Þjóðviljinn - 01.06.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 1. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Jafnræði í
rúminu miklu
mest hjá
fólki undir
þrítugsaldri
Þegar rætt hefur verið
um jafnrétti kynjanna
hefur ein hlið þeirra mála
oft orðið út undan — en
hreint ekki sú sem minnstu
skiptir. Hér er átt við jafn-
réttið f rúminu. Með öðru
forræði karla hefur fylgl
sá réttur, sem skráður
hefur verið á lagabækur og
festst í sessi með aldagam-
alli innrætingu, að karlar
hafi rétt til samfara við
konur sínar hvenær sem
þeim best líkar. Það hefur
i reynd skipt sýnu minna
máli hvaðþærvildu sjálfar
i þessum efnum: hve oft,
hvenær.
Eiginkonunni
nauðgað
hefur frumkvæði að kynmökum
eöa eruð þaö þér? Svörin urðu á
þessa leið: 41% sögðu það væri
oftast maðurinn, aðeins 4% (og
það mjög jafnt yfir aldursflokka)
sögðu „oftast ég sjálf”, en 45%
sögðu það væri svona ,,sitt á
hvað”. í sambandi við þessa
spurningu má eftir þvi taka, að
hjá konum sem yngri eru en 30
ára er jafnréttið sem felst i
oröinum „sitt á hvað” miklu
meira en hjá öörum aldurs-
flokkum. 75% svara einmitt á
þann veginn, en 21% segja að
karlinn sé oftast frumkvöðull, eða
helmingi færri en meðaltalið.
,Þær vilja þetta"
Næsta spurning laut að al-
lengri hugmynd karla um að
konur vilji gjarna að þær séu
beittar harðneskju, ofsa, i
rúminu. Otkoman er nokkuð
angt frá þeirri hugmynd. Boðiö
/ar upp á sex möguleika og skipt-
ngin eftir prósentum var þessi:
„Ég kann ekki vð það, ég kann
^etur viðbliðuhót” —57%. „Bliða
ig ofstopi fara nokkuð saman hjá
<örlum” 31%
„Þetta er dæmigerð
tcarlmannaskoðun” 16%
„Svoleiðis mundi spilla allri
minni ánægju af samförum” 16%
„Þetta finnst mér mjög
íynæsandi” 6%
„Veit ekki” 8%
Fimmtungi nauögað
En þá er komið að sjálfu
Dfbeldinu. Spurt var að þvi, hvort
það hefði komiö fyrir i hjóna-
oandinu, að konurnar heföu með
valdi verið neyddar til samfara.
Heildarútkoman var sú að 18%
kvenna, eöa næstum þvi fimmta
iver, svöruöu þessari spurningu
játandi, en 82% neitandi. Minnst
var um nauðganir meöal
peirra sem þritugar eru eða yngri
(9%). En mest meöal kvenna á
aldrinum 40-49 ára (20%) og að
þvi er varðar skiptingu eftir
landshlutum, þá kvörtuðu flestar
konur úr þvi kaþólska landi
Bayern yfir ofbeldi karla sinna
(27%)
Siöan voru þær konur sem
kváðust hafa orðið fyrir þessari
reynslu spurðar sérstaklega
Fyrri spurningin laut að þvi
hvernig þetta ofbeldi hefði farið
fram.Hver og 'ein gat gefið fleira
en eitt svar, en útkoman hér á
eftir er i prósentum:
Ég læt það gerast vegna þess að
annars verður hann svo fúll lengi
á eftir — 52%
Ég segist ekki vilja það, en
hann hlustar ekki heldur steypir
sér yfir mig — 33%
Hann hélt mér gegn vilja
minum svo að ég gat ekki hreyft
mig 19%
Ég er hrædd og læt undan af þvi
ég þori ekki að andmæla honum
19%
Hann br.rði mig 3%
Hann var fullur
I annan stað voru konurnar
spurðar að þvi, af hvaða ástæðu
þær hafi neitað mönnum sinum,
sem siöan neyddu þær til eftir-
lætis. Eins og i siðasta tilfelli voru
fleiri svör en eitt möguleg af hálfu
sömu konu, en svörin eru sem
fyrr i prósentum:
Ég var illa fyrir kölluð andlega
55%
Likamleg vanliðan 43%
Hann var drukkinn 28%
Ég var hrædd við að verða ólétt
16%
Ég var á túr 14%.
Maðurinn minn vill það of oft 14%
Ég elska hann ekki 12%
Þetta var i umhverfi eöa á tima
sem mér féllu ekki 12%
Hann heimtaöi stellingu sem ég
vildi ekki 5%
Mér þykir vænt um manninn
minn. en samfarir okkar eru ekki
góðar 2%
En sem fyrr segir:Margt er að
breytast i þessum efnum, og
meðal yngra fólks er miklu sterk-
ara en áður það viðhorf beggja
kynja að einkamálin skuli leyst
með gagnkvæmu samþykki fyrst
og fremst. (byggt á Stern)
„Til þess eru þær"
Jafnt kirkjuhöfðingjar sem
I hverju eru skyldur eiginkonu fóignar?
Skyldur og
frumkvæði
Hér skal til fróðleiks rakiö
nokkuðaf þeim svörum sem fram
komu.
Fyrsta spurning hljóöaði svo:
Spurt er um svonefndar hjóna-
bandsskyldur. Finnst yður að þafi
tilheyri blátt áfram hjónabandinu
að konan sé kynferðislega til ráð-
stöfunar manni sinum hvenær
sem hann vill, eða teljíð þér afi
svo sé ekki?
Það kom á daginn að aöeins
22% giftra kvenna töldu þessar
skyldur sjálfsagðan hluta af
hjónabandi, en 66% töldu að svo
væri ekki. 12% gátu ekki gert upp
huga sinn i þessu máli. Tiltölu-
lega flestar þeirra kvenna sem
viðurkenndu skylduna féllu undir
eldri aldursflokka, kaþólska trú
og verklýðsstétt. Þetta hlutverk
lækkaði eftir þvi sem konurnar
voru yngri og menntaðri.
Næsta spurning var þessi: Ei
það oftast maðurinn yðar sem Mun þeirra kynslóð leysa vandann i sátt og samlyndi?
lagabækur buöu konum að
„gegna eiginkonuskyldum
sinum”, m.ö.o. vera til alls búnar
hvenær sem karlar þeirra fá
áhuga. Marteinn karlinn Lúther
hvatti menn t.d. til þess að barna
konur sinar sem oftast og kvað
það einu gilda, hvort sifelldar
óléttur yrðu þeim til bana eða
ekki; „til þess eru þær,” sagði
þessi höfundur þjóðkirkju okkar.
En jafnréttishreyfing nútimans
er einnig farin að gefa gaum að
þessum málum — viðhorfin eru
aö breytast, og þá hinn kynferðis-
legi veruleiki lika, þótt sjálfsagt
gangi þaö miklu hægar en menn
helst vildu. Það kom til dæmis
fram við nýlega könnun sem
þýska vikublaðið Stern lét fram
fara, aö tvær af hverjum þrem
giftum þýskum konum telja
„eiginkonuskylduna” (m.ö.o.
—„ávallt tilbúin”) úrelta. Og svo
er komið að um það bil fimmta
hver hafði veitt mótspyrnu ásókn
eiginmanns sins og orðið fyrir
nauðgun af þeirra hálfu.