Þjóðviljinn - 01.06.1976, Page 5
Þriðjudagur 1. júnl 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Vínáttufélag íslands og Kúbu:
Fordœma einhliða áróður
um aðstoð Kúbu við
Vináttufélag Islands og Kúbu
hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu á þessa leið:
Vináttufélag Islands og Kúbu
fordæmir furðulegan og einhliða
áróður islensku borgarapress-
unnar og rikisfjölmiðla um aðstoð
Kúbu við angólsku þjóðina i sjálf-
stæðisbaráttu hennar. Félagið
bendir á þann skort á faglegum
heiðarleika sem fréttamenn við
þessa fjölmiðla sýna, með þvi að
lepja upp móðursýkislegan og
ósannan áróður vestrænna
heimsvaldasinna um aðstæður i
Afriku, svo og að hafa eftir
athugasemdalaust yfirlýsingar
bandariskra ráðamannaa um
hugsanlega árás á Kúbu, ef hún
léti ekki staðar numið i aðstoð
sinni.
VtK bendir á, að það er frum-
skylda sérhverrar sósialiskrar
þjóðar að aðstoða aðrar þjóðir við
að öðlast raunverulegt sjálfstæði.
VtK væntir þess, að sérhver
islendingur geri sér grein fyrir
þvi, hver ástæðan er fyrir áróðurs-
og árásarherferð bandariskra
heimsvaldasinna og undirsáta
þeirra gegn Kúbu og kúbönsku
byltingunni.
Félagið bendir á að þessi her-
ferð stafar af hatri á kúbönsku
þjóðinni, sem i krafti sjálfstæðis
sins hefur framkvæmt sósialiska
byltingu i Ameriku, 'rétt við
strendur herskáasta heimsveldis
allra tima. Akvörðun kúbönsku
þjóðarinnar um að sigra eða
deyja, svo og alþjóðleg samstaða
sem bylting hennar hefur notið
frá upphafi, hafa hjálpað þjóðinni
til að komast klakklaust gegnum
allar ögranir og árásir sem
heimsvaldasinnar hafa beitt hana
i þeim tilgangi að útrýma fyrstu
sósialisku byltingunni i þessari
heimsálfu. Siaukin samskipti
Kúbu við lönd rómönsku
Ameriku, vaxandi hróður hennar
á alþjóða vettvangi, og styrkleiki
byltingarinnar innanlands, hafa
kallað á viðbrögð heimsvalda-
sinna; viðbrögð sem lýsa bræði
og vanmætti andspænis siendur-
teknum ósigrum. Málið sem þeir
nota er ætlað til að slá ryki í augu
almennings. Það er óábyrgt og
herskátt og minnir á verstu daga
kalda strlðsins og McCarty -
isfnans.
Heimsvaldasinnar hyggjast i
krafti máttar sins neita Kúbu um
þann rétt sem viðurkenndur er á
alþjóðavettvangi, þ.e. réttinn til
að veita aðstoð þjóð, sem orðið
hefur fyrir árás. Þeir hyggjast
neita Kúbu um réttinn til að
aðstoða angólsku þjóðina, sem
varð fyrir árás kynþáttaof-
sóknarmanna frá Suður-Afriku;
landi sem hefur verið fordæmt á
alþjóðlegum vettvangi. beir
hyggjast neita Kúbu um réttinn
til að auðsýna þjóð Puerto Eico
skilyrðislausan stuðning; þjóð
sem berst fyrir sjálfstæði sinu og
fyrir útrýmingu siðustu leifa
nýlendustefnunnar I Ameriku.
1 refsingarskyni fyrir afstöðu
Kúbu hafa nú Bandarikjastjórn
og CIA byrjað nýja og glæpsam-
lega árásarherferð, sem best
Angóla
hefur komið i ljós þegar friðsamir
kúbanskir fiskimenn voru skotnir
niður þar sem þeir voru að
veiðum á alþjóðlegu veiðisvæði,
og einnig þegar árás var gerð á
sendiráð Kúbu I Portúgal og
tveir starfsmenn þess drepnir.
Ofbeldisstefna heimsvalda-
sinna hræðir þó ekki kúbönsku
þjóðina. Hún mun af meiri stað-
festu en nokkru sinni fyrr halda
áfram að byggja upp nýtt og rétt-
látt þjóðfélag, og jafnframt halda
áfram að styðja þjóðir sem
berjastfyrir sjálfstæði sinu, verja
landamæri sin og auðlindir og
berjast gegn kynþáttahatri,
fasisma og heimsvaldastefnu.
Þessi afstaða Kúbu hefur verið
rædd og samþykkt af þjóðinni
allri á ótalmörgum fjöldafundum,
sem haldnir hafa verið til stuðn-
igs þeim yfirlýsingum sem aðal-
ritari kúbanska kommúnista-
flokksins og forsætisráðherra
landsins, Fidel Castro, gaf i ræðu
sinni, þegar minnst var 15 ára
afmælis sigursins við Svinaflóa.
Vináttufélag tslands og Kúbu
krefst þess að endir verði bundinn
á verslunarbann og hermdarverk
sem skipulögð hafa verið af rikis-
stjórn Bandarikjanna, og skorar
á islensk stjórnvöld að beita sér
af alvöru fyrir þvi á alþjóðavett-
vangi. Jafnframt lýsir Vináttu-
félag íslands og Kúbu yfir þeirri
fullvissu sinni, að kúbanska
þjóðin muni veita viðnám öllum
hótunum og jafnvel árásum
heimsvaldasinna, ef af sliku
verður.
Firmakeppni Gusts
í Kópavogi
Laugardaginn 15. mai var haldin
á Kjóavöllum firmakeppni hesta-
mannafélagsins Gusts. Margt var
um manninn, enda veður mjög
gott. Um 100 fyrirtæki úr Kópa-
vogi og Reykjavik styrktu félagiö
með þátttöku sinni. Orslit urðu
þau, að i unglingaflokki sigraði
Þóra Asgeirsdóttir á Lýsingi, en
hún keppti fyrir firmað Þór E.
Jónsson.
Númer tvö varð Katrin Péturs-
dóttir á Glóa fyrir Sparisjóð
Kópavogs.
I kvennaflokki sigraði Gerður
Sturlaugsdóttir á Svip fyrir
Vinnufatabúðina.
önnur varð Elin Ingvarsdóttir á
Stjörnu fyrir verksmiðjuna Vifil-
fell.
t karlaflokki sigraði Kristinn Vil-
mundarson á Mósa, en hann
keppti fyrir Burstagerðina h.f.
Svanur Halldórsson og Nökkvi
náðu öðru sætinu, en þeir kepptu
fyrir Versl. Auðbrekku i Kópa-
vogi.
Dómarar voru þau Rosmarie
Þorleifsdóttir, Sigfús Guðmunds-
son og Arni tsleifsson og þótti
þeim takast dómarastarfið mjög
vel.
Sovétríkin hlynnt
saniningum
OSLÓ 28/5 NTB — SOveiriKin
hallast nú að þvi að gera við
Noreg fiskveiðisamning, sem
byggður sé á meginreglunni um
200 milna auðlindalögsögu, að
þvi er Jens Evensen, hafréttar-
ráðherra norömanna, upplýsti
Stórþingið um I dag. Evensen,
sem er nýkominn heim frá
Moskvu úr viðræðum við sovét-
menn, sagði að þeir viður-
kenndu meginregluna um auð-
lindalögsögu, en vildu ekki
skuldbinda sig til að viðurkenna
útfærslu samkvæmt þeirri reglu
fyrr en ný hafréttarráðstefna
heföi staðfest hana. Engu að
siður væru sovétmenn nú
hlynntir þvi að gera fiskveiði-
samninga við önnur riki,
byggða á 200 milna reglunni.
---------------------------
Jeppabílar
Orkustofnun óskar eftir að taka á leigu,
nokkrar jeppabifreiðar. Upplýsingar i
sima 28828 kl. 9-10 og 13-14 næstu daga.
F ramhaldsaðalfundur
Stýrimannafélags Islands verður haldinn
á Bárugötu 11 miðvikudaginn 2. júni 1976
kl. 20.30.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin
SNIÐKENNSLA
Byrja 10 daga námskeið i kven- og barnafatnaði (8.-22.
júni).
Kenni nýjustu tisku, sænskt sniökerfi.
Upplýsingar I sima 19178.
Sigrún A Sigurðardóttir
Drápuhlið 48.
Reiðhjólaskoðun
Lögreglan i Reykjavik og Umferðarnefnd
Reykjavikur efna til reiðhjólaskoðunar
fyrir 7-14 ára börn.
Viðurkenningar verða veittar fyrir þau
reiðhjól sem eru i lagi.
Skoðað verður við eftirtalda skóla:
Miðvikudagur 2,júni
Melaskóli kl. 09.00
Austurbæjarskóli — 10.30
Árbæjarskóli — 14.00
Iiliðaskóli — 15.30
Fimmtudagur 3. júni
Hvassaleitisskóli Kl. 09.00
Breiðagerðiskóli — 10.30
Fellaskóli — 14.00
Langholtsskóli — 15.30
Föstudagur 4. júni
Álftamýrarskóli Kl. 09.00
Fossvogsskóli — 10.30
Vogaskóli — 11.30
Breiðholtsskóli — 14.00
Laugarnesskóli — 15.30
Lögreglan i Reykjavik Umferðarnefnd
Reykjavikur.
blaðið
sem vitnað er í
r
Askriftarsími 175 05