Þjóðviljinn - 19.06.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 19. júnl 1976
DMÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
AÐ SELJA LAND
Málgagn utanrikisráðherra skýrði frá
þvi á þjóðhátiðardaginn að til umræðu
séu innan rikisstjórnarinnar svokallaðar
„hugmyndir Gunnars Thoroddsens.” Það
er vissulega fréttnæmt að Gunnari
Thoroddsen detti eitthvað i hug og ekki
undarlegt að rikisstjórnin skuli skjóta á
sérstökum fundum af þvi tilefni — en þær
„hugmyndir” sem hér eru á ferðinni eru
þó þess eðlis að ástæða er til að vara við
þeim sérstaklega. Hugmyndimar felast i
þvi að ráðherrann hyggst fela bandariska
hernum stærri hlut i islensku efnahagslifi
en nokkru sinni fyrr. Gerir hann ráð fyrir
þvi, að þess verði farið á leit við banda-
rikjastjórn að hún greiði gjald fyrir veru
hersins hér beint eða óbeint með þvi að
leggja svokallaða „varanlega vegi” um
allt land. Hér er um að ræða framkvæmd-
ir upp á miljarða og aftur miljarða.
Vissulega hefur bandariski herinn haft
mjög veruleg efnahagsleg áhrif á islenska
þjóðarbúið. Mest voru þau á árunum 1952-
1954 þegar herinn dró til sin fólk i vinnu ut-
an af landi þúsundum saman. Afleiðing-
arnar urðu stórfelldari byggðaröskun en
nokkru sinni fyrr og siðar. 1 tengslum við
hinar miklu framkvæmdir hersins spruttu
upp allskonar aðilar sem höfðu það mark-
mið eitt að græða á hersetunni; þeir hirtu
hundslegir þá mola sem hrutu af borðum
húsbændanna. Þeir urðu eins og snikjudýr
á herstöðinni. Þessir aðilar eru ekki til og
þeir eiga sina fulltrúa i valdamestu stöð-
um. Nægir I þvi sambandi að nefna það að
núverandi utanrikisráðherra og forsætis-
ráðherra hafa báðir unnið á vegum her-
mangsfy rirtæk janna.
Vegna þessarar starfsemi hafa islensk
fyrirtæki tengst hernum órjúfanlegum
böndum og hafa forsvarsmenn þeirra
jafnan beitt sér harkalega gegn þvi að
herinn hverfi úr landi. Er ekki minnsti
vafi á þvi að peningastreymiðfrá þeimhef
ur oft verið notað til þess að styrkja starf-
semi herstöðvasinna; hefði tam. verið
fróðlegt að rannsaka hversu margir her-
mangarar voru styrktarmenn Varins
lands á sinum tima.
Hin efnahagslegu tengsl sin við herset-
una hefur Islenska auðstéttin jafnan viljað
fela vel og vandlega og þess vegna læst
hluti hennar i orði vera andvigur áður-
nefndum „hugmyndum Gunnars
Thoroddsens”. Og þvi er ekki að neita —
þvi skal fagnað hér — að stór fjöldi is-
lenskra ihaldsmanna, meðal almennra
kjósenda Sjálfstæðisflokksins, hefur við-
bjóð á þeirri tilhugsun einni að tekið verði
leigugjald fyrir herstöðina hér á landi.
En það er hins vegar vert að gera sér
ljóst að ástæðan til þess að fleiri vilja nú
að bandariski herinn borgi fyrir sig en áð-
ur var er sú ein, að æ fleiri hafa séð að her-
inn er hér til þess að verja bandarikja-
menn — ekki til þess að verja íslendinga.
Það er þess vegna skiljanlegt að æ fleiri
mönnum, einkum þeim sem hafa verið
hlynntir herstöðinni, skuli koma til hugar
nú að krefja bandarikjaher um leigugjald
eða um framkvæmdaf é—en engu að siður
er það ábyrgðarhluti af stjórnmálamönn-
um að taka undir slikt.
Þjóðviljinn lýsir fyllstu andstöðu sinni
við allar hugmyndir um það að auka hlut
herstöðvarinnar i islensku efnahagslifi.
Þjóðviljinn fordæmir að það skuli rætt i
fyllstu alvöru af islenskum ráðherrum og
forystumönnum stjórnmálaflokka
(Alþýðuflokksins ma.) að til greina geti
komið að fela bandariska hernámsliðinu
að vinna að framkvæmdum i landinu
sjálfu. Þjóðviljinn mun beita sér af fyllstu
hörku gegn öllum slikum hugmyndum.
Hugmyndimar um að fela bandarikja-
mönnum að sjá um frumþarfir okkar
sjálfra eins og samgöngumál eru til vitnis
um það hve langt hernámið hefur afvega-
leitt ýmsa mæta menn. Rökrétt framhald
þeirrar stefnu sem Gunnar Thoroddsen
beitir sér nú fyrir væri krafa á hendur
bandarikjaher um að hann sæi islending-
um fyrir mat, bilum, húsnæði og Majorka
ferðum. Þetta er vissulega óhugnanleg til-
hugsun: Einn af æðstu stjórnmálamönn-
um landsins, sem eitt sinn sóttist eftir enn
stærra og virðulegra embætti, er með öðr-
um orðum að flytja tillögur um það i rikis-
stjórn landsins að islenska þjóðin verði al-
in af bandarikjamönnum — að islendingar
glati nýlega endurheimtu sjálfstæði sinu á
hinum amerisku „varanlegu vegum”. Og
skal loks sérstaklega á það minnt að
Gunnar Thoroddsen var einarður and-
stæðingur hersetunnar i eina tið — en
svona rækilega hefur hann verið heila-
þveginn á 30 árum að hann sér hvergi
land, hvergi von, annars staðar en i
bandarisku herstöðinni I Miðnes-
heiði. — s.
Skýringar
Það er algengt í kjaradeilum
að furðu litið vitnast um efni
deilnanna enda þótt daglegar
fréttir gefi að sjá eða heyra i
fjölmiðlum um gang mála.
Þetta er þó furðulegast i blaða-
mannasamningum og samning-
um um kjör starfsmanna rikis-
fjölmiðlanna. Þar ætti allt að
liggja fyrir eins og opin bók
strax er kjaradeilan hefst — en
á þvi er engu minni misbrestur
en um kjaradeilur annarra
starfshópa i þjóöfélaginu.
Lesendur blaðanna eiga
heimtingu á þvi að vita hversu
mikið viðkomandi hópar hafa i
laun, þegar þeir gera verkfall
eða yfirvinnubann, þeir eiga
rétt á að vita hvernig launin eru
fengin og hvernig vinnutiman-
um er háttað. Einnig gæti verið
fróölegt að vita um árslaunin á
næsta heila ári á undan og
hvernig þau skiptast milli fastra
launa og yfirvinnulauna.
Nú hefur um hrið staðiö yfir
kjaradeila starfsmanna rikisút-
varpsins. Hafa útvarpsmenn
gengið fram einarðlega og sett á
yfirvinnubann; þó finnst mörg-
um aö skýringar skorti af þeirra
hálfu á þeim atriöum tam. sem
hér voru nefnd á undan.
Þá er þaö einnig fróðlegt fyrir
hinn almenna mann — sérstak-
lega liklega rikisstarfsmann —-
aö fá upplýsingar um það hvers
vegna öll þessi ósköp eru unnin
af yfirvinnu á útvarpinu.
Fréttaaukar eru unnir i yfir-
vinnu að sagt er, útsendingar
frá merkum atburðum falla
niður vegna yfirvinnubanns.
Það siöarnefnda kann aö viröast
eðlilegt — hitt er furöulegra
þegar fastir dagskrárliöir eru
unnir i yfirvinnu áratugum
saman. Hvernig stendur á þvi
ÞjóOhátið I Reykjavlk — mynd eik.
aö vinnuskipaninni er ekki
breytt þannig aö vinnsla frétta-
auka sé tekin inn i fastan vinnu-
tima eöa þá bætt við föstu
starfsliði?
Einnig þetta væri fróðlegt að
fá skýrt.
Hátiðahöld
Það er engu likara en yfir-
völdin i hinum ýmsum sveitar-
fél. leggi sig I framkróka um
aö gera hátlðarhöldin 17. júni
sem allra daufust og til-
breytingarlausust frá ári til árs.
Vissulega má sjá nokkrar
breytingar, en heildarsvipurinn
er i meginatriðum sá sami; eftir
hátiðina er helst spurt um það i
blööunum hvort margir hafi
veriö fullir og hve margir hafi
veriö settir inn og hve margir
hafi lent inni I fyrra og hitteð-
fyrra og svo er borið saman og
reiknað I prósentum. Ef
prósentustigin eru hærri en i
fyrra er skrifað i vandlætingar-
tón um æskuna sem einlægt er
hneykslast á, enda gleyma
menn þvi þá vandlega að börnin
eiga foreldra.
1 hátiöarhöldunum 17. júni
verður jafnan holur hljómur
þegar þau eru sett niöur á
sleikjupinnastigið þar skal allt
vera svo slétt og fellt sem frek-
ast má verða og enginn má
leyfa sér að gagnrýna né hafa
uppi „neikvæðar” ábendingar.
Það er þess vegna sem stjórnar-
blöðin þegja jafnan vandlega
um það 17. júni að hér sé er-
lendur her og herstöö. Þessi
þögn þjónar tviþættum tilgangi:
í fyrsta lagi að reyna aö fá þjóð-
ina til þess að gleyma óþægileg-
um staðreyndum; mæni hún
daglangt á blöðrurnar á
Lækjartorgi er engin hætta á að
hún muni eftir hersetunni. 1
annan staö er tilgangurinn sá að
reyna meö þögninni að telja
fólki trú um að allt sé með felldu
og aö hersetan sé aöeins sjálf-
sagður og eölilegur hluti af Is-
lenska lýðveldinu.
17. júni er stór minningar-
dagur i sögu islensku þjóöarinn-
ar. Og ekkert er eðlilegra en að
menn hafi nokkra skemmtun
þann dag með einum eöa öörum
hætti. En hins þarf og aö minn-
ast þá að margt má betur fara
og baráttan heldur áfram si og
æ — ekki sist meðan vegiö er að
sjálfstæði islensku þjóðarinnar
af erlendum öflum og innlend-
um handlöngurum þeirra.
—s.