Þjóðviljinn - 20.06.1976, Side 16

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 20. júni 1976 Fellini og Casanova FlestirkannastviöFedericoFellini, þann gamla og góöa italska meist- ara. Og hver hefur ekki heyrt getiö um kvennagullið Casanova? Þau tiðindi berast nú frá Rómaborg, aö þar sé Fellini önnum kafinn viö gerð kvikmyndar um Casanova. Titilhlutverkiö er leikiö af frægum leikara, Donald Sutherland. Fellini segir um Casanova, aö „dýrslegar hvatir hans komu honum i uppreisn gegn siðalögmálum þjóöfélagsins, en óheilbrigt kaþólskt uppeldiö sem hann hlaut hindraöi þroska hans. Að þessu leyti var hann dæmigeröur Itaii”. — Myndin sýnir Donald Suth- erland I hlutverki Casanova. Kennslustund i skylmingum úr myndinni „Barry Lyndon” GLEÐI FRÉTT Hér kemur ein litil gleðifrétt fyrir þá sem enn minnast Rauöu skikkjunnar með hlýju, þessarar „norrænu útgáfu af Rómeo og Júliu” sem filmuö var i Hljóða- klettum nyrðra fyrir sléttum tiu árum: Ulla Britt Söderlund, sem teikn- aði búninga i Rauðu skikkjuna, fékk Óskars-verðlaun fyrir bún- ingateikningar i ár. bað var fyrir búningana i mynd Stanlay Kubricks „Barry Lyndon”. Myndin sjálf fær þá dóma, að hún sé mikið augnayndi, en litið ann- að. Kvikmyndatökumaðurinn fékk lika Óskar. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir William Makepeace Thackeray. Ulla Britt var eiginlega byrjandi i listinni þegar hún vann að gerð Rauðu skikkjunnar, en hún hefur notað þessi tiu ár vel og er nú komin i kompani við stjörnur. Við óskum henni til hamingju. KUROSAWA Dersu Uzala. Kona undir áhrifum „Dersu Uzala” heitir nýjasta mynd japanska snillingsins Akira Kurosawa og hlaut gull- verðlaun á kvikmyndahátiðinni i Moskvu i fyrrasumar, svo og Óskarsverðlaun sem besta er- lenda myndin 1976. Frarnleið- andi myndarinnar er Mos- film. í henni segir frá rússnesk- um landkönnuði á ferð um Uss- uri-hérað austast i Siberiu rétt eftir aldamótin siðustu. Land- könnuðurinn hittir innfæddan veiðimann, Dersu Uzala, sem gerist leiðsögumaður hans og vinur. Myndin sýnir ferðalag þeirra og baráttu við stórbrotna og villta náttúru. Boðskapur hennar ku vera með afbrigðum mannúðlegur og hollur, einsog við er að búast þegar Kurosawa er annars vegar. Dersu Uzala er alþýðuheimspekingur og kenn- ari i listinni að lifa. Þegar kós- akkar nokkrir eru að æfa sig i skotfimi með þvi að skjóta á tóma flösku segir gamli maður- inn: bið skuluð ekki skjóta svona að ástæðulausu, enhver annar gæti þurft að nota flösk- una. Kvikmyndahandritið sömdu þeir Kurosawa og sovéski rit- höfundurinn Júrí Nagibin, og byggðu það á sannsögulegum heimildum, endurminningum landkönnuðarins Vladimir Arseniev. sinar, og þvi hefur hann lengst af þurft að kosta þær sjálfur. Til þess notar hann peningana sem hann fær fyrir að leika i kvik- myndum. Hann segist fremur lita á sjálfan sig sem atvinnuleikara , en áhugaleikstjóra. Engu að siður er nú svo komið að hann er álitinn ein snjallasti kvikmyndastjóri Bandarikjanna, einkum eftir siðustu myndina, Kona undir á- hrifum. Sú mynd ku vera einstak iega næm og skörp lýsing á hjóna • bandserfiðleikum bandariksrar millistéttar. Hjónin eru leikin af Gena Rowlands (eiginkonu leik- stjórans, sem leikið hefur i mörgum mynda hans) og Peter Falk, öðru nafni Columbo. Þau tvö hafa impróviserað mikinn hluta myndarinnar og hlotið lof fyrir. Gena Rowlands leikur konu sem þjáist af streitu og er um- kringd fólki sem skilur hana ekki. Jafnvel maðurinn hennar segir um hana við vinnufélaga sina: „Hún er óvenjuleg, en ekki geð- veik”. Meira skilur hann ekki. Tengdamóðir hennar er uppfull af biturleik og öfund og vill fyrir hvern mun koma henni á hæli, og tekst það aö lokum. t myndarlok er konan komin heim af hælinu, hefur fengið yfirborðslegan „bata”, en áhorfandinn sér i hendi sér að ekki mun liða á löngu þar til aftur sækir i sama farið. Cassavetes hefur áður gert myndir um vandamál banda- rikskrar millistéttar, og má segja að sú stétt sé aðalviðfangsefni hans. En aðalpersónan i þessari nýjustu mynd er kona, og eru flestir gagnrýnendur sammála um að þarna hafi tekist að skapa mjög sannfærandi mynd af vest- rænni millistéttarkonu nútimans. Og þá er bara eftir að vona að Kona undir áhrifum slæðist hing- að sem allra fyrst. Peter Falk og Gena Rowlands i „Kona unúir á hrifum . Arbók breskra kvikmynda- manna, Internationai Film Guide, velur á hverju ári fimm kvikmyndastjóra, sem hljóta nafnbótina „Kvikmnda- stjóri ársins”. Einn þeirra fimm sem valdir voru i ár, heitir John Cassavetes. Bandarfkjamaður af griskum attum. Fæddur i N.Y1. 1929. Mynd hans „Kona undir á- hrifum” (A Woman under the Influence) var kosin ein af tiu bestu myndum ársins 1975. Cassavetes hóf feril sinn sem leikari eftir að hann útskrifaöist úr leikskóla 1953, lék i kvik- myndum og sjónvarpi. Hann stjórnaði fyrstu kvikmynd sinni árið 1960 og hét hún Skuggar (Shadows). Þá þegar komu i ljós mörg helstu einkenni Cassavetes sem Jeikstjóra: kvikmyndataka sem minnir meira á heimildar- mynd en leikna mynd, impró- viseraður leikur og texti, áieitinn raunsær still. Cassavetes hugsar ekki um vinsældir eða gróða þegar hann gerir kvikmyndir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.