Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.06.1976, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Laugardagur 12. júní 1976. Hámark bjartsýninnar.. Auglýst eftir tann- lækni fyrir 120 þús. kr. í mánaðarlaun! Tryggingastofnunin vill ráða trúnaðarlœkni Tryggingastofnun rikisins hefur nýverið auglýst laust nýtt embætti, sem er trúnaðartannlæknir stofn- unarinnar og ástæðan fyrir þvi að þetta embætti er sett á stofn er sú, að stofnunin er farin að greiða takklækna- kostnað fyrir skólafólk uppað 17 ára aldri og hluta af tann- viðgerðum ófriskra kvenna, öryrkja og fieiri. — Við teljum þvi nauösyn- legt að hafa trúnaðartann- lækni hér til að yfirfara þá reikninga sem við verðum að greiöa og fieira því um likt, sagði Sigurður Ingimundarson forstjóri TK er við ræddumviö hann i gær. Siguröur sagði að trúnaðartannlæknir færi i 25. iaunafiokk en sá flokkur gefur um 120 þúsund kr. i mánaðar- laun og sagðist hann vel geta imyndað séi; að erfitt yrði að fá tannlækni til að vinna fyrir þessi laun, en staðan er hugsuð sem fulit starf. — En svona erum við settir hjá rikisstofnununum, við eigum erfitt með að keppa viö aðra á vinnumarkaöinum, sagði Sigurður. Þvi má bæta hér við til gam- ans að 120 þúsund krónur þykja sjálfsagt iág vikulaun hjá tannlækni sem rekur eigin stofu, hvað þá sem mánaðar- laun. —S.dór. Þór Magnússon þjóðminjavörður: Minna um upp- meira um yiðgerðir 1 sumar gröft Þennan garð hefur Skógræktarfélag Reykjavfkur sett upp á gólfi Byggingaþjónustu Arkitektafélags ts- lands að Grensásvegi 11. Þetta handhæga ferðasalerni má setja upp hvar sem er og pakka þvi saman að notkun lokinni. Byrjað verður að gera við innréttingu Viðeyjarstofu í sumar — Það verður ekki mikið um uppgröft og fornminjarannsóknir hjá okkur á þessu sumri. Við munum beita kröft- um okkar og fjármunum rneira til viðgerða á þjóðminjum viðsvegar um landið, enda er orðin brýn þörf á viðgerðum á mörgum þeim húsum sem varðveitt eru viðs- vegar um landið, sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður er við spurðum hann um helstu verkefni Þjóðminja- safns íslands i sumar. Þór sagði að helsta verkefnið á sviði fornminjarannsókna væri að GIsli Gestsson fornleifafræðingur myndi halda áfram uppgreftri og rannsóknum á bæ þeim sem hann hefur unnið að rannsóknum á i Alftaver' undanfarin sumur. Þar er um aö ræða mjög stóran bæ, sem farío iief'jr I kflf í Kötlugosi. Viðgerð utanhúss á Viðeyjar- stofu er lokið og sagði Þór að I sumar yrði byrjað að lagfæra húsið að innanverðu. Það þarf að skipta um gólf i húsinu og lagfæra veggi þess og fleira smávegis. Fjárveiting til Viðeyjarstofu á þessu ári er 3,5 milj króna. Eins og áður segir verða við- geröir á fornminjum framkvæmd- ar viða um land i sumar. Má þar Framhald á 14. siðu. F élagsmenn KRON fá 10% afsláttarkort 1 þessari viku hófst afhending 10% afsláttarkorta til félags- manna KRON. Að þessu sinni eru gefin út tvennskonar afsláttar- kort — þrjú sem gilda i Domus, Liverpool og járnvörubúð Kron, Hverfisgötu 52,og þrjú sem gilda I matvöruverslunum. Gildistimi kortanna er til 8. september' n.k. Kortin eru afhent á skrifstofu KRON, sem er á 4. hæð i Domus, Laugavegi 91, frá kl. 9 til 12 og 1 til 5 alla virka daga nema laugar- daga. Nýir félagsmenn geta einnig fengið afsláttarkort. Félagsgjald er aðeins 100 krónur. FJARSKIPTASAMBANDIÐ ER ENN í ÓLESTRI Fjarskiptasambandið milli lslands og umheimsins er enn I fullkomnum ólestri og væntanlega mun Seacan, simastrengurinn milli tslands og Kanada, ekki komast i lag fyrr en i nótt og Scottice - strengurinn milli tsiands og Skotlands- I fyrsta lagi eftir fjóra daga. Skip frá Stóra norræna simafélaginu vinnur að viðgerð á ICECAN við strendur Grænlands og heldur þaðan til þess að gera við strenginn milii tsiands og Færeyja. Aðeins ein iina hcfur verið i notkun til Lundúna fyrir tai- sambandið við útlönd og á henni miklar truflanir. Sömu- leiðis eru miklar truflanir á telexsambandi. Sæstrengirnir sem tryggja eiga tslandi fjarskipti viö út- lönd eru gamlir og úreltir og veita ekkert öryggi. Þess skal getið að kortin gilda ekki i verslununum KRON við Norðurfell og að Langholtsvegi 130, þar sem verðlag er almennt 10% lægra en i öðrum búöum. Þá er undanskiliö afslætti dilkakjöt i heilum og hálfum skrokkum, ost- ar i heilum og hálfum stk. og smjör. Af stærri heimilistækjum er veittur 5% afsláttur gegn stað- greiðslu. Aðalfundur BLÍ í dag Aöalfuudur Blaðamanna- félags tslands verður haldinn i dag i Leifsbúð á Hótel Loft- leiöum og hefst hann kl. 14. A fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Auk þess verður rætt um brot á samn- ingum, stuðning við starfs- menn rikisfjölmiöla, útgáfu- mál, ráðningu starfsmanns o.fl. Byggingaþjónusta arkitekta Sýning á garðáhöldum ofl. gagnlegu Undanfarin ár hefur Byggingaþjónusta Arki- tektafélags íslands haldið öðru hvoru sýningar á hinum ýmsu þáttum sem varða hús- byggingar. Eru þessar sýningar hugsaðar sem liður i aukinni þjónustu við húseigendur og byggjendur. 1 gær var opnuð ein af þessum sér - sýningum og nefnist hún Sumar-Annir ’76. Þar eru sýndir ýmsir þeir hlutir sem menn þurfa að nota við garðvinnu, viðhald húsa sinna að utanverðu og I sumarhúsum, ferðasalerni, gang- stéttarhellur, hleðslusteinar og keramikflisar svo nokkuð sé nefnt. Eins og áður segir var sýningin opnuð i gær i húsnæði BAI að Grensásvegi 11 (húsi Málarans). Þar verður hún opin alla daga fram til sunnudagsins 20. júni nk. kl. 14—22. —ÞH F j ölbr autaskóli fyrir Suðurnes Menntamálaráðuneytið og öll sveitarfélög á Suðurnesjum undirrituðu i gær samning um stofnun fjölbrautaskóla fyrir Suðurnes. Kjarni nýja skólans verður i byrjun Iðnskólinn i Keflavik, sem lagður verður niöur sem sjálfstæð stofnun, ásamt fleiri greinum verkmennta á I. stigi og framhaldsdeildum Gagnfræðaskóla Keflavikur. BARUM BfíEGST EKKI I Jeppa I hjólbaröar I Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð ■ Á ÍSLAND/ H/F AUOBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.