Þjóðviljinn - 01.06.1976, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.06.1976, Qupperneq 7
Þriðjudagur 1. júni 1976. ÞJÓÐVll.JINN — SÍÐA 7 Á ÞRIÐJUDEGI fe/. *•***"*, ÁM ‘m, yZ/, * ^s-s-; WtfS* I ,^, = ^ iTÍMrtínnáinMjS lEinn maður |í viðbðt í rðhald’ . 4$ ^%2Éiliák^' - Ciesielski hofíi dregií olll lil boko haklinn 26. itmnl - BAKSÍÐA J V«*rhún í raun og veru banamaðurinn? • T l«*Í*ðor: Hóluðti h**ión. h»*nn I bnrftim VVP í; 3 '\ÆW'* X>'*. • W m ,atn' ingari smygl- máíum •ÍOl Vitnisburflur Erlu Bolladóttun Telur sig hafa skotið að Geirfinni með riffli __ ■*". ^oííFUl>SKOKloí 3Jfi!«5ura gæzluvarðhaldsföngum sleppt, en gert að ""rí’ wr '^íriíti lögreglu og bannað að fara úr landi •vll k**M. Wir hnfnelnMullrM nrllnk >*l f)6rinrti»ln«»»«i inr tirppl Dr irilwinrihnMI _____) trrrl lrnmb«r« >i»» I f l«»<_il>lnv prir Einnr n»»»«« . .«»»»d»«*k*old ®« b*t*» I " l)*rlr -r«». irm »rll« h.l. iMluw. »l«««4» U®p*U.»®«. ►»*"•►* ‘“"t ‘ *' • luv.rth.MI nndant.rn.r M«»rb)..» Klrlkunn •« VnMk »6 t)*rM h*»l«. >*“ „«.. Crlr ' ....................... ' -----* rrwh.MIM touan. i!'0«ir.íí *&■ ‘ l v,*í en(!fn" J2~5Sí«Ær..";?r ***""«»ti, Landbúnaðarráðuneytið: Sés VarhMWÍwn®.! i úr -1 ekiðébrott m ll»nn h.r*. hklfu,. I «0*u .«„«). 0,.*»,,, Nauðsynleg hreinsun Siðustu mánuði hefur verið varpað æ skýrara ljósi á innviöi islensks þjóðfélags. Undir- heimar fjölþættrar glæpastarf- semi hafa verið opnaðir og napur veruleikinn hefur blasað við. Islenskur almenningur hefur þurft að horfast i augu við þann blákalda sannleika að þjóðfélagið sé sundurskotið af margvislegum afbrotum og sumar máttarstofnanir jafnvel setnar misindismönnum. Is- lenska þjóðfélagið virðist i æ rikari mæli vera orðið glæpa- samfélag Staðreyndirnar sem birst hafa siðustu mánuði færa is- lenskum sósialistum verkefni sem flestum mun framandi. Það þarf að útskýra hvernig islenác samtið hefur orðið óska- landafbrotamanna. Það þarf að benda á efnahagslegar og félagslegar orsakir þessarar þróunar. Það þarf að lýsa er- lendum dæmum sem hliðstæðum. Islenskir sósialistar þurfa aö gerast baráttumenn fyrir breytingum sem brjóta niður völd glæpaaflanna. Þjóðfélagið verður að ganga i gegnum nauðsynlega hreinsun. Hún verður ekki framkvæmd nema með lifshugsjón, manngildi, stefnuskrá og baráttuhug sósialista að leiðarljósi. Glæpasamfélag Atburöir siðustu mánaða eru svo alkunnir að óþarfi er að fara um þá mörgum orðum. Stutt upptali.ing nægir til að sýna hin viðtæku glæpaeinkenni sam- félagsins.: ■ Skattsvik sem nema miljörðum króna. ■ Margmiljóna ávisanasvindl i bankakerfinu sem skipulagt er af fjármálahring. ■ Lán eru svikin út úr opinber- um stofnunum og notuö til söfnunar einkaeigna. ■ Bókhaldssvindl er stundað i rikum mæli af fjölda fyrir- tækja. ■ Trúnaðarmenn opinberra fjármuna geta ráðstafaö þeim I þágu eigin gróða. ■ Smygl á áfengi er orðinn sér- stakur atvinnuvegur með ár- lega veltu sem nemur hundruðum miljóna. ■ Smygl á eiturlyfjum gerist æ umsvifameira og virðist tengjast fjölmennu dreifingarkcrfi. ■ Innbrot, árásir og líkams- meiðingar eru nær vikulegir viðburðir. ■ Morð cru framin á skipu- lagðan hátt af meölimum glæpahringa. Upptalningin gæti verið mun lengri Frásögnin ein er jafnvel efni i margar bækur. Umsvif glæpastarfseminar eru svo mikil að þau ná inn i sumar helstu stofnanir rikisins. Krafist hefur verið rannsóknar á ráðn- ingu fangavarða og embætti lögreglustjóra, nokkrir stjórn- éndur tollgæslunnar sitja i fangelsi, bankastjóri Seðla- bankans telur að miljónasvindl hafi verið stundað innan banka- kerfisins um áraraðir, ráðu- neyti og sýslumannsembætti hlifa stórfelldum söluskatts- svikurum, embætti sakadóms verður uppvist að alvarlegu misferli i rannsóknum — þannig má setja saman langan lista. Flest svið þjóðfélagsins virðast á einn eða annan hátt vera menguð afbrotum og glæpa- starfsemi. Orsakir Staðreyndirnar segja einar sér aöeins hálfa sögu. Nauðsyn- legt er að leita orsaka þessarar þróunar. Að þessu sinni verður aöeins bent á fáein atriði. Þau gætu hins vegar orðið hvati að fjölþættri umræðu. Eftirtaldar orsakir hafa efalaust átt mikinn þátt i að breyta islensku þjóð- félagi I glæpasamfélag: 1. Drottnun auðhyggjunnar. Frumskógarlögmál kapital- ismans hafa leitt auðhyggjuna til hásætis i hugum hluta þjóðarinnar. Máttur pening- anna, gróðafikn og eignasöfnun eru ríkjandi einkenni i mann- legum samskiptum. Að græða með réttu eða röngu er mæli- kvarði á árangur athafna. Auö- hyggjan, peningagildið og svindlið hafa oröiö hreyfiöfl is lenska hagkerfisins. Þegar upp er staðið frá pókerborði efna- hagslifsins er aöeins spurt hve mikill er gróðinn. Jafnvei svindlarinn er hafður i há- vegum. Hann kann að koma sér áfram. 2. Verðbólgan. Það eru ekki aöeins frumskógarlögmál hins kapitaliska hagkerfis sem hafa brenglað siðgæðisvitundina, heldur einnig gerningaveður verðbólgunnar. Siðustu árin er eins og hin mikla verðþensla hafi brenglað til muna verð- mætamat stórra hópa. Verð- bólgan hefur skapað vissum öfl- um tækifæri til skyndilegrar eignamyndunar og kippt fótun- um undan félagsgrundvelli heilla stétta. Allt er á ferð og flugi. Hin eðlilegu frumskógar- lögmál auðhyggjunnar verða mun kröftugri. Flest brögö verða leyfileg i hinum efna- hagslega sjávarháska. 3. Hernámiö.Tilvist erlendra herstöðva hefur i för með sér margháttaða þjóðfélagslega mengun. Það sýna dæmin viöa um heim. Dvöl hersins I aldar- fjórðung hefur veriö hvati að fjölþættri spillingu. Gjaldeyris- brask, smygl á eiturlyfjum og áfengi, svindl i framkvæmdum og skattsvik eru aðeins fáein dæmi. Glæpamyndir her- sjónvarpsins hvöttu til að- dáunar á afbrotahetjum. Sam- skipti hermanna og ýmissa ein- staklinga og hópa hafa stuðlað að spillingu. Herstöðin á Suður- nesjum hefur veriö efnahags- legur og félagslegur mengunar- valdur likt og hliðstæö fyrirbæri hafa verið i öðrum löndum. 4. Götótt lög. Akvæði i is- lenskri löggjöf um fyrirtæki, af- skriftir, rekstrarábyrgð, skatta, bókhald og ýmislegt annað eru svo götótt aö þaö er auðveldur leikur að fara 1 kringum og i gegnum lagabókstafinn. Þegar löggjafarvaidiö er i höndum ihaldsaflanna reynist litill áhugi vera á að fylla i göt laganna. Forréttindastéttin hefur gjíffn- an viljað hafa opna möguleika til að hagnýta sér götin. Hin glopótta islenska löggjöf hefur verið einskonar öryggisventill fyrir auðvaldsöflin. Latnaðir dómstólar og brengluð refsiframkvæmd. Meðferð margra afbrotamála siðustu árin hefur sýnt að dóm- stólar landsins valda alls ekki þvi hlutverki sem þeim er ætlaö. Þeir eru lamaðir. Mörg mál eru aðeins rannsökuð að mjög tak- mörkuðu leyti. Sum jafnvel alls ekki. önnur eru til meöferðar heilan og hálfan áratug. Sumir taka út sinn dóm að öllu leyti, en aðrir ekki. Stórbrotamenn ganga lausir árum saman og taka svo ef til vill eftir dúk og disk út málamyndarefsingu. Hvorki dómstólar eða refsi- aðilar eru starfi sinu vaxnir. Ýmis dæmi vekja grunsemdir um að annarleg sjónarmið kunni á stundum að ráða gerðum þeirra. Ahrif auðsins og pólitiskra tengsla eru greinilega ekki óþekkt fyrirbæri innan islenska réttarkerfisins. 6. Embættiskerfi og valdastétt. Orsaka þeirrar mengunar sem nú gætir i islensku þjóð- félagier tvimælalaust einnig aö leita i sumum einkennum em- bættiskerfisins og þeirrar stétt- ar sem fer með stjórn landsins. Auðhygg jan og gróðafiknin hafa sett mörk sin á þessa aðila. Sér- stök sambönd og einkatengsl ráöa oft meira um tilteknar aö gerðir en almenningsheill og ákveðnar reglur. Vafasöm fjár- málaöfl virðast hafa náö sérstökum tökum á ýmsum stjórnstofnunum. Leyniþræðir glæpasamfélagsins virðast liggja i gegnum sjálft rikis- kerfið. Erlendar hliðstæður Saga siðustu tveggja áratuga býr yfir ýmsum dæmum um vöxt glæpastarfsemi og spillingar i þjóðfélögum sem hafa verið menguö af sterkri gróðahyggju, verðbólgu, her- stöövum og spilltum ráðaöflum sem gerst hafa þjónar útlendra rikja og auöhringa. Þvi miður er islensk samtið farin að bera mörg einkenni þessara erlendu hliöstæðna. Hér hafa leitað fanga erlendir aðilar með svipuðum aðferðum og beitt hefur verið annars staðar. Sum innlend öfl hafa og þ jáðst af líkri linkind og þeir sem ofurseldu lönd sin erlendri herraþjóð og innlendum afbrotahópum. Hinar erlendu hliöstæður sýna llka aö einungis ein hreyfing er megnug að framkvæma þá hreinsun sem nauðsynleg er. Bandalag vinstrisinnaðra þjóö- félagsafla undir forystu sósial- ista braut á bak aftur hina er- lendu spillingarfjötra og út- rýmdi innlendum glæpaöflum. Styrktir þjóðfrelsishugsjónum sinum, manngildisviðhorfum og baráttukrafti reyndust sósial- istar þeir innviðir þessara þjóö- félaga sem ekki brotnuðu. A Is- landi biður nú samskonar verk- efni: Hin nauðsynlega hreinsun. Verkefni íslenskra sósíalista Sú sýking sem nú einkennir islenska þjóðfélagið gerir nýjar og meiri kröfur til stjórnmála- hreyfingar sósialista. Hin þjóð- félagslega umsköpun er oðin enn viðameira verkefni. A hinn bóginn hafa mótsagnir auöhyggjunnar komið skýrar i ljós. Röksemdafærslan á þvi kost á kröftugri dæmum. A næstu miserum þarf mála- flutningurinn aö einkennast af eftirfarandi atriðum: Að útskýra spiilingarmátt auðhyggjunnarog sýna andsvar hinnar ábyrgu félagshyggju. Að útskýra afleiðingar gróða- fiknarinnar og sýna hvernig manngildishugs jónin mótar nýjar brautir. Að útskýra hvernig erlendur her og auðhringir hafa ætið leit- ast við aö veikja þjóðfélag aðsetursiands með sýkingu og sýna nauðsyn viðtækrar þjóö- frelsisbaráttu til að reka þessa mengunarvalda af höndum sér. Að útskýra hvernig ráðandi öfl hafa flækst i leyniþræði glæpasamfélagsins og sýna að einungis baráttukraftur öflugr- af sósialistahreyfingar getui slitið þá þræði. Að útskýra sýkingu hins is- lenska þjóðfélags og sýna að lifshugsjón sósialismans er öruggasti leiðarvisirinn út úr gerningaveðri spillingarinnar. Þótt þessi verkefni séu nýrrar tegundar i islensku samfélagi eru þau samt i nánum tengslum viö þjóðmálabaráttu fyrri ára og eiga sér hliðstæður i starf- semi skoðanabræðra viöa um heim. Frelsishreyfingar al- þýðunnar hafa alls staðar orðið að takast á við spillta ráðastétt. A Islandi tengist sú barátta þeim hugsjónum sem ætiö hafa verið skærasta leiðarljós ís- lenskrar vinstrihreyfingar: Hugsjónum um þjóöfrelsi, manngildi og jöfnuö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.