Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. júnl 1976. DWDVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson lUmsjón meö sunnudagsblaöi: Atni Bergmann Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HVAR VANNST SA SIGUR? Enn eru samningarnir við breta um landhelgismálið helsta umræðuefnið manna á milli og i skrifum dagblaðanna. Talsmenn stjórnarflokkanna leggja allt kapp á, að sannfæra fólk um, að i Osló hafi náðst sá árangur, að bretar viðurkenni nú 200 milna landhelgi okkar, og þar með sé fullur sigur unninn, sem þakka beri ráð- herrunum i rikisstjórn Islands. Það rétta er hins vegar, að i samkomu- laginu við breta er hvergi að finna neina skýlausa yfirlýsingu af þeirra hálfu um viðurkenningu á 200 milna fiskveiðiland- helgi við íslandsstrendur, bretar áskilja sér allan rétt til að láta Efnahagsbanda- lagið beita okkur harðvitugum efnahags- þvingunum fái breskir togarar ekki að veiða hér áfram eftir 1. des. n.k. Þarna fylgir þvi sá böggull skammrifi, sem auðvitað samrýmist engan veginn skýlausri viðurkenningu, enda ekki um hana að ræða. Hitt er rétt, að bretar gátu ekki komist hjá þvi að viðurkenna að nokkru þær stað- reyndir, sem fyrir lágu, annars vegar um alþjóðlega þróun hafréttarmála, og hins vegar um árangur islensku varðskipanna, en vanmátt breska flotans við að tryggja árangursrikar fiskveiðar breta hér án samninga. Sú takmarkaða og skilyrta viðurkenn- ing, sem bretar láta i té, er aðeins viður- kenning á þessum bláköldu staðreyndum, sem eldci var i valdi bresku rikisstjórnar- innar að breyta. Það er þvi á miðunum við tsland og á hafréttarráðstefnunni, sem okkar sigrar hafa unnist en ekki úti i Osló. Þrátt fyrir margvislegar úrtölur og undanhald einstakra stjórnmálamanna og flokka á liðnum árum hefur okkur samt fyrir þrautseiga baráttu islenskrar alþýðu og hetjulega framgöngu varðskipsmanna tekist að eiga drjúgan hlut að þvi að reisa þá „óstöðvandi alheimshreyfingu” fyrir óskertum rétti strandrikja til 200 milna auðlindalögsögu, sem Anthony Crosland, utanrikisráðherra breta talar nú um. Breska rikisstjórnin veit vel, að á fundi hafréttarráðstefnunnar nú i sumar, er þess að vænta, að samþykkt verði með at- kvæðagreiðslu alþjóðalög, sem tryggi strandrikjum skýlausan einhliða rétt til alls forræðis innan 200 milna markanna. Breska rikisstjórnin veit lika að sjálf hef- ur hún, vegna eigin hagsmuna, ákveðið að greiða atkvæði á sama hátt og fulltrúar ís- lands um þetta mál. Þannig er þess að vænta, að siðsumars liggi fyrir alþjóðleg og endanleg viður- kenning á 200 milna auðlindalögsögu, ekki bara Islands, heldur strandrikjanna al- mennt. Sú takmarkaða og skilyrta viður- kenning, sem bretar létu i té i Osló i þess- um efnum er þvi ekki þakkarverð. En breska rikisstjórnin vissi ekki að- eins, að nú siðsumars yrði hún væntanlega knúin til að viðurkenna 200 milna lögsögu við ísland, vegna hinnar „óstöðvandi al- heimshreyfingar”, sem þegar hefur sýnt sig á ótviræðan hátt á hafréttarráðstefn- unni, og bretar hafa sjálfir gerst þar aðil- ar að, — heldur vissi rikisstjórn Stóra- Bretlands einnig, að fiskveiðar við ísland verða ekki stundaðar með árangri undir herskipavernd, sé varðskipum íslendinga beitt. Opinberar veiðitölur breta sýndu að aflinn var hér fullum þriðjungi minni á veiðidag hvers togara nú undanfarna mánuði, heldur en verið hafði á siðasta ári, þegar togararnir fengu að veiða i friði. Það er tæp 5,5 tonn nú á móti 8,2 tonnum sömu mánuði i fyrra. Af þessum tveimur ástæðum vildu bret- ar umfram allt semja nú. Þeir vissu sem var, að herskipum gætu þeir undir engum kringumstæðum beitt hér, þegar niður- stöður hafréttarráðstefnunnar liggja end- anlega fyrir um 200 milna auðlindalög- sögu og rétt strandrikja, en það verður væntanlega i haust. Þeir vissu lika, að varðandi áframhald fiskveiða hér næsta vetur ættu þeir þvi allt undir annars vegar hugsanlegum velvilja islenskra stjórnvalda, og hins vegar mögulegum efnahagsþvingunum Efna- hagsbandalagsins gegn okkur. Striðið var tapað fyrir breta. Við höfð- um unnið það áður en ráðherrarnir fóru til Osló. Það er mergurinn málsins. Að nokkru kemur þetta fram i samningunum i Osló, en þó er meginniðurstaða þeirra sú, að fullum sigri er slegið á frest að óþörfu, og bretum tryggðir betri kostir en þeir áttu skilið, og betri kostir en þeir höfðu nokkra stöðu til að knýja fram, ef engan bilbug hefði verið á islensku ráðherrunum að finna. Að loknum fundi hafréttarráðstefnunn- ar i sumar verður það væntanlega alfarið á valdi islenskra stjórnvalda einna, hvort bretar veiða hér áfram eftir 1. des. Þar breytir samkomulagið i Osló engu til eða frá. Það versta er hins vegar, að þrátt fyrir hótanir breta um efnahagsþvinganir, þá fylgir samkomulaginu alls engin yfirlýs- ing frá islensku rikisstjórninni um að þann 1. des. n.k., þegar samkomulagið rennur út, ljúki veiðum breta hér endanlega. Þvert á móti gefa ráðherr- arnir islensku i sinum yfir- lýsingum bretum undir fót- inn um „gagnkvæm veiðirétt- indi” að samningstima liðn- um. Margt bendir til að bretar telji sig nú þegar örugga um slika framlengingu, ef sama rikisstjórn fer með völd á íslandi. Við erum þvi enn ekki búin að bita úr nál- inni, — en láti stjórnvöld undir höfuð leggjast að stöðva veiðar breta þann 1. des., þá er þar um hreinar matgjafir að ræða, annað ekki. □ Finnur Torfi Stefánsson, ) Prófsteinn Finnur Torfi krefst löglegs þingfundar. Auöunn varar viö vaxandi forréttindum útlendinga. Foréttindi útlendinga Rætt var viö Auöun Auðuns- son skipstjóra á togaranum Hvalbak i DB i fyrradag og var hann aö vanda ekki myrkur I máli vegna landhelgismálsins. Auöunn sagöi: „Ég fæ ekki séö I nokkrum samningum aö útlendingar sem fá aö veiöa á Islandsmiðum þurfi aö fara eftir islenskum reglum um möskvastærö um leið og veriö er aö heröa aö okk- ur sjálfum hvað þaö varöar.” Auöunn benti á aö „útlendingar væru með 120 mm möskva skv. samþykkt NA-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar, islensku togararnir væru nú meö stærri möskva i netum sinum eöa 135 mm og yröu þeir aö líkindum stækkaöir upp i 150—155 mm i haust, þannig aö munurinn væri 30 til 35 mm.” ...„þeir islensku mættu ekki koma meö fisk aö landi undir 50 cm um leiö og t.d. i Færeyjum fengjust röskar 30 kr. fyrir fisk af stæröinni 32—42 cm.” Um Oslóarsamningana haföi Auöunn þetta aö segja: „Ljótt er til þess aö vita að nú er veriö aö semja viö útlendinga um áframhald þessara veiöa hér 70 til 80 þúsund tonn á árinu yröi samanlagður afli þeirra og annarra útlendinga hér, sjálf- sagt ekki undir svona 150 þús- und tonnum, en þaö þýddi aö leggja yröi islenskan sjávarút- veg niöur eftir hálft áriö.” „Þá miöar Auöunn viö þær hámarkstölur sem talað er um i svörtu skýrslunni og að ekki yrði skefjaláus rányrkja stund- uö hér á miöunum það sem eftir væri árs,” bætir DB viö. Þaö er svart útlitiö eftir samnihgana aö dómi þessa reynda skipstjóra. Hann óttast afleiöingar samkomulagsins viö útlendinga fyrir Islenskan sjávarútveg, sem gæti lagst niöur eftir hálft áriö, en jafn- framt mætti spyrja hvort þessir frægu „sigurherrar samninga- borösins” hafi alveg gleymt aö nefna möskvastæröir. Eitt er vlst að Matthias man eftir þeim þegar sjávarútvegsráöuneytiö skipar vestfirskum sjómönnum fyrir, en útlendingar hafa for- réttindi aö dómi ráöherrans. Spjallfundir góðborgara! Finnur Torfi Stefánsson lög- fræöingur skrifar grein I Al- þýöublaöiö á fimmtudag er hann nefnir Prófsteinn alþingis. Þar vikur hann aö þeirri ákvöröun rikisstjórnarinnar aö sniöganga alþingi og láta sam- komulagiö i Osló taka gildi án þess aö kalla alþingi saman. Telur Finnur samþykktir þíng- flokka ekki rétthærri en spjall- fundi góöborgara. Finnur Torfi segir: „Þvi hefur verið haldiö fram aö þingmenn stjórnarflokkanna hafi veitt rikisstjórninni umboð til þess aö gera samkomulagiö. Mun þar vera átt viö þingflokks- fundiþá, sem haldnir voru til aö kynna þingmönnum niöurstööur Osló umræönanna fyrri. Þaö var tekiö skýrt fram þá, að hvorugur stjórnarflokkanna heföi gert neina samþykkt um máliö, heldur heföi þaö einungis veriökynnt og rætt. Ekki veröur ráöherrum veitt umboö til samninga viö erlendar þjóöir meö þeim hætti. Hvar fékkst þá umboðið? 1 persónulegum viö- tölurn ráöherra viö þingmenn? Eöa var ef til vill ekki um neitt umboö aö ræöa? Ennfremur má taka fram aö þingflokksfundum eru engar heimildir veittar i stjórnlögum landsins til ákvarðana i málefn- um þjóöarinnar. 1 þessum skilnipgi eru þeir ekki rétthærri en spjallfundur góöborgara á kaffihúsi. Einungis löglegur þingfundur á Alþingi hefur þetta vald, þar sem m.a. þvi grund- vallarskilyröi er fullnægt aö umræöur fara fram fyrir opnum tjöldum. Alþingi á nú leikinn, eti þjóöin blöur og vonar.” —óre

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.