Þjóðviljinn - 20.06.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Blaðsíða 20
PMÐVIUINN Sunnudagur 20. jdni 1978 Kaþól&kar kirkjur eru öllum opnar alltaf. Þjóökirkjan er yfirleitt lokuö Kristskirkja i Landakoti (Ljósm.: eik) Stóll Hólabiskups I Landakoti viö háaltariö Við hámessu í Landakoti bvi var þó ekki aö leyna að blaðamaðurinn hugsaði til þess með nokkurri tilhlökkun að mega lyfta anda sinum svolitið undir ' kaþólskum messusöng i fallegri kirkjuþar sem hljómburður gerist >. bestur á islandi. Einu sinni var i hann viðstaddur altarisgöngu i : Sacre Ceur i Paris og hreifst af i skrauti og þeirri dulúð sem at- höfnin var sveipuð. bessu fylgdi , snerting við einhvern dularfullan guðdóm gagnsýrðan af fortlð og | sögu. í Kristskirkju í Landakoti var allt likara þeim hætti sem maður kannast við úr miðalda- sögum islenskum og einhvern veginn sisona viðkunnanlegra heldur en I forpokaðri þjóðkirkj- unni. barna var reikelsi, bjöllu- hringingar, gregorianskur söngur latneskar bænir, ekta biskup með bagal og mitur og alls konar bugt og beygingar stigvaxandi eftir þvi sem neðar dró i hina geistiegu röð. Biskupinn lét sér rétt nægja að hokna örlitið I hnjám einstöku sinnum. Svona piramidakerfi eða stéttskipting I bugti fyrir guðdóm inum er nú kannski ekki alveg að skapi blaðamannsins en þó dá- litið kitlandi og spennandi af daðri við söguna og gullaldar- • rómantikina. bó er liklega allt snauðara i þessari kirkju heldur en flestum öðrum kaþólskun kirkjum, skrautið fábrotnara og athöfnin ) iburðarminni. Fróðir menn segja i að kaþólska kirkjan á íslandi sé útangi einhvers hollensks kaþól- i isma sem er mengaður af niður- , lenskum kalvinisma. Hvað um það. Kaþólskir kirkju- gestir I Kristskirkju á hvita- sunnudag tóku þátt I messunni af lifi og sál, bænuðu sig og kross- uðu, sungu og krupu. Mestöll messugjörðin fór fram á Islensku og þrir trúboðar, sem vigðir voru til starfa þennan morgun, skipt- ust á að lesa ritningargreinar. Eitt skyggði þó á. Biskupinn var svo illa mæltur á Islensku að mun áhrifameira hefði verið fyrir hann að flytja mál sitt á latinu. 011 messan tók rúman hálfan annan tima og um helmingur , kirkjugesta sem greinilega var hér kominn i öðrum tilgangi en af trúrækni horfði vakandi augum á allt tilstandið og seremóniurnar og hlýddi hugfanginn á kirkju- sönginn. Ef þetta hefði verið I venjulegri lútherskri kirkju hefðu Sunnukórinn söng. I mesta lagi lyftu þeir brá, blimskökkuðu eða hvimuðu augunum rétt sem snöggvast þegar markvisst nú- timahviss rauf hinn hljómþýða söng. Reyndar fannst ómúsik- ffóðum blaðamanni Missa brevis Jónasar Tómassonar hljóta að vera meiriháttar sigur fyrir tón- skáldið. Svo öruggt, margbrotið og frumlega verkaði það á hann. Kaþólskri messu á hvitasunnu- dagsmorgun lauk með þvi að Sunnukórinn söng hátt og snjallt Son guðs ertu með sanni eftir rétttrúnaðarmanninn lútherska, Hallgrim Pétursson. bá var upp- hafning blaðamannsins komin á það stig að hann lyftist tommu frá bekk. Lokavers þessa dýrlega passiusálms var i lok messunnar eins og að hafa lesið sálminn i heild sinni og numist frá sér i há- punktinum. Andriki Hallgrims er eitt en boðskapurinn annað. begar gengið var út rak blaða- maður bjv. augun i 1. sendiráðs- ritara rússneska sendiráðsins i Reykjavik. Hvað skyldi hann hafa verið að vilja? — GFi Horft inn kirkjuskipiö Á hvitasunnudagsmorgun sótti blaðamaður Þjóð- viljans hámessu i Kristskirkju kaþólskra manna á Islandi i Landakoti. Tilefnið var þó ekki trúrækni beinlinis heldur að hlýða á söng Sunnukórsins á ísa- firði sem söng þarna Missa brevis — Stutta messu — Jónasar Tómassonar var vestra á föstudaginn flestir þeirra annaðhvort löngu verið sofnaðir eða I heitri bæn að þetta mætti sem fyrst taka enda. betta er ekki sagt af neinni litils- virðingu við guðdóminn sem þar á að boða heldur af biturri reynslu. barer lika búið að svipta lútherska söfnuðinn ánægju af að taka þátt i messunni — eða sú er a.m.k. raunin — og heldur mak- ráðir prestarnir virðast ekki al- veg vera i hökul búnir til að lyfta sálum safnaðarins til himins. Mystikin —- þó að ekki sé annað — i kaþólsku kirkjunni lætur mann a.m.k. gleyma þvi hvað bekkirnir eru harðir, en i lúthersku kirkj- unni ætla þeir mann lifandi að drepa. Einhvern veginn held ég lika að kaþólikkarnir margir séu um- burðarlyndari og viðsýnni en Is- tónskálds sem frumflutt langa. lenska þjóðkirkjan. barna kom rammlútherskur Sunnukór frá ísafirði — að visu kenndur við sól- ina og stofnaður á þeim degi sem sólin gægist fyrst yfir fjöllin við Skutulsfjörð og þvi kannski i ætt við sóldýrkun frekar en guðs- dýrkun — og söng mjög nútima- lega messu eftir ungan og róttæk- an mann I tónlistinni. Hefði þetta getað gerst við lútherska messu? Ég leyfi mér að efast um að ka- þólskur kór með slikt verk hefði fengið inni hjá þeim guði. Að visu er Missa brevis skipt i hefð- bundna kafla, cyrie, agnus dei, credo, og hvað þeir nú heita allir saman, eins og tiðkast hefur i aldaraðir. Söngurinn féll á eðli- legan hátt inn i messugjörðina og klerkar héldu áfram sinu myst- iska stússi við altarið um leið og BARUM BfíEGST EKKI FólksbíladekkS Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð | Á ÍSLAND/ H/E AUOBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.