Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 12, júní 1976. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Syrían Army relieves tðwns under attack i Qubeíflt( í K A R rR E G I O N Leftists ctash with Syrian commandos fi Syrian Army breaks leftist siege DAMASCUS Mount Hermon /U.N. ZONE IGOLAN t HEtGHTS MILES LÍBANON: Innrás sýrlendinga í Libanon. Meginherinn sóttí i tveimur fylk- ingum inn i landið sunnanvert, önnur til Beirút meðfram aðal- veginum þangað frá Damaskus, hin tíl hinnar fornfrægu hafnar- borgar Sidon til að fyrirbyggja undanhald palestinsku hersveit- anna suður á bóginn. 1 þriðja lagi réðust sýrlenskar hersveitir inn i Akkar-héraðið nyrst I landinu til að stöðva þar átök vinstri- og hægrimanna. Libanskir vinstri- menn segja að árásir hafi verið gerðar á kristin þorp i því héraði að undirlagi sýrlendinga til að gefa þeim átyllu_ til inn- rásarinnar. Af landamærarikjum Palestinu hefur Sýrland til þessa verið eindregn- ast i stuðningi sinum við málstað arabiskra palestinumanna, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Jórdaníu- konungur braut á bak Innrás sýrlendinga aftur starfsemi baráttu- samtaka palestinu- manna i riki sinu i blóðugum bardögum, egyptar hafa lengi verið nokkuð svo loðnir í afstöðu sinni en þar á móti virtust palestinu- menn ætið geta reitt sig á eindreginn stuðning Sýrlands við málstað sinn. Meðal annars var talið að baráttusamtök palestinumanna hefðu fyrir löngu verið gerð útlæg úr Libanon likt og Jórdaniu, ef sýrlend- ingar hefðu ekki haldið verndarhendi yfir þeim. Nú bregður hinsvegar svo við að sýrlenskur her hefur ráðist inn iLibanonogá þar i bardögum við palestinumenn og libanska vinstrisinna. Arafat, leiðtogi palestinumanna, sakar sýr- lendinga um að hafa ráðist á flóttamannabúðir palestinu- manna i Libanon með skrið- drekum og flugvélum og drepið þar og limlest fleira fólk en dæmi séu til um úr nokkurri af hinum óteljandi árásum israelsmanna á flóttamannabúðirnar. Og það er ekki nóg með það að sýrlendingar vegi nú að skjólstæðingum sinum, palestinumönnum, heldur berjast palestínumenn sjálfir innbyrðis i Libanon. PLO, aðalbaráttu- samtök palestinumanna, er bandalag sem mörg samtök eiga aðild að. Eitt þessara samtaka, Saika, hefur alla tið verið mjög háð sýrlendingum og berst nú með þeim gegn löndum sinum. ísraelar láta sér fátt um finnast Og það eru ekki palestinumenn einir, sem nú segja um sýrlend- inga að höggvi sá er hlifa skyldi. Allt frá þvi að Sýrland og Libanon sluppu undan yfirráðum frakka og urðu sjálfstæð riki hefur verið gengið út frá þvi sem visu að hið múhameðska Sýrland væri bak- hjarl múhameðskra libana. Ennú ráðast sýrlendingar einmitt inn i Libanon til að taka i lurginn á þessum skjólstæðingum sinum. Aður hafði verið gengið út frá þvi sem visu að israelsmenn myndu ráðast inn i Libanon ef sýrlendingar, hörðustu óvinir þeirra af arabisku grann- rikjunum, sendu þangað her. En nú láta iraelskir ráðamenn sér fátt um finnast og segja eitthvað svipað og Mörður Valgarðsson i Njálu, að þeir einir eigist við i Libanon sem israelar hirði aldrei þó að drepist. Þessi stilling isra- elsmanna stafar trúlega að ein- hverju leyti af bandariskum áhrifum, en Bandarikjastjórn er allánægð með ihlutun sýrlend- inga. Fram til þessa hefur Bandarikjastjórn þó ekki verið ýkja hress yfir sýrlensku stjórn- inni, sem hefur vinsamlegt sam- band við Sovétrikin, en vera kann að bandariskir ráðamenn kjósi af tvennu illu fremur sýrlenskt her- nám i Libanon en fullan sigur vinstrimanna i borgarastyrj- öldinni. Palestínumenn ,,seldir” fyrir Golanhæðir? Vitað er að Sýrland sendi her sinn inn i Libanon þvert gegn vilja Sovétrikjanna, sem það hefur lengi staðið i allnánu og vinsamlegu sambandi við, og bætti gráu ofan á svart með þvi að hefja innrásina einmitt þegar Kosýgin forsætisráðherra sovét- manna var i opinberri heimsókn i Damaskus. Kannski bendir þetta til þess að sýrlendingar hyggist söðla um, likt og egyptar áður, og færa sig nær Vesturveldunum. Kannski hefur þegar á bak við tjöldin verið samið um að Sýrlandsstjórn fái fyrir það viðvik rikulegan fjárstuðning frá Bandarikjunum og oliuauðugum og afturhaldssömum Araba- rikjum, sem auðvitað vilja allt frekar en að vinstrimenn nái völdum i Libanon. Þess hefur lika verið getið til, að visu af andstæðingum Assads Sýrlandsforseta, að hann hafi einnig samið við fsrael á bak við tjöldin. Að Israelsstjórn hafi lofað að skila aftur Golan-hæðum sem israelsmenn tóku af sýrlend- ingum i sexdagastriðinu 1967, gegn þvi að sýrlendingar kæmu i veg fyrir árásir palestinskra skæruliða i Libanon á Israel. Með tilliti til þessa sé ekki að undra, þótt israelskir ráðamenn taki innrás sýrlendinga með stillingu. Sýrlendingar þykjast standa einir Vist er um það að afstaða Sýrlands gagnvart Israel heftir upp á siðkastið orðið ivið vægari. Skýringin á þvi er trúlega sú, að eftir siðasta samkomulag Israels og Egyptalands um Sinaí er erfitt að imynda sér að egyptar verði á næstunni fúsir til átaka við tsrael. Sýrlendingar þykjast þvi standa þvi sem næst einir uppi sem virkir andstæðingar ísraels, og sjálfum er þeim jafnljóst og öðrum að sýrlenski herinn hefði ekkert að gera i þann israelska ef þeir ættust einir við. Það væri þvi ekki nema trúlegt að Sýrlands- stjórn stefndi nú að hliðstæðu samkomulagi viö tsrael og Egyptaland hefur þegar gert. Egyptar hafa fordæmt sýrlensku innrásina allra harðast og má heita að i bráðina sé fullur fjand- skapur með þeim og sýr- lendingum út af þvi máli. En kannski svara ráðamenn i Damaskus egyptum sem svo: Þér ferst Flekkur að gelta. Fleiri Arabariki hafa nú blandað sér i málið, en þegar þetta er ritað er enn of snemmt að spá nokkru um, hve mikið býr á bak við þau afskipti og hvaða afleiðingar þau kunna að hafa. —dþ ísland D.D.R. Æskulýðsbúðir í D.D.R. Félagið ísland — D.D.R. skipuleggur ferð unglinga til 3ja vikna dvalar i æskulýðs- búðum i þýska Alþýðuveldinu. Dvalið verður i Prorov við Eystrasaltið á tima bilinu frá 7. til 30. júli. Börn félagsmanna ganga fyrir. Frekari upplýsingar gefur örn Erlends- son, simi 11470 eða 36717. Lausar stöður Kennarastöður við Fjölbrautaskólann i Breiðholti I Reykjavik eru lausar til umsóknar. Um er að ræða bók- legar og verklegar greinar i eftirfarandi kennsludeildum skólans: íslenskudeild, deild erlendra mála, stærðfræðideild, eðlis og efnafræðideild, náttúrufræðideild, samfélags- og upp- eldisfræðideild, viðskiptadeild, hússtjórnardeild, mynd- og handmenntadeild, heilsugæsludeild, snyrtigreinadeild, málmiðnadeild.tréiðnadeild og iþróttadeild. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 9. júli n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu og i fræðsluskrifstofu Reykjavikur. Menntamálaráðuneytið, 9. júni 1976 Auglýsing Starf bæjarstjóra á Akureyri er laust til umsóknar og veitist frá 1. ágúst 1976. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. júli næstkomandi. Akureyri 8. júni 1976, Bjarni Einarsson Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468 AÐALFUNDUR Aðalfundur félags landeigenda i Selási verður haldinn að Freyjugötu 27 laugar- daginn 12. júni 1976 kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. .ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.