Þjóðviljinn - 20.06.1976, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Qupperneq 5
Sunnudagur 20. júni 1976 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Dómarinn: Hr. hershöfö- ingi, hafiö þér nokkurntima fengiö peninga frá Banda- rikjunum? Hershöföinginn: Aldrei til verka sem andstæö væru stjórnarskránni. Dómarinn: En til lög- mætra verka? Hershöföinginn: Það er póiitiskt og hernaöarlegt leyndarmál. (Úr yfirheyrslum yfir Vito Minceli hershöföingja, sem ákærður er fyrir tilraun til vaidaráns. Hann var áöur yfirmaður leynilögreglu italska hersins, en er nú frambjóöandi fasista tii þings). Upphlaupastrákar fasista aö verki I Róm. (Ur Rinascita) Kosningabaráttan á Italiu: Lýðræðimi stafar hætta frá hægri ogNATO stendur á bak við samsœris- tilraunir Þegar 'þetta er skrifað er enn rúm vika til þeirra þingkosninga á italiu sem fram fara i dag. Til þessa hefur athygli blaðamanna að sjálfsögðu beinst einna mest að kosningabaráttu kommúnista. Þeir hafa lagt sig mjög fram um málaefnalegan og æsingalausan málflutning og svo sem til að forðast þá hættu, að glæsileg ræðumennska hverfist i vigorða- flaum, hafa foringjar þeirra, með Berlinguer i broddi fylkingar tek- ið upp nýtt fundaform. Þeir halda ekki ræður endilega, heldur sitja fyrir svörum kjósenda á stærri jafnt sem smærri fundum. Feimnismál Borgaraleg blöð allskonar hafa ekki þreyst á þvi i umfjöllun kosningabaráttunnar að spyrja, hvort Itölskum kommúnistum sé nú treystandi fyrir fjöreggi lýð- ræðis, hvort þeir muni viður- kenna ósigur eftir aö þeir hafi sest I valdastóla. Það er merki- legt, að miklu siöur hefur veríð spurt um þá hættu, sem mest er fyrir lýðræðislegar leikreglur. Hér er blátt áfram átt við umsvif nýfasista og stuðningsmanna þeirra meðal herforingja og lög- regluforingja.En það er talið vist, að ef að mynduð verður stjórn að loknum kosningum með ein- hverskonar aðild kommúnista, þá aukist mjög likur á þvi að þetta lið geri tilraun til valdaráns. Þessi öfl hafa sýnt tilburði til þessa áður, svo ekki verður um villst. Þingmaður skaut á kjós- endur En það er eins og það haf i verið þegjandi samkomulag um það milli helstu flokka, að ræða ekki mikið þessa hættu á valdaráni þeirra sem lengst eru til hægri. Þó rofnaði sú þögn að nokkru á dögunum, þegar einn af þing- mönnum fasista, Sandro Sacucci, dró upp skammbyssu þar sem hann stóð i ræðustól I bænum Sezze Romano fyrir sunnan Róm og aðrir fasistar fylgdu fordæmi hans. Tóku þeir að skjóta á hæst- virta kjósendur; ungur kommún- isti hlaut bana af skotsárum og annar særðist alvarlega. Nú hefur foringi nýfasista, Almirante, tilkynnt, aðSacuccisé rekinn úrflokknum fyrir þetta at- hæfi, og hann mun nú þegar svipt- ur þinghelgi og þar með verður hann handtekinn og ákærður fyrir morð. En sagan er þar með ekkí öll sögð. Sandro Sacucci er ekki barasta ofbeldisseggur sem hefur gengið af göflunum. Hann er llka einn þeirra sem mest koma við sögu þegar afhjúpuð hafa verið samsæri um valdarán hægrisinna á liðnum árum. I desember 1970 tók hann þátt i misheppnaðri til- raun Junio Valerio Borgheses prins til valdaráns. Nótt eina her- tók hann ásamt öðrum fasistum vopnabúr innanrlkisráðuneytis- ins, en þeir héldu undan sömu nótt eftir að hætt var við allt saman á siðustu stundu — af ástæðum sem menn ekki þekkja enn. Samsærismaður i fram- boði Annar þekktur maður sem er sakaður um þátttöku i valdaráns- samsærum er Vito Miceli, fyrrum yfirmaður leyniþjónustu hersins, en hann býður sig nú fram til þings fyrir fasista og er þar einna efstur á lista. Miceli er ásamt öðrum foringj- um leyniþjónustu þessarar sak- aður um að hafa sett á svið sprengjutilræði og óeirðir bæði árið 1970 og 1973 með það fyrir augum að skapa jarðveg fyrir valdarán. Samkvæmt bandariskri skýrslu um ólöglegan fjárstyrk til eflingar bandariskum pólitiskum hagsmunum fékk Miceli þessi 800 þúsundir bandarískra dollara árið 1972 beint úr hendi bandariska sendiherrans I Róm, Graham Martins, til póliti'skra þarfa. Ef að Miceli verður kosinn á þing fyrir fasista hefur hann nokkra möguleika á þvi að komast undan frekari rannsókn og refsingu fyrir landráð. Samábyrgð og huldu- menn Það var með sama hætti að Sacucci komst hjá dómstólum og fangelsi með þvi að koma sér á þing i síðustu kosningum, árið 1972. Það er undir liðsstyrk á þingi komið, hvort Miceli getur einnig sloppið. En á þvi þingi, sem til þessa hefur setið, hafa ýmsir fasistar sloppið við mála- ferli fyrir morð, hermdarverk og glæpi gegn rikinu vegna þess að kristilegir demókratar hafa haldið hlifiskildi yfir þeim og greitt atkvæði með þvi. að þeir héldu þinghelgi sinni. Fasistar hafa að sýnu leyti bjargað með þingstyrk sinum nokkrum kristilegum þing- mönnum frá málferlum vegna ákæru fyrir fjármálaspillingu og svindl. Hinar nýju ákærur gegn Sacucci og framboð Miceii, fyrrum yfirmanns leyniþjón- ustunnar, á vegum fasista, hafa á ný sett á dagskrá vangaveltur um tengsli fasista og leyniþjónust- unnar. Allir vita, að ekki geta fas- istar einir, sem hafa aðeins um 8% atkvæða á bak við sig, fram- kvæmt valdarán á Itallu, þótt þeir séu sjálfsagt allir af vilja gerðir. Það eru því bandamenn þeirra, huldumenn að meira eða minna leyti, sem eru hættulegastir. Enda þótt margt hafi upp komist á siðustu árum i sambandi við valdaránssamsæri, þá vita menn enn idag ekkert með vissu um þá, sem að baki stóðu. Því er ærin ástæða til að spyrja, hvort þessir sömu aðilar áformi ekki nú þegar ný samsæri, sem gætu orðið virk- ari en þau sem hingað til hafa verið gerð. Þótt margt sé£ huldu þá telja menn sig geta komið auga á visst samhengi i samsæristilburðum ýmissa hópa á timabilimu 1969-1974. Hinir einstöku hópar lita ekki út sem meira eða minna 1 klikkaðir ævintýramenn (stund- um gat svo virst) heldur sem menn sem stýrt er eftir vissum rökréttum sambandsleiðum. Leynileg NATO-áætlun Sósialistablaðið Republica seg- ir, að Eugenio Henke aðmiráll, enn einn fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins, hafi játað það við lokaðar yfirheyrslur i varnarmálaráðuneytinu, að til sé leynileg málsgrein i Nato-sátt- málanum, sem lúti að þvi að skipuleggja sérstaka eiðsvarna hópa innan hers eða meðal borgarannatil andkommúniskrar starfsemi. Þetta er ekki I fyrsta sinn að menn á Italiu ræða um leynilega Natóáætlun gegn kommúnist- um (og ein slík var notuð í Grikk- landi árið 1967). Republica og önnur blöö telja, að það séu þess- ar „sérstöku trúnaðarsveitir” sem hafi siðan 1969 þróast til sjálfstæðra samsæra gegn lýð- ræðislegu stjórnarfari. > Þoka og myrkur Með þvi að öllu átti að halda stranglega leyndu er ógjörningur að fylgjast með þvi eftir lýðræðis- legum leiðum, hvað þessir „sér- stöku” hópar áttu aö aðhafast. Kenningin um samhengið að baki banatilræða og valdaránstilrauna er sú,að þessir hópar hafi farið að starfa að eigin frumkvæði, án þess að aðgerðir þeirra hafi feng- ið blessun herforingja eða stjórn- málamanna. Siðan hafi þessir herforingjar og stjórnmálamenn neyðst til að hylma yfir með sveitum þessum til þess að þeir komi sjálfir ekki fram i dagsljósið sem bakhjarl hinnar ólöglegu starfsemi. Þar með er allur greinarmunur horfinn á því laumuspili sem átti að heita rikinu til öryggis og til- ræðum við lýðræðislega skipan i þessu sama riki. Stjórnin hylmir yfir 1 maíbyrjun sendi rannsóknar- dómarinn sem fer með mál Micelis bréf til hæstaréttar þar sem hann beinllnis ásakar itölsku stjórnina um að hindra rannsókn á valdaránssamsærum með þvi að lýsa allar þær upplýsingar, sem mestu skipta, hernaðar- leyndarmál. Samkvæmt lögum er það forsætisráðherann (Aldo Moro var það fram I siðasta mánuð) sem ákveður I hvert skipti hvortum pólitiskt og hern- aðarlegt leyndarmál sé að ræöa. Hvenærsem rannsóknin var að þvi komin að leiða i ljós raun- verulega bakhjarla samsæranna hefur verið gripið til þess ráðs að visa tíl öryggis rikisins. Það sem menn vita með nokkurri vissu kemur fram á ákæruskjölum gegn þrem hóp- um: „Vindrósinni” , en I henni voru liösforingjar í leyniþjónustu hersins undir forystu Micelis. Svonefndri „Hvitri valdatöku”, sem Edgardo Sogno, fyrrum sendiherra, lagði á ráð um, en kostnaðinn báru stóriðjufyrirtæki Norður-ltaliu, m. a. Fiatverk- smiðjurnar. (Allir iðjuhöldarnir hafa siðan sagt að þeir hefðu haldið að peningarnir færu til hins ihaldsama Frjálslynda flokks, sem Sogno var i). Og að lokum er hópur Borgheses prins, sem fyrr var getið, sem var i beinu sam- bandi við fasista. Republica og ýmis blöð önnur bera fram þá kenningu að „Vind- rósin” hafi átt að vera trúnaðar- hópur Nató i hemum, en menn Edgardo Sognos hafi átt að vera hinn borgaralegi leynihópur. Borghese hafi verið haföur með vegna þess, að menn höfðu þörf fyrir fasista til morðtilræða og annarra slikra verka. Hafi það verið með ráði gert i desember 1970 að ýta fyrst undir valdaráns- tilraun Borgheses og siðan hætta við allt saman þegar hæst stóð leikurinn — til að losna við hina óstýrilátari i hópi fasista. Sundrung i iiðinu Arið 1973 voru uppi alvarlegri valdaránsáform, en þeim var ekki fylgt eftir vegna þessað uppi varð ágreiningur múii borgara- legra samsærismanna og þeirra sem tengdir voru hernum. 5kömmu siðar kom til klofnings i leyniþjónustu hersins, og það er upp frá því, að afhjúpanir á valdaránsáformum hefjast i alvöru. Liklegt er að ýmsir liðs- foringjar, sem i málið voru flækt- ir, hafi i innbyrðis valdabaráttu látið sitt af hverju leka út um andstæðinga sina — með þeim árangri, að ákæruvaldið náði taki á nokkrum endum og þyrjaði að rekja upp leyndarþræðina. En hve langt var rakið? Þvi er enn ekki svarað. Né heldur þvi, hvort enn er til skipulagt kerfi sem geturframið valdarán. Svör- in er vist hvergi að finna nema hjá leyniþjónustu italska hersins. (byggt á Information - áb)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.