Þjóðviljinn - 20.06.1976, Side 11

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Side 11
verðleikar verka en að vera likleg til að slá aðsóknarmet eru viður- kennd staðreynd. Verkefnaval leikhúsa sannar það. Allir vita að ein gerðleikrita er vænlegri til að draga að áhorfendur en önnur. Að henni alveg ólastaðri hafa okkur vitanlega aldrei verið færðar sönnur á aö það kosti meiri vinnu eða hæfileika aö semja leikrit i þeim dúr. Meðan svo er ekki, komum við ekki auga á forsendur þess að greitt sé meira fyrir slik verk en önnur. Ekki fær leikari hærri laun fyrir að leika i farsa en öðrum leikritum. t auövaldsþjóöfélögum sem okkar er oft bent á aö notkun leik- hússins af leikriti sé afnot. Það greiði þvi höfundi fyrir afnotarétt af verki hans. A þeim forsendum eigi að borga meira fyrir afnot margra á leikriti en afnot fárra. En leikrit er ekki hlutur sem slitnar við notkun. Það er leikhús- inu til skammar aö veröleggja leikrit eftir sjónarmiöum kram- ara. Enda er leikhúsiö á Noröur- löndum uppúr sliku vaxið á flest- um öðrum sviðum, svo sem t.d. niðurgreiöslsla aðgöngumiða- verðs ber vott um. En hvaö viljum við þá? Við viljum að höfundurinn verði innangarösmaður i leikhúsinu. Með þvi er átt við að gert sé ráð fyrir höfundum sem sjálfsögöum starfshópi innan leikhússins, þ.e. laun þeirra séu tekin inná kostn aðaráætlun og að þeir sem starfshópur hafi eölilega áhrif á stefnumótun og aðra ákvaröana- töku lýöræðislega rekins leikhúss. Hvort sem við hugsum okkur að höfundar hafiað6töðu til að skrifa leikrit sin innan veggja leik- hússins eða ekki, er eölilegt aö leikhús hafi á föstum launum jafnmarga höfunda og tala nýrra innlendra leikrita er sem þaö sýnir á ári hverju. Þetta ætti ekki að þykja ósanngjarnt, þvi að varla heldur nokkur þvi fram i fullri alvöru, að hægt sé að búast við þvi að fólk skrifi meira en eitt leikrit á ári. Nú kann einhver aö spyrja sem svo: Ef höfundur fær greidd árs- laun fyrir að skrifa leikrit, er þá ekki verið að margborga honum, ef leikrithans er fært upp oftar en einu sinni? Kannski er hægt að hugsa sér þaö. En við verðum að styöjast við þann veruleika sem viö búum við. í fámennu og ein- angruðu landi er það svo sjald- gæft aö verk séu sviðsett oft, að ekki tekurþviaðreikna það með i dæminu. Og jafnvel þó að eitt og eitt verk leikritahöfundar komist á flakk, vegur vonin um slikt aldrei uppá móti þvi fjárhagslega óöryggi sem hann stofnar sér i með starfsvali sinu. Hversu afkastamikill sem höfundur kann að vera, er engin leið aö búast við þvi að uppfært sé eftir hann nýtt leikrit árlega um langt skeið. Stundum hefur hann eytt löngum tima i að semja verk, sem af ein- hverjum ástæðum fer aldrei á fjalirnar, og svo eru leikrita- höfundar fæddir með þeim ósköp- um að geta orðið heilsulausir eða jafnvel gamlir, ef þeim endist aldur til. Er höfundurinn ekki leikhúsmaður? Auðvitað er það aöalatriöið að höfundur sé ráðinn að leikhúsi til þess að semja leikrit. En vel má hugsa sér að leikhúsin ráði til ýmissa annarra starfa höfunda, sem það getur ekki eöa vill ekki að svo stöddu ráöa til leikrita- gerðar. Slikar ráðningar gætu orðið bæði höfundum og leik- húsinu til mikils gagns. Vanþekk- ing höfundar á starfsemi leik- hússins er honum oft fjötur um fót.einkum i byrjun. En i leikhúsi eru unnin mörg störf sem höfund- ar ættu að vera gjaldgengir i, engu síður en hverjir aðrir leik- húsmenn. Þvi er náttúrulega þannig farið um leikritahöfunda einsog aðra leikhúsmenn, t.d. leikara, að menntun þeirra og hæfileikar liggja fremur á einu sviði en öðru. En þau störf, sem okkur þykir ekki fjarri lagi að margir höfundar gætu innt af hendi á borð við hvern annan leikhús- mann, eru til dæmis eftirtaldar stöður: Ritstjóri leikskrár, bóka- vörður, blaðafulltrúi, sýningar- stjóri, aðstoðarleikstjóri, bók- mennta- og le klistarráðunautur, leikhússtjóri. Einu hugsanlegu mótbárurnar gegna því að telja höfunda gjaldgenga i stöður einsog þær sem hér hafa verið nefnder, eru þær að höfundur sé alls ekki leikh%usmaður. En hann það kannski ekki? Annars má geta þess til gamans að islenskir leikrita- höfundar buðust eitt sinn til að taka að sér einn mikilvægasta liðinn i starfsemi leikhúsanna i Reykjavik, en þvi var hafnað. Við siðustu samninga milli höfunda og leikhúsa, kom það i ljós að leikhúsin draga svonefnt fata- geymslugjald af hverjum seldum aðgöngumiða, áður en prósentur höfundar eru reiknaðar. Gjald þetta er kr. 70.- af hverjum miða. Leikárið 1974-75 var tala leikhús- gesta 150 þúsund. Fatagjald var þvi kr. 10,5 miljónir. íslenskir höfundar fengu á sama tima greiddar 1,7 miljónir króna i höfundarlaun. Buðumst við þvi til þess að taka sjálfir að okkur fata- gæsluna fyrir þá upphæð sem leikhúsin reikna með og auka við þeirri þjónustu að færa gestina i yfirhafnirnar og gefa hverjum þeirra einn konfektmola að skilnaði. Ekki var ætlunin að hafa neitt af fatageymslukonum, heldur skyldu þeim verða send heim þau laun sem leikhúsin höfðu áður greitt þeim. Einsog áður er sagt, var tilboði okkar hafnað. Á hverju höfum við ráð? Það kann að vera þó nokkur munur á þvi bæði hér á íslandi og á hinum Norðurlöndunum, hvers konar rikisstjórn situr að völdum. Eitt eiga þó allar rikisstjórnir sammerkt — dæmalausa fast- heldni á fé til menningarmála. Það árar illa á Islandi núna, en ekki urðum við varir við neitt meira örlæti stjórnvalda til lista, þegar efnahagsuppgangurinn var sem mestur fyrir fáeinum árum. Alltaf sami barlómurinn. ,,Við höfum ekki ráð á þvi.” Sannleikurinn er sá, að fárán- lega litlum hluta þjóðartekna is- lendinga og a.m.k. sumra ann- arra Norðurlandaþjóða er varið til menningarmála. En það gerir ástandið ennþá alvarlegra að i ört vaxandi mæli eru það afæturnar sem gleypa megnið af þessari hungurlús. Þetta á jafnt við innanlands sem i norrænni sam- vinnu. Afæturnar eru menningar- býrokratarnir. Iðulega fer meira fé i fundahöld um veitingu styrkja, verðlauna etc. en sem nemur þeirri upphæð sem aö lokum kemst á leiðarend.a. Dæmi: Bókmenntaverðlaun óg tónlistarverðlaun Norðurlanda. Verðlaunin eru 50 þúsund danskar krónur. Kostnaður viö veitingu þeirra á annað hundrað þúsund danskar krónur! íslenskir stjórnmálamenn guma oft af þvi hversu mikil menningarþjóð við islendingar séum. Þeir tiunda afrek islenskra listamanna og vilja gera þau að sinum. En menningin má ekkert kosta. „Við höfum ekki ráð á þvi”. Tilhneigingin er sú að koma á fót stofnunum til að geta sagt t.d. „Við eigum þjóðleikhús”. En siðan eru þessar stofnanir svelt- ar, þær fá ekki nægilegt rekstrar- fé. Og hvar er þá sparað? Flestir kostnaöarliðir eru óhagganlegir. Eiginlega allir nema sú upphæð sem greiða á fyrir sjálfa listina, sem þessar stofnanir voru þó settar á fót fyrir. Eða var ekki svo? 1 leiklist kemur þetta niður á öllum listamönnum sem hana stunda. En aðeins einn starfs- hópur er þó algerlega afskiptur i Islensku leikhúsi, sú starfsgrein sem leggur til það hráefni sem öll starfsemi leikhússins snýst um að vinna úr — þ.e. stétt leikrita- höfunda. Að þykjast hafa ráð á leiklist án þess að hafa ráð á höfundum er fjarstæða. Henni mætti likja viö þaö að reisa risastóra vatnsafls- stöð þarsem ekki svo mikið sem litil lækjarspræna rennur. (Grein þessi birtist i maihefti Vinduet, bókmenntatimariti norska Gyldendals, sem helgaö var leikritsn á Norðurlöndsm i til- tilefni af norrænu leikhúsþingi i Osló i mailok.) Sunnudagur 20. júni 197fi ÞJÖÐVILJINN — SÍOA 11 Viðtal við Zjores Médvédéf, útlaga i London Hvert stefnir andófs- hreyfingin sovéska? Zjores Médvédef: llreifingin mun breytast Sjores Médvédef er liffræðing- ur og starfar nú i London. Hann var virkur i andófshreyf ingu heima fyrir og var settur á geð- veikrahæli árið 1970: þaðan slapp hann eftir tvo mánuði vegna mót- mæla visindamanna og rithöf- unda. Um þá hluti hcfur Médvé- def skrifað bókina „Hver er geð- veikur?” ásamt bróöur sinum, sagnfræöingnum Roj. Hann var sviptur sovéskum rikisborgara- réttifyrir bóksina „Tiu árum eft- ir tvan Denisovitsj". Blaöamaður spurði fyrst á þessa leið: Æ fleiri gagnrýnendur sovésks stjórnkerfis hafa sest að á Vesturlöndum. Haldið þér að hlustað verði á raddir þeirra með sama áhuga og fyrr þegar þeir voru enn i Sovétrikjunum? Æða mun áhuginn á þvi sem þeir hafa fram að færa minnka? Og er það kannski lævisleg stefna sovéskra yfirvalda að leyfa mönnum (eða neyða þá) til aö flytja úr landi, með það fyrir augum að lama það sem einu nafni erkallaðlýðræðis- hreyf ing? Tveir hópar — Þetta fer að verulegu leyti eftir hegðun útf^ytjendanna. Menn láta sér oft verða á þá skyssu að lita á lýðræðishreyfing- una i Sovétrikjunum sem eitthvað einkynja, enda þótt innan hennar séu á ferð mismunandi pólitiskar stefnur ogheimspekileg viðhorf. t þvi samhengi má skipta þeim sem hafa farið úr landi'i tvo hópa i stórum dráttum. t öðrum hópnum eru þeir sem fara i útlegð með það fyrir augum beinlinis að halda uppi sambandi við andófsmenn heima fyrir og hjálpa með öllum ráðum þeim sem gegn kúgun berjast. Þessir menn hafa oftast góð sambönd viö þá hópa sem áður hafa stutt andófsstrauma i Sovétrikjunum. £g á hér við sambönd við vinstri- sinna, vegna þess að það er nokk- uð út i hött að leita stuðnings meðal hægrisinna. Sumpart vegna þess að á okkar dögum eru þaö einmitt vinstrisinnaðir menntamenn sem móta almenn- ingsálitið, og sumpart vegna þess, að afturhaldssinnaðir bandamenn hljóta að spilla fyrir pólitisku starfi okkar. Eða uppfræða vestrið? En til er annar hópur útlaga, sem telja þaöhelsta hlutverk sitt að uppfræða hinn vestræna heim. Aö þeirra áliti er öll viðleitni til friðsamlegrar sambúöar við Sovétrikin sprottin annað hvort af fáfræði um hið sanna eðli sovét- skipulagsins eða af þeirri sið- ferðilegu upplausn sem áberandi er á Vesturlöndum. Það er hægt að ásaka Vestur- löndum firnamargt, en það væri samt að minum dömi barnalegt að gera ráð fyrir þvi, að sam- skipti þeirra við Sovétrikin séu reistá fáfræði. Þvi miður verður maður, jafnvel meðal þeirra sem standa að timaritinu Kontinent manna sem ég virði mikils, var við slikan hugsanagang, með þvi að Kontinent miðar frekar við að særa Vesturlönd til aðgerða held- ur en að hjáipa andófsmönnum heima fyrir (Kontinent er hið öfl- ugasta af timaritum „nýju útlag- anna” og kemur út i Þýskalandi á rússnesku og fleiri málum). Erfiðleikar — Er það yfir höfuð mögulegt að halda uppi sambandi við and- ófsmennina heima fyrir? — Það er erfitt. Þaö tekur mik- inn tima og krefst mikils átaks. En það er ekki hægt að segja að það sé ómögulegt. Það, að helstu staðreyndir berast út, að ekki er hægt að fela þær, aö svo mörgum Samizdatritsmiðum er smyglað úr landi, ber þvi vitni, að það er mögulegt aöhalda uppisambandi og að barátta gegn harðstjórn er ekki marklaus. Nú siðast hefur nýtt timarit hafið göngu sina. „Tuttugasta öldin", Roj bróðir minn ritstýrir þvi i Moskvu. en það er prentað hér á Englandi. (,,The Twentieth Century" á ensku, kemur einnig út á rúss- nesku — dreift af Orbis Books Ltd, 66 Kenwav Road. London S\V 5) En þeir sem telja hlutverk sitt i þvi fólgið að fræða Vesturlönd telja einnig, að andófsmenn i Sovétrikjunum eigi sér enga möguleika. Og þegar á heildina er litið, er viðhorf þeirra til vest- rænna vandamála mjög einhliða. vegna þess að þeir sjá sovésk áhrif i öllum róttækum hreyfing- um i hinum vestræna heimi. Margra ára dvöl þeirra i alræðis- riki gerir þeim erfitt að skilja það sem fram fer i kerfi margra flokka og hreyfinga. — Hvað haldið þér um framtið andófshreyfingarinnar nú. þegar leynilögreglan hefur hert á bar- áttu við hana, og æ fleiri þátttak- endur hennar yfirgefa land'! — Það er að nokkru levti eigið val viðkomanda aö fara úr landi. Og það þýðir. að þeir sem fara erueinkum menn semeruá bandi Vesturvelda, ef svo mætti að orði kveða. En þeir sem eftir verða. munu halda áfram baráttu sinni. Ég held ekki að það sé unnt að kveða niður þessa hreyfingu. En hún mun breytast með timanum — 1 hvaöa átt? — Að likindum verður hún ekki eins róttæk. Hún verður i rikari mæli umbótasinnuð og mun ekki setja fram kröfur sem ekki er unnt að fá framgengt. (úr lnformation

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.