Þjóðviljinn - 09.06.1976, Blaðsíða 5
Miövikudagur 9. júni 1976.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Reagan
segist
kannski
senda her
til
Ródesíu
SACRAMENTO 3/6 Reuter —
Ronald Reagan sagði i dag að ef
hann yrði kosinn forseti Banda-
rikjanna, kæmi til greina að hann
sendi bandariskt herlið til
Ródesiu „til að varðveita friðinn”
þar i landi. Hann fór jafnframt
hrósyrðum um stjorn Ródesiu,
sem hann kvað eitt af aðeins
fimm Afrikurikjum, sem ekki
væru undir herforingjaeinræði.
Siðar virtistReagan telja að hann
hefði gengið fulllangt með þess-
um ummælum sinum og reyndi
þá að draga úr þeim.
Ferðaskrifstofa ríkisins efnir
til hringferða
Margir íslendingar hafa
pantað ferð í sumar
Ferðaskrifstofa rikisins hefur
tekið upp þá nýbreytni að skipu-
leggja hringferðir um landið fyrir
islendinga og hefur þetta mælst
vel fyrir. Er þegar upppantað i
fyrstu ferðina. I frétt frá skrif-
stofunni segir m.a.:
Ferðaskrifstofa rlkisins efndi i
fyrrasumar i tilraunaskyni til
nokkurra hringferða um landið
fyrir islendinga, þar sem gist var
og borðað á hótelum. Ferðir þess-
ar reyndust mjög vinsælar, og er
þegar orðið upppantað i eina slika
ferð nú i sumar. 1 Ijós kom, að
fjölmargir, sem ekki eiga eigin
farkost og hafa ekki áhuga á eða
getu til að taka þátt i þeim
óbyggða- og tjaldferðalögum,
sem i boði eru, kunna mjög vel að
meta þessa nýbreytni.
Þvi hefur Ferðaskrifstofa rikis-
ins nú ákveðið að halda lengra á
þessari braut og gefa almenningi
kost á viku hringferðum um Snæ-
fellsnes og Vestfirði, en vegna
skorts á ýmissi þjónustu fyrir
ferðamenn hafa færri en vildu
getað kynnst hinni stórbrotnu
náttúrufegurð þessara héraða.
Með tilkomu nýrra gististaða, þar
á meðal hins nýja Eddu-hótels á
Isafirði og bætts vegakerfis, hef-
ur þetta nú breyst og verður til-
högun ferðanna i stórum dráttum
sem hér segir:
1. 1. dagur
Ekið um Hvalfjörð og suður--
hluta Borgarfjarðar fram á Snæ-
fellsnes að Búðum; þá verður ek-
ið fyrir jökul til Ólafsvikur og á
leiðinni skoðaðir ýmsir mark-
verðir staðir, en siðan haldið til
Stykkishólms, þar sem gist verð-
ur.
2. dagur
Frá Stykkishólmi verður haldið
með Flóabátnum Baldri út á
Breiðafjörð, höfð viðkoma i Flat-
ey og eyjan skoðuð, en siglt siðan
til Brjánslækjar og gist að Flóka-
lundi i Vatnsfirði.
3. dagur
Þessum degi verður varið til
ferðar á Látrabjarg og að Bjarg-
töngum, sem er vestasti oddi
landsins og um leið Evrópu. Gefst
góður timi til þess að skoði hið ill-
ræmda, en mikilfenglega Látra-
bjarg og aðra merka staði i ná-
grenninu. Gist verður aftur að
Flókalundi.
4. dagur
Nú verða þræddir Vestfirðirnir,
fyrst Arnarfjörður með Dynjanda
(Fjallfossi) og Hrafnseyri, þá
Dýrafjörður með Þingeyri,
Onundarfjörður og Breiðadals-
heiði til tsafjarðar, en þar verður
gist á hinu nýja Eddu-hóteli i
heimavist menntaskólans.
5. dagur
Isafjarðarkaupstaður verður
skoðaður og fariö út til Bolungar-
vikur. Einnig e.t.v. siglt út á Isa-
fjarðardjúp, en gist aftur á tsa-
firði.
6. dagur
Lagt verður af stað snemma
morguns og ekinn hinn nýji Djúp-
vegur, er opnaður var i fyrra-
haust, inn i botn tsafjarðardjúps.
Þá um Þorskafjarðarheiði að
Bjarkarlundi i Reykhólasveit,
fyrir Gilsfjörð suður i Dali, en
þaðan yfir Laxárdalsheiði til
Hrútafjarðar og gist að Reykjum.
7. dagur
Siðasta dag ferðarinnar verður
ekið suður Holtavörðuheiði, skoð-
aður Borgarfjörður, en haldiö sið-
an um Hvalfjörð til Reykjavikur.
Kunnugur leiðsögumaður verður
með i ferðinni. Svo sem áður er
sagt verður gist á hótelum og all-
ur matur snæddur á veitingastöð-
um. Kostar ferðin kr. 54.900 á
mann og er þá allt innifalið.
Akveðnar hafa verið 5 ferðir i
fyrstu, farið frá Reykjavik
sunnudagana 20. og 27. júni, 4., 11.
og 25. júli.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar i afgreiðslu Ferðaskrif-
stofu rikisins að Reykjanesbraut
6, simar (91) 1.15.40 og 2.58.55.
Bandaríkin 200 ára
Ætlar þú í veisluna?
Spánskur
kommunista-
leiðtogi
handtekinn
MAÐRID NTB-UPI 4/6 — Lög-
reglan i Madrid handtók i
gær Santiago Alvarez, sem er
einn af helstu leiðtogum Komm-
önistaflokks Spánar. Alvarez fór
frá Spáni i lok borgarastriðsins
1939, en kom aftur 1945 og hafði þá
kúbanskt vegabref. Hann var
samt sem áður handtekinn og var
12 ár i fangelsumFrancostjórnar-
innar. Honum var siðan visað úr
landi, en kom til Spánar nýlega
eftir að hafa fengið vegabréfsá-
ritun hjá spænska sendiráðinu i
Paris. Alvarez er talinn einn
nánasti samstarfsmaður leiðtoga
Kom m únistaf lokks Spánar,
Santiagos Carillo, sem enn býr i
útlegð i Paris.
í ár verður mikið um dýrðir i Bandaríkjunum, er þjóðin
minnist þess að 200 ár eru liðin síðan frelsisstríðinu
gegn bretum lauk og landiö varð sjálfstætt ríki.
Margt verður gert til að minnast þessa atburðar.
Öll ríkin 50 munu leggja sitt af mörkum. Eins og
vænta má verður þar allt stórt í sniðum. í San
Franciscoverður bökuð afmælisterta, sextonn
að þyngd, sextíu metrar í þvermál og á hæð við tvílyft
hús. I Utah verða gróðursettar milljón trjáplöntur.
Stærstu seglskip heims munu sigla í fylkingu inn
<$°
New York höfn. Mest verður um dýrðir í fjórum
sögufrægum borgum, Boston, New York, Phila-
delphia og Washington.
Bandaríkjamenn hafa búið sig undir að taka á
móti 25 milljón gestum á afmælinu. íslensku flug-
félögin greiða götu þeirra, sem fara á þjóðhátíðina,
til þess að skoða ævintýraheima Disneys, hlusta á
jazz í New York eða New Orleans, fara upp í
Frelsisstyttuna eða sækja heim vestur-íslendinga,
svo eitthvað sé nefnt.
LOFTLEIDIR
ÍSLAIVDS
Félög með daglegar ferðir vestur um haf