Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. júni 1976 I Kaupum þang ÞÖRUNGAVINNSLAN HF. tekur á móti þangi eða sækir skorið þang (klóþang) til þeirra, sem vilja afla þangs á fjörum við Breiðafjörð. Greiddar eru kr. 3000,- á tonn fyrir þang sem sótt er á skurðarstað, komið i net og við legufæri. Hærri greiðslur eru fyrir magn umfram 40 tonn á mánuði frá sama öflunaraðila, ennfremur verðuppbætur þegar afhendingar standa fleiri mánuði samfleytt. Greiðslur fyrir flutning til verksmiðju eftir samkomulagi. Hnifar, net og legufæri til handskurðar eru útveguð af Þö RUNGAVINNSLUNNI og tæknilegar leiðbeiningar við fram- kvæmd handskurðar eru veittar af fyrir- tækinu. Upplýsingar veitir Bi;agi Björnsson, öflunarstjóri i ÞÖRUNGAVINNSLUNNI á Reykhólum. Simi um Króksfjarðames. Lausar stöður Eftirtaldar stöður við embætti skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, eru lausar til umsóknar. 1. Staða skrifstofustjóra. 2. Staða fulltrúa. 3. Staða háskólamenntaðs fulltrúa við endurskoðun. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum i Norðurlandsumdæmi eystra, Hafnar- stræti 95, Akureyri, fyrir 1. júli n.k. og gefur hann allar nánari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, 4. júni 1976 Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. ^mmmmm—m—mmmmmimmmmmmif Sölutjöld 17. júní Þeim aðilum, sem hyggjast setja upp sölutjöld á þjóðhátiðardaginn 17. júni n.k., ber að hafa skilað umsóknum sinum fyrir 12. júni n.k. á skrifstofu borgarverkfræð- ings, Skúlatúni 2, 3. hæð. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Þjóðhátiðarnefnd. Blikkiðjan Asgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 Af innlendumog erlendum vettvangi Norðmenn skipta niður þorskafla ársins 1976 Það herðir að fleirum en okkur Islendingum hvað þorsk- stofninum viðkemur. Heildar- þorskveiði norðmanna af norska þorskstofninum á Norðaustur- Atlantshafi fyrir árið 1976 var endanlega ákveðin 3. mai sl. Leyfilegt heildaraflamagn miðað við fisk upp úr sjó er ákveðið 345 þús. tonn i ár. Þessum afla hefur verið skipt á eftirfarandi hátt: 190 þúsund tonn koma i hlut fiskiskipa upp að 250 tonnum án tillits til veiðiaðferða. Til togara sem veiða i is fyrir iðjuver i landi koma 112.530 tonn. Til togara sem veiða i salt og salta um borð 7.440 tonn og til verksmiðjuskipa 35.030 tonn. Þá hefur verið ákveðið, að sá hluti af heildarveiði isfisktog- aranna, sem óveiddur er 30. april hliti eftirfarandi reglum um veiði: Frá 1. mai-31. ágúst má veiða 14 þús. tonn og frá 1. september til áramóta 26 þús. tonn. Fiskimála- stjóra Noregs hefur verið veitt vald til að skipta niður aflanum á skip innan isfisktogaraflotans, svo og á milli þeirra togara er veiða i salt. Þetta verður gert samkvæmt rammareglum, sem sjávarútvegsráöuneytið setur, en frá þeim getur þó fiskimálastjóri vikið með samþykki ráöuneytis- ins. Þá hefur fiskimálastjóra lika verið falið að ákveða afla tog- báta, sem eru fyrir neðan 250 tonn. Fulltrúar isfisktogaranna eru mjög óánægðir með þeirra hlut i heildaraflanum, og krafa þeirra var, aö hámarksafli þeirra yrði miðaður við 140 þús. tonn i stað 112,530 tonna afla, sem ákveðinn hefur verið. Eins og stendur er það ákvörðun yfir- valda, að togaraflotinn stoppi þorskveiðarnar, þegar fyrirfram ákveðnu aflamagni er náð. En togaraútgerðarmenn telja, að það geti oröið einhvern tima á næsta hausti. Eigendur fyrstihúsa hafa af þessu áhyggjur og segja að það séu togararnir, sem hafi reynst best við aö tryggja húsunum afla þegar ógæftir séu að haustinu hjá bátum, sem nota önnur veiðar- færi. Það hefur hins vegar veriö ákveðið að veiðar báta sem fiska með handfærum, linu eða netum verði ekki stöðvaðar þó þeir nái heildaraflamagni sinu áður en árið er úti. Annars reyna nú norð- menn aö dreifa sem mest sínum stóra fiskveiöiflota á aðra fiski- stofna en þorskinn til að hlifa honum i bili. Fjöldi báta veröur t.d. geröur út á' rækjuveiðar á djúpmiðum og hefur sú útgerð fariö hraðvaxandi á siðustu árum. Margir þessara báta hraðfrysta rækjuna I skelinni,og er hún send þannig á markað. Markaður fyrir óskelfletta rækju hefur mikiö aukist siöari árin, einkum i Sviþjóð og Bretlandi. Það eru sérstaklega ferðamanna- hótelin, sem kaupa rækjuna þannig og.bera hana fram óskel- fletta fyrir gesti sina. A timabili óttuöust menn framboð á rækju i Evrópu frá suðlægum löndum, þar sem hún hefur verið boöin fram á lægra verði á mörkuðum. Hins vegar er úthafsrækjan frá Norður-Atlantshafi allt önnur og betri vara vegna þess fyrst og fremst að hún lifir i kaldari sjó. Rannsókn á rauðátumagni við Suðvestur-Noreg og aukið fiskeldi Þann 5. mai sl. sendu norömenn út fiskrannsóknarskip frá Björgvin i tiu daga rannsóknar- ferð til að kanna rauðátumagn i sjónum við Suðvestur-Noreg. Rauðáta er nú oröin mjög eftir- sótt til blöndunar i fiskafóður á eldistöðvum fyrir laxfiska, þar sem hún tryggir hinn rauðbleika lit fiskvöðvans. Sama árangri má ná með þvi að blanda úrgangi frá rækjuvinnslu saman við fóðrið. Fiskeldi hefur fram á siðustu ár verið rekið i mjög smáum stil i Noregi. en nú er sýnilega að verða á þessu mikil breyting, þvi nú á þessu vori hafa byggðasjóðum strandhéraðanna borist fjölda beiðna um lán, ýmist til stækkunar á fiskeldisstöövum, sem áður voru starfræktar, eða tií að stofnsetja nýjar stöðvar. Og eftir undirtektum forsvarsmanna sjóðanna að dæma við þessum lánsbeiðnum, þá virðist nú vera litið á fiskeldi i Noregi sem álit- legan atvinnuveg. Þetta gæti verið lærdómsrikt fyrir okkur islendinga, þvi að hér eiga ekki að vera lakari skilyrði til fiskeldis en þar, nema Biður sé. Hagnýting fleiri fiskistofna Nú þegar við þurfum að hlifa islenska þorskstofninum i bili svo við fáum hann sem allra fyrst upp ihæfilega nýtingarstærð, þá er að sjálfsögðu þörf á þvi að beina sókn okkar sem mest að öðrum fiskstofnum á meðan. En þegar svona stendur á, þá þarf sérstaka forustu bæði á sviði sjálfra fisk- veiðanna, svo og á sviði hag- nýtingar nýrra fisktegunda. Ég hef áður bent á það hér i þætt- inum, að það er ekki nóg að halda úti fiskirannsóknarskipum, þegar okkur skortir bæði tilraunaveiðar og fiskileit. Þetta þrennt þarf að haldast i hendur svo árangurinn geti orðið sem bestur. útgerð ein- staklinga hefur enga getu til þess að halda úti fiskileit eða gera til- raunir með veiöar. Slikt er útgerð einstaklinga ofurefli á sama hátt og fiskirannsóknir. Það er mikil nauðsyn, að hægt sé að hefja til- raunaveiðar i kjölfar fram- kvæmdra rannsókna fiski- fræðinga. Á meöan þennan hlekk vantar i keðjuna, þá nýtast ekki rannsóknirnar til fullnustu fyrr en ef til vill að allt of löngum tima liðnum. Enginn treystir sér til að taka áhættu af tilraunaveiðum og sjálf rannsóknarskipin eru bæði of dýr I rekstri til slikra veiðitil- rauna ef þær eru gerðar að ein- hverju gagni og mega heldur ekki missast frá rannsóknar- störfum til slikra verkefna. Hér ber allt að sama brunni. Úrræðin , fiskimál eftir Jóhann J. E. Kúld sem þurfa að vera fyrir hendi, þau vantar. Sama er uppi á teningnum, þegar skoðuð er að- staöan til nýtingar á nýjum fisk- tegundum. Við eigum ágæta visindamenn á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og á Hafrannsóknarstofnuninni, en þarna vantar lika hlekk i keðjuna. Þegar rannsóknarmennirnir, sem gera tilraunir með nýtingu einhverrar tegundar, hafa unnið gott starf og komist að hag- kvæmri niðurstöðu, þá er enginn aðili til, sem tekur við árangr- inum og þróar hann áfram inn á virkilegt framleiðslusvið. Eins og málum þessum er háttað nú, þá er það alveg undir hælinn lagt, hvort hægt er að fá eitthvert einstaklingsfyrirtæki til að taka við árangri dýrra rann- sókna og vinna að framgangi hagnýtingarinnar svo viðunandi sé. Þessi vöntun á báðum þessum mikilvægu sviðum kemur best i ljós nú, þegar þörfin krefst þess, að lagt sé inn á nýjar brautir, bæði á sviði fiskveiða og hag- nýtingar nýrra fisktegunda. A kreppuárunum þegar islensku þjóðina skorti margt, sem við höfum nú, þá var snúist til varnar á myndarlegan hátt, þegar salt- fiskur okkar hrapaði i verði i Suðurlöndum. Starf fiskimálanefndar, sem sett var á stofn til að finna ráð gegn aðsteðjandi vanda þá, gæti á ýmsan hátt verið til fyrirmyndar nú. Þá var undir opinberri forustu stofnað til verkunar á skreið að nýju, eftir að sú verkunaraðferð hafði legið niðri siðan á nitjándu öldinni. Þá var lika fyrir atbeina fiskimálanefndar og undir forustu hennar stofnað til hrað- frystingar á fiski og gerð markaðskönnun fyrir þá vöru. Við skulum hafa það hugfast, að án hins mikla starfs, sem fiski- málanefndin leysti af hendi við erfiöar aðstæöur á kreppu- árunum þá hefði frystihúsarekst- ur á tslandi orðið vanbúnari en raun varð á, þegar heimsstyrj- öldinni lauk. Það er þannig for- usta, sem okkur islendinga van- hagar um nú, þegar nauðsyn ber til, að stofnað verði til veiöa nýrra fiskistofna og fundnar aðferöir til að hagnýta þá i manneldisvöru. 25.5.1976 sff^Blómabúðin MÍRA Suöurveri við Stigahlið 45—47, slmi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut sími 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Verslunin hættir Nií er tækifærið að gera góö kaup. AUar vörur seldar með miklum afslætti. Allt fallegar og góðar barnavörur. Barnafataverslunin Rauðhetta Iðnaðarlhúsinu v/Hallveigarstig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.