innan veggja Morgunblaðshallar-
innar ætti að finnast maður, sem litið
þyrfti að hafa fyrir þvi að semja óðinn?
Ef reynslan yrði nú hins vegar sú, að
fyrirbænir og lofsöngvar i skólunum
dygðu ekkert betur en Reykjavikurbréf
Morgunblaðsins til að reisa við kærleik-
ann til NATÓ á íslandi, þá yrði væntan-
lega að taka i þetta þjóðþrifastarf nokkrar
kennslustundir á viku i skólunum. — Ætli
mætti þá ekki fella niður á móti þetta
stagl, sem kallað er íslandssaga, eða
máske bifliusögurnar?
En svo bregðast krosstré sem önnur
tré. Á sama tima og höfundur Reykja-
vikurbréfs Morgunblaðsins, áróðursstjóri
Sjálfstæðisflokksins, situr sveittur við að
telja „óupplýstum” islendingum trú um
að hafið hér milli íslands og Noregs sé um
það bil að verða „sovéskt haf” — „að ekki
má miklu muna að það verði sovéskt haf”
segir þar nú á sunnudaginn var, — þá
kemur sjálfur Kissinger, utanrikisráð-
herra Bandarikjanna, á forsiðu Morgun-
blaðsins sama dag og hefur allt aðra sögu
að segja!
Samkvæmt frásögn Morguriblaðsins
komst Kissinger svo að orði á blaða-
mannafundi i Osló fyrir helgina: ,,'Við telj-
um hins vegar, að við séum i áðstöðu til
þess nú, og að við munum viðhalda þeim
liðsstyrk i framtiðinni, sem gerir okkur
kleift að ráða sem hingað til lögum og lof-
um á hafinu og að okkur verði fært að að-
stoða bandamenn okkar i Evrópu með þvi
að nota siglingaleiðirnar.”
Og fyrirsögnin i Morgunblaðinu á þess-
ari frétt um ummæli Kissinger var eðlí
málsins samkvæmt: „Bandarikin munu
viðhalda yfirburðum á N-Atlantshafi.”
Sem sagt ekkert „sovéskt haf” milli ís-
lands og Noregs hjá Kissinger, og ekki
heldur i þetta skiptið á forsiðu Morgun-
blaðsins, en hins vegar i Reykjavikurbréf-
inu, sem aldrei bregst!!!
— Það er ástæða til að vekja athygli á
þessum hlutum, einmitt nú, þegar reynt er
að æpa það upp i eyrun á fólki, að NATÓ sé
að „leysa” landhelgisdeiluna fyrir okkur
islendinga, einmitt þegar ýtrustu tilraunir
standa yfir af hálfu bandalagsins til að
kúga okkur til réttindaafsals.
1 yfirlýsingu NATÖ fundarins i ósló er
ekki frekar nú en áður að finna eitt orð
okkur til stuðnings, og breski utanrikis-
ráðherrann lýsir þvi opinberlega yfir, að
hjá NATÖ hafi menn siður en svo haft
neitt við framferði breta hér að athuga.
Verkefnið nú er að stöðva þá uppgjafar-
samninga við breta, sem NATÓ vill kúga
okkur til að gera i blóra við augljósa lifs-
hagsmuni og augljósan rétt okkar. Strax i
dag, þvi að á morgun kann það að verða of
seint. — k
Hugsun hans er lokuö og þröng
að sögn Morgunblaösins.
Lokuð og þröng
hugsun
1 Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins sl. sunnudag er komist
svo að orði um þær kröfur að
kalla beri heim sendiherra ís-
lands hjá Nató vegna ofbeldis-
verka breta á miðunum:
„öll þessi úrræöi eru neikvæð
og lýsa þröngri og lokaðri
hugsun. öll stefna þau að þvi að
við lokum okkur inni, ein-
angrum okkur frá samskiptum
við aðrar þjóðir.”
Þessi ummæli Morgun-
blaðsins eiga á yfirborðinu fyrst
og fremst við Alþýðubanda-
lagið, en i rauninni er Morgun-
blaðið hér að beina geiri sinum
að öðrum mönnum, einkum i
þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið hafði áður ráðist
heiftarlega á Pétur Sigurðsson
fyrir það að hann skyldi skrifa
upp á tillögu um heimköllun is-
lenska sendiherrans frá
Briissel. Reykjavikurbréf
Morgunblaðsins er hins vegar
skrifað á laugardagsmorgun,
morguninn eftir að kastljós-
þáttur sjónvarpsins birti viðtal
við Gunnar Thoroddsen, ráð-
herra, formann þingflokks
Sjálfstæðisflokksins. t þeim
þætti lýsti Gunnar skilningi á
kröfunum um heimköllun sendi-
herrans frá Briissel. Þetta
gremst Morgunblaðinu: rit-
stjórar þess, yfirvarðhundar
Geirs Hallgrimssonar í Sjálf-
stæðisflokknum, geta ekki á sér
setiö og ávarpa þingflokksfor-
manninn, svo sem áður er frá
greint: Hann sé neikvæður,
hugsun hans þröng og lokuð.
Fróðlegt verður að sjá hvort
Gunnar Thoroddsen situr að-
gerðarlaus undir skömmunum.
Andstaðan
við NATÓ
Andstaðan við Nató er nú svo
víðtæk hér á landi, að fullyrða
má að meirihluti þjóðarinnar
vilji setja bandalaginu
tafarlausa úrslitakosti vegna
landhelgismálsins. Ofbeldis-
verk Nató-herskipanna innan
landhelginnar vekja sterka
andúð og henni fylgir fyrir-
litning á þeim ráðherrum
islenskum sem ástunda
samningamakk með Nató-
herrum um fjöregg þjóðarinnar
á bak við tjöldin.
Þessi andúð á Atlanshafs-
bandalaginu á fylgi í öllum
flokkum. Einar Agústsson hefur
lýst þvi á fundi i Osló hversu
viðtæk andúðin er og hann hefur
kvartað við Nató-herrana yfir
þvi að erfitt sé að sannfæra
islendinga um það að þeir eigi
samleið með ofbeldisöflunum.
Þessi kvörtun Einas Agústs-
sonar er vissulega táknræn fyrir
undirlægjuhátt islenskra ráða-
manna, sem halda utan til þess
að klaga þjóðina fyrir hernaðar-
bandalaginu. Er nú ljóst að þeir
Geir Hallgrimsson og Einar
Agústsson gætu tekið undir með
valdhöfum i Austur-Þýskalandi,
2 FRÉTTIR
Olgrlandl: Alþýflullokkurlnn.
Krkitur: ltryk)»prrnt h(. Rlutjdrl
og íbyrgíormaftur: Arnl Gunnoro-
•on.. Riutjórl; Slghvatur BJ«rgvln»-
•»n. Frétluiijdrl: BJornl 81gtrygk>-
■on. Absrtur riUIJOrnnr er t SIOu-
mUlo 11, >lrol BtkOd. Auglýilngor: tlml M»OOog l«M. Prenl-
un; Bl.ft.prrnt h.f. AlkrlfUrver6:IIM krftnur i mdnuftl og M
krúnur I l.ui.stilu.
alþyúu-
blaðid
NATO og land-
helgismálið
verlö tll umrsðu á fundl utanrlklíráöherra Atlants-
hafsbandalagslns I Osló. Islenzkfr fréttamenn hafa
sagt, að á blaðamannafundum hafl um fátt verlð
melra rjett. Fréftlr af þessum fundum hafa borlzt
vlða um helm, og hlð forkastanlega framferöl Breta
á Islandsmlðum vekur bæði undrun og andúð.
Leiðari Alþýðublaðsins á föstu
dag vakti fögnuð I herbúöum
Natóvina og Morgunblaösins.
sem Brecht orti um 1953: Þeir
vildu helst fá að kjósa sér nýja
þjóð!
Svikist undan
merkjum
En á sama tima og andúðin á
Nató verður greinilegri og út-
breiddari hér á landi eru það
ekki einasta tveir ráðherrar
sem ganga fram fyrir skjöldu
fyrir hönd Nató: einn stjórnar-
andstöðuflokkurinn finnur sig til
þess knúinn að votta Nató holl-
ustu sina: Alþýðuflokkurinn. í
leiðara Alþýðublaðsins á föstu-
dag er itrekuð fyrri afstaða
flokksforystunnar til Nató og nú
með engu minna flaðri og
sleikjuhætti en fyrr. Og að
vonum er leiðara Alþýðu-
blaðsins á föstudag fagnað i
Morgunblaðinu.
Þessi leiðari Alþýðublaðsins
er skrifaður á fimmtudag og
hann birtist á föstudag, einmitt
þá daga sem Einar Agústsson
og Geir Hallgrimsson eru á
svartakafi i makki við Nató-
ráðherrana. Þessi leiðari er þvi
sérstök hollustuyfirlýsing við
vinnubrögð þeirra, er amk.
skoðaður þannig i Morgun-
blaðinu. Með þessari forustu-
grein er ritstjóri Alþýðublaðsins
og þar með forusta Alþýðu-
flokksins að svikjast undan
merkjum þjóðareiningar i þágu
Atlanshafsbandalagsins.
Margur maðurinn hefur að
undanförnu verið að gera sér
vonir um það að Alþýðuflokk-
urinn væri á batavegi: forustu-
grein Alþýðublaðsins á föstu-
daginn sýndi að svo er ekki. Enn
ræður viðreisnarvofan rikjum i
forustuliði Alþýðuflokksins. Á
hann er ekki að treysta þegar til
átaka kemur.
Svo einfalt
er það
Helsta „röksemd” ihaldsins i
Reykjavik gegn verslunarleyfi
handa KRON niður undir
Sundahöfn er sú að það fari ekki
vel saman að hafa verslun á
hafnarsvæði. Þessi „röksemd”
er furðuleg i ljósi reynslunnar:
ekki telur ihaldið það eftir sér
að setja upp allskonar óskylda
starfsemi á hafnarsvæðinu
þegar aðrir fara fram á það.
Þannig hafði ilialdið ekkert við
það að athuga að gert yrði eins-
konar sjúkrahús i Hafnarbúðum
— á hafnarsvæði gömlu hafnar-
innar. Þá heyrðust ekki þær
röksemdir að þessi starfsemi
félli illa inn i rekstur hafnar-
innar. Þegar KRON sækir um
verslunarleyfi til bráðabirgða i
Sundahöfner umsókninni neitað
— ekki vegna þess að starf-
semin falli illa við rekstur
hafnarinnar, heldur vegna þess
að það er KRON sem sækir um.
Svo einfalt er það.
—s