Þjóðviljinn - 11.06.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.06.1976, Qupperneq 3
Föstudagur 11. júní 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 íslensk grafík Hyggst reisa grafíkverkstæði Stór yfirlitssýning á íslenskri grafík að Kjarvalsstöðum Eins og fram hefur komið hér i blaðinu stendur nú yfir mikil grafiksýning að Kjarvals- stöðum og er hún að sjálfsögðu liður i Listahátið. Þar gefur að lita rjómann af þvi sem is- lenskir listamenn hafa gert i grafik frá upphafi vega. Það er félagið Islensk grafik sem stendur fyrir þessari sýningu og i formála sýningar- skrár segir formaður félagsins m.a.: „...hefur komið i ljós að ótrúlega margir hafa fengist við grafik fyrr á árum, en i mis- rikum mæli. I mörgum tilfellum hefur hún verið forvitnileg til- raun og siðan ekki söguna meir.” Af eldri listamönnum sem myndir eiga á sýningunni má nefna Þorvald Skúlason, Guðmund frá Miðdal, Mugg, Ninu Tryggvadóttur, Eirik Smith, Eggert Guðmundsson, Gunnlaug Scheving, Leif Kal- dal, Jón Engilberts, Eggert Laxdal, Kjarval og Barböru Árnason. Grafiklistamenn hafa yfirleitt ekki verið mjög aðsópsmiklir i islenskum myndlistarheimi. Um það segir i áður tilvitnuðum formála: „Ein ástæðan fyrir þvi að grafiklistin náði ekki út- breiðslu og fótfestu meðal lista- manna er sjálfsagt aðstöðu- leysi, en eins og kunnugt er þarf ýmsan dýran tækjakost og jafn- vel sérhúsnæði til að geta feng- ist við grafik. Aðrar ástæður, sem hér má tilgreina, eru að fáir öfluðu sér sérmenntunar á þessu sviði, samfara litlum áhuga almennings á grafiskum verkum.” Tvær siðarnefndu ástæðurnar standast vart lengur. Upp er risin heil kynslóð grafiklista- manna sem sést af þvi,að nú eru félagar i Islenskri grafi"k að nálgast 30. Kennsla er hafin i grafik við Myndlista- og hand- iðaskólann og loks hefur áhugi almennings á grafik stór- aukist„...þannig að nú eru flest þau hjól farin að snúast sem þarf til að skapa grósku i grafik- list,” segir Jón Reykdal. En það vantar húsnæði og að- stöðu. Graffkfólk skýrði blaða- mönnum frá þvi á fundi á fimmtudaginn að nemendur i grafiklist hefðu ágæta aðstöðu i MHÍ, en eftir að námi lýkur heyrir sú dýrð sögunni til. Kváðust þau þess fullviss að margir eldri lis tamenn hafi hætt við grafik af þessari ástæðu einni. Þessu hyggst Islensk grafik breyta og hefur það raunar lengi verið á stefnuskrá félags- ins að koma upp góðu grafík- verkstæði þar sem eru nauð- synleg tæki fyrir málmætingu, litógrafiu, silkiþrykk o.fl. Slikt verkstæði er meira fyrirtæki en svo að venjulegir blankir lista- menn komi þvi upp i fristundum sinum. Það þarf að verða sam- eign grafiklistamanna þar sem þeirgeta komið og stundað sina list auk þess sem það yrði opið áhugafólki. Grafikfólk ákallar rikisvaldið um aðstoð, en meðan beðið er eftir henni hyggst það hefja starfið sjálft. Ef einhver ágóði verður af sýningunni að Kjar- valsstöðum verður honum varið i þetta verkefni. Þetta er sölu- sýning og eru sumar myndir eldri manna og flestar eftir þá yngri falár. Auk þess er sýningarskrá til Stóru myndirnar tvær til hægri eru eftir þann fræga Erró, en eigandi þeirra er Matthias Johannessen Moggaritstjóri. Hvað er kinverski alþýðuherinn að gera á tröppum bandariska þinghússins? (myndir EiK). Stjórn féiagsins íslensk grafik, frá vinstri: Jón Reykdal, Richard Valdingojer Jóhannsson, Jóhanna Bogadóttir, Valgerður Bergs, Þórður Hail, Ingunn Eydal og Lisa Guðjónsdóttir. sölu, efnt er til happdrættis þar grafikmappa með 5-6 myndum hana kostur á að gerast sem tiu grafikmyndir eru vinn- og gefst þeim sýningargestum áskrifendur að henni. ingar. Loks verður gefin út sem áhuga hafa á að kaupa —ÞH. ÞAÐ ER SÉRSTÖK KÚNST AÐ SJÁ UM SKÓLABÓKASÖFN Námskeið er nú í gangiog ráðstefna verður umhelgina Félag skólasafnvarða hefur siðustu dagana gengist fyrir námskeiði þar sem fjaliað er um skólabókasöfn, uppbyggingu þeirra og nauðsynlega hluti sem þar þurfa að vera. Aðalfyririesari námskeiðsins er daninn Kurt Hartvig Petersen, sem er nám- skeiðsstjóri i skólasafnsfræðum við Kennaraháskóiann i Kaup- mannahöfn. Danir eiga ein fullkomnustu skólasöfn i heimi og hefur uppbygging þeirra þótt til mikillar fyrirmyndar. Litið gagn er talið af þvi fyrir skólasafnvörð að hafa lært bóka- safnsfræði, sem er allt annar I handleggur á safnmálum og teng- ist skólasöfnum nánast ekki neitt. Talið er best að safnverðir séu kennaramenntaðir og jafnframt starfandi kennarar þannig að þeir viti sem gerst hvaða gögn og vinnuaðferðir börnin kjósa sér helst. Auk fjölmargra hjálpartækja við kennslu er talið nauðsynlegt að hafa á skólasöfnum allar teg- undir nýsigagna, s.s. bækur, hljómplötur, segulbönd, glærur, litskuggamyndir o.fl. Lögð er áhersla á að söfnin virki sem vinnustaður nemenda, og gert er ráð fyrir þvi að þeir fái leið- beiningar safnvarða um hvernig unnt sé að vinna eftir þeim gögn- um sem liggja fyrir. A laugardaginn verður haldin ráðstefna opin almenningi um skólasöfn og verður Kurt Hartvig Petersen aðalræðumaður. Eru skólamenn hvattir til að fjöl- menna, en ráðstefnan er haldin á vegum skólasafnvarða og sam- bands barnakennara. Þrjátiu þátttakendur voru hins vegar á vikulöngu námskeiði sem haldið var fyrir skólasafnverði og Kópaskinnið komið í 13 þ alls munu fást hér á landi um ús. kr. 7000 selskinn, þar af um 6000 vorkópaskinn Þeir bændur sem njóta þeirra hlunninda að hafa æðarvarp i landinu sinu eða selveiði við landið eru greinilega vel settir. Annarsstaðar i blaðinuer sagt frá hinu háa verði á æðardúni, en verð á kópaskinnum er einnig mjög hátt. Að sögn Agriars Tryggvasonar hjá búvörudeild SÍS var verðið á 1. flokks vorkópa- skinni i fyrra 10.200 kr. til bænda og hann bjóst við að verðið færi uppium 13.000 krónur i ár. Verð á 2. fl. skinni var i fyrra 7200 kr. og hækkar það samsvarandi. Agnar taldi að alls veiddust hér við land um 7000 selir, þar af 6000 vorkópar, enda er verðið á skinnum þeirra langhæst. Verð fyrir velverkað skinn af full- orðnum sel er ekki nema á milli tvö og þrjú þúsund krónur, sé það vel verkað. Fyrir tveimur árum var verð á 1 fl. vorkópaskinni rúmar 7 þúsund krónur og i fyrra rúmar 10 þúsund kr. eins og áður sagði. Inn i þessa hækkun kemur, auk hækkunar á sidnnum á heims- markaði, hækkun á erlendum gjaldeyri, en öll kópaskinnin eru flutt út. Vorkópaveiðinni er nú um það bil að ljúka, en skinnin koma ekki til sölu fyrr en i lok mánaðarins. enda eru þau hert og þurrkuð al þeim sem kópana veiðir. —S.dór. urðu margir frá að hverfa. Kom fólk viða að af landinu og er greinilega sivaxandi áhugi fyrir þessum þætti skólamála. —gsp um Sveit Stefáns sigraði Islandsmót i bridge 1976 var haldið dagana 4. til 7. júni. Úrslit urðu: 1. sæti sveit Stefáns Guðjohn- sens með 97 stig. I sveit Stef- ans voru auk hans, þeir Þórarinn Sigþórsson, Hörður Arnþórsson, Simon Simonar- son og Hallur Simonarson. 2. varð sveit Jóns Baldurssonar (unglingalandsliðið) 86 stig. 3. sveit Hjalta Eliassonar, 82 stig. 4. sveit Jóhanns Þ. Jóns- sonar, 72 stig. 5. sveit Böðvars Guðmundssonar, 70 stig. 6. sveit Ólafs H. Ólafssonar, 67 stig. 7. sveit Ólafs Gislasonar, 43 stig. 8. sveit Boggu Steins (npc), 41 stig. Jón Sólnes hættir Jóni G. Sólnes, útibússtjóra Landsbankans á Akureyri, hefur verið veitt lausn frá þvi starfi og virðist hann nú ætla að helga starfskrafta sina alþingi og Kröflunefnd. 1 frétt frá Landsbankanum segir: „Bankaráð Landsbankans hefur á fundi sinum 9. þ.m. fallist á beiðni Jóns G. Sólnes um að veita honum lausn frá störfum sem útibússtjóra Landsbanka Islands á Akureyri frá og með 1. júli n.k. Jón G. Sólnes hefur verið starfsmaður Landsbankans i fimmtfu ár og útibússtjóri siðan 1961. Jón hefur haft leyfi frá störfum frá 1. febrúar 1975, vegna setu sinnar á Alþingi. Magnús Gislason, skrifstofu- stjóri, mun gegna störfum úti- bússtjóra á Akureyri eins og að undanförnu, þar til útibússtjóri hefur verið ráðinn”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.