Þjóðviljinn - 25.05.1976, Qupperneq 9
8 SIÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. mal 1976.
Þriðjudagur 25. maí 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
BARÁTTAN
HELDUR ÁFRAM
að smygla út bréfum og skilaboö-
um og taka á móti svörum.
Þannig komust mikilsverðar
upplýsingar til skila i báðar áttir.
Erfiðara er að eiga við
einangrunarfangelsin, þar sem
vörðurinn er mjög sterkur og
menn eiga ekki tök á að ná
sambandi hver við annan. 1
fangabúðunum og stærri fangels-
um aftur á móti er umgengnin
frjálsari og hægara um vik að
skipuleggja baráttuna. Margir
fangavaröanna eru föngunum
hagstæðir og hjálpa til með aö
smygla skilaboöum og bréfum.”
Spurning: „Hvert er hlutverk
MIR i frelsisbaráttu Chile?”
Rivas: „HlutverkMlR er tviþætt.
í fyrsta lagi sem baráttuflokkur i
samvinnu við aðra vinstri flokka
og I öðru lagi flokkur með sjálf-
stæöa stefnuskrá. Þegar við
uröum að fara huldu höfði eftir
valdarániö 1973, var aðalmark-
mið okkar að efla og skipuleggja
baráttuna gegn herforingjunum.
Allar minni háttar erjur milli
vinstri flokkana skiptu þá engu
máli. Aðalatriðið var aö við átt-
um sameiginlegan óvin, sem við
þurfum að vinna bug á.
Það hefur hins vegar sýnt sig
meir og meir hve nauðsynlegt það
er fyrir frelsisbaráttu alþýðu
Chile, að standa sameinuð um
ákveðna stefnuskrá. Það er þvi
vilji okkar að sameina vinstri
hreyfinguna undir eina stefnu,
sem getur veitt Pinochet bana-
stunguna. Við veröum að fyrir-
byggja það, að fall herforingj-
anna leiði til nýrrar herforingja-
kliku. Við verðum að vita hvaö
tekur við eftir fall Pinochets,
hvaða pólitik þá mun rikja. Þetta
er stærsta hlutverk okkar i fram-
tiðinni.”
Spurning:,,Kvisast hefur út, að
stór einingarfundur vinstri afl-
anna i Chile verði haldinn i
Havanna (Kúbu) i sumar?”
Rivas: „Já, það er rétt. Verið er
að reyna að stefna að slikum
fundi. Meiningin er að sameinast
um eina stefnu vinstri flokkanna.
Ég álit, að ef þessi sameining 'fer
út um þúfur, muni herforingja-
stjórninni vaxa ásmegin og
styrkjast i sessi á þessu ári.”
Spurning: „Hvaða raunhæfa
þýðingu hafa réttarhöld, sem
þessi hér i Osló?”
Rivas: „Að minu áliti hafa
réttarhöld sem þessi tvenns kon-
ar þýðingu. 1 fyrsta lagi vekja
þau athygli erlendis á málefnum
Chile, og auka þar með þrýsting-
inn á herforingjastjórnina. Hinn
aukni akalþjóðlegi skilningur og
samábyrgð mun án efa draga úr
hryðjuverkum Pinochets og
herforingjaklikunnar. I öðru lagi
hafa slik réttarhöld áhrif á
alþýðuna i Chile, sem eflist við
hinn efnislega og sálræna stuðn-
ing, sem hún hlýtur erlendis frá,
og gerir hana sterkari i barátt-
unni gegn kúgurunum. En þó aö
ýmislegt jákvætt hljótist af
réttarhöldum sem þessum,
megum við ekki láta þar við sitja.
Baráttan heldur áfram á degi
hverjum.”
Alþjóölegur
stuöningur
mikilvægur
Ernesto Araneda er formaður
Alþýðusambandsins i Chile, -
CUT, en starfsemi þess er bönnuð
þar i landi. Araneda er bygginga-
verkamaður og formaður hags-
munasamtaka byggingaverka-
manna i mörg ár. Hann var siðar
þingmaður en við valdaránið var
hann tekinn til fanga. Hann sat i
eittoghálftárifangabúðunum „3
Alamos”, „4 Alamos”, „Puchun-
cavi” og „Ritoque”. Fyrir rúmu
hálfu ári siðan var honum svo vis-
aö úr landi. Araneda fórust þann-
ig orð þegar hann skýrði mér frá
starfsemi hins ólöglega CUT:
Araneda: „Þrátt fyrir bann
herforingjastjórnarinnar á starf-
semi Alþýðusambandsins, hefur
starfiö og skipulagningin haldið
áfram, þótt það verði að mestu
leyti að gerast neðanjarðar. Allir
opinberir fundir eru bannaðir, en
þrátt fyrir það- tókst okkur að
halda stóran útifund verkamanna
i Valpariso i fyrra þar sem hinni
nýju vinnulöggjöf var mótmælt.
Það er ótrúlegt hve verkalýðsfé-
lögin hafa þróast undanfarna 12
mánuði.
Þegar i lok ársins 1974 kom
CUT á laggirnar leynilegri bar-
áttustefnuskrá, sem hlaut ein-
róma samþykki verkamanna. Hið
vonlausa efnahagsástand, sem
rikir I Chile hefur komiö þvi til
leiðar, að margir forustumenn,
sem i byrjun voru samvinnuþýðir
við Pinochet, hafa nú snúist gegn
honum, og hefur það styrkt bar-
áttu okkar. 1 stuttu máli sagt, þá
vex og eflist CUT á hverjum degi
bæöi innan frá og utan, til dæmis
er nú starfandi utanrikisnefnd
CUT i Paris. Þannig hefur sam-
staöa okkar megnað að bægja frá
ýmsum afarkostum, sem herfor-
ingjarnir hafa reynt að þröngva
Ernesto Arancda i ræöustóli.
upp á hina vinnandi alþýðu i
Chile. Þannig tókst CUT að berj-
ast gegn nýrri vinnulöggjöf
(„cordigo del trabajo”), gegn
nýjum lögum um iðnfyrirtæki
(„Estatuto sosial de la em-
pres.a”) og gegn fyrirbyggjandi
lögum („legislación previcinal”).
Spurning: „Hvað viltu segja
um kjör verkamanna i Chile?”
Araneda: „Við skulum byrja á
þvi aö athuga nokkrar tölur.
Verðbólgan áriö 1974 var 373%.
Arið 1975 var verðbólgan 340,2%.
1 ár er veröbólgan á leið með að
slá öll fyrri met,. Þar sem kaupið
hefur ekki hækkað að sama marki
ogverðlagið (t.d. hækkaði kaupiö
um 172% frá janúar til september
i fyrra, á meðan verðhækkunin
nam 221,2% á sama tima), hefur
kaupmáttur verkafólks minnkað
um 40% á mánuði. Þaö þýðir ein-
faldlega, að kaup láglaunafólks
hrekkur varla fyrir sárustu lifs-
nauðsynjum.
Atvinnuleysi var samkvæmt
opinberum tölum 18% I desember
i fyrra. A liðandi stund mun at-
vinnuleysið vera um 25%. Talan
mun vera enn hærri innan vissra
þátta atvinnulifs, þannig mun um
30% atvinnuleysi rikja I bygg-
ingariðnaðinum. 21% ibúanna (2
miljónir búa viö sárustu fátækt og
um 400 þús. börn njóta ekki skóla-
göngu. Sú fátækt og neyð, sem
Pinochet og herforingjarnir hafa
steypt alþýðu Chile út I, gefur
glögga mynd af hinu glæpsam-
lega stjórnarfari sem rikir i land-
inu.”
Spurning: „Hvernig veröur
best barist gegn ófremdarástand-
inu I Chile?”
Araneda: „Barátta okkar gegn
glæpahyski Pinochets veltur mik-
Patricio Hernan Rivas situr I
miðstjórn MIR — flokks róttækra
vinstri manna. Hann var hand-
tekinn af leynilögreglunni DINA i
júli 1974 og haldið i einangrun i
Herakademiunni i átta mánuði,
þar sem hann var pyntaður pg
haldið undir sterkri sálrænni
pressu. Hann var þá fluttur og
dvaldi bæði á Penitenciara- og
Ca upochinosfangels in u i
Santiagó. Rivas er fyrsti MIR-
leiðtoginn, sem herforingjarnir
sleppa úr haldi, og kom hann frá
Chile i mars 1976. Ég forvitnað-
ist um samhug fanga og
pólitiska baráttu innan fangelsis-
múranna.
Rivas: „Það er ótrúlegur
samhugur og eining meðal hinna
pólitisku fanga. Mórallinn er
sterkur og menn ákveðnir að láta
ekki buga sig. Fólk, sem hefur
sætt hryllilegustu pyntingum,
hefur eflst i trúnni á málstaðinn
og er meðvitaðra og ákveðnara
en nokkru sinni fyrr. Baráttan
heldur áfram þó fólk dúsi i
dyflissum. 1 þeim fangelsum sem
ég sat, tókst okkur að halda uppi
talsverðri starfsemi. Okkur tókst
viö
útlæga
ið á alþjóðiegum stuðningi við
verkalýð Chile. Kemur þar fernt
aðallega til greina:
1) Vinna að auknu hafnarbanni
til að hindra að herforingjarnir
fái þá erlendu aðstoð, sem þeir
þurfa.
2) Að innlendir verkamenn neiti
að vinna fyrir herforingjana, sér-
staklega i samgöngu- og verslun-
armálum.
3) Auka pólitiska og dipló-
matiska einangrun. Að sem flest
lönd sliti stjórnmálasambandi við
Chile, og herforingjastjórnin
verði fordæmd á alþjóðavett-
vangi.
4) Auka pólitiska og efnahags-
lega aðstoð við alþýðu Chile.
Þetta er i megindráttum sú
stefnuskrá, sem CUT hefur sett
sér i baráttunni fyrir frelsi
Chile.”
Patricio Rivas
FRÁ CHILE-RÉTTARHÖLD
Skyndiviötöl
leiötoga
Vordaga þá, i lok mars og byrjun april, er réttar-
höldin yfir hryðjuverk herforingjastjórnarinnar i
Chile stóðu yfir gafst mér tækifæri að spjalla
litillega við nokkra af þeim leiðtogum, sem
þátt tóku i uppbyggingarstarfi Allende, en vikið
var frá völdum við valdaránið og siðar reknir úr
landi.
Utanríkisstefna kínverja er
andstæö hugsun og baráttu
verkalýðsstéttar inna r
Sergio Inzunza var dómsmála-
ráðherra i stjórn Allendes, en
var vikið frá við valdarániö 1973.
Hann var einnig prófessor I lög-
fræði við Chile-Háskólann I
Santlagó og þekktur viða erlendis
fyrir skrif sin varöandi þau vis-
indi. Inzunza sat 1 miðstjórn
Kommúnistaflokksins i Chile,
sem nú er bannaður þar I landi.
Ég spurði hann fyrst um baksvið
valdaránsins 1973.
Inunza: „Þessu er erfitt
að svara I stuttu máli.
Það eru margar ástæður sem
lágu þar að baki. En i stórum
dráttum er þaö tvennt sem kom
til. I fyrsta lagi hinir alþjóðlegu
auðhringir, sem skotiö höfðu
djúpum rótum I Chile, og svo itök
Bandarikjanna i landinu. Stóru
erl. fyrirtækin, svo sem ITT
sýndu strax á sér klærnar, þegar
Allende tók viö völdum, og með
aðstoð Bandarikjanna og CIA
hófst hin mikla niðurrifsstarfs-
semi á öllu þvl sem hin nýja rikis-
stjórn reyndi aö byggja upp.
Þrátt fyrir hinn glfurlega afls-
mun, tókst Allende að vinna sér
traust fólksins, og stjórnarstefna
hans naut sivaxandi fylgis. Það
greip þvi mikil örvænting og
skelfing um sig meðal auð-
stéttarinnar i Chile og Bandarikin
óttuðust aö missa þá næringu,
sem þau höfðu hingað til getað
sogiö óáreitt úr iðrum hinnar
chllisku jaröar. Þegar rikis-
stjórnin beitti sér svo fyrir þjóö-
rækingu koparnámanna, sáu auð-
valdsöflin fram á, að annaö hvort
yrði eitthvað aö gerast I málinu
þegar i stað eða leikurinn væri
tapaður ella. Þannig var gert eitt
blóöugusta valdarán sögunnar,
fjármagnað af bandarisku kapi-
tali og skipulagt af CIA og
svikurum innan hersins.”
Spurning: „Pinochet er ein-
ráöur I Chiie. Flokkar og einstak-
lingar með andstæöar skoðanir
eru ofsóttir, fangelsaðir og oft á
tiðum liflátnir. Þrátt fyrir þetta
ólýðræðislega andrúmsloft,
skrifar Eduardo Freibók býlega,
þar sem hann gagnrýnir stjórnar-
far Pinochets. Er þetta dæmi um
að stefna herforingjanna sé að
mýkjast?
Inzunza: „Það er varasamt, að
túlka gagnrýni Freis sem dæmi
um mildara stjórnarfar herfor-
ingjanna. Pinochet heldur fast
um stjórnartaumana og þorir
hvorki né vill slaka þar á. Aftur á
móti sækjast herforingjarnir eftir
auknu almenningsáliti ekki
minnst meðal bandarikjamanna,
sem jafnvel eru farnir að fá nóg
af blóöugum böðulshætti
Pinochets. Að bók Freis
var leyfö I Chile er þvi aöeins
dæmi um þá lýöræöisgrimu, sem
herforingjarnir telja sigknúða aö
setja upp. Og bókin er i raun og
veru sakleysisleg gagnr.ýni á her-
foringastjórnina. Frei hefur siglt
I gegn um flest veður stjórn-
málanna og ætti þvi að kunna að
haga seglum eftir vindi. Min per-
sónulega skoðun er sú að Eduardo
Frei sé slökkt kerti sem stjórn-
málamaöur, hann á enga beina
möguleika á þvi sviði I
framtiöinni.”
Sergio Inzunza. Mynd: Gudmund Dahl. Hinar myndirnar tók Ingólfur Margeirsson.
Spurning: „Flest lönd heimsins
hafa fordæmt herforingastjórnina
i Cile. Alþýðulýðveldið Kina
hefur þó á margan hátt lýst yfir
stuðningi sinum við Pinochet.
Hvernig ber að túlka slika utan-
rikisstefnu?”
Inzunza: „Utanrikisstefna
Kinverja er i fáum orðum sagt
andstæð hugsunum og baráttu
verkalýðsstéttarinnar hvar sem
er i heiminum. Við I Chile höfum
kannski bitrustu reynsluna af
pólitik kinverja. Frá fyrsta degi
valdaránsins sýndu þeir jákvætt
viðmót til herforingjaklikunnar.
Þegar önnur lönd slitu stjórn-
málasambandi viö Chile sýndu
klnverjar engan hug á að gera
slikt hið sama. Þegar flest sendi-
ráð I Santiagó reyndu að hjálpa
löndum minum á fyrstu vikum
blóðbaðsins, var sendiráöshús
klnverja lokað og læst öllum
þeim, sem þangaö sóttu. Þvi mun
alþýðaniChileseintgleyma. Þaö
er erfitt að túlka slika stefnu á ló-
giskan hátt, þvi hún er þversögn i
sjálfri sér. Eitt þróaðasta só-
sialistariki jarðarinnar styður
eitt blóðugasta einræðisriki
tuttugustu aldarinnar. Þaö
verður þvi að túlka stöðu kinverja
út frá þeirri þróun sem átt hefur
sér staö miili sovétmanna og kin-
verja. Chile virðist þvi aðeins
vera einn liður i baráítu kinverja
gegn Sovétrikjunum.”
Nýstúdentar
frá þrem skólum
MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI:
Fyrstu stúdentarnir
Fyrstu stúdentarnir útskrif-
uðust frá Menntaskólanum i
Kópavogi 22. mai s.l. 53 að tölu, 31
piltur og 22 stúlkur. Menntaskól-
anum I Kópavogi var slitiö við
hátiðlega athöfn i Kópavogs-
kirkju laugardaginn 22. mai og
hófst athöfnin kl. 14. Fjölmenni
var. við athöfnina m.a. mennta-
málaráöherra Vilhjálmur
Hjálmarsson og frú.
Skólameistari, Ingólfur A.
Þorkelsson, flutti skólaslitaræð-
una, afhenti stúdentum skirteini
sin og verðlaun fyrir ágætan
árangur i einstökum greinum.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Kristin Hallgrimsdóttir 4 M,
máladeild 8,4.
Hæstu einkunnir, sem gefnar
voru i skólanum, hlutu:
Aslaug Guðmundsdóttir 2X 9,2
Helga Þorvaldsdóttir 2X 9,2
Framhald á bls. 14.
MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK:
185 nýstúdentar
Menntaskólanum i Reykjavik
var sagt upp laugardaginn 22.
mai og brautskráðust þá 185
stúdentar frá skólanum. Skóla-
slitaathöfnin fór fram i Háskóla-
biói, svo sem verið hefur s.l. 12 ár
og var húsið þéttsetið, enda
afmælisstúdentar óvenju fjöl-
mennir.
Undir próf upp úr þremur neðri
bekkjum skólans gengu 540
nemendur og stóðus* 62% þeii ra
próf athugasemdalaust, en um
30% þurftu að endurtaka próf i
einstökumgreinum. Um 8% féllu.
Hæstu einkunn á ársprófi hlaut
Agúst Lúðviksson I 4. bekk,
ágætiseinkunn 9.50, og var það
jafnframt hæsta einkunn yfir all-
an skólann. Næst hæstu einkunn i
skólanum hlaut bekkjarþróðir
Agústs, Skúli Sigurðsson, ág. eink
9.33. Undir stúdentspróf gengu
186, 183 innanskóla og 3 utan-
skóla. Einn utanskólamanna gat
ekki lokið prófi vegna veikinda.
Þvi brautskráöust frá skólanum
I85stúdentar, 64 úr máladeildum,
36 úr eðlisfræðideild og 85 úr nátt-
úrufræðideild.
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Ragnheiður Bragadóttir úr
fornmáladeild, ág. eink. 9.18, en
næsthæsta einkunn hlaut Gunnar
Baldvinsson úr eðlisfræðideild, I.
eink. 8.90. Við skólaslit vom
viðstaddir margir afmælis-
stúdentar qg færðu þeir skólanum
rausnarlegar gjafir i Sögusjóð.
Ræður fluttu frú Anna Bjarna-
dóttir, 60 ára stúdent, séra öskar
J. Þorláksson, 50 ára stúdent, og
loks flutti 25 ára stúdent, dr.
Björn Sigurbjörnsson, ræöu fyrir
hönd allra annarra gefenda.
Guðni Guðmundsson rektor þakk-
aði afmælisstúdentum hlýhug
þeirra og ræktarsemi I garð sins
gamla skóla.
MENNTASKÓLINN VIÐ TJÖRNINA:
Síðustu stúdentar
Menntaskólanum við Tjörnina
var slitið I sjöunda sinn föstudag-
inn 21. mai 1976. Rektor skólans,
Björn Bjarnason, flutti skóla-
slitáræöu viö brautskráningu i
Háskólabiói. Þar kom m.a. ann-
ars fram aö I vetur stunduöu 814
nemendur nám við skólann, en
vorpróf þreyttu 790. í 1. bekk luku
219 nemendur prófi, i 2. bekk 218
nemendur en i þriðja bekk 194.
Heildarniðurstöður millibekkja-
prófa urðu þær að 69% nemenda
stóðust allar prófkröfur, 21.%
eiga kost á endurtekt til að
standast próf, en 10% hafa ekki
náð lágmarks fullnaðareinkunn.
162 hófu stúdentspróf, 160 luku
þvi og stóðust, þar af 4 utanskóla.
A málakjörsviði brautskráðust
58 stúdentar, 3 á félagssviði og 3 á
tónlistarkjörsviði. Á náttúru-
fræðisviöi brautskráðust 56
stúdentar og á eðlisfræðisviði 40
stúdentar.
Hæsta einkunn á málakjörsviði
hlaut Guðrún Sigriður Birgisdótt-
ir 8.7. A náttúrufræðikjörsviði
hlaut Páll Helgi Hannesson hæsta
einkunn 7.7. A eðlisfræðiskjör-
sviði hlaut Friðrik Már Baldurs-
son hæsta einkunn 8.9, sem jafn-
framt var hæsta einkunn á
stúdentsprófi að þessu sinni.
Rektor gat þess i skólaslita-
ræðu, aö þetta væru siðustu
skólaslit frá Menntaskólanum viö
Tjörnina, þvi i haust mun allt
skólastarf flytjast i skólahúsnæð-
ið við Gnoðarvog, en þar var s.l.
vetur 1. og 2 bekk kennt. Þriðji og
fjóröi bekkur var aftur á móti til
húsa við Tjörnina, en það húsnæði
mun nú verða tekiö til annarra
nota.
Hjálagt: Linurit yfir einkunnir*
brautskráðra stúdenta M.T. ’76.
/frrurtf y/r'r er'rz/cunti'rr ■&ruufsA-rat>rtt sfijrrfenfa
Sf/emT fnsfco'frcz-rs f/oi'rzrenz /97é
3ÖLO I
ItM tHD*