Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 12. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Kristinn E. Andrésson Kristinn E. Andrcsson heföi orðiö 75 ára i dag. Hann var einn af frumkvöölum sósialismans á islandi og leiðtogi róttækra rit- höfunda um áratugaskeið. Hann var fæddur 12. júni 1901 og lést 20. ágúst 1973. Kristinn lauk mag.art. prófi frá Háskóla Islands 1928 og fjallaði magistersritgerð hans um austfirsk skáld á fyrri tim- um. A árunum 1929-1931 lagði hann stund á þýskar bókmennt- ir i Þýskalandi. Hann var um hrið bókavörður við Landsbóka- 75 ára minning safnið og kennari við ýmsa framhaldsskóla. Á Þýskalandsárum hneigöist hugur Kristins æ meir til sósial- isma, og á kreppuárunum hófst stórvirkt starf hans að skipu- lagningu hreyfingar róttækra islenskra rithöfunda og mennta- manna i tengslum við Kommún- istaflokk Islands og siðar Sósialistaf lokkinn. Kristinn stofnaði Heims- kringlu 1934, bókmenntafélagið Mál og menningu 1937 og rit- stýrði timaritinu Rauðum penn- um á þessum árum og siðar Timariti Máls og menningar. Hann stofnaði bókaverslun, Hólaprent og réðst i byggingu stórhýsa með þeirri hugsjóna- glóð og óbilandi kjarki sem ein- kenndi hann alla tið. Þá var Kristinn þingmaður Sósialistaflokksins á árunum 1942-1946 og ritstýrði Þjóðvilj- anum 1946-1947. Eftir hann liggja nokkrar bækur og aragrúi timaritsgreina. Grein sú er hér birtist, Hvað biður íslands?, skrifaði Kristinn i 1. hefti Timarits Máls og menningar árið 1940 þegar breskur her hafði hertekið Is- land . Greinin er allmikið stytt, en á fullt erindi til islendinga enn i dag. — GFr Kristinn E. Andrésson Kristinn E. Andrésson: bíöur íslands? Hvaö Islenska þjóð, við lifum nú eina af þeim örlagastundum, er marka svo djúp spor, að allt hið liðna birtist skyndilega i nýju ljósi: hið ókomna er ekki lengur eðlilegt framhald þess, er var, heldurnýttog óþekkt. Við sjáum, að allt okkar lif muni héðan f frá eiga annað gildi, jafnvel hlita öðr- um lögmálum, viðhorf okkar er breytt, komin ný timamót. Þessi styrjöld mun liða hjá.Sé giftan með okkur, getum við komist úr þeirri raunverulegu hættu, sem við erum stödd i, að verða vigvöllur okkur óvarðandi hernaðaraðilja, komist hjá þvi að sjá bæi okkar brenna og sprengj- ur tæta hold islenskra manna. Við treystum þvi einnig, að fá að byggja land okkar einir, að hinn erlendi her hverfi héðan sem fyrst á burt, að ekkert annað riki geri tilraun til að svelgja okkur. Að svo miklu leyti gæti allt orðið óbreytt frá þvi sem áður var. Við fengjum aftur frið, héldum sjálf- stæði okkar, landinu fyrir okkur sjálfa, tækjum aftur upp vinsam- leg skipti við nágrannaþjóðirnar. Samt munu aldrei mást út spor þeirrar örlagastundar, er þjóðin nú lifir. Héðan i frá verður saga okkar önnur, ný barátta, nýjar staðreyndir að horfast i augu við. Við höfum lifað i þúsund ára ein- angrun með heimskautið og hafið að „vernd”. Einn dag er þessi einangrun rofin, svo gersamlega, að sjálf valdaátök stórveldanna verða að sinum hluta háð hér. Við erum skyndilega i alfaraleið. Heimurinn hefur uppgötvað okkur að nýju, ekki sem land fjarlægðar, sagna og drauma, heldur sem land nálægðar, hags- muna og veruleika. Hinn útlendi her getur farið héðan, en þessi uppgötvun gleymist ekki. tsland mun ekki lengur lifa utan við heiminn, heldur inni i sjálfri at- burðarás hans. Sjálfir höfum við getað gert aðra uppgötvun. Vanmáttur okk- ar og smæð hefur aldrei speglast jafn átakanlega skýrt. Við höfum litið á okkur sem þjóð stórra sæva og stórra sanda. Nú erum við allt i einu ekki stærri þjóð en svo, að hvert meðalriki getur á fáum vik- um, og án þess nokkuð muni um, ferjað hingað svo mikinn mann- afla, að við erum innan stundar orðin hornreka i okkar eigin landi, finnst jafnvel svo þröngt verða um okkur, að við getum hvergi farið frjálst. Út úr þúsund atvikum getum við lesið fyrir- litningu á smæð okkar, kæruleysi um hin litlu mannvirki okkar, kæruleysi um landið og réttindi landsmanna. 1 augum herveld- anna erum við ekki hið tigna land okkar eigin skynjana, með bláum tindum, jöklum, fossum og hver- um, ekki sagnaeyjan, bók- menntaþjóðin, ekki nein helgi- saga, heldur fiskimið, herskipa- lægi, hentugt vigi. Virðingar heimsins njótum við aðeins úr fjarska, að imyndun nokkurra fræðimanna eða rómantiskra sjúklinga. Virðingunni fyrir þjóð okkar, landi og sögu, verðum við að halda uppi sjálfir, önnur riki láta það ógert. Þessa uppgötvun hafa siðustu atburðir fært okkur. Við höfum verið menn til að lifa af einangrun þúsund ára, við- skiptalega og stjórnarfarslega kúgun erlendrar þjóðar, harð- leikni náttúrunnar, isalög, eldgos og aðrar feiknir. Verðum við framvegis menn til að vernda samfélag okkar og halda upp sjálfstæðri menningu, þegar byggð okkar liggur allt I einu i miðri þjóðbraut og erlendir straumar flæða hér yfir? Þessari spurningu geta islend- ingar ekki svarað nema á einn veg: Við ætlum okkur vissulega að vera menn til þess. Enginn myndi vilja halda þvi fram, að við hefðum eignast þjóðarþroska og þá menningu, sem við stærum okkur af, vegna einangrunar, heldur þrátt fyrir einangrun. Þjóðlif okkar til forna blómgaðist best, meðan við höfð- um örust viðskipti við aðrar þjóð- ir, og islensk menning reis að nýju, þegar við komumst aftur i kynni við heiminn. Þrengsta ein- angrunin var um leið myrkasta timabilið i sögu okkar. Eins og þyrstur maður þráir svaladrykk, hafa islendingar þráð heimslif menningarinnar. Alla þessa öld höfum við keppst við að þurka út spor einangrunarinnar, efla sem mest viðskipti við aðrar þjóðir, skapa nútima þjóðfélag, ekki i þeim tilgángi að glata sjálfum okkur, heldur til þess að veita nýju blóði i æðarnar, verða betri og menntaðri þjóð. Við teldum okkur það lltinn sóma að vera að- eins færir um að lifa utan við heiminn. Við viljum einmitt vera menn til að lifa I heiminum. Og á þessari öld, er við höfum haft langsamlega mest skipti við aðrar þjóðir, hefur þjóðlif okkar blómgast sem aldrei fyrr. Við höfum fengið nýja trú á landið og þjóðina, séð alla okkar fortið og framtið i nýju ljósi. Við höfum fyrst á þessari öld verið að upp- götva auð landsins, séð allt vera ógert, alls staðar blasa við ný verksvið. Sambandið við um- heiminn átti ekki að boða þjóðinni né sjálfstæði hennar neina hættu, heldur skapa okkur skilyrði til þess að verða hæfari til að lifa i landinu. Við viljum lita svo á, að saga islendinga sé mest eftir, svo að hin liðnu þúsund ár sé áðeins veikt, myrkt, þungt upphaf bjart- ari og léttari tíma. Svo langt inn I framtið sem við þorum að hugsa, höfum við séð Island byggt af islendingum, nýjum og nýjum kynslóðum, æ frjálsari og hamingjusamari. Nú er sú stund komin, að islendingar verða að gera sér ljóst i alvöru, hvernig ástatt er i þjóðfélagi þeirra, verða að meta að nýju hver sina stjórnmálaafstöðu og þjóðfélags- legu ábyrgð. Þeir geta ekki leng- ur flúið undan sjálfum sér og varpað ábyrgðinni hver á annan. Samheldni þjóðarinnar, veit hver maður, er enginn veruleiki. Þjóð- in stendur hvorki sem ein heild út á við, né I innanlandsmálum. Það er ekki hægt með neinum lygavef að breiða yfir stéttaandstæðurnar i landinu. Það er opinber stað- reynd, að fámenn klika gróða- brallsmanna hefur sölsað undir sig mest ráð I þjóðfélaginu, einok- arað miklu leyti stærsta atvinnu- rekstur landsmanna, afurðasölu, utanrikisverslun og fjárstofnanir. Þessi hagsmunaklika hefur i mörg ár beitt alþýðustéttirnar, sérstaklega verklýðsstéttina, fullum fjandskap og ofsóknum, unnið með markvisum ásetningi að þvi að eyðileggja alþýðusam- tökin og grafið með þvi undan hornsteinum lýðræðisins og veikt þjóðfélagið I heild. Kringum þessa valdakliku hefur dafnað hin argasta fjármálaspilling og ó- reiða, þjófnaður i stórum stil á al- mannafé, mútur og atvinnukúg- un. Þessi klika hefur unnið að sundrung i þjóðfélaginu, reynt að etja einni stéttinni upp á móti annarri, hefur fjandskapast við allar framfarir og menningu og stendur orðið beinlinís i vegi fyrir þvi, að heilbrigt atvinnulif geti þróast i landinu. En það, sem ger- ir völd hennar langsamlega hættulegust, eru þó hagsmuna- tengsl hennar við erlent auð- magn. Eitt fyrsta verkefnið, þegar skapa á sterka og sam- stillta þjóðarheild, er að taka ráð- in af þessari gróðabrallskliku eða takmarka að minnsta kosti svo völd hennar, að hún ráði ekki i sjálfri landsstjórninni, geti ofur- selt hagsmuni þjóðarinnar er- lendu valdi eða gert Islensku at- vinnulifi stórtjón. 011 þjóðin verður að risa i nýj- um starfshug til margfaldrar ár- vekni og þjóðfélagslegrar ábyrgðar. Samtök alþýðunnar eiga ekki einungis að verða traustustu vigi lýðræðisins, held- ur allrar varnar og einingar þjóðarinnar. Hver félagsskapur fær nýtt og aukið verksvið, ekki aðeins hagsmunalegt fyrir hverja stétt, heldur jafnframt þjóðlegt að inntaki, reist á sögulegum og menningarlegum skiiningi á örlagarikri ábyrgð þessara tima fyrir alla framtið tslands. Hið sameiginlega markmið alls félagsskapar almennings i land- inu þarf að verða sköpun sterkrar og heilbrigðrar þjóðarheildar, sem af dirfsku og manndómi heldur uppi rétti og málstað tslands, hveru sem fram vindur. Ef þjóð, þó ekki sé stærri, sýnir einhuga vilja til að verndaréttindi sin, verst af viti og þrautseigju allri ágengni , lætur aldrei ganga á hlut sinn án mótspyrnu og mót- mæla verður hún seint sigruð. Um allt tsland risa til forystu nýir menn með nýjar hugsjónir, nýja ábyrgðartilfinningu, nýjan þjóðfélagslegan skilning á framtið islendinga, risa upp hver isinu félagi, róta burtu þvi gamla og feyskna, skapa nýja, máttuga þjóðarhræringu, nýja frjálshuga, sterka samfélagsheiid islendinga. Það er köllun okkar tima. Framan úr fortið og utan úr framtið hvetja okkur til dáða raddir ættmenna okkar, liðinna og óborinna, og „málmraddir eggja oss moldunum undir”. í öllu þessu verðum við þó eins að gæta: að daga ekki uppi i nein- um þjóðarrembingi eða aftur- haldssamri einangrunarhneigð. Það ástand, sem við i dag erum neyddir til að þola, knýr okkur til þjóðernislegs viðnáms og einbeit- ingar alira krafta að sköpun sterkrar þjóðarheildar. Okkur ber skylda til að nota þennan tima til þess að styrkja samheldni okk- ar, innri kraft og þjóðarmetnað. Við hljótum nú og á næstunni að sýna alla tortryggni i garð er- lendra rikja, standa einhuga á verði gagnvart þeim, engu siður vináttu þeirra en fjandskap. Samt viljum við enga einangr- un, kjósum ekkert frekar en vinsamlega sambúð við allar þjóðir. Við treystum einmitt á blómgun islensks þjóðlifs i sam- búð okkar við heiminn. Það er styrjöldin, sem hefur svift okkur þeirri sambúð. tslensk alþýða verður engu að siður að vera trú sinum alþjóðlegu félagslegu hug- sjónum. Það er ekki alþýða land- anna, sem ber sök á þessu striði, það eru ekki þjóðirnar, sem risa i fjandskap hver gegn annarri, heldur etja þeim saman tii mann- drápa og hermdarverka nokkrir hópar fjárglæframanna, sem stolið hafa sér valdi yfir þjóðun- um. Alþýðan hatar styrjaldir, þjóðirnar vilja lifa i friði hver við aðra. En vilji þjóðanna mun sigra þetta strið sem önnur. Aftur mun risa öld friðar og þjóöfrélsis yfir blóði drifna jörð. A rústum smna hrundu borga og hugmynda', heldur mannkynið áfram að reisa aðrar nýjar og fegurri. Þá tökum við að nýju, sem sterkari og reyndari þjóð, upp vinsamlega sambúð við hamingjusamari heim. Sjúkra- og endur- tökupróf i framhalds- deildum gagnfræða- skóla vorið 1976 Prófin fara fram I Lindargötuskóla sem hér greinir: 14. júni kl. 9—11.30 íslenska (fyrra ár), liffræði (siðara ár) 14. júni ” 13—15.30 enska (bæði ár) 15. júni ” 9—11.30 stærðfræði (bæði ár) 15. júni ” 13—15.30 danska (fyrra ár), efnafræði (siðara ár) 16. júni ” 9—11.30 kjörsviðsgreinar (bæði ár) Menntamálaráðuneytið Lausar stöður Við Menntaskólann við Tjörnina eru lausar til umsóknar kennarastöður i þessum greinum: Dönsku, frönsku, lif- fræði, stærðfræði, sögu og félagsfræði. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferii og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 8. júli n.k. — Umsóknar- eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 10. júni 1976. Laus staða Staða húsvarðar við Menntaskólann við Tjörnina (við Gnoðarvog i Reykjavik) er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 8. júli n.k. Menntamálaráðuneytið 10. júni 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.