Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 9. júni 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæindastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson lUmsjón meö sunnudagsbiaöi: Jírni Bergmann Rjtstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. KAUPMÁTTUR VERKAFÓLKS LAKARI EN FYRIR HÁLFU ÁRI í gær sendi Hagstofa Islands frá sér upplýsingar um visitölu framfærslu- kostnaðar þann 1. þessa mánaðar. Reyndist framfærsluvisitalan vera 578,64 stig. í almennu kjarasamningunum, sem undirritaðir voru þann 28. febrúar s.l. var kveðið á um, að hefði framfærsluvisitalan farið fram yfir 557 stig þann 1. júni, þá skyldu þann 1. júli greiddar verðlagsupp- bætur á laun, sem svaraði hækkun fram- færsluvisitölunnar fram yfir 557 stig. Þegar dregin hefur verið frá, svo sem kjarasamningarnir gera ráð fyrir, hækkun framfærsluvisitölu vegna hækkunar á launalið bóndans og hækkunar á áfengi og tóbaki, þá verður niðurstaðan sú, að kaup skal hækka þann 1. júli n.k. um 2.67% vegna hækkunar framfærsluvisitölu um- fram „rauða strikið”, sem var 557 stig. Um næstu mánaðamót kemur svo einnig til framkvæmda áfangahækkun um 6%, sem samið var um i kjarasamningun- um i febrúar, og hækkar þá kaupið alls um tæp 9% þann 1. júli. Fróðlegt er að virða fyrir sér þróun kjara- og verðlagsmála nú siðasta hálfa árið, en rétt um hálft ár er nú liðið siðan kjaramálaráðstefna Alþýðusambandsins var haldin i byrjun desember s.l. Eins og flestum er i fersku minni lá það óumdeilanlega fyrir, þegar kjaramála- ráðstefnan var haldin, að laun verkafólks hefðu þá þurft að hækka um kringum 30% til að vinna upp þá kjaraskerðingu, sem orðin var á rúmlega hálfu öðru ári frá 1. mars 1974. Þessuslókjaramálaráðstefnan föstu, og leiddi að þeirri staðhæfingu óvefengjanleg rök. Það kostaði hálfs mánaðar verkfall um 35.000 félagsmanna i verkalýðsfélögunum, að knýja fram þann árangur, sem náðist i kjarasamningunum I lok febrúar á þessu ári. Samt er árangurinn ekki meiri en svo, þegar við litum nú til baka, að kaup- máttur launa verkafólks er nú minni en hann var, þegar kjaramálaráðstefna Al- þýðusambandsins kom saman fyrir hálfu ári, og það sem meira er: kaupmátturinn verður líka eftir 1. júli, þegar nær 9% ný kauphækkun verður þó komin til fram- kvæmda, áfram minni en hann var i nóvember s.l. Hér skal athygli vakin á tölum sem þetta sýna. Þann 1. nóvember s.l. var visi- tala framfærslukostnaðar 491. Nú þann 1. júni var visitala framfærslukostnaðar hins vegar orðin 578,64 stig samkvæmt töl- um Hagstofunnar, og hafði framfærslu- kostnaður þannig hækkað um tæp 18% á þessum 7 mánuðum. Á móti þessari 18% hækkun fram- færslukostnaðar hafa almennar launa- hækkanir verkafólks frá þvi 1. nóv. s.l. hins vegar aðeins verið þessar: 0.6% þann 1. des.,6% þann 1. mars og svo bætast við tæp 9% um næstu mánaðamót. Þóttlág- launahækkunin þann 1. mars, — kr. 1500 — sé tekin með og metin 3%,þá er ljóst að nú i júni hafa launin hækkað um aðeins tæp 1Ó% frá 1. nóv. s.l. á sama tima og verðlag hefur til jafnaðar hækkað um tæp 18% samkvæmt opinberri framfærsluvisitölu. Og þótt kaupið hækki nú þann 1. júli um tæp 9% til viðbótar, þá þarf vist enginn að efast um, að strax i næsta mánuði verði hækkun framfærslukostnaðar frá 1. nóv. sl., sem nú er um 18% komin yfir 20%,og þannig haldi verðlagið áfram að hækka á undan laununum. Niðurstaðan er þvi sú, að af þeirri 30% kaupmáttarhækkun, sem Alþýðusam- bandið benti á fyrir hálfu ári, að réttur verkafólks samkvæmt fyrri samningum stæði til, hefur enn alls ekkert náðst. Þess- ar staðreyndir reyna talsmenn rikis- stjórnarinnar að nota til þess að koma þvi inn hjá almenningi, að öll kjarabarátta og verkföll láglaunafólks sé til einskis. Slikt er þó auðvitað með öllu fráleitt. Staðreyndin er sú, að hefði verkalýðs- hreyfingin hlýtt ráðleggingum rikis- stjórnarinnar og ekki lagt til kjarabaráttu i vetur, þá væru kjör verkafólks enn að miklum mun lakari en þau þó eru nú. Má þar minna á, að spá Hagstofunnar var sú, að allt verðlag i landinu myndi hækka að jafnaði um um 17% frá 1. nóv. 1975 — 1. nóv. 1976, þótt alls engar launa- hækkanir kæmu til. Án kjarasamninganna i vetur hefði verkafólk orðið lika að bera þá hækkanaskriðu bótalaust, ofan á þá miklu kjaraskerðingu, sem orðin var áður. Þess vegna var niðurstaða kjara- samninganna i febrúar þrátt fyrir allt nokkur varnarsigur, svo sem fram kemur i launahækkunum um næstu mánaöamót. Hitt sýna þær tölur, sem hér hafa verið raktar, að það skal meira en litið til hjá verkalýðshreyfingunni, til að ná þvi að halda i horfinu um launakjör verkafólks, þegar við er að eiga svo fjandsamlega rikisstjórn sem þá, er nú situr að völdum. Þess vegna er það, að styrkja pólitiskt afl verkalýðshreyfingarinnar, brýnasta verkefnið i kjarabaráttu verkafólks. —k. Lofrœða Geirs og viðbrögð Dagblaðsins S.l. fimmtudag héldu Sjálf- stæðisfélögin i Reykjavik fund þar sem ráðherrar flokksins voru fengnir til að stappa stál- inu i flokksmenn eftir Oslóar- samkomulagiö. Aðeins ein óskýr mynd hefur birst frá þess- um fundi, en aftur á móti fengu lesendur Morgunblaðsins um Hvitasunnuhelgina vænan skammt af lofræðu forsætisráð- herra. Á þessum fundi hefur Geir Hallgrimsson getaö upp- lýst athafnamenn i viðskiptalifi borgarinnar um að Oslóarsam- komulagið veiti „stórkostlegan fjárhagslegan ávinning fyrir ís- lenskan þjóðarbúskap”. Jafn- framt lét Geir þess getiö að samkomulagið i rfkisstjórninni væri gott, en „andstaða stjórnarandstæðinga muni koðna niður, og verða að engu.” Ekki er annað að sjá á lofræöu Geirs, en hann geri sér vonir um að langvarandi stjórnarsam- vinna sé framundan; einu áhyggjur forsætisráðherra virðast vera þær að ætlunar- verkefni stjórnarinnar sé aö veröa lokið. Geir lauk ræðu sinni þannig: „Ég gat þess í upphafi að við Sjálfstæöismenn hefðum sett okkur þrjú markmið í siðustu kosningarbaráttu að tryggja öryggi og varnir landsins, færa fiskveiðilögsöguna út i 200 mílur og treysta efnahag landsins. Mikilvægur árangur hefur náðst i tveimur fyrstnefndu mála- flokkunum, og það mun styrkja okkur i þvi mikla verki sem nú verður að snúa sér að af öllu afli, að tryggja efnahag landsins. Við skulum ganga með si'gur af hólmi i þeirri baráttu sem hinum fyrri.” Ekki er að efa aö sjálfstæðis- mönnum hefur liðið betur á fimmtudagskvöld og getað glaðst yfir unnum „sigri”. En Adam var ekki lengi i paradis. Daginn eftir birtir blað and- stæðinga flokkseigendaklikunn- ar skoöunarkönnun er sýnir að þriðji hver fylgismaður stjórnarinnar i siðustu kosning- um hefur snúið við henni baki. Dagblaðið segir að kjósendur Sjálfstæöisflokksins, einkum á höfuðborgarsvæðinu, hafi lýst yfir andstöðu við stjórnina og vonbrigði með flokkinn. Eink- um var kvenfólkið andvigt og haröskeytt út i rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar. Nú er eftir að vita, hvernig flokkseigendamál- gögnin bregöast við. Kannski eru lofræðurnar og opna Morgunblaðsins s.l. laugardag vitnisburður um þá „andlits- lyftingu” sem forsætisráðherra á aö fá til að auka á ný fylgi flokksins. En sagt er að sumir liti nú eftir göfugu fordæmi frá breskum ihaldsmönnum og telja timabært aö feta í fótspor þeirra um val á forystu. Forysta Hvatar er talin hafa bryddað upp á slikum hug- myndum i vetur, en formaður Sjálfstæöisflokksins hafi nú reynt að friða Hvatarkonur meö þvi aö veitast að MFtK i fyrr- nefndri ræöu og þannig óbeint flutt Landssambandi sjálf- stæðiskvenna þakkir fyrir hjá- róma ályktun um siðustu mánaöamót vegna landhelgis- samninganna. „Ósigur með sœmd”, segir SUF Eftir samkomulagið i Osló hefur einn sendimannanna Þ.Þ. i Timanum borið mikið lof á samkomulagiö og bætt að vanda við lofi á rikisstjórnina. En framsóknarmenn hafa löngum reynt að friða „óánægjuöfl” innan flokksins með þvi að prenta ööru hvoru tvöfaldan leiðara. Samtök sem nefnd eru SUF sjá um sérstaka siðu og þar er aldeilis annaö hljóð i strokkn- um. Rétt.er aö klippa og skera nokkur sýnishorn af mál- flutningi Péturs Einarssonar á SUF-siöu s.l. föstudag. „Bretar eiga sér hugtak, að tapa meðsæmd. Þeir hafa alltaf lagt á það áherslu þegar þeir sjá fram á ósigur að ná samning- um — þóft þeir hljóti að verða þeim óhagstæðir — frekar en að verða gjörsigraðir. Þetta gerðist i Osló 1. júni. Framkoma breta á Islandsmiðum ruddaleg og fólskuleg gaf ekki tilefni til þess að við islendingar gæfum þeim kost á þessari úrlausn. Margir stóðu i þeirri trú, að samningar stæöu um 200 mílur. SU F S I l>.\ \ Ósigur með sæmd SUF; Gáfum bretum hálfan sigurinn. Nú hefur hins vegar verið samiö um veiðar breta allt að 20 mil- um. Það kemur okkur á óvart sem héldum að fyrir alllöngu heföi verið fært út i 50 milur. Ekki verður aftur snúiö frá þvi sem nú hefur verið gert. Mjög liklegt er að við heföum getað náö miklu betri samningum ef viö hefðum þraukaö lengur, þvi sigurinn var i sjónmáli eins og allir stjórnmálamenn voru sammála um.” „Erfitt er á þessu stigi að meta þessa samninga til hlitar þar sem fylgisskjöl hafa ekki öll veriö birt, þegar þetta er skrifað. En af þvi, sem fram er komið má álykta svo, aö við höf- um gefið bretum hálfan sigur. Vinur okkar Crosland er ef- laustvænsti maður, en hann er i þessu tilviki aðeins jafningi Einars Ágústssonar rétt eins og islendingar og bretar setjast sem jafningjar að samninga- borði. Það skortir alvarlega á það að forystumenn þessarar þjóöar liti á sig sem fulltrúa sjálfstæðrar þjóðar og komi fram sem slikir gagnvart er- lendum rikjum. Það er ekki til- viljun að Morgunblaðið og Visir hafa verið málgögn breta I þess- ari deilu. Þar koma fram kotungssjónarmið þau, sem áður er lýst.” „Vissulega hefur orðiö breyting á þessu sjónarmiði i ráöherratið Einars Ágústsson- ar, en það var aðallega á tima vinstristjórnarinnar. Nú viröast sjálfstæðismenn þrýsta fram undiriægjuhætti sfnum gagn- vart útiendingum. Fram- sóknarmenn verða að vera vel á veröi fyrir þessu ósjálfstæði sjálfstæðismanna þvi verði þau leiðandi, þá veröur það þjóðinni til ómælanlegs og ófyrirsjáan- legs tjóns. íslendingar geta fagnað 1. júni 1976. Þeir unnu þar orrustu i baráttunni um yfirráð yfir auðlindum sinum. Islendingar geta lika glaðst yfir gjafmildi sinni, þeir gáfu bretum hálfan sigur. P.E.” A sama tima og Geir Hall- grimsson talar um „gott sam- starf” ræöa ungir framsóknar- menn um „undirlægjuhátt” sjálfstæðismanna viö útlend- inga sem framsóknarráð- herrunum stafi mikil hætta af. En daginn eftir að Pétur birtir gagnrýni sina á samkomulagið skrifar Guðmundur G. Þórarinsson helgarspjall þar sem hann harmar að aðeins SVR flaggaði fyrir samkomu- laginu, en ekki landsmenn allir. Þannig gat Guömundur ekki leynt vonbrigöum sinum með dræmar undirtektir þjóöarinnar við „einum stærsta stjórnmála- sigri okkar i landhelgismálinu.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.