Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 20
Hirtu verðmætin.. en skildu allt draslið eftir i skrautlegum blómagarði Það er ekki ofsögum sagt af snilli sumra stofnana Reykja- víkurborgar og er hreinsunar- deildin ein sú skrautlegasta. Nýjasta dæmið af furðulegum vinnubrögðum þessarar deildar áttu sér stað i fyrradag. Haraldur Guðbergsson teiknari, býr vestur á Brekkustig 7 og þar á hann á lóð sinni listilegan blóma og jurtagarð, i orðsins fyllstu merkingu. Eins og alls- staðar þar sem blóma og jurta- rækt er stunduð vill nokkuð verða um rusl meðan á vorönn- um i görðunum stendur. Þannig var það hjá Haraldi og hringdi hann þvi til hreinsunardeildar borgarinnar og spurði hvort hún vildi flytja fyrir sig ruslið á haugana. Það var ekkert þvi til fyrirstöðu en það kostaði bara mörg þúsund krónur, þannig að Haraldur afþakkaði það og sagðist myndi sjá um flutning- ana sjálfur. Það gerði hann lika, en á meöan hann var að fara næst siðustu ferðina á haugana á litlum sendiferðabil sem hann á, milli kl. 8 og 9 i fyrramorgun, kemur allt i einu bifreið frá hreinsunardeild og með henni 3 menn. Þeir tóku þar fiest sem laust var i garðinum, nema ruslahrúgu nokkra^hana skildu þeir eftir. Og flest af þvi sem þeir hirtu voru mikil verðmæti, meðal annars sæsorfnar spýtur sem Haraldur notar til skrauts i garði sinum og hefur viðað að sér i vetur með þvi að ganga fjörur, og auk þess fúavarða lista, sem hann notar og ýmis- legt fleira, svo sem glugga með sérstökum loftventli sem hann notar við blómarækt i kjallara sinum. En ruslahrúguna skildu þeir eftir. Þegar Haraldur hafði samband við hreinsunardeiid var fátt um svör, nema hortug- heit. Þeir viðurkenndu að visu að hafa farið i garð hans, sendu vörubilstjóra og unglingspilt, sem var i sjálfsvald sett hvað þeir hir,tu. Forsvarsmaður hreinsunardeildar sagði að lóð og garður Haraldar hefði um árabil verið á svörtum lista hjá þeim ’1 svo furðulegt sem það er, þvi garðurinn er listafagur, en þess ber að geta að Haraldur notar ýmislegt óvenjulegt til skrauts sem ekki fæst i búðum, en greinilegt er að það eitt sem i verslunum fæst telst til verð- mæta i augum snillinganna hjá hreinsunardeildinni. Sjálfsagt fær Haraldur tjón sitt ekki bætt en sjálfsagt er að vara fólk við hreinsunardeild- inni meðan svona vinnubrögð tiðkaðist hjá henni. —S.dór. Furðuleg vinnubrögð hreinsunardeildar Haraldur Guðbergsson teiknari í garði slnum. Og þessi fallegi blómagarður hefur að sögn hreinsunar- deildar Reykjavikurborgar verið á svörtum lista árum saman!!! Viðurinn sem Haraldur notar I grind- verkið sem er fyrir framan hann á myndinni er að visu ekki keyptur I timburverslun, heldur er um að ræða sæsorfinn við sem hann hefur tínt saman á fjörum i kringum borgina. — Ljósm. S.dór. DJOÐV/Um Laugardagur 5. júni 1976. Samtök frjálslyndra álykta: ,Bein uppgjöf í landhelgismálinu’ Samtök frjálslyndra og vinstri- manna hafa á sameiginlegum fundi þingflokks og fram- kvæmdastjórnar samþykkt harð- orða ályktun um landhelgismálið. Alyktunin er löng og hefur margt i henni komið áður fram I yfirlýs- ingum stjórnarandstöðunnar sameiginlega. En I niðurlagi ályktunarinnar segir: „Samkomulag þetta við breta er stórhættulegt og mun hafa í för með sér háskalegar afleiðingar fyrir þjóðina og er nánast bein uppgjöf i landhelgismálinu. Að öllu þessu athuguðu og þeg- ar höfð er i huga sú þróun i haf- réttarmálum, sem átt hefur sér stað og bendir til að innan mjög skamms tima megi vænta viöur- Framhald á 18. siðu. íslandsmótið i bridge: Urslitakeppnin verður um helgina C'rslitakeppni Islandsmótsins i bridge fer fram um þessa helgi og hófst keppnin raunar i gær, föstu- dag. Það eru 8 sveitir sem þátt taka i úrslitakeppninni og i l. um- ferð, sem fram fór i gær urðu úr- slit þessi: Sveit Jóns Baldurssonar 3, sveit Stefáns Guðjohnsen 17. Sveit Ólafs H. 18, sveit Ólafs G. 2. Sveit Böðvars G. 15, sveit Hjalta 5. Sveit Boggu Steins 17, sveit Jó- hannes Þ. 3. Úrslit i 2. umferð urðu þessi: Sveit Ólafs H. 6, sveit Jóhanns Þ. 14. Sveit Hjalta 17, sveit Ólafs G. 3. Sveit Stefáns 12, sveit Boggu Steins 8. Sveit Jóns 16, sveit Böðvars 4. Áríðandi tilkynning frá Olíufélaginu Skeljungi h.f. Olíuféiagið Skeljungur h.f. hef- ur um langt skeið selt steinolfu i tveggja litra brúsum. Rökstuddur grunur hefur komið fram urn að i maímánuði hafi farið i dreifingu til útsöluaðila félagsins nokkurt magn brúsa með bensinmengaðri steinoliu. Tekist hefur að innkalla megin hluta þessa magns nú þegar, en þar sem ekki er enn fullsannað hvort einhverjir brúsar með sliku bensinmenguðu innihaldi hafi verið seldir og komist þannig i umferð, vill félagið, að höfðu samráði við Brunamálastofnun rikisins, koma þeirri áriðandi að- vörun á framfæri við alla þá, sem hafa undir höndum steinoliubrúsa merkta félaginu að skila þeim á næsta útsölustað félagsins. Tekið skal fram, að leiki minnsti vafi á um innihald brúsa eru aðilar eindregið hvattir til aö skila þeim inn en treysta ekki á að lyktarskyn skeri úr um innihald þeirra. Vegaþjónusta FÍB F.I.B. 1. Verður staðsett við Valhöll og mun fara út frá þeim stað eftir þörfum, en skilaboðum er hægt að koma til bilsins um söluskálann i Valhöll. F.Í.B. 4. Verður staðsettur við Botns- skálann i Hvalfirði og er hægt að koma boðum til bilsins um Botns- skálann. F.Í.B. 11. Verður staðsettur við Þrastar- lund og er hægt að koma boðum til bilsins um Þrastarlund. Framhald á 18. siðu. STEFNT AÐ JARÐSTÖÐ í frétt frá samgönguráðuneyt- inu kcmur fram að ráðuneytið hefur skipað nefnd til að taka upp viðræður við Mikla norræna - ritsimafélagið um framkvæmd gildandi samnings félagsins við islenska ríkið. t nefndina voru skipaðir: Gaukur Jörundsson prófessor, sem er formaðuij Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri, Gamaliel Sveinsson við- skiptafræðingur, Jón Skúlason póst- og simamálastjóri og Þor- varður Jónsson yfirverkfræðing- ur. Nefndin á m.a. að miða afstöðu sina við að núgildandi samningur verði ekki framlengdur, að það er ákveðin stefna islenskra stjórn- valda að koma upp jarðstöð sem fyrst og eigi siðar en samningur- inn við Mikla norræna rennur út. Nefndin á i viðræðunum að reyna að fá félagið til að fallast á stytt- ingu samningstimans. Nefndin á að ljúka störfum fyrir september n.k. Sverrir og Tómas áfram forstjórar A fundi stjórnar Framkvænda- stofnunar rikisins i gær var sam- þykkt að gera þá tillögu til rikis- stjórnarinnar að Sverrir Her- mannsson og Tómas Amason yrðu skipaðir forstjórar Fram- kvæmdastofnunar rikisins. Enn- fremur var samþykkt tillaga um að Guðmundur B. ólafsson for- stöðumaður lánadeildar yrði skipaður framkvændastjóri lána- deildar og Bjarni Bragi Jónsson forstöðumaður áætlanadeildar yrði settur framkvæmdastjóri áætlanadeildar til 1. sept. n.k. Samkvæmt lögum frá 18. mai s.l. skal rikisstjórnin skipa for- stjóra Framkvæmdastofnunar- innar og framkvæmdastjóra deilda stofnunarinnar samkvæmt tillögum stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikisins. Dráttarvéla hjólbaröar Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.