Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júni 1976 Miðvikudagur 9. júni 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 SVERRIR HÓLMARSSON SKRIFAR en reis hæst i þvi magnaða kvæðalagi Ólavi riddararós, sem sannast að segja gerir ólaf okkar liljurós næsta litilfjörlegan við samanburð. Gaman var að heyra brot úr nýjum færeyskum leikritum eftir þá Steinbjörn Jacobsen og Jens Pauli Heinesen, og vel mættu is- lensk leikhús huga að þvi ívort ekki væri ráð að taka eitthvert nýlegt færeyskt verk til sýning- ar. Það var að visu tæpast unnt að dæma verk þessi eftir þeim örlitlu brotum sem við fengum að sjá, en það var mikill húmor i brotinu úr nýjasta verki Jacobsens, sem enn er reyndar ósýnt og magnaöur kraftur i þvl sem við fengum að sjá af nýjasta verki Heinesens, „Hvönn stakkin skal ég fara i, pápi?”. Menningarleg samskipti Is- lands og Færéyja hafa verið allt of litil. Eitt af þvi sem hér veldur er áreiðanlega hversu erfiðlega óvönum islendingum gengur að skilja talaða færeysku, enda þótt málin séu eins skyld og raun ber vitni. Ástæðan fyrir þessu er sú að málin hafa farið hvort i sina áttina i þróun hljóðkerfis. Hins vegar þarf ekki nema mjög litla æfingu fyriri islending til að hann geti lært að skilja málið til fullnustu. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir skóla okkar að sjá til þess að allir is- lendingar fengju slika æfingu. Það mundi ekki útheimta mikinn tima, og mundi áreiðanlega bera meiri árangur en margt af þvi sem þar er gert. Hafi frændur okkar þökk fyrir skemmtunina. Sagan af dátanum &&&&&&&& "xjllfJ vPfv vffLZ Framlag Leikfélags Reykja- vikur til listahátiðar að þessu sinni er Sagan af dátanum eftir þá Ramuz og Stravinsky. Þeir kumpánár sömdu þetta verk 1918, I lok heimsstyrjaldar og voru að leitast við að finna nýjar tján- ingarleiðir með nýstárlegu sam- spili tónlistar, bundins máls og leikrænnar túlkunar, þar sem öllu er haldið eins einföldu og vera má. Tónlist Stravinskys er löngu orðin sigild og er eitt af skemmti- legustu verkum tuttugustu aldar. Sagan af dátanum er ævintýri sem segir einfalda en magnaöa sögu um baráttuna milli hins illa og hins góða. Hermaðurinn ánetj- ast djöflinum, selur fiðlu sina fyrir auð og völd, en tapar þar með öllu þvi sem honum var raunverulega verðmætast. Hann háir langa og harða baráttu við kölska og hefur sigur um stund, en verður að lokum hinu illa að bráð. Kjartan Ragnarsson hefur sett verkið á svið, greinilega með það i huga að sýningin verði jafnt fyrir augað sem eyrað, og hefur gert það af mikilli hugkvæmni og útsjónarsemi. Hann bætir inn tveimur trúðum sem taka á sig alls konar gervi og fylla vel út i leikinn. Þar sem meirihluti leiks- ins er þögull af leikaranna hendi og mestur hluti textans i munni sögumanns, reynir mjög á lát- bragðstækni, og fersthópnum það mjög vel úr hendi, einkum miðað við æfingarleysi hans i þeirri list. Harald G. Haraldsson er vaskur og kemur vel fyrir i hlutverki dát- ans. Sigriöi Hagalin vantar nokk- uö uppá aö veröa sannfærandi sem kölski. Valger sr bdxa to Daniel Williamsson leysa trúðs- hlutverkin skemmtilega, og Nanna ólafsdóttir er afskaplega sæt kóngsdóttir ogfer fallega með sitt hlutverk. Um tónlistarflutninginn er ég ekki dómbær tæknilega séð, en hann lét ákaflega vel i eyrum. Sverrir Hólmarsson. Hermaðurinn og kölski í upphafi Lista- hátíðar Þá er blessuð listahátiðin byrj- uð að skemmta landslýðnum rétt eina ferðina. Mér virðist þessi listahátið einhvern veginn skemmtilegri að sjá en þær fyrri, fjölbreytilegri og uppáfinninga- samari. Það er kannskí af þvi að nú vantar stóru kanónurnar i tón- listinni og litlir peningar voru fyrir hendi, og þar af leiðandi hafa aðstandendur hátiðarinnar orðið að sýna meiri útsjónarsemi við að finna atriði sem ekki kosta of mikla peninga. Færeyingar Það er ekki alltaf mest gaman að þvi sem kostar mikla peninga. Það getur verið meira gaman að þremur manneskjum uppi á litl- um palli með engan tæknibúnað eða tilstand, heldur en heilum leikflokk með risavöxnum leik- tjöldum og hljómsveit. Þetta sannaðist áþreifanlega i Norræna húsinu á hvitasunnudag, þegar þau Annika Hoydal, Eyðun johannessen og Finnbogi Johannessen fluttu dagskrá af færeyskum kvæðum, söngvum og leikritsbrotum, og náðu svo al- gerum tökum á áhorfendum sin- um að fátitt var. Með eðlí legri óþvingaöri framkomu sinni og brennandi áhuga á að koma efni sinu sem best til skila unnu þremenningarnir hugi og hjörtu. Efnið var margvislegt. Eyðun Johannessen flutti einföld, innileg kvæði Hans A. Djurhuusar af nærfærni og glettni, og Annika Hoydal heillaði alla með kraft- mikilli rödd sinni i lögum af ýmsu tagi, gömlum þjóðlögum sem og nýrri lögum, m.a. eftir sjálfa sig, LEIKHÚSPISTIL Samkenndar hrollur í tónasmiöju Ýmislegt gerist á Lista- hátíð sem gæti hljómað eins og andóf (kannski ó- meðvitað) gegn há- þróuðum, mannfrekum og fjárfrekum listf lutningi. AAeðal þessa er heimsókn svíans Gunnar Walkare og hans manna. En auk þess að þeir héldu tónleika með frumstæðum hljóðfærum sem svo eru kölluð opnuðu þeir um helgina tvivegis tónasmiðju. Hún starfaði sem hér segir: I enda eystri gangs Kjarvals- staða voru nokkrir liðsmenn Gunnars með bambusstengur, plastpipur, pappahólka, skinn- pjötlur, sagir, hnifa og fleira þessháttar. Þeir aðstlðuðu lyst- hafendur við að smiða sér ein- faldar flautur, trumbur, hringlur (kubbur, naglar, upp á naglana eru þræddar tvær— þrjár blikk- skifur). Barnaskólaaldurinn var þarna einna sterkastur, enn- fremur komu þar aö nokkrir popparar, þeir sem höföu velt áer yfir fertugsaldurinn sýndu mest velviljaða forvitni. Þó mátti sjá Gunnar Walkare; það sakar ekki að baula með særingar forneskjulegar. Ljósm. E.K. Nýmsiðuð flauta og Ilfsreynd trumba. Plaströr voru söguð I sundur I flautur. Mislitur hópur blandaði geði yfir stórum slagverkum úr tré. og hlusta á svona uppákomu. Eina ráðið er að setjast niður -Sjálfur og berja tré og dósir eftir bestu samvisku. Eftir að þú hefur barið i einar fimm eða tiu min- útur þá fer að færast um þig ein- hver vottur af samkenndarhrolli, gott ef að viðhorfin til umhverfis- ins færast ekki i óvenju jákvætt horf. Þú ferð að trúa þvi, að það væri hægt með langvinnum og einhæfum trumbuslætti og ein- faldari flautú kannski að magna upp við myrkur og eld mikinn og samstilltan vilja, sem siðan mætti beita til stórra verka; einn fyrir alla, allir fyrir einn. AB. Jón tónskald Asgeirsson taka smáeinvigi við handhafa ný- smiöaðrar trommu. Úr stofu við hinn enda gangs- ins barst hinsvegar taktfastur hávaði; þar voru menn að prófa nýgerðar flautur eða hringlur, en einkum notuðu menn tvo stóra og einfalda „xylofóna” út tré; frá þeim barst sú einfalda undir- stöðumelódia sem annað slag- verk á staðnum tók undir. Tréspil þessi voru svo voldug að fjórir gátu barið á eitt með samkomu- lagsvilja, sem var r^yndar á all- háu stigi. Aðrir settust að trommum og dósum og klofnum kókoshnetum. Eins og að llkum lætur voru það börnin, sá partur þjóðarinnar sem er i minnstri hættu fyrir spé- hræðslu sem gekk best fram t að halda uppi þessum einfoldu tón- smiðum. Þó kom þarna öðru hvoru slæðingur af þeim sem kallaðir eru fullorðnir, og ekki bara til að horfa á. Hvað verður nú úr svona tóna- barsmið? Háttfastur hávaði, til- viljunum blandinn, gnýr sem stundum fær lið af mannsröddum sem ósjálfrátt eru farnar að likja eftir forsögulegu góli eða sær- ingum? Það er ekki gott að vita. Ég held satt að segja, að það sé ekkert gaman til lengdar að horfa Paul Douglas Freeman Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlist á listahátíð Upphafið Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 4. júní 1976 Stjórnandi: Paul Douglas Freeman. Einleikari: Unnur AAaría Ingólfsdóttir Efnisskrá: Atli Heimir Sveinsson: Flower Shower Richard Wagner: Forleikur að 3. þætti óperunnar Lohengrin, Felix Mendelssohn: Fiðlukonsert I e-moll, op. 64 Dimitri Sjostakovitsj: Flower Shower Forleikur að 3. þætti óperunnar Lohengrin Fiðlukonsert i e-moll, op. 64 Sinfónia nr, 5, op. 47. Bandarikjamaöurinn Paul Douglas Freeman var hljóm- sveitarstjóri á þessum tónleikum sem auglýst var að myndu hefjast klukkan 8.30 en verk Atla Heimis Sveinssonar var reyndar byrjað nokkru fyrr og myndaði nokkurs- konar inngöngusálm. Atli Heimir segir i efnisskrá að ætlun hans hafi verið að semja tónlist handan þekktra hugtaka um form, lag- linu, riþma, lit, þróun og and- stæður. Þetta er erfitt verk en óneitanlega tókst höfundi að mynda einhverskonar tima- leysistilfinningu með þvi m.a. að láta byrjun verksins renna saman við kliðinn og masið þegar fólk varaðkomasérfyrir isalnum, og eins i endi verksins þar sem klapp hljómsveitarfólksins samlagast fagnaðarlátum áheyrenda sem hófust hægt og sigandi urðu aldrei verulega æöisgengin en stóðu lengi og voru með hlýlegasta móti. Þetta verk Atla Heimis hafði lika við sig ýmislegt þaö sem getur unnið hjörtu fólks, og er þar fyrst að nefna þessa si- felldu ölduhreyfingu sem I sam- spdli tónbands og hljómsveitar varð aö einu umvefjandi tónhafi svo áheyrandanum finnst hann skyndilega vera mitt inn i hljóm- sveitinni og siöast en ekki sist lagiðsem vaki er upp vefur smátt og smátt utan á sig og þegar að þvl kemur aö hljómsveitin öll er farin að raula þetta litla lag þá er það búið að endurtakast nógu oft tU að gera sig heimakomið I hug- skoti manns, og það var á þvi augnabliki sem undirritaður fékk næstum óslökkvandi löngun til að syngja með. Ekki er ég alveg sáttur við nafngiftina sem e.t.v. er aukaatriöi, en er ekki Islenska orðið „blómabað” nógu gott? Vonandi er ennþá langt i land að islensk tónskáld gefi alfarið tón- verkum sinum útlenda titla með islenskum skýringum. Forleikurinn að þriðja þætti óperunnar Lohengrin eftir Wagner var vel valinn til að hrista upp nokkuð þá angurværð r%JT\ jrkJr\ rkJr\ r~kár\ rkár\ wööO sem skapast hafði, hljómsveitar- stjórinn hafði hljómsveitina greinilega á valdi sinu og spila- mennskan var kraftmikil og glæsileg. Unnur Maria Ingólfs- dóttir var einleikari i fiðlukonsert Mendelssohns. Þetta er frumraun Unnar hér heima en hún hefur undanfarin ár stundað nám i Bandarikjunum eða frá þvi hún útskrifaðist frá Tónlistar- skólanum i Reykjavik árið 1972. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur að byrja á að leika einleik á opnunartónleikum listahátiðar en með ákveðni og dugnaði stóðst Unnur Maria þessa raun, þó engan veginn veittist það henni auðvelt. Það má segja, að orðið auðvelt i þessu sambandi þýði, hve einleik- aranum tókst að koma efninu af- slappað og örugglega til skila svo áheyrendum liði vel: það tókst að vissu marki en oft var eins og boginn væri spenntur of hátt, spennan væri of mikil, og dálitið bar á tæpu samspili hljómsveitar og einleikara, en allt komst heilu og höldnu i höfn. Andante þátturinn var best leikinn, margt fallega gert og ástæða til að óska Unni Mariu til hamingju. Loks var Sinfónia nr. 5 eftir Sjostakóvitsj. Óþarfi er að kynna Sjostakovitsj þvi hann er nú löngu orðinn tónleikagestum að góðu kunnur og i fersku minni glæsilegur flutningur Sinfóniu- hljómsveitar tslands undir stjórn Bohdan Wodiczkos á 10. sinfóniu hans i vetur. Paul Douglas Freeman haföi greinilega góð tök á hljómsveitinni og flutningurinn tókst með ágætum. Eftir- tektarerðast fannst mér hve lárétt hugsun hans kemur vel fram þ.e.a.s. hvernig hann teygði úr linunum til hins ýtrasta og gaf þeim tilbreytingarik og skýr karaktereinkenni, þetta kom best fram i fyrsta og þriðja þættinum, en sá þáttur er ótrúlega kynngi- magnaður ef tillit er tekið til þess að i honum notar Sjostakovitsj enga málmblásara heldur gefur þeim fri eins og til að undirbúa hljóðfæraleikarana undir loka- þáttinn þar sem allt ætlar um koll að keyra af átökum. Og loks þegar stjórnandinn hefur á hápunkti lokaþáttarins stokkið hæð sina i loft upp af gömlum islenskum sið, lýkur þessum ósköpum. Einstakir hljóðfæraleikarar stóðu sig margir hverjir mjög vel og vil ég aðeins nefna frábæran hornleik Christinu M. Tryk i fyrsta þætti, — það er vissulega sjaldan sem þessi sóló heyrist leikin á jafn yfirvegaðan hátt og i þetta skipti. Þessir fyrstu tónleikar lista- hátiðar voru hinir ánægjulegustu, og gefa til kynna að margt for- vitnilegt sé á næstu gröstum. Sigursveinn Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.