Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Stefán Jónsson, alþingismaður: Bœndur skulu eiga jarðir til landbúnaðarnytja Svar til Ásmundar Stefánssonar hagfræðings Asmundur Stefánsson hag- fræðingur Alþýðusambands- stjórnar skrifar myndarlega rammagrein um afstöðu mina til þingsályktunartillagna Al- þýðuflokksins um eignarhald á landi i Þjóöviljann þann 10. júni. Hann viðurkennir að hafa ekki kynnt sér þessar þings- ályktunartillögur nægilega vel til þess að geta fjallað um þær. Við fljótalestur á grein As- mundar virðistmér hann heldur ekki hafa kynnt sér sem skyldi afstöðu mina til þeirra. Ásmundur talsmaður krata Ef ekki væru nokkrar máls- greinar tilfærðar innan gæsa- lappa hefði ég efast um að As- mundur hefði séð greinar- kornið, sem hann skrifar um, heldur e.t.v. látið sér nægja endursögn næsta krata svo að við nefnum ekki nöfn. Ég timi ekki að lesa i sima langa svargrein norðan úr landi við útúrsnúningum hins unga og gáfaða hagfræðings, læt nægja að vitna i nýlega stefnuskrá Al- þýðubandalagsins varðandi eignarhald á landinu. Ég er stefnuskránni samþykkur þótt ég *æki ekki nema tiltölulega lit- inn þátt i samningu hennar: 1 stefnuskránni segir á blað- siðu 90: ,,A auðlindir landsins og sjávar ber að lita sem sameign þjóðarinnar sem hver kynslóð nýtur og skilar hinni næstu, helst i betra ástandi en við var tekið. Æskilegt er að stuðla að sem viðtækastri almannaeign á landi og landgæðum og tryggja afnotarétt i stað einkaeignar. Bændur skulu eiga jaröir til landbúnaðarnytja,ef þeir kjósa, en nauðsynlegt er að hindra allt brask með jarðnæði til sveita og með lóðir og lendur i þéttbýli og grennd.” Og á blaðsiðu 115 i sömu stefnuskrá segir: „Eðlilegt er að landbúnaður sé áfram rekinn af sjálfstæðum bændum og á fjölskyldugrundvelli eins og nú er. Þar sem upp kemur nauðsyn á stórrekstri i landbúnaði, t.d. vlrækt, er rétt að hvetja til sam- vinnusniðs i rekstri, ella setja hann á annan hátt undir al- mannaforráð.” Um pólitisk vinnubrögð og sálufélög: Það er skoðun min, án tillits til meiri eða minni þekkingar- skorts Asmundar Stefánssonar á málefnum yfirleitt að æskilegt sé að skipa þjóðnýtingarverk- efnum i þá röö sem þau kalla að vegna þjóðarheillar og mætti t.d. ætla að þjóðnýting inn- flutnings- og útflutnings- verslunar yrði ofarlega á skránni, þar næst ýmiskonar stórfyrirtækja svo sem tryggingarfélaga. Verkefnin yrðu sennilega býsna mörg áður en komið yrði að bújörðum bænda. Ekki óliklegt að þjóðar- hagur krefjist fyrr þjóðnýtingar á ibúðarhúsnæði i bæjum en jarðnæði til búskapar. Svo veröur jafnan að viö hljót um að skipa pólitiskum verk- efnum i röð eftir þvi sem þörfin kallar að. Af hyggindum er ekki kveðið fyrirfram á um röðina i stefnuskrá heldur er pólitisk* skynsemi ætlað það hlutverk, en hún er til margra hluta nyt- samleg sé henni á annaö borð til að dreifa. Svo ég klykki út með tilvitnun i niðurlagsorð eigin þingræðu um þetta eignarhaldsmál þá mun ég ekki er þar aö kemur velja mér að föruneyti á þjóð- nýtingarbrautinni þá menn sem af mestu blygðunarleysi hafa áratugum saman þjónað undir Stefán Jónsson ihaldið, krjúpandi, standandi i ræðustólum Alþingis, sitjandi á þingbekkjum, útaf liggjandi, upp i loft og á grúfu. Þessari siðustu sneið er alls ekki beint til Asmundar Stefánssonar. Gert á Akureyri fimmtudaginn 10. júni 1976. Stefán Jónsson r _ Dýrariki Islands eftir Benedikt Gröndal: r Obrotgjarn minnisvarði um sérstæðan listamann Þess hefur áður laus- lega verið getið hér i blaðinu að sl. fimmtu- dag hefði örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi kynnt blaðamönnum út- gáfu á Dýrariki íslands, eftir Benedikt Gröndal, skáld og náttúrufræðing, en bókaútgáfan örn og örlygur stendur fyrir útgáfu þeirrar bókar, með mikilsverðri aðstoð Steindórs Steindórsson- ar frá Hlöðum, fyrrver- andi skólameistara á Akureyri. Hér mun nú reynt að gera útgáfu þessa stórmerka og sér- stæða verks ofurlitið fyllri skil en unnt var á fimmtudaginn. Eins og kunnugt er þá var Benedikt Gröndal einn af stofn- endum Hins islenska náttúru- fræðifélags og formaður þess frá upphafi, 1889—1900, jafnframt þvi sem hann var umsjónarnaður Náttúrugripasafnsins. Má með réttu segja, að hann hafi verið megin-höfundur safnsins, þvi að i höndum hans óx það úr engu til verulegs þroska, sem þá þegar vakti athygli og aðdáun. A blaðamannafundinum gat örlygur Hálfdánarson þess, að útgáfa Dýrarikis Islands væri stærsti viðburðurinn i 10 ára sögu útgáfufyrirtækisins. Útgáfa bókarinnar nú er i engu sambandi við Listahátiðina þvi ætlunin var að hún kæmi út i fyrra, en tækni- legir örugleikar hindruöu og þvi fellur þessi listviðburður saman við Listahátið. Steindór Steindórsson benti örlygi á þetta verkefni, og þeir hófu samstarf um útgáfuna. Steindórkom til Reykjavikur, leit á myndir Gröndals, fór i gegnum almanök hans, sem báru með sér, hvernig bókin hafði smátt og smátt skapast á 30 árum. Eigin- lega er Dýrariki Islands eins konar Vesturgötubók. Hún er teiknuð á Vesturgötu 16, heimili Gröndals, fjaran norðan Vestur- götu var megin-náma hans við dýrasöfnunina, — og nú er bókin gefin út i húsi nr. 42 við Vestur- götu. Þegar endanlega hefur verið gengið frá prentun bókarinnar, verða filmurnar innsiglaðar og afhentar Landsbóksafni með þvi skilyrði, að bókin verði ekki gefin út á ný fyrr en á 200 ára afmæli Gröndals og þá þvi aöeins, að fram sé tekið, að um aðra útgáfu sé að ræða. A annað þúsund myndir eru i bókinni, að sjálfsögðu prentaðar i litum. Eintakið kostar kr. 60 þús., en af þvi fær rikið dágóöa hýru. í eftirmála, sem stráður er nokkr- um teikningum Gröndals, fjallar Steindór Steindórsson um hann sem náttúrufræðing og framlag hans til isl. náttúruvisinda. Útgáfan kostaði griöar vinnu og nákvæmni, og útlendingar, sem séð hafa bókina, undrast að svo vandaða vinnu viö bókagerð skuli unnt að framkvæma á Islandi. Steindór Steindórsson gat þess, að Gröndal myndi upphaflega hafa ætlað að nota bókina við kennslu. Af þvi varð þó ekki, þvi Gröndal varð að hverfa frá kennslu. Hann hóf að teikna bók- ina 1874—5 og lauk þvi 1905. Fékk hann nokkurn styrk frá Alþingi til verksins. Bókin ber þess ljósan vott, hvað Gröndal var mikill náttúrufræðingur, þótt hann skrifaði ekki mikið um þau efni. Þó varð hann fyrstur manna til að skrifa isl. kennslubækur i steina- dýra- efna- og landafræði, og i sambandi við dýrafræðina bjó hann til dýrafræðiheiti, sem siðan hefur verið byggt á. Mest er i bók- inni um teikningar af sjávardýr- um og fuglum, enda voru þaö uppáhaldsdýr Gröndals. Bókin er óljúgfróður vottur um stórhug Gröndals, þekkingu hans á is- lensku dýralifi, og bæði teikningar og skrift sýna hand- bragð ósvikins listamanns. Verkið er unnið af alúð og ástúð, og óefað hefur ekkert starf annað fært Gröndal fleiri sólskins- stundir. Sem fyrr segir er bókin gefin út i 1500 árituðum og tölusettum ein- tökum, og afhenti sonur örlygs, sem reyndar á sama afmælisdag og gamli Gröndal, dóttursyni listamannsins, Benedikt Gröndal forstj., 1500-asta eintakið að gjöf. „Fellur i gleymsku það orð, sem er lifandi núna’*. Þótt menn hætti e.t.v. að lesa bækur Gröndals: Dægradvöl, Heljar- slóðarorrustu, Þórðarsögu Geir- mundarsonar, sem þó er. ein- stæðar að allri gerð, þá láta menn sennilega ekki af þvi, að horfa á það sem fyrir augu ber. Þvi er þess að vænta, að þessi fagra bók verði óbrotgjarn minnisvarði um þennan mikla og sérstæða lista- mann, seo fyrir 80-100 árum var svo tiðförult um fjöruna fram- undan Vesturgötunni. —mhg Angóla: Réttarhöld yfir málaliðum LUANDA 10/6 NTB — A morgun hefjast i Luanda, höfuðborg Angólu, réttarhöld yfir þrettán málaliðum, sem her Alþýðu- hreyfingarinnar til frelsunar Angólu (MPLA) tók til fanga i borgarastriðinu þar. Niu mála- liða þessara eru bretar, tveir bandarikjamenn, einn iri og einn argentinumaður. Bandariskur lögfræðingur, Robert Cesner. hefur verið fenginn til að verja bandarisku málaliðana tvo en hinir hafa angólska verjendur. Reynt mun hafa verið að fá breska verjendur fyrir bresku málaliðana. en enginn breskur lögfræðingur hefur viljað gefa sig i það. Baldvin, Ilcrdis og Bessi i lmynd unarveikinni. „Argan ímyndunarveiki” á Fáskrúðsfirði i kvöld í dag fá Fáskrúösfirðingar leik- flokk frá Þjóöleikhúsinu i heim- sókn meö imy ndunarveiki Molieéres I lcikstjórn Sveins Einarssonar. A morgun veröur sýnt á Egilsstöðum og á mánu- daginn á Neskaupsstaö. Siöan veröur haldið noröur um og sýnt á Kaufarhöfn, Húsavik, Akureyri, ólafsfiröi, Sauðárkróki og Blönduósi. Imyndunarveikin var frum- sýnd 20. mai s.l. og hefur verið sýnd við ágæta aðsókn og mjög góðar undirtektir. Leikstjóri er Sveinn Einafsson, leikmynd gerði Alistair Powell, tónlist er eftir Jón Þórarinsson. Aðalhlutverkin, Argan hinn imyndunarveika og Toinette vinnukonu hans leika þau Bessi Bjarnason og Herdis Þorvaldsdóttir. Aðrir helstu leik- arar eru Arni Tryggvason, Baldvin Halldórsson, Sigriður Þorvaldsdóttir, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Randver Þor- láksson, Jón Gunnarsson, Sigurð- ur Skúlason, Rúrik Haraldsson og Bjarni Steingrimsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.