Þjóðviljinn - 01.06.1976, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júni 1976.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur iiergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Kréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
IJmsjón meö sunnudagsbiaöi:
Atni Bergmann
Ritstjórn. afgreiösla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
NÚ SKEYTA ÞEIR HVORKI UM SKÖMM NÉ HEIÐUR
Þessa dagana fara Morgunblaðið og for-
kólfar Sjálfstæðisflokksins hamförum i
þvi skyni að telja almenningi trú um að
okkur islendingum sé fyrir bestu, að
semja við breta um landhelgisdeiluna á
grundvelli uppkastsins, sem þeir Geir og
Einar komu með frá Osló.
Þær blekkingar sem bornar eru á borð i
þessu sambandi, ekki sist i Morgunblað-
inu, eru svo grófar og ósvifnar, að greini-
legt er að nú skal hvorki skeytt um skömm
né heiður á þeim bæ.
Morgunblaðið segir, að án samninga
muni bretar veiða um 70.000 tonn á siðari
hluta þessa árs en með samningum á
grundvelli uppkastsins muni þeir veiða
um 30.000 tonn á sama tima.
Og siðan spyr Morgunblaðið með þjósti:
„Hvar eru þeir islendingar, sem vilja láta
breta veiða 40 þúsund tonnum meira en
nauðsyn krefur?”
Það skal sagt strax, að hér fara
Morgunblaðsmenn eins og svo oft áður
vitandi vits með helberar falsanir i þvi
augljósa skyni að fá islendinga til að
beygja sig fyrir erlendu valdi.
Litum á staðreyndir málsins.
í siðustu viku hafði fréttastofa Reuters
það eftir breska sjávarútvegsráðuneyt-
inu, að afli bresku togaranna við ísland
hafi á rúmum þremur mánuðum timabilið
frá 9. febrúar — 15. mai s.l. verið alls
17.682 tonn, eða aðeins rúmlega 70% af
þeim afla, sem bretar höfðu gert sér vonir
um að ná á þessum tima. Og hingað til
hafa bretar nú frekar verið grunaðir um
það að halda fremur fram of háum en of
lágum aflatölum undir herskipavernd.
Þessi frétt var birt i nær öllum islensk-
um blöðum en þó ekki i Morgunblaðinu af
ástæðum, sem blaðalesendur mættu
gjarnan velta fyrir sér. Þetta þýðir til
jafnaðar á mánuði 5526 tonn hjá öllum
breska veiðiflotanum á íslandsmiðum.
Samkvæmt upplýsingum frá landhelgis-
gæslunni munu um 34 breskir togarar hafa
verið hér að veiðum að jafnaði á þessum
tima og eru þetta þá 5,5, tonn á hvern
veiðidag togara nú.
Samkvæmt opinberum tölum um afla
breta hér við land mánaðarlega á undan-
förnum árum (Sjá töflu i Timanum s.l.
laugardag), þá veiddu bretar hins vegar
8368 tonn á mánuði til jafnaðar, mánuðina
febrúar til mai á siðasta ári 1975 (8,2 tonn
á veiðidag hvers togara).
Af þessu er ljóst að i ár er mánaðarafli
þeirra fullum þriðjungi minni en á sama
tima i fyrra.
Það eru að sjálfsögðu aðgerðir varð-
skipanna, sem mestu valda um þennan
mikla mismun, en i öllum samanburði
Morgunblaðsmanna varðandi hugsanleg-
an afla breta, með eða án samninga, er
talað og skrifað eins og varðskipin væru
alls ekki til!!
Það er staðreynd, að á þvi timabili, sem
nýjustu tölur breta sjálfra ná til þá veiddu
þeir aðeins um 5.500 tonn á mánuði þrátt
fyrir herskipin. Það er lika staðreynd, að
samkvæmt opinberum tölum breta,—sjá
meðal annars áðurnefnda töflu i Timanum
á laugardaginn var,—þá veiddu bretar,
þegar þeir fengu að vera i friði hér fyrir
varðskipunum um 8 tonn hver togari á
veiðidag bæði 1975 og 1974, en það þýðir
fyrir 25 togara að daglegum veiðum, eins
og nú er talað um að semja um, nálægt
6000 tonnum á mánuði fyrir slikan flota,
eða um 70.000 tonn á ári.
Fái 25 breskir togarar að veiða hér i
friði síðari hluta þessa árs samkvæmt
uppkastinu frá Osló, og engin truflum frá
varðskipunum komi þvi til, þá má sam-
kvæmt fyrirliggjandi staðreyndum, sem
hér hefur verið greint frá, vænta þess, að
heildarafii breta á mánuði siðari hluta
þessa árs verði um 6000 tonn á mánuði,
eða 36.000 tonn á 6 mánuðum. Sem sagt
nokkru meira en nemur þeim 5.500 tonn-
um á mánuði, sem breska sjávarútvegs-
ráðuneytið gaf út i siðustu viku að veiðst
hefðu frá 9. febrúar til 15. maí s.l.
Bretar höfðu sem fyrr segir áætlað að
taka hér 100.000 tonn á árinu 1976 og birt
um það opinbera tilkynningu. Varðskipum
okkar hefur samkvæmt nýjustu tölum
breska ráðuneytisins tekist á þeim tima
sem liðinn er að skera þetta niður um nær
30%, og ætti þá afli breta yfir árið 1976 án
samninga að verða um 70.000 tonn að
óbreyttu.
Falsanir Morgunblaðsins um væntanleg
70.000 tonn fyrir breta á 6 mánaða timabili
framundan án samninga eru staðlausir
stafir. Þessar falsanir byggjast á því að
nákvæmlega sé sama, hvort varðskipin
séu yfirleitt i gangi, eða ekki!
Þessar falsanir hafa hér verið hraktar
með tölum bretanna sjálfra, sem þó reyna
jafnan að láta eins og vel veiðist undir
herskipavernd. Sérhver athugull blaða-
lesandi ætti að bera saman þær stað-
reyndir, sem hér hefur verið vakin athygli
á og áróður Morgunblaðsins s.l. laugardag
og sunnudag.
Það sem við blasir er, að alls engar likur
benda til, að afli breta hér á siðari hluta
þessa árs verði neitt minni—ef yfirvofandi
samningar verða gerðir, heldur en án
samninga. Fullyrðingar Morgunblaðsins
um helmingi meiri afla breta án samninga
en ella eru staðlausir stafir, sem enginn
skyldi taka mark á.
Það versta við yfirvofandi samninga er þó
enn ótalið, það að bretar hafa ekki fengist
til að láta i té nokkra tryggingu fyrir þvi,
að þeir láti okkar fiskimið i friði að 6 mán-
aða samningstima liðnum. Þvert á móti á-
skilja þeir sér allan rétt til að beita okkur
hernaðarofbeldi á ný, ef við ekki verðum
þægir þjónar.
Við slika á ekki að semja. Það eina, sem
við gætum samið um er uppgjöf breta.
Hœttumark
Ahrifin af veru bandariska
hersins á Keflavikurflugvelli á
islenskt efnahagslif hafa verið
feimnismál. Þessi skoðun kom
fram hjá Ólafi Ragnari Grims-
syni, prófessor, i athyglis-
verðum sjónvarpsþætti á föstu-
daginn. Full ástæöa er til þess
að gera sér skýra grein fyrir
þeim, sérstaklega vegna þess að
þegar viö bætast umsvif er-
lendra auðhringa á tslandi eru
áhrif útlendinga á efnahagslifið
orðin umtalsverð. Olafur
Ragnar Grimsson spyr þeirrar
timabærru spurningar hvar séu
hættumörkin varðandi efna-
hagsáhrif útlendinga og hvort
ekki sé komiö nærri þeim. Hann
bendir á, að viöskipti við herinn
séu úrslitaatriði i rekstri
nokkurra isl. „stórfyrirtækja”
og þegar viö bætist sú stóriðja
sem rekin er hér af eða i sam-
vinnu við útlendinga, sé hlutur
erlendra aðila um fimmtungur
af útflutningstekjum þjóðar-
innar. Þegar svo álverið hefur
verið stækkaö og járnblendi-
verksmiðja reist i samvinnu við
útlendinga, megi gera ráð fyrir,
aö hlutur útlendinga fari aö
nálgast fjóröung.
Ólafur Ragnar beindi þeirri
spurningu til alþingismanna
allra og viðmælanda sins i sjón-
varpssal, Ellerts Schram, hvað
þeir teldu vera hættumörkin i
þessu sambandi. Ellert hafði
ekki svar við þvi, og fróölegt
verður að vita, hvort öðrum al-
þingismönnum verður jafn
svarafátt.
Aronskan
á uppleið
Nú þegar augu þorra al-
mennings hafa opnast fyrir þvi,
að bandariski herinn er hér ekki
til þess að verja okkur, heldur
sem útvarðarsveit fyrir banda-
riska varnarkerfið eins og Luns
framkvæmdastjóri NATÓ,
hefur itrekað nýlega, virðist
þeirri skoðun hafa vaxið fylgi að
við eigum að taka ieigugjald af
bandarikjamönnum fyrir þá að-
stöðu, sem við látum þeim i té.
Eins og Ólafur Ragnar Grims-
son benti á I Kastljósi eru þetta
eðlileg viðbrögö að mörgu leyti.
Það rennur upp fyrir fólki að sú
kennisetning Sjálfstæöisflokks-
ins fær ekki staöist að herinn sé
hér til þess að vernda okkur, og
viö látum Bandarikjastjórn og
NATÓ i té afnot af landi af voru
landi sem endurgjald fyrir
þessa vernd og framlag til sam-
eiginlegra varna „vestrænna
menningarverðmæta”. Þannig
hefur NATÓ og Bandarfkja-
stjórn komið fram viö okkur i
þorskastriðinu. Úr þvi að við
fáum ekki vernd, hvers vegna
ekki að taka af bandarikja-
mönnum svimandi leigugjald til
þess að bjarga efnahagsmálum
okkar? Aron Guðbrandsson
heldur vei á þessu máli frá
sinum bæjardyrum séð og
bendir á þann möguleika að
stofnaður verði sjóöur til stór-
framkvæmda hérlendis fyrir
leigugjaldið sem verði fyrir
utan fjárlögin.
Hætturnar i sambandi við
leigugjald af þessu tagi eru þó
stórkostlegri en svo, að hægt sé
að taka umræður um það al-
varlega nema sem visbendingu
um að þjóöin sé að átta sig á eðli
herstöðvarinnar og NATÓ. I
fyrsta lagi myndi það gera
okkur enn háðari stór-
veldinu i vestri. í öðru lagi
myndi það færa áhrifin af er-
lendu fjármagni hér langt yfir
hættumörkin. í þriðja lagi má
gera ráð fyrir aö gifurleg verð-
bólguáhrif fylgdu i kjölfar töku
leigugjalds af þeirri stæröar
gráðu sem um er rætt. Hinn
aronski sjóöur myndi áreiöan
lega hafa i för með sér slikt
„framkvæmdafyllerf” að þjóöin
fengi varanlega timburmenn.
„K” útlœgt úr
Mogga
Mikill kraftaverkamaöur er
Gils Guðmundsson, enda af
vestfirskum gaidramanna
ættum. Nú hefur honum tekist
með bréfaskriftum sinum við
Matthias Morgunbiaðsritstjóra
að fá hann og Styrmi til þess að
lofa aö marka ekki þingmenn
Alþýðubandalagsins i hvert
skipti sem á þá er minnst i
Morgunblaðinu með
bókstafnum „k”. Þingfrétta-
ritari blaösins hefur ströng
fyrirmæli um að setja rétt mark
á Gils og aðra þingmenn
Alþýðubandalagsins. Nú mega
lesendur Morgunbiaðsins sem
sagt eiga von á þvi, að fulltrúar
Alþýðubandalagsins verði ekki
lengur kallaðir kommar eða
Moskvukommar i Morgun-
blaðinu. Liklega endar þetta
með fjöldauppsögnum.
—ekh.
Hvar er varið land?