Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. júni 1976 ÞJÓDVILJINN — StÐA 13
Dagskrá
listahátíöar
í dag og
á morgun
t kvöld gerist það i Norræna
húsinu að Michala-trlóið frá
Danmörku heldur aðra tónieika
sina. En list þeirrar fjölskyldu
þykir svo þokkafull að hún er að
kikna undan nýjum tónverkum
sem flautuglöð tónskáld senda
henni til flutnings.
Átján og fimm
Að Kjarvalsstöðum má kl.
20.30 heyra kammertónleika.
Flutt verða fimm verk, þar af
tvö islensk. Það er m.a. i sam-
bandi við þessa tónleika að
skýrt kemur fram vilji islenskra
listamanna að listahátið sé ekki
frestað; þeir átján islenskir tón-
listarmenn sem fram koma á
tónleikunum gefa allir vinnu
sina.
Verkin sem flutt eru: Klari-
nett-kvintett i h-moll op. 115 eft-
ir Johannes Brahms. Tzigane
(fyrir fiðlu og pianó) eftir
Maurice Ravel og Oktett fyrir
blásara eftir Igor Stravinski. ts-
lensku verkin eru bæði út-
setningar á þjóðlögum. Jón As-
geirsson: tslensk þjóðlög fyrir
pianókvintett — þau voru útsett
fyrir Þýskalandsferð Reykja-
vikur Ensemble sumarið 1975 og
skiptast i þrjá þætti: Basse-
dans, Raunarollu og Krumma-
visur. tslensk þjóðlög eftir Haf-
liða Hallgrimsson — þjóðlaga-
útsetningar þessar gerði Hafliði
fyrir tónleikaferð nokkurra is-
lenskra tónlistarmanna um Svi-
þjóð og Noreg; eru þær fluttar
af söngrödd (Sigriður E.
Magnúsdóttir) og kvartett.
Tónlistarmennirnir sem fram
koma eru: Kristinn Gestsson
(pianó), Guðný Guðmundsdóttir
og Kolbrún Hjaltadóttir (fiðla).
Helga Þórarinsdóttir (vióla),
Debarah Davis (selló). Sigriður
E. Magnúsdóttir (mezzo-
sópran), Jón H. Sigurbjörnsson
(flauta), Gunnar Egilson
(klarinett), Pétur Þorvaldsson
(selló), Halldór Haraldsson
(pianó), Sigurður Markússon og
Hafsteinn Guðmundsson
(fagott), Lárus Sveinsson og
Jón Sigurðsson (trompet) Ole
Kristian Hansen og Björn R.
Einarsson (básúna).
Ein af fjórum grafiskum mynd-
um Kjarvals frá 1919 sem eru á
sýningunni á Kjarvalsstöðum.
Grænlensk hátíð
A morgun, fimmtudagskvöld,
gerast siðan þau merku tiðindi á
Kjarvalsstöðum, að græn-
lendingar koma i fyrsta sinn
fram á Listahátið. Þar fer söng-
og dansflokkurinn MIK, en i
honum eru 12 manns.
MIK-flokkurinn var stofnaöur
1962, eftir að nokkrir ungir
grænlendingar höfðu tekið þátt i
tónlistarhátið i San Remo. I
flokknum eru grænlendingar
sem búa i Danmörku hverju
sinni, flestir vegna náms, og
uppbygging flokksins hefur þvi
verið mjög breytileg þau 13 ár
sem hann hefur starfað. MIK-
flokkurinn hefur m.a. farið
söngferðir til Bandarikjanna,
Frakklands, ttaliu og að sjálf-
sögðu um Norðurlönd. Orðið
MIK þýðir hátið, og efnisskráin
endurspeglar hátfðahald græn-
lendinga. Sungnir eru bæði fjör-
ugir og angurværir söngvar.
Margir textanna fjalla um sér-
kennilega og seiöandi náttúru-
fegurö Grænlands, dansaðir eru
gamlir hvalfangaradansar, sem
bárust til Grænlands á 18. öld
meö hvalveiðimönnum. Einnig
eru hefðbundnir grænlenskir
trumbudansar sýndir.
I Iönó er þriðja sýning á
Sögunni af dátanum eftir
Stravinski, sem um er fjallað
annarsstaðar hér á opnunni.
Gleymum ekki sýningunum:
Dunganonsýningunni i Bogasal,
sem Hundertwasser ku ætla að
draga með sér i heimsfrægðar-
flakk, stórskem m tilegri
sýningu arkitekta á skýjaborg-
um, eða þá hinni vönduðu og
fjölbreyttu sýningu á islenskri
grafik á Kjarvalsstöðum, sem
vel á minnst er einnig sölu-
sýning.
Hjalti
Umræöukvöld um
atvinnulýðræði
Fundur verður haldinn aö Grettisgötu 3, fimmtudags
kvöid 10. júni kl. 20.30,og veröur þar rætt um ýmsar hliöar
atvinnulýöræðis. Fundurinn er liður i stefnumótun flokks-
ins og er hugsaöur til undirbúnings siöari ráðstefnu um
'þetta mál. Fundurinn er opinn öllum flokksmönnum.
Að loknum inngangsorðum formanns flokksins,
Ragnars Arnalds, verða flutt fjögur 10—12 minútna er-
indi:
Hjalti Kristgeirsson ræðir um hugmyndir i nágranna- Böðvar
I löndum um atvinnulýöræöi og eignaraðild starfsmanna að
fyrirtækjum.
Stefán Bergmann ræöir um atvinnulýöræöi I sósialisk-
um rlkjum.
Böðvar Péturssonsegir frá umræðum i samvinnuhreyf-
ingunni um atvinnulýðræði.
Ásmundur Stefánssonræðir um atvinnulýöræði I ljósi is-
lenskra aðstæðna og um hlutverk verkalýöshreyíingar-
innar I því sambandi.
Siöan verða almennar umræður.
Alþýðubandaíagið
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Einar Björgvin heldur
áfram sögu sinni „Palla,
Ingu og krökkunum i Vik”
(6). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriða. Kirkju-
tónlist kl. 10.25: Kammer-
kór tónlistarskólans i Veil-
ved i Noregi syngur lög eftir
Britten, Schiits og Bach/
Johan Varn Ugland leikur á
orgel Prelúdiu og fúgu i h-
moll eftir Bach. Morguntón-
leikar kl. 11: Filharmoniu-
sveit Vinarborgar leikur
Sinfóniu nr. 3 i d-moll eftir
Anton Bruckner; Carl
Schuricht stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Mynd-
in af Dorian Gray” eftir
Oscar Wilde. Valdimar
Lárusson les þýðingu Sig-
urðar Einarssonar (10).
15.00 Miðdegistónleikar.Rena
Kyriakou leikur á pianó
Menúettog Skerzó-vals eftir
Emmanuel Chabrier. Haná-
cek kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 2 eftir
Leos Janácek. Werner Haas
og óperuhljómsveitin i
Monte Carlo leikur Andante
og Finale op. 79 eftir Pjotr
Tsjaikovský; Eliahu Inbal
■ stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.00 Lagið mitt. Anne-Marie
Markan kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
17.30 „Eitthvað til að lifa fyr-
ir” eftir Victor E. Frank.
Hólmfriður Gunnarsdóttir
les þýöingu sina á bók eftir
austurriskan geðlækni (3).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
.20.00 Einsöngur I útvarpssal:
Hreinn Lindal syngur lög
eftir Sigvalda Kaldalóns,
Pál Isólfsson, Emil Thor-
oddsen og Karl O. Runölfs-
son. Ólafur Vignir Alberts-
son leikur á pianó.
20.20 Sumarvaka. a. t Laug-
arvatnsskóla veturinn 1930.
Agúst Vigfússon kennari
segir frá. b. Störin syngur.
Herdis Þorvaldsdóttir leik-
kona les ljóö eftir Guömund
Frimann. c. Tveir á ferð um
Tungu og Hlið.Halldór Pét-
ursson flytur frásöguþátt,
fyrri hluta. d. Kórsöngur.
Kammerkórinn syngur.
Söngstjóri: Rut L. Magnús-
son.
21.30 (Jtvarpssagan: „Siöasta
freistingin” eftir Nikos Kaz-
antzakis.Sigurður A. Magn-
ússon les þýðingu Kristins
Björnssonar (37).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Hækkandi stjarna”
eftir Jón Trausta. Sigriður
Schiöth les (2).
22.45 Djassþáttur Jóns Múla
Arnasonar.
23.30 Frét'ir. Dagskrárlok.
i^sjónvarp
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Bilaleigan Þýskur
myndaflokkur. Tilræöi við
ástargyðjuna Þýðandi Briet
Héðinsdóttir.
21.05 Karlakórinn Svanir
Karlakórinn Svanir frá
Akranesi syngur undir
stjórn Hauks Guölaugsson-
ar. Undirleikari Friöa
Lárusdóttir. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
21.25 Læknisaðgerð án upp-
skurðar Þýsk fræðslumynd
um nútimatækni viö læknis-
aðgerðir. Þýðandi Auður
Gestsdóttir. Þulur Ingi Karl
Jóhannesson.
22.10 Spilverk þjóðanna
Félagarnir Valgeir
Guðjónsson, Egill Ólafsson
og Sigurður Bjóla fremja
eigin tónsmið með aðstoð
ýmissa vina og vanda-
manna. Tónlist þessa kalla
þeir háfjallatónlist. Stjórn
upptöku Egill Eðvarðsson.
Aður á dagskrá 6. septem-
ber 1975.
22.30 Dagskrárlok
Verkstjóri óskast
Raufarhafnarhreppur óskar aö ráða verkstjóra um lengri
eða skemmri tima, til að stjórna vatnsveitu- og gatna-
gerðarframkvæmdum.
Æskilegast er að viðkomandi hafi starfsreynslu og geti
annast viðhald vinnuvéla.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaöur I simum 96-
51151 Og 96-51251.
Sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps.
fP Til sölu
Notuö áhöld, tæki, innréttingar og ýmislegt fleira úr
rekstri ýmissa borgarstofnana.
Selt verður m.a. kvikmyndasýningavélar (f. samk. staöi)
rit- og reiknivélar, oliukyndiofnar, kolakatlar, rafmagns-
handverkfæri, hefilbekkir, hjólsagir, garðsláttuvélar,
barna-og unglingarúm, skápar, borð, hurðir o.fl. I ýmsum
stærðum og gerðum. Dúkar teppi og flisar. Matarhita-
vagnar f. sjúkrahús, ljósritar, stálvaskar (ýmsar gerðir),
W.C. handlaugar, eldavélar. timburafgangar og ýmislegt
fleira.
Selt á tækifærisverði gegn staðgreiðslu.
Til sýnis i Skúlatúni 1, kjallara (kringlan) inngangur und-
ir inngangi i Vinnumiölun Reykjavikurborgar, föstudag-
inn 11. júni n.k. kl. 8-10 f.h.
Selt á sama stað á sama degi frá kl. lOf.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800