Þjóðviljinn - 19.06.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Qupperneq 3
Laugardagur 19. júnl 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli Libanon Útlendingar flýja Beirut 18/6 reuter ntb — Bilalest meö útlendinga sem vildu yfir- gefa Beirut fór I dag frá borginni I austurátt, um yfirráöasvæði bæöi sýriendinga og palestinumanna og komst klakklaust til Damaskus þar sem flugvél flutti fólkiö til Vesturlanda. í lestinni voru 20 bilar en i einum voru lik tveggja bandariskra sendiráðsstarfsmanna sem myrtir voru á miövikudaginn. Þaö var breska sendiráðið sem skipulagði bilalestina og er fyrirhug- að aö önnur fari þegar nógu margir hafa fengist i bilana. Ford forseti Bandarikjanna fyrirskipaði embættismönnum slnum I Libanon að koma sér þegar i stað úr landi og beindi samskonar áskorun til allra bandariskra þegna I landinu en þeir munu vera um 1.900 talsins. Ekki var barist mikið i Libanon I dag en til átaka kom þó á tveimur stöðum. Vinstrimenn og palestlnumenn börðust við sýr- lendinga i hafnarborginni Sidon og við hægrimenn i austurhluta Beirut þar sem hægrimenn hafa haldið tveim hverfum múhameðstrúarmanna i herkvl I margar vikur. Þá hermdu fréttir að sýrlendingar hefðu gert loftárásir á stöðvar óvina sinna I Sidon. Neyðarástand i Buenos Aires Lögreglustjóri myrtur Buenos Aires 18/6 reuter —Neyðarástandi var lýst yfir i Buenos Aires i dag eftir að yfirmaður rikislögreglu Argentlnu lést af völdum sprengingar sem varð á heimili hans. Sprengjan sprakk inni I ibúð yfirmannsins, Cesaro Cardozo, en hún er i vel vörðu fjölbýlishúsi þar sem fjöldi herforingja býr. Hersveitir umkringdu húsið þegar I stað og vegatálmanir voru settar upp við alla vegi sem liggja út úr borginni. Sprengjan hefur veriö sett af stað úr fjarlægö en drunurnar úr henni heyrö- ust langar leiðir. Kona Cardozo og dóttir særðust. Cardozo var skipaður i embætti rikislögreglustjóra viku eftir uppreisn herforingja landsins gegn stjórn Isabelu Peron. Hann er annar maöurinn i þessu embætti sem er myrtur á tæpum tveimur árum. 4. nóvember 1974 var forveri hans, Alberto Villar, drepinn um borð i lystisnekkju sinni. Montoneros-skæru- liðasamtökin tóku á sig ábyrgð á þvi morði. Veðurfar fer hlýnandi Genf 18/6 reuter — A fundi Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) I Genf kom fram i dag að brennsla kola og oliu til húsa- hitunar og iðnaðarnota hefur hitað upp loftslagiö I heiminum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir matvælaframleiðslu. 1 skýrslu sem lögð var fyrir fundinn kom fram að magn koltvl- sýrings I andrúmsloftinu hefur aukist um 10% slðastliðna öld vegna notkunar steinefna sem eldsneytis. Ef áfram heldur sem horfir getur þetta hlutfall stórhækkað á næstunni og hitað upp andrúmsloftið. Einn af forsvarsmönnum WMO sagði að búast mætti við allt að þriggja gráðu hitaaukningu. 1 skýrslunni segir að „jafnvel smá vægilegar breytingar á loftslaginu muni hafa alvarlegar afleiðingar, félagslegar og efnahagslegar”, einkum á þeim svæðum sem matvæli og ull eru framleidd og breytingum á fiski- stofnum og skóglendi. Kaffi þjóðnýtt í Angóla Luanda 18/6 reuter —Stjórnvöld I Angólu hafa ákveðið að þjóð- nýta 36 fyrirtæki sem starfa I landbúnaöi, þar af kaffiekrur sem þekja svo til heilt hérað og voru I eigu eins fyrirtækis. Samtlmis var tilkynnt að þjóðnýtt yrðu öll mannvirki þeirra manna sem dveljast utanlands lengur en I 45 daga án þess að hafa til þess haldbæra ástæðu eða þeirra sem störfuðu með fasistunum. Geysimörg hús standa nú auð eftir að eigendur þeirra flýðu til Portúgals áður en landið öðiaðist sjálfstæði 11. nóvember I haust. Forsætisráðherra landsins, Lopo de Nascimento, sem tilkynnti þjóðnýtingarnar sagði að stærsta fyrirtækið væri CADA og væri það stærsta kaffisamsteypa i Angólu og ein sú stærsta I heim- inum. Að sögn blaðsins Jornal de Angola átti fyrirtækiö 15 þúsund hektara lands eða svo til allt heraðið Suður-Kuanza. Nascimentó sagði að nú yrðu fyrirtækin þjóðnýtt rikisrekin. Carlos Fernandes landbúnaðarráðherra sagði nýlega að það væri undir flutningum og skipulagningu komið hversu mikil kaffiuppskeran verður I ár. Ef allt gengi að óskum yrði uppskeran — sem undanfarin ár hefur verið um 200 þúsund tonn — i mesta lagi 20% minni en venjulega. Mikill skortur rikir nú á flutningatækjum á landi og margir vegir og brýr eru ónýtar af völdum striðsins. Ítalía: Kosningabaráttu lýkur Róm 18/6 reuter — Hinni opin- beru kosningabaráttu á Italiu lýkur i kvöld, föstudag, en á morgun verður kjósendum gefið tóm til að hugsa sinn gang áður en þeir ganga til atkvæða á sunnu- dag og mánudag. Stærstu flokkar landsins, kommúnistar og kristilegir demókratar, héldu báðir útifundi i Róm i dag. Þessir tveir flokkar eru nú svo til hnifjafnir i skoðana- könnunum og það er ein stærsta spurningin sem kosningarnar munu svara hvor þeirra verður stærri að þeim loknum. Kristi- legir hafa haldið þeim sessi frá striðslokum en kommúnistar hafa sigið mjög á þá að undan- förnu. Berlinguer leiðtogi kommún- ista hefur lagt á það höfuðáherslu i baráttu siöustu vikna að eftir kosningar verði að mynda þjóð- lega bjargráðastjórn með þátt- töku allra flokka. Kristilegir hafa staðfastlega hafnað þessari hug- mynd sem og öllu samstarfi við kommúnista. Sósialistar hafa hins vegar hafnað öllum hugmyndum um stjórnarmyndun án þess leitað sé samráðs við kommúnista. Það gæti þvi orðið erfitt um stjórnar- myndun að kosningum loknum þvi svo getur farið að vinstri- flokkarnir fái meirihluta atkvæða og þingmanna. Orslit munu ekki byrja að ber- ast fyrr en á mánudagskvöld. Sigrún, Gestur og Guöný klæddu vinnustofuna sina I sparifötin og opnuðu þar sýningu, en þetta er I ann- að sinn, sem sýning er haldin á þessum stað. Mynd: — gsp Keramik-vinnustofan fór í spariklæðnaðinn og hýsir nú keramik- og postulinsverk Sigrúnar, Björns og Guðnýjar 1 dag opna þau hjónin Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrhnsson ásamt Guðnýju Magnúsdóttur sýningu i kera- mikvinnustofu sinni að Laugar- ásvegi númer 7. „Vinnustofu- sýningar” þykja jafnan nokkuð skemmtilegar þvi jafnframt möguleikum á að skoða faileg verk er hægt að sjá hvernig þau fæðast og hvaða tækjabúnað þarf til. Þarna er sýnt innan um brennsluofna og rennibekki og eru öll verkin til sölu. Framlag Sigrúnar til sýning- arinnar er allar þær postulins- myndir, sem þar eru sýndar, en þau Gestur og Guðný leggja fram keramikið. Guðný Magnúsdóttir sýnir verk sfn i fyrsta sinn, utan hvað hún tók þátt i nýafstaðinni listiðnaðar- sýningu. Hún útskrifaðist fyrir tveimur árum úr Myndlistar- skólanum og hefur siðan unnið með þeim Sigrúnu og Gesti á vinnustofu þeirra. Meðal munanna á sýningunni má nefna hluti sem brenndir eru eftir ævafomri japanskri „upp- skrift”. Hún framkallar hreina koparhúð úr leirnum eftir að hann hefur verið hitaður i 800 stig og siðan settur ofan I loft- þéttan kassa, fullan af sagi, sem að sjálfsögðu sklðlogar þegar hlutnum er stungiðofan i. Þykir listin sú hin fegursta. Sýningin er opin daglega frá klukkan 4-10 nema um helgar, en þá er opið frá klukkan 2-10. Siðasti sýningardagur er laugardagurinn 2. júh’. —gsp Menningarmálanefnd Norðurlandaráðs: Hélt fund á Húsavík 1 gær lauk fimm daga fundi Menningarmálanefndar Norður- landaráðs en hann var haldinn á Húsavik. Þessir fundir eru haldnir tvisvar á ári til skiptis á N or ðurlöndunum. Formaður nefndarinnar, Gylfi Þ. Gislason, skýrði blaðamönnum frá þvi að af öllu norrænu sam- starfi væri samvinnan á sviði menningarmála sú elsta og viðtækasta. Nefndin starfar á grundvelli millirikjasamnings sem undirritaður var I Helsinki 1971. Gerir hann ma. ráð fyrir sameiginlegri fjárlagagerð i menningarmálum. 1 ár nema þessi fjárlög 1.500 miljónum islenskra króna. Stærstu útgjaldaliðirnir eru visindarannsóknir (þám. rekstur Norrænu eldfjallarannsókna- stöðvarinnar i Reykjavik og rannsóknastofnun á sviði kjarn- orku i Danmörku) en þær gleyptu 460 miljónir. Til mennta- og skólamála runnu 175 miljónir, sama upphæð til almennra menningarmála (þám. rekstur Norræna hússins) og til Norræna menningarsjóðsins 180 miljónir. Aðrir liðir eru að ráðuneytin fá samtals 135 miljónir til ráð- stöfunar og rekstur skrifstofu i Kaupmannahöfn kostar 100 miljónir ár. Þetta fé annar þó engan veginn þeirri eftirspurn sem rikir. Til dæmis kom það fram að umsókn- ir um styrki úr menningar- sjóðnum námu tifalt hærri upphæð en hægt var að veita. Eins og áður segir hittist nefndin tvisvar á ári. A öðrum fundinum er rætt um almennt menningarstarf en á hinum eru fjárlögin rædd. A fundinum á Húsavik voru þau á dagskrá. Þar var samþykkt að auka fjárveit- ingar til menningarsjóösins. Tillögur nefndarinnar eru síöan lagðar fyrir ráðherra sem verða að samþykkja þær. Næsti fundur með ráðherrum verður i september nk. Af öðrum samþykktum fundarins má nefna fjárveitingu til iþróttasamstarfs en hún hefur ekki verið á fjárlögum fram til þessa. Einnig var það vilji nefndarinnar að auka aðstoð við félagasamtök ýmiss konar. Gyifi sagði að nefndin gæti nú glaðst yfir þvl að ýmis gömul áhugamál hennar eru að komast i framkvæmd. Nefndi hann þar norrænt hús i Þórshöfn I Fær- eyjum en fyrsta fjárveitingin til þess er á fjárlögum 1978. Norræn þýðingarmiðstöð er tekin til starfa og samþykkt hefur verið að reisa menningarmiðstöð i Finn- landi. — Það má þvi segja að starfið hafi borið góðan árangur, bætti Gylfi við. 1 nefndinni eiga sæti 17 manns, fjórir frá hverju hinna Norður- landanna og einn frá Islandi. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.