Þjóðviljinn - 25.05.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 25.05.1976, Síða 5
Þriðjudagur 25. maí 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Italía: Autonio Poma kardináli — kjósendum ógnað með helvitis eldum. Skjaldliamrar i Bundalh um helgina Frábærar• íindirtektir ttalía er nú llklega meira I sviðsljósi heimsstjórnmálanna en nokkurt annað land, vegna kosninganna, sem þar fara fram eftir mánuð — svo fremi þær verði ekki hindraðar með nýjum Mussolini, það er að segja valdaráni frá hægri. Eins og sakir standa er það einkum tvcnnt, sem vekur athygli viðvíkjandi þeim kosningum sem í hönd fara. Annað er viss munur á afstöðu vest- ur-evrópskra og bandarlskra valdhafa til þess möguleika, að kommúnistar komist i stjórn á italfu, hitt það tiltæki kaþólsku kirkjunnar að ógna öllum þeim, sem kunna að kjósa kommún- ista, með eldum helvitis. A utanrikisráðherrastefnu Nató, sem þegar þetta er ritað, stendur enn yfir i Osló, er fram- tið ttaliu að sögn fréttaskýrenda helsta umræðuefnið, en jafn- framt svo viðkvæmt að það er ekki rættformlega, heldur á bak við tjöldin. Bandarikjastjórn hefur margsinnis gefið i skyn að hún geti meö engu móti sætt sig viðkommúnista i stjórn á ttaliu, það muni raska valdajafnvæg- inu milli Nató og Varsjárbanda- lagsins og geti leitt til þess að Bandarikin telji ekki lengur borga sig að hafa her I Evrópu, en stærsti hluti Bandarikjahers þar, er i Vestur-Þýskalandi. Yfirlýsingar italskra kommún- ista um að þeir kæri sig ekki um að ítalia hætti i Nató, breyta hér engu um, og bera Kissinger og skoðanabræð- ur hans þvi við að þeim orðum kommúnista sé ekki treystandi. Annað og meira virðist þó liggja hér að baki, eins og ummæU sömu manna benda til. Kissinger lét fyrir skömmu um mælt á þá leið, að ef Bandarikin létu það liðast að kommúnistar ykju áhrif sin I Vestur-Evrópu, gætu þau endað I þeirri aðs töðu að þurfa að tefla hinum ýmsu kommúnisku ri"kis- stjórnum gegn hver annarri. Hér býr sem sagt að baki óttinn við ragnarök sjálfs kapltalism- ans, óttinn við að núverandi þróun i heimsmálunum muni fyrr en varir leiða til þess, að Bandarlkin standi uppi einangr- uð sem siöasta vigi auðvalds- kerfisins. Sósialisk Vest- ur-Evrópa og óháð risaveldun- um er i augum bandariskra valdhafa sist minni ógn en Vest- ur-Evrópa undir meira eða minna áhrifavaldi Sovétrikj- anna. Schmidt og Spinelli Vestur-E vrópurlkin, ná- grannar Italiu, reyna hinsvegar fremur að sætta sig við það sem koma skal þar I landi, hvað sem þaö verður. Þannig hefur Hel- mut Schmidt rikiskanslari Vestur-Þýskalands, sem lengi var næst bandarlskum ráöa- mönnum, allra valdhafa harö- orðastur gegn stjórnarþátttöku vestur-evrópskra kommúnista, undanfarið gerst talsvert mild- ari i máli um það atriði. Ahyggjur viövikjandi Efna- hagsbandalagi Evrópu kunna að valda hér nokkru um. ttalla er ásamt með Bretlandi hinn sjúki maður EBE og styrkari og úrræðabetri itölsk stjórn með þátttöku kommúnista yrði bandalaginu hagur. Og ekki þarf að efast um hollustu italskra kommúnista við EBE. Þaö er efalaust með þetta og fleira I huga, sem Schmidt talar nú um að fljótfærni sé að lýsa þvi þegar yfir, að ttalia veröi óábyggilegur Nató-aðili, með kommúnista i stjórn. t þvi sam- bandi má geta þess að Altiero Spinelli, aðalfulltrúi ttaliu hjá EBE, býður sig fram fyrir kommúnista þótt sjálfur sé hann ekki i flokki þeirra. Hann telur „nauðsyn” að kommúnist- ar komistí stjórn og segir meira að segja að stjórnarþátttaka kommúnista sé „óhjákvæmileg, ef takast eigi aö endurreisa Italíu efnahags- og stjórnmála- lega.” island og Portúgal Evrópskir Nató-stjórnmála- menn benda einnig á að I tveim- ur Nató-rikjum hafi flokkar, sem með réttu eða röngu eru af Natósinnum kallaðir kommún- iskir, þegar verið i stjórn án þess að séö verði aö Nató hafi sett verulega ofan fyrir það. Þessi tvö lönd eru island og Portúgal. A ttaliu sjálfri hefur það nú gerst að kaþólska kirkjan hefur á lofti bannfæringarsvipuna, en það mun ekki hafa gerstsiðan i kosningunum 1948, þegar einnig voru taldar verulegar likur á miklum sigri kommúnista. Antonio Poma, kardináli og erkibiskup af Bologna, hefúr gefið itölskum kaþólikkum til kynna að þeir verði sjálfkrafa bannfærðir, ef þeir kjósi kommúnista.t þetta sinn er hót- uninni um helvitiseldinn, sem Þorsteinn Erlingsson kallaði „kirkjunnar hornstein” einkum beint að háttsettum mönnum, sem hafa ákveðið aö bjóöa sig fram fyrir Kommúnistaflokk- inn, enda þótt sjálfir séu þeir ekki flokksmenn, svo sem fyrr- nefndur Spinelli.A þessuséstað hræðsla Italska ihaldsins (og það styður kirkjan svo lengi sem hún telur á þvi stætt) er ekki hvaösistbundin viðþað, að þessir óháðu frambjóðendur muni taka með sér mikinn skara kjósenda, sem til þessa hafa kosið aðra en kommún- ista. Eymdarástand kristi- legra demókrata Öháðu frambjóðendurnir á vegum italska kommúnista- flokksins eru eitt gleggsta dæm- ið um þá almennu ótrú og fyrir- litningu, sem rikjandi er i garð ihaldsflokksins kristilegra demókrata, sem mestu hefur ráðið i landinu frá striðslokum. Veldi flokksins hefur til þessa fyrst og fremst byggst á fýlgi millistéttanna, en einmitt sá fjölmenni kjarni virðist nú mjög tekinn að þreytast á ónytjungs- skapflokksinsi efnahagsmálum og botnlausri spillingu forustu- liðsins. Segja má að á ttaliu standi nú flest spjót á kristileg- um demókrötum, að minnsta kosti á yfirborðinu. Mest sótta kvikmynd i landinu um þessar mundir er Todo Modo (A allan hátt), þar sem á miskunnar- lausan hátt er ráöist að forustu flokksins, og leikur Marcello Mastroianni þar eitt aðalhlut- verkið. Eftirlætisorð blaöanna um flokkinn er logoramento, sem þýðir að hann sé uppgefinn þrotinn að þrótti. Hrifur bannfæringar- hótunin? Villimannleg tiltæki eins og bannfæringarhótanir geta haft meiri áhrif á marga italska kjósendur en Islendingar eiga auðvelt með aðgera sér I hugar- lund, og sjálfsagt er Páfagarður ekki vonlaus um að með beit- ingu þess vopns takist að halda eftirlæti þeirra Kissingers og páfa beggja, kristilegum demó- krötum, við völd áfram, hversu illa sem þeir eru á sig komnir. Mistakist þaö hinsvegar, má reikna með þvi að Vatikanið leiti sátta og samstarfs við kommúnista. Annað eins hefur átt sér stað i sögu kaþólsku kirkjunnar, sem hefur i langri sögu sinni hvað eftir annað sýnt ótrúlega mikinn sveigjanleika i hlutfalli við storma timans. dþ. Sunnudaginn 23. mai var leik- ritið „Skjaldhamrar” eftir Jónas Arnason frumsýnt I enskri þýðingu á leiklistarhátíð i Bundalh á trlandi. Leikritib var lokaatriði hátlðarinnar, sem stóð frá 14. til 23. mal. Yfir 700 manns sáu sýninguna og komust færri að en vildu. Leiknum var frábær - lega vel tekið, m.a. var sérstak- lega þakkað fyrir leikmynd Stein- þórs Sigurðarsonar i byrjun 2. þáttar. Blaðamaður var ekki meðal áhorfenda i Bundalh, en fylgdist nokkuð með æfingum meðan leikflokkurinn var i London. „Skjaldhamrar” nutu sin af- bragðsvel i þýðingu Alans Boucher prófessors. Raunar á. leikritið mestallt að fara fram á ensku, þannig að það fer betur á þvi máli en frummálinu. Það er auk þess að öllu leyti kjöriö fyrir breskan markað, ekki sist nú I þorskastriði, þvi ekki er úr vegi að minna breta á að þeir is- lendingar eru til og ekki fáir, sem hafa hætt lífi sinu fyrir breska sjómenn eins og Kor- mákur, hetja Skjaldhamra. Leikstjóri ensku geröarinnar var Antony Mathoson, en aðal- hlutverkin léku þau .Gunnar Eyjólfsson sem lék Kormák og Jónína ólafsdóttir sem lék liðs- foringja I breska hernum. önnur hlutverk eru I höndum Arna Ib- sen, Jespye Phillip, Graham Swanlell og Ingibjargar Asgeirs- dóttur. Gunnar Eyjólfsson sagöist ekki hafa verið búinn aö sjá uppsetningu Jóns Sigurbjörns- sonar I Iönó, þegar honum bauðst hlutverkið.og hafði ekki séö leik- ritið eftir það, til þess að verða ekki fyrir ákrifum af túlkun Þor steins Gunnarssonar á persón- unni Kormáki, enda var tölu- verður munur á túlkun þeirra og gaman að sjá sömu persónuna mótaða á mismunandi hátt, en þó fullkomlega sannfærandi i bæöi skiptin. Kormákur Gunnars var grófari og ákveðnari en Kor- mákur Þorsteins, sem hafði sitt ! fram með hægðinni. Samningar standa yfir við norskan útgerðarmann Málverka- sýning Jóhanns G. Málverkasýning Jóhanns G. Jóhannssonar, listmálara, sem opin hefur verið að undanförnu i Skógarlundi 3 I Garðabæ, verður framlengd til sunnudagsins 30 mai. Sýningin er opin frá kl. 3—11 eftir hádegi. Til leiöbeiningar sýningargest um skal þess getið, að leiðin frá Hafnarfjarðarvegi að Skógar- lundi er vel merkt. Aösókn aö málverkasýningu Jóhanns nú um helgina hefur ver- ið mjög góð. A sýningunni eru 52 myndir, og er helmingur þeirra þegar seldur. í fljótu bragöi þótti mér aðal- persónurnar skemmtilegri hjá Gunnari og Jóninu, en hjá Þor- steini og Helgu, vegna þessa munar á sköpun persónunnar Kormáks þótt báöir væru Kor- Jónas Árnason. mákarnir greinilega ómótstæði- legir við yfirstéttarmeyna Katrinu. Mun á málfari aðalpersóna var auðvitað ekki hægt aö láta koma fram I islensku gerð leiksins en hinsvegar auðvelt i ensku gerðinni. Gunna talar þar ensku með skemmtilegum útlenskum hreim eins og honum ber, en Jónina talar hinsvegar hreim- lausa hástéttarensku eins og hæfir Katrinu. Þessi munur jók oft á fyndni leikritsins og dró hana betur saman. Vonandi verður þessi kynning á islenskri leikritun og leiklist til þess að örva áhuga breskra og irskra leikhúsmanna á Jonasi Arnasyni og öörum listamönnum islenskum. Til þess eru fá leikrit betur fallin en Skjaldhamrar. —Silja Aðalsteinsdóttir Sú hrikalega staðreynd blasir við að veriö er að selja eða reyna að selja flest okkar bestu nótaskip úr landi, skip sem hafa um árabil verið i hópi aflahæstu skipanna á loðnuvertlð. Nýjasta dæmið er Börkur NK. Nú standa yfir samningar millieigenda skipsins, Sildarvinnslunar I Neskaupstaö og norsks útgerðarmanns, sem hefuráhuga fyrir að kaupa Börk. — Ef við fáum nógu hátt verð fyrir skipið og ef við fáum að kaupa togara I staðinn, þá seljum við 'Börk, enda er enginn grund- völlur fyrir útgerð nótaskips lengur hér á landi, sagöi Jóhann K. Sigurðsson, útgerðarstjóri Sildarvinnslunar i Neskaupstaö er við ræddum viö hann i gær. Jóhann sagði að enn hefði ekki verið sótt um leyfi til ráðuneytis- ins um að selja skipið.en sllk leyfi hafa verið veitt nokkrum aöilum á liðnum mánuðum, þannig að það ætti varla að standa i vegin- um. Sagði Jóhann að málið væri allt á byrjunarstigi enn og þvi ekkertákveöiö hægt að segja enn. — En það liggur ljóst fyrir að Börkur er alltof dýrt skip til að liggja bundiö við bryggju mánuðum saman, og eins og málin standa nú og hafa raunar staöið lengi er ekki hægt aö gera skipið út og þvi er ekki um annaö að gera en að selja það og kaupa annað hentugra i staðinn, fáist til- skilin leyfi, sagði Jóhann aö lok- Aflaskipið Börkur seldur úr landi?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.