Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. júní 1976. ÞJOÐVILJINN — StÐA 3 Afstrakt Ijóðrœna, frönsk |p Lausar stöður Aðstoðarlæknir Tvær stöður aðstoðarlækna á skurð- lækningadeild Borgarspitalans eru lausar frá 1. júli n.k. til sex mánaða. Umsóknir sendist yfirlækni fyrir 20. júni n.k. F élagsráðg j af ar Stöður félagsráðgjafa við Borgar- spitalann eru lausar til umsóknar. Frek- ari upplýsingar um stöður þessar veitir framkvæmdastjóri. Umsóknarfrestur til 1. júli n.k. Reykjavik, 4. júni 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikur- borgar. Ein af myndum Gerards Schneiders Grafiksýning 40 listamanna: Kjarval hafa þeir grafið upp og Scheving... Á Kjarvalsstöðum er á Lista- hátið efnt til stórrar yfirlits- sýningar á islenskri graffk. Fjörutiu listamenn eiga þar verk, sem alls eru 150-200. Jón Reykdal sagði við blaða- mann sem að garði bar, að mark- mið grafikmanna með sýningunni væri að gera úttekt á þvi besta, sem gert hefur verið á þessu sviði undanfarna áratugi og láta úr verða áróðurslega lyftistöng fyrir grafik. Við drögum eldri graflk fram i dagsljósið og kemur þá fleira i ljós en menn grunaði. Óg inn á milli sýnum við þverskurð af þvi nýjasta. Við höfum að undanförnu lifað mikla uppgangstima i grafik, áhuginn er sýnu meiri en áður. En aðstaðan (verkstæði og tækjarkostur) er ekkisem skyldi. Þvi efnum við með sýningunni til myndahappdrættis til styrktar þvi, að við getum komið okkur upp sameiginlegu verkstæði. Þess ber að geta, að fjöldi verkanna verður til sölu, bæöi eftir eldri og yngri listamenn. Mérsýnist, sagðiJón, að grafik hafi verið nokkuð sniðgengin i islenskri listasögu, m.a. vegna þess að menn vissu ekki vel, hvað gert hafði verið á þessu sviði hér. Má vera, að eftir þessa sýningu hér fallist menn á að endurskoða ýmislegt i þessum efnum. Hér er ýmislegt sem við erum montin af. Hér er góður þver- skurður af grafiskri list Jóns Engilberts. Hér eru ágætar myndir sem Barbara Arnason gerði skömmu fyr- ir andlát sitt, og einnig eldri tréstungur hennar, sem skipa al- gjöra sérstöðu i islenskri mynd- list. Fjórar merkilegar lito- grafiur eftir Kjarval frá 1919 eru hér, persónulegar og mjög Grafikmenn voru i óða önn að hengja upp. kunnáttusamlega gerðar. Hér eru tiu mjög sterkar tréristur eftir Gunnlaug Scheving, sem ekkert hefur verið flaggað þegar fjallað er um hans list. Þær sýna að hann hefur náð mjög sterkum tökum á þessu formi, sem hann leggur svo á hilluna eins og margir aðrir vegna tækjaskorts og áhugaleysis almennings. Við þurfum nú um stundir ekki að kvarta um áhugaleysi — okkar háski og vandi er sem fyrr segir sá, að starfsaðstaðan er i skötu- liki. A Kjarvalsstöðum verða þrjár sýningar opnaðar i dag vegna listahátiðar. A verkum franska málarans Gerards Schneiders, á islenskri grafik og á skýjaborgum islenskra arkitekta. Schneider stendur nú á áttræðu og hefur verið ofarlega á blaði i franskri list með sin lýrisku afstraktverk frá þvi eftir strið. A sýningunni eru 40 myndir unnar með gouchetækni og eru þær frá árunum 1962^1975. Sýningin er farandsýning á vegum franska rikisins. Myndirnar eru fremur einfald- ar i byggingu, breiðar strokur þeirra benda til þess að lista- maðurinn hafi meiri trú á skyndi- legri hugljómun en ihygli og nákvæmni. Laus staða Staða framkvæmdastjóra við Sinfóniu- hljómsveit íslands er hér með auglýst laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa reynslu á sviði stjórnunar og fjármála. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til rikis- útvarpsins fyrir 24. júni n.k. r i Samvinnuferðir bjóða nýtt land, nýjan stað, nýtt umhverfi. 17 daga sumarleyfisferú tll P0RTÚGAI meú viðkomu f 10N00H. A Aigarve-strönd SuSur Portúgals er ein fegursta og best varðveitta baðströnd Evrópu. Eftirsóttur ferðamannastaður, sem fáir islenskir ferðamenn þekkja ennþá. Hingað sækja þeir, sem njóta vilja fegurðar og friðsældar þessa unaðsfagra héraðs, sem varðveitt hefur gamla siði og venjur, ósnortið af erli nútimans. Ævagömul en lifandi sjávarþorp setja viðkunnanlegan svip sinn á hina breiðu og löngu, hvítu og hreinu strönd Algarve. Algarve mai júni júli ágúst sept. okt. Meðalhiti sjávar: 22.0 23.0 25.1 26.5 26.5 23.0 Meðalhiti lofts: 22.5 25.0 28.0 28.5 26.5 23.5 i London verður gist á hótelum í hjarta borg- arinnar. Farþegar ráð- stafa sjálfir tima sin- um þar en farar- stjóri Samvinnu- ferða verður þeim til aðstoð- ar allan timann og kemur heim með hópnum. völdum Á Algarve verður gist i hótelibúðum og litlum villum fast við ströndina, þar sem allur aðbúnaður er i sérflokki. Á Algarve eru golfvellir eftirsóttir af þeim, sem þá iþrótt stunda. Samvinnuferðir hafa skrifstofu á Al- garve með íslenskum starfskrafti til þjónustu og öryggis fyrir farþega sina. DAGFLUG TIL ALGARVE 3. ÁGÚST Reykjavik — Algarve 3. ágúst kl. 8,30. Algarve — London 16. ágúst. London — Reykjavik 19. ágúst kl. 22,05. DAGFLUG TIL ALGARVE 17. ÁGÚST Reykjavik — Algarve 17. ágúst kl. 8.30. Algarve — London 30. ágúst. London — Reykjavik 2. sept. kl. 22.05. Samvinnuferöir Austurstræti 12 simi27077 i Yir Á 077 jfff Komið á KAPPREIÐAR FÁKS 2. hvítasunnudag kl. 14 að Víðivöllum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.