Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — WÓÐVILJINN Laugardagur 12. júnl 1976. tris Eriksen (Ljósm.: eik) Vinnufatagerð Islands hf heitir stórt og voldugt f yrirtæki inni í Þverholti í Reykjavík. Eins og nafnið bendir til er þar aðallega framleiddur vinnufatn- aður. Blaðamaður og Ijós- myndari Þjóðviljans litu þar inn rétt sem snöggvast í vikunni og bar þar að sem þrjár konur hamast við að strauja. Þetta eru þær Erla Króknes, Iris Eriksen og Anna Jóhannesdóttir. Við tökum þær tali og spyrjum um vinnuna. Þær Erla og Iris verða fyrst fyrir svörum og segja að þeim liki ágætlega að vinna hér þó að dálitið þreytandi sé að standa til Litið inn í Vinnu- fata- gerðina Að strauja fyrir Iðju- taxta lengdar við fráganginn. Þær eru búnar að vinna hér i 3 ár báðar og segjast stundum fara i að festa smellur og tölur, séu jöfnum höndum i þvi og við að strauja. Ánna byrjaðí hins vegar aö vinna hér i haust. Vinnutiminn er frá 8 til korter yfir 4 með 20 mlnútum i mat og korter I kaífi. Þær vinna af sér hluta matartimans og hætta fyrr þess vegna. Erla Króknes (Ljósm.: eik) Þær stöllur eru I Iðju, félagi verksmiðjufólks en segjast ekki taka þátt I félagsstarfsemi þar og frekar litið sé um samband milli verkalýðsforustunnar og fólksins yfirleitt. Það er helst I gegnum trúnaðarmanninn, hana Sirrý hérna uppi á 3ju hæð, segja þær. Kaupið er skv. taxta, svona 50- 60 þús. og það er ekki hægt aö lifa af þvl. Við látum karlana bæta það upp, segja Erla og Iris, en Anna er ólofuö og er lika aðeins á byrjunarkaupi. Við spyrjum hana hvernig gangi að lifa og hún segir að endar nái saman en hún geti ekki leyft sér neinn munað. Meðan á viðtalinu stendur hafa þessar þrjár Iðjukonur vart litið upp úr starfi slnu en haldið áfram að strauja og strauja og með þaö kveöjum við. —GFr Dagsbrúnar- stúlka við bensín- afgreiðslu Rætt við Hafdísi Harðardóttur Við bensínafgreiðslu Esso við Ægissíðu sjáum við unga og fallega stúlku í skítugri úlpu að störfum. Þetta vekur forvitni því að yfirleitt eru karlmenn við bensínafgreiðslu. Stúlkan vill fúslega tala við okkur Þjóðviljamenn. Hún heitir Hafdfs Harðardóttir. Við spyrjum hvort þaö sé ekki fátitt að stúlkur afgreiöi bensin. Hafdis heldur það en segist þó vita um eina aðra I Hafnarfirði. Hafdis byrjaði að vinna 1. september I fyrra og fyrst var hún litin hálfgeröu hornauga og menn alltaf öðru hverju að spyrja hvort hún væri nýbyrjuð eða þá hvort hún væri bara sumarstúlka. Hafdis segist kunna ágætlega viö starfið. Unnin er vaktavinna, ýmist frá 7.30 til 12.30 eða frá 12.30 til 21.15 og svo er unnin önnur hver helgi. Við eigum að fá fri einu sinni i viku en vinnum þá lika, segir hún. Með þessu fæ ég 98þús. kr. á mánuði og finnst gott en sennilega eru það ekki miklir peningar fyrir þennan vinnu- tima. En þetta er betra en að sitja inni einhvers staöar fyrir miklu minna kaup þó að vinnutfminn væri styttri. Við spyrjum hvort ekki sé mikið að gera. Jú, það er alltaf rúlleri og sjaldan næði til að tylla Dagsbrúnarstúlkan Hafdis Haröardóttir að störfum. (Ljósm.: eik) sér niður. Svo var ansi kalt I vetur en þetta var líka slæmur vetur. Hafdis er I Verkalýösfélaginu Dagsbrún og borgar sitt gjald til þess. Þar eru mjög fáar stúlkur en hún vill eindregið vera I Dagsbrún. Fer ekki bensinstybban i þig? spyrjum viö. Jú, það væri betra ef menn geröu meira af þvi að láta bllana ekki gangá meðan verið er að fylla á. Það er ekkert þægilegt i blankandi logni þegar hægur reykur frá mörgum bilum stigur upp. Hér koma mikið fastir viðskiptavinir, segir Hafdis að lokum, og þeir eru farnir aö þekkja mann og spjalla við mann i hvert sinn sem þeir koma. Við kveöjum þessa broshýru og hressu stúlku og gefum I niður i bæ. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.