Þjóðviljinn - 09.06.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júni 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 '..|9ÉÍÍ Herinn og landhelgin Heimsatburöir á þessari öld hafa mikið markast af svokall- aðri heimsváldastefnu stórra auðvaldsrikja. Auðhringir þessara landa teygja arðráns- krumlur sinar um heim allan i leit sinni að mörkuðum og hrá- efnum. Hvarvetna þar, sem mótstaða er litil vegna smæðar eða vanþróunar þjóðar, sölsa þeir undir sig og mergsjúga náttúruauðlindirnar. Stundar- gróðinn ræður ferðinni, en hagsmunir viðkomandi þjóðar skipta þá engu. Svona dæmi snýr að okkur. Á ég þar við framferði breta á miðunum, sem valdið hefur bæði.reiöi og undrun i brjóstum okkar islendinga. Fjölmiðlar hafa flutt fréttir af landhelgismálinu i æsifréttastil, en um hitt verið minna hirt, að skyggnast bak við tjöldin. Þeir hafa litið flaggað þeirri nöpru staðreynd, að þorskastriðið er aðeins litið dæmi um þau átök, sem nú eiga sér stað vegna ásælni iönrikjanna i hráefni. Við islendingar byggjum afkomu okkar á eigin auð- lindum en ekki tæknivæddum iðnaði, sem krefst hráefna- öflunar utanlands frá. Þvi hlýtur það að þjóna best hags- munum okkar, að við skipum okkur á bekk með þjóðum þriðja heimsins til að vernda auðlindir okkar. Engu að siður hafa islensk stjórnvöld, allt frá striðslokum, róið að þvi öllum árum, að tengja þjóðina auðvaldslöndunum sterkum böndum. Þetta hafa þau gert t.d. með inngöngunni i Nató 1949, og þegar þangað var komið bar okkur vitaskuld að efla það og styrkja meö herverndarsamningi við Bandarikin. tsland á sina burgeisastétt, þótt fámenn sé og veik á heims- mælikvarða. Og stundargróði hennar fer ekki saman við hags- muni alþýðunnar i hermálinu og þvi siður landhelgismálinu. Þar hefur manni virst sem undir- lægjuháttur og aðgerðaleysi hafi verið aðalsmerki islenskra stjórnvalda, margnefnd bókun 6 verið hafin til skýjanna og annað veifið verið talin öllu mikilvægari fyrir efnahag okkar. Sýnir það best hverra fulltrúar núverandi stjórnar- flokkar eru. 1 upphafi þorskastriðsins sýndi almenningur málinu mikinn áhuga. Mikill fjöldi yfir- Iýsinga varðandi málið kom frá ýmsum félögum og samtökum i landinu. Mikið var skrifað i blöð af almenningi og fundir haldnir. Ég er sannfærður um, að það er þessum þrýstingi frá almenningi að þakka að deilan erekki útkljáð, (þetta er skrifað örskömmu áður en samið var), þvi hvað munar stjórnvöldin um einn smánarsamning i viðbót? Eftir þvi, sem mánuðirnir hafa liðið virðist sem áhugi almenn- ings hafi farið þverrandi. Þeirri þróun verður að snúa við. Land- helgismálið verður að vinna og sá sigur næst ekki nema al- menningur taki höndum saman i skipulegri fjöldabaráttu og beiti þannig stöðugum þrýstingi á stjórnvöld. Landhelgisdeildan hefur sannað okkur hvers eðlis Nató og herir þess eru. Herinn er ekki hér á landi til þess að þjóna hagsmunum tslands, (nema þá yfirstéttinni), heldur hags- munum erlends auðvalds og heimsvaldastefnunnar. Við getum ekki barist fyrir útfærslu islensku landhelginnar án þess að lita á grundvallarorsök Framhald á bls. 14. Frjálslyndi Morgunblaðsins Tvö hverfafélög Sjálfstæðis- flokksins boðuðu til fundar að kvöldi miðvikudagsins 2. júni s.l. að Hótel Sögu. Fundarefnið var: Frjáls blaðamennska og höfðu hverfafélög Vestur- og Miðbæjarhverfis ásamt Nes- og Melahverfi boðað til fundarins. Samið hafði verið við ritstjóra dagblaðanna 6 um að hafa framsögu um efnið og siðan áttu að vera um það hringborðsum- ræður. Fundurinn fór hið besta fram og allir ritstjórarnir mættu, — nema frá Morgunblaðinu, en það blað hefur eins og flestir vita, tveim ritstjórum á að skipa. En þótt sjálfstæðisfélög hafi átt i hlut voru boðuð forföll af þeim ritstjóra Mbl., sem lofað hafði að mæta, og enginn fulltrúi blaðsins flutti mál þess. Fundargestum þótti það sæta furðu, að Mbl. skyldi ekki sjá ástæðu til þess aðsenda fulltrúa sinn til að skiptast á skoðunum við aðra ritstjóra um þetta efni, frjálsa blaðamennsku. Fundarstjóri, sem var Mark- ús örn Antonsson, hefur senni- lega haft svipaðar tilfinningar, þvi að i upphafi fundar spurðist hann fyrir um hvort einhver blaöamaður Mbl., (en þeir voru staddir þarna i upphafi fundar), vildi ekki tala fyrir hönd þess, þar sem ritstjóri hefði ekki mætt til leiks. En enginn gaf sig fram til þess að taka upp hansk- ann fyrir stærsta blað landsins. „Svona er nú frelsið i islenska blaðaheiminum”, varð einum fundargesta að orði. Þess má geta, að eftir að framsöguræður höfðu verið haldnar yfirgáfu blaðamenn Mbl. fundarsalinn einn af öðrum. Þessi undarlega framkoma stærsta blaðs landsmanna vakti almenna undrun á þessum fundi, sem var, eins og áður er sagt, boðaður af hverfafélögum Sjálfstæðismanna og einmitt þeim, þar sem stuðningsmenn flokksins eru sennilega hvað harðastir. Eiga félög þessi engu að siður þakkir skildar fyrir að boða til þessa fundar um svo áhugavert efni, sem frjáls blaðamennska er. En Mbl. er sennilega ekki á þeirri skoðun, að um hana þurfi að ræða. Fundarmaöur FRÁ HOFSÓSI Eins og venja hefur verið á þessum árstöna hafa smábátar héöan stundaö grásleppuveiðar að undanförnu, sagði oddviti jjeirra Hofsósinga, þegar blaðið átti tal við hann nýlega. Þeirri vertið er nú aö ljúka og hefur gengiö fremur laklega. Þvi veldur hvorutveggja: tregur afli og gæftaleysi. Bátarnir munu nú búast á handfæraveið- ar og stunda þær f sumar. Von- andi verður færafiskurinn fjör- ugri en grásleppan. Afli hefur verið sæmilegur hjá togskipunum upp á siðkastið. Skafti var t.d. nýlega að landa 120 smál. af góöum þorski. Nóg er aðgera i írystihúsinu. Við hér fáum hér þriðjung aflans úr hverju hinna þriggja togskipa og nægir það, með þvi, sem berst að frá heimabátum, til þess að tryggja nokkuð sam- fellda vinnu i húsinu. Verið er að byggja kennara- bústaö og eru það tvær ibúðir i einu húsi. Aðrar tvær kennara- ibúðir eru komnar það langt áleiðisað þær verða væntanlega tilbúnar i haust. Hugmyndin er, að sveitarfélagið hefji byggingu fjögurra leiguibúða. Leitað var tilboða i þær byggingar en við teljum þau ekki nógu hagstæð og þvi enn óvist hver tekur að sér að koma þeim upp. Börn og unglingar héðan úr Hofsósieru nú viö sundnám viö Barðslaug i Fljótum og er þeim ekið aö heiman og heim. Þegar sundnáminu lýkur er ætlunin að vinna hefjist fyrir unglingana hér heima, við að hreinsa og prýða þorpið og yrði þetta þá þriöja sumarið, sem ungling- arnir annast það verk. Mikill áhugi er á þvf að koma upp hitaveitu fyrir Hofsós. Leggjum viö áherslu á að at- hugað veröi í sumar hvort fáan- legt sé nægilegt heitt vatn til þeirra hluta við Reykjarhól á Grafarbökkum. Með þeirri tækni, sem nú er unnt að beita viö jarðhitaleit, teljum við eng- an veginn útilokað, að það sé finnanlegt þar. Fjólmundur Karlsson rekur hér myndarlegt vélaverkstæöi og er það þekkt að vandaöri vinnu og ágætri. Þar hafa nokkrir menn atvinnu að stað- aldri. Á verkstæðinu vinna Fjól- mundur og menn hans m.a. að smíði hljóðkúta og hefur sú framleiðsla likað mjög vel. Einnig hefur Fjólmundur ann- ast smiöi færibandakerfa i slát- urhús og séð um uppsetningu á þeim. Nefna má og, að Kaupfélag Skagfirðinga rekur hér sauma- stofu, semveitir nokkrum kon- um atvinnu. Likur eru á, að starfsemi saumastofunnar auk- ist f sumar með þeim hætti, aö þar verði einnig farið aö sniða þær flikur, sem saumaöar eru, en þaö hefur áöur verið gert á Akureyri. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.